Morgunblaðið - 26.05.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.05.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1983 17 Á hestbaki Kvikmyndir Ólafur M. Jóhannesson Nafn á frummáli: YFIR KJÖL Lcikin heimildarmynd á vegum ís- film hf. Sýnd í sjónvarpi á íslandi 22.5. ’83. Kvikmyndun: Ari Kristinsson. Hljóó: Jón Hermannsson. Textahöfundur og þulur: Indriói G. Þorsteinsson. Það má segja að hvítasunnu- mynd sjónvarpsins ’83 hafi verið myndin: Yfir Kjöl, sem kvikmyndafélagið Ísfilm stendur að og fjallar um ferð danska liðsforingjans Daniel Bruun yfir Kjöl 1898. En þessi ferð var farin með tilstyrk þáverandi lands- stjórnar og ætlunin að hlaða vörður er vísuðu mönnum leið um Kjalveg milli Akureyrar og Reykjavíkur að því mér skilst. Að baki þessari grjóthleðslu lá sú hugsjón að endurvekja hina ævafornu ferðamannaleið um Kjalveg. Nú eins og menn heyra hefur ferð Daniels og félaga ver- ið ósköp hversdagsleg lestarferð yfir hrjóstrugt hálendi tslands ef undan er skilin vörðulagning- in sem marka átti tímamot i ferðamáta þess tíma. Hélt ég satt að segja að Ágúst Guð- mundsson leikstjóri þessarar leiknu heimildarmyndar ísfilm hf., myndi einbeita sér að því að sýna áhorfendum hið raunveru- lega verkefni leiðangursmanna: vöróuhleósluna. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum því aðeins var lagður hornsteinn að einni einustu vörðu. Það hefði kannski verið hægt að smala saman grjóti í svo sem þrjár, fjórar í viðbót. Þess í stað einbeitir leik- stjórinn sér að því að sýna menn á hestbaki. Fannst mér er líða tók á myndina að hér væri kominn íþróttaþáttur í umsjón Stein- gríms Sigfússonar allaballa- þingmanns. Annars hafði ég lúmskt gaman af því að skoða hestana því hjá mér var staddur reyndur hestamaður er notaði tækifærið að útskýra muninn á tölti, skeiði, stökki, valhoppi, lötri og brokki. Fannst mér myndin afskaplega fróðleg að þessu leyti og í ætt við sannar Jóhannes Geir hripar niður landslag en Harald Jespersen (Daniel Bruun) horfír á af hestbaki. heimildarmyndir. Annars hafði ég mest gaman af því að fylgjast með Jóhannesi Geir listmálara bregða litum i vatn og þaðan á pappír. Það er unun að sjá snjalla listamenn töfra fram myndveraldir með örfáum pens- ilstrokum. Þá fannst mér at- hyglisvert skot er sýndi gamlar hestagötur sem voru líkt og risp- ur í landið. Ekki voru nú þá komnir jeppar með drif á öllu. Raunar voru jeppaför meðfram hestagötunum. Leiddi þetta huga minn að því hve fáránlegt er að banna þaulæfðum ökuþór- um að aka um „kjalvegi" lands- ins. Þessir menn eru nefnilega ekki ósvipaðir Daniel Bruun; því að baki rallumsókninni liggur áhugi á að marka nýjar leiðir fyrir þarfasta þjón samtímans. Hér er heldur ekki verið að hugsa um staða klára eða ótemj- ur sem geta hlaupið út undan sér út um alla móa með ófyrirsjá- anlegum afleiðingum fyrir nátt- úru landsins. Nei, rallkappar nútímans ferð- ast á fulltömdum gæðingum og setja metnað sinn í að halda þeim innan hinna vörðuðu slóða ðbyggðanna. Sá er mestur í þeirra hugum sem hvergi snertir sóley eða lóuegg utan hinnar mörkuðu leiðar. Með nýrri ríkis- stjórn frjálslyndra víðsýnna manna er von að ísland verði ekki framvegis læst í greipum einangrunarstefnu og austan- tjaldsglópsku en menn á borð við Daniel Bruun boðnir velkomnir að varða upp á nýtt hinar fornu þjóðleiðir. Með því að leggja hornsteininn rétt er engin hætta á að hinni viðkvæmu náttúru okkar blessaða lands verði spillt en von að hér blómgist mannlíf af kynnum við nýja siði. Hér á vel við að ljúka pári með eftir- farandi hendingu úr Hávamál- um: Sá es sæll, / es sjalfr of á / lof ok vit, meðan lifir, / því at ill ráð / hefr maðr oft þegit / ann- ars brjóstum ór. Barnafatnaður © Vorumorkaöurinn hf. | Barnafatadeild sími 86113.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.