Morgunblaðið - 26.05.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.05.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1983 21 Rudolf Friedrich, dómsmálaráö- Blaðamenn Novosti-fréttastofunnar, Philip Spillmann og Martin Schwander. herra Sviss. SCHWEIZ Presseagentur Nowosti (APN) Buro fúr die Schweiz Idhainwofl 19 23 8513/14 laa 32 609 lon iujii " 132609 PAVTORÍH DES GLEICHaEWICHTS IATEXJISCHE WAFFEUl FAKTOHU1 ----------------------- PATBCISCHE —---- --------------- SSílSSlln «—."•sSSSi ?nh.'oi.i^t 5*2*^ \ ,NM. und rrcpnd. Fréttabréf frá Novosti í Bern. inu í Bern en þá verið bent á að tala við þá á Novosti-skrifstof- unni sovésku. Novosti dreifir fréttum frá Sovétríkjunum og semur sín eig- in fréttabréf. Þau þykja oft ekki annað en hreinn sovéskur áróð- ur. Sovéskur ríkisborgari, sem var í Sviss á kakó-ráðstefnu, lést hér sumarið 1980. Hann fannst í baðinu á hótelinu þar sem hann bjó. Svissneska lögreglan sagði að um sjálfsmorð hefði verið að ræða en Novosti-fréttastofan sagði að maðurinn hefði verið myrtur og svissneska leyniþjón- ustan bæri ábyrgð á því. Dómsmálaráðuneytið nefndi þetta sem dæmi um lygaupplýs- ingaþjónustu Novosti. Það sagði einnig að starfsmenn skrifstof- unnar hefðu stofnað til mót- mælaaðgerða í þinghúsinu í Bern 23. júní 1982. Þá stóðu yfir miklar umræður um samstarf Sviss við þróunarlöndin og trufl- uðu mótmælin þingfund. Dumov sjálfur var þá mættur á staðn- um. Svissnesku blaðamennirnir neita að þeir hafi aðhafst nokk- uð rangt. Þeir segja að starfsemi þeirra í þágu svissneskra félaga á vinnustað hafi verið Novosti fullkomlega óviðkomandi og ekkert meira við hana að athuga en símhringingar bankastarfs- manna í bridge-félaga sína í vinnutímanum. Verkalýðsfélag vinstrisinnaðra blaðamanna hefur mótmælt lokun Novosti- skrifstofunnar og heyrst hefur að þetta mál verði kært til mannréttindadómstólsins í Evr- ópu. Svissneska friðarhreyfingin hefur einnig mótmælt og vill ekki samþykkja að hún hafi þeg- ið beinan stuðning frá Sovétríkj- unum. — Fyrir nokkru opnaðist ómerktur pakki þegar verið var að afferma vél Aeroflot-flugfé- lagsins frá Moskvu. Pakkinn var fullur af dreifimiðum með áróðri gegn kjarnorkuverum en enginn hefur nálgast pakkann og enginn vill gangast við honum. Novosti opnaði skrifstofu í Genf 1965. Hún hafði ekki verið opin í eitt ár þegar yfirmaður hennar var minntur á takmörk starfssviðs hans. Skrifstofan i Bern var opnuð 1978 og Dumov þegar settur yfirmaður hennar. Fyrsti sendiráðsritari sovéska sendiráðsins var yfirmaður hans. Hann fór í frí heim til Sov- étríkjanna nokkrum dögum áður en Dumov var vísað úr landi og nú hefur verið kunngjört að hann mun ekki snúa aftur. Hann var fimm ár í sendiráðinu í Sviss en það er tveimur árum lengur en venjan er. Rudolf Friedrich, dómsmála- ráðherra Sviss, hefur orðið fyrir ásökunum vegna brottvísunar Dumovs og hann sagður fara með lygar. Rannsókn og yfir- heyrslum í málinu lauk fyrir áramót, en hann tók ekki við embætti fyrr en um áramótin. Hann vísar öllum ásökunum á bug og segir að með aðgerðunum gegn Novosti hafi ekki verið meiningin að koma óorði á svissnesku friðarhreyfinguna eða blaðamennina tvo. En það sé ekki hægt að láta íhlutun er- lends ríkis í svissnesk innanrík- ismál viðgangast og svissnesk stjórnvöld séu ekki svo vitlaus að þau hafi ekki séð í gegnum gerfi Novosti-fréttastofunnar. ab Vorhappdrætti Krabbameinsfélagsins: Verðmæti vinninga rúmlega ein milljón í VORHAPPDRÆTTI Krabba- meinsfélagsins er boðið upp á tíu vinninga að þessu sinni, samtals að verðmæti á tólfta hundrað þúsund krónur. Fyrsti vinningur er Audi 100-bifreið og hefur henni verið komið fyrir í Austurstræti og er lausasala happdrættismiða hafin úr honum. Annar vinningur er Nissan Sunny Coupé GL. Báðir þessir bflar eru framhjóladrifnir. Þriðji vinning- ur er bfll að eigin vali fyrir 200 þús- und krónur. Auk þess eru sjö 30 þúsund króna ferðavinningar. Heimsending happdrættismiða var að þessu sinni bundin við landsmenn, sem fæddir eru árin 1915—1960. Dregið verður í happ- drættinu 17. júní. Ágóði af happ- drættinu rennur allur til Krabba- meinsfélags íslands og Krabba- meinsfélags Reykjavíkur og stend- ur undir venjulegum hluta kostn- aðar við rekstur Leitarstöðvar, fræðslustarf og aðra starfsemi fé- lagsins. Höföar til .fólksíöllum starfsgreinum! ínu, að Ási í Hegransi í Skagafirði og síðar á Siglufirði. Amma og afi kynntust í Noregi og kom hún með honum til ís- lands, þá á tvítugsaldri, og voru þau gefin saman af séra Bjarna Þorsteinssyni, sóknarpresti á Siglufirði. Þau bjuggu lengst af á Siglufirði. Af 7 börnum sem upp komust eru 6 á lífi, en einn son missti amma 1977, en hin eru bú- sett í Reykjavík. Það var oft erfitt að vera með mörg smábörn er afi var á sjónum, en þá naut hún fóst- urforeldra afa og var þeim ætíð mjög þakklát og minnist þeirra með mikilli hlýju síðan. Það er margs að minnast frá unaðsstundum æsku minnar er ég var að alast upp á heimili afa og ömmu á Siglufirði. Á ég margar fallegar minningar frá þeim árum. Ég minnist þeirra stunda er afi las fyrir mig og sagði mér sögur, fór með mig í gönguferðir og gerði allt til að gleðja mig. Amma var held- ur ekki síðri á því sviði, hún kenndi mér og söng með mér fal- leg ljóð sem hún hafði lært sem lítil stúlka í Noregi, og allar sög- urnar svo fallegar og ógleyman- legar, sem hún sagði mér er hún var að koma mér í svefn með sög- um og söng á kvöldin. Amma varð ekkja árið 1961 og fluttist til Reykjavíkur árið 1964 og hefur búið með börnum sínum. Amma mín, þér verður aldrei full- þakkað allt sem þú hefur verið mér frá vöggu og fram á þennan dag, en eitt vil ég segja þér, að ég hefði ekki getað hugsað mér betri né ástríkari móður og ömmu en þú hefur alla tíð verið. Við Anna litla þökkum þér dá- samlegar samverustundir í haust sem leið. Við hefðum svo gjarnan viljað vera hjá þér á þessum tíma- mótum ævi þinnar, en af óviðráð- anlegum ástæðum gat það því miður ekki orðið, en við hugsuðum mikið til þín og bætum það upp eftir að skóla lýkur í sumar og við hlökkum til að sjá þig. Við biðjum guð að gefa þér góðan bata. Við Jun, Anna og Jóhann Kris óskum þér innilega til hamingju með merkisafmælið þitt, amma mín. Norfolk í Bandaríkjunum í apríl 1983. Álfhildur Kristín Fungo. Draumur Fagurkerans ... iii Magnari: 2 X 50 W-RMS „Straight DC Intergate Stereo“ 2 tónminni. sjáltvirk „dB“ forstilling. Útvarp: FM/MW/LW, Quartz PLL. „Syrithesized" 10 stöðvaminni. Tölvustýrður sjálfvirkur stöðvaleitari. Segulband: ..Metal. Dolby NR". Sjálfvirkur lagaleitari. ,,APSS". Hátalarar: 100 W, næmni 95,8 dB. Tíðnissvið 30—20.000 Hz. Plötuspilari: Beindrifinn. alsjálfvirkur. 2 mótorar fyrir disk og tónarm. Sjálfvirkur plötuskynjari. Fjarstýring sem gerir kleift að stjórna öllum aðgerðum tækjanna hvar sem setið er í stofunni. Snertitakkar, „Digital" mælar — og skápur með lituðu gleri. S 105 SYSTEM 105 Kynnið ykkur OPTONICA GÆÐIN Verö aðeins kr. 37.240.- HLJÐMBÆR iinniií HUÐM'HEIMILIS'SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.