Morgunblaðið - 26.05.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.05.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1983 Norska sendiherranum í íran sýnt banatilræði Osló, 25. maí. Krá Jan Erik Lauré, frí llarilara NORSKI sendiherrann í Teheran varð fvrir nokkrum dögum fyrir skotárás er hann var á leið heim frá einkasam- kvæmi um miðnæturleytið. Sendiherr- ann, Nic A. Fougner hlaut smávægileg meiðsl er hann fékk í sig glerflísar úr rúðu bifreiðarinnar, sem hann ók í. „I>að var augljóslega verið að reyna að ráða mig af dögum,,, sagði hann. Fougner hafði rétt áður en skotið Gripnir með tonn af ópíum Istamabad, Pakistan, 25. maí. AP. TOLLVERÐIR í Islamabad til- kynntu í dag, að þeir hefðu hand- tekið tvo eiturlyfjasmyglara, sem reynt hefðu að smygla meira en einu tonni af ópfum út úr landinu. Telja embættismenn að smyglar- arnir séu hlekkir f keðju alþjóð- legra eiturlyfjasmyglara. Upprunalega komu ópíum- birgðirnar frá Afganistan og var verið að flytja þær til La- hore, um 300 km suður af Islam- abad, þegar upp komst um smyglarana. Komust tollverðir á sporið þegar þeir stöðvuðu flutningabifreið með fölsku skrásetningarnúmeri. Hafði ópíuminu verið komið fyrir í fölskum botni bifreiðar- innar. Reyndust það alls vera 1.085 kíló þegar tollverðir höfðu vigtað varninginn. Farmur þessi slagar hátt í heildarþyngd alls ópíums, sem tollverðir í Pakist- an komust yfir fyrstu þrjá mán- uði ársins. Morgunblaðsins. var á hann ekið framhjá varðstöð, þar sem hann varð ekki var við neitt óvenjulegt. Hann hafði hins vegar vart ekið framhjá stöðinni er fyrsta kúlnahríðin small í glugga bifreið- arinnar og munaði ekki nema hárs- breidd að ein kúinanna hitti hann í höfuðið. „Ég vissi að það voru gatnamót um 30 metra framundan. Ég var eins og gefur að skilja lítið hrifinn að því að hætta mér út úr bílnum og á bersvæði. Því tók ég þá áhættu að aka að gatnamótunum, þar sem ég ætlaði að forða mér mér úr skotlín- unni, en áður en það tókst dundi önnur kúlnahríð á bílnum," sagði sendiherrann. Þrátt fyrir að ein kúlanna úr skothríðinni hæfði bensíngeymi bif- reiðarinnar tókst sendiherranum að komast alla leið heim án frekari skakkafalla. Hringdi hann í kunn- ingja sinn, íranskan lækni, og gerði hann að sárum sendiherrans. Sendiherrann hefur skýrt frá því, að iðulega séu unglingspiltar í varðstöðvunum i borginni og telur hann fullvist, að einn þeirra hafi Kaupmannahofn: Einn lést í öflugri sprengingu Kaupmannahöfn, 25. maí. AP. STARFSMAÐUR bensínstöóvar nærri miðborg Kaupmannahafnar lét lífið og fimm manns slösuðust þegar öflug sprenging varð á einni af bens- ínstöðvum Shell rétt fyrir hádegið í gær. Að sögn lögreglu gereyðilagðist bensínstöðin í sprengingunni og nokkrar byggingar í næsta ná- grenni urðu fyrir skemmdum. Ekki er vitað hvað sprengingunni olli, en líklegast er talið að bensíngufur hafi safnast saman í kjallara stöðv- arinnar og sprenging hafi orðið þegar neisti hljóp í gufurnar. Slíkur var krafturinn í spreng- ingunni, að allir fjórir hjólbarðar leigubifreiðar, sem átti leið fram- hjá stöðinni, sprungu við þrýsting- inn sem myndaðist. Allt tiltækt lið lögreglu og slökkviliðs var kallað á staðinn og tókst að ráða niðurlögum eldsins fljótlega. Hjálpaði það nokkuð til við slökkvistarfið, að úrhellisrign- ing var þegar slysið varð. Veður víða um heim Akureyri 3 alskýjað Aþena 27 heiðskírt Barcelona 19 lóttskýjað Berlin 15 skýjað Chicago 25 skýjað Dyflinni 16 heiðskirt Feneyjar 16 skýjað Frankfurt 11 rigning Helainki 20 heiðskírt Hong Kong 27 rigning Jerúsalem 23 skýjað Jóhannesarborg 15 heiðskirt Kaíró 35 heiðskirt Kaupmannahöfn 15 rigning Las Palmas 21 lóttskýjað Lissabon 22 heiðskírt London 17 heiðskírt Los Angeles 26 skýjað Madríd 22 heiðskirt Malaga 20 skýjað Mallorca 20 lóttskýjað Mexíkóborg 27 skýjað Miami 30 skýjað Moskva 30 heiðskírt Nýja Dehlí 35 skýjað New York 24 heiðskirt París 16 skýjað Perth 20 heiðskírt Rio de Janeiro 29 skýjað Reykjavík 9 skýjað Rómaborg 20 skýjað San Francisco 17 heiðskfrt Stokkhólmur 21 heiðskírt Sydney 19 rigning Tel Aviv 24 skýjað Tókýó 18 skýjað Vancouver 26 heiðskírt Vínarborg 12 rigning Þórshöfn 7 alskýjað sent kúlnahríðina á eftir bíl hans. Sagði hann ungu piltana oft vera mjög taugaóstyrka af ótta við að- gerðir skæruliða. Sendiherrann hefur bæði tilkynnt skotárásina til yfirvalda í Iran, auk þess sem hann hefur gert norska utanríkisráðuneytinu viðvart. Fast- lega er ráð fyrir því gert, að Norð- menn sendi opinber mótmæli til Ir- an vegna þessa atviks. Belfast: Sprenging særði 12 Belfast, 25. maí. AP. TÓLF manns slösuðust þegar öflug sprengja, sem komið hafði verið fyrir í sendiferðabifreið, sprakk fyrir utan lögreglustöð í Belfast í gær- morgun. Auk manntjónsins urðu miklar skemmdir á eignum. Tveir lögreglumenn voru á með- al þeirra sem slösuðust, þar af annar í lífshættu. Hinir voru flestir óbreyttir borgarar á hlaup- um í skjól eftir að viðvörun hafði borist rétt áður en sprengjan sprakk. „Það er með ólíkindum, að eng- inn skyldi slasast í þessum ósköp- um,“ sagði varðstjórinn Bill McAllister. Sagði hann símhring- ingu hafa borist 10 mínútum áður en sprengjan sprakk og einn sinna manna hefði slasast þegar hann hjálpaði til við að rýma nágrennið. Harold Macmillan, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, sem verður ní- ræður í febrúar næstkomandi, sést hér í fylgd Karls Bretaprins þar sem þeir koma til Sheldonia-leikhússins í Oxford þar sem prinsinn tók við heiðurs- skjali síðastliðinn miðvikudag. Bretadrottning í fjögurra daga heimsókn til Svíþjódar Stokkhólmi, 25. maí. AP. ELÍSABET II Bretadrottning og eiginmaður hennar Filipp- us prins komu í dag til Stokkhólms í fjögurra daga opinbera heimsókn. Mikið var um dýrðir við komu þeirra með konunglegu snekkjunni Britannia í fögru veðri. Brittania lagði af stað frá Portsmouth á laugardag með drottninguna um borð en Fil- ippus prins kom til móts við hana í gærkvöldi eftir að hafa verið á ferðalagi um Zambíu. Þetta er í annað skipti sem Bretadrottning og eiginmaður hennar sækja Svía heim, en Karl Gústaf XVI konungur er fjar- skyldur drottningunni. Fyrri heimsókn þeirra var árið 1956 í tengslum við hestaíþróttir Ólympíuleikanna, þegar drottn- ingin hafði aðeins ríkt í nokkur ár og núverandi konungur Svíþjóðar, Karl Gústaf, var aðeins tíu ára gamall. Komu snekkjunnar, sem sigldi til hafnar í fylgd freigátunnar Mínervu og fjögurra tundur- skeytabáta, var fagnað með 21 fallbyssuskoti og á bryggjunni var saman kominn mikill mann- fjöldi til að fagna þeim hjónum og fylgjast með komu þeirra. Þau munu gista konungshöllina meðan á þessari fjögurra daga heimsókn stendur, en skipulögð dagskrá er alveg fram á föstudag þegar þau halda áleiðis til Gauta- borgar. Verkalýðsleiðtogi dæmdur: Fékk fimm ára dóm fyrir and- ófsaðgerðir Moskvu, 25. maí. AP. Einn forsprakka neðanjarðarhreyf- ingarinnar Smot var í dag úrskurð- aður í fangelsi á ný. Fékk hann að Hundrað manns saknað eftir að skip sökk á Níl Karíó, 25. maí. AP. » Kanö, 25. maí. AP. FARÞEGASKIP með meira en 600 manns innanborðs, flesta frá Súdan og Egypta- landi, brann og sökk á ánni Nfl árla í morgun suður af Abu Simbel í suðurhluta Egyptalands, að því er lög- regluyfirvöld tilkynntu í dag. Ellefu klukkustundum eftir að slysið átti sér stað tilkynnti tals- maður innanríkisráðherra, Fakhreddin Khaled, að meira en 500 manns hefði verið bjargað af björgunarsveitum og sjö lík hefðu fundist í fljótinu innan um krókó- díla og forareðju. Khaled sagði að björgunaraðgerðir stæðu enn yfir, en nokkrir farþeganna munu hafa komist syndandi til lands og verið hjálpað þar af nærstöddum. Ekki er ljóst hver voru upptök eldsins, en talið er aö áin sé átta- tíu metra djúp á þeim slóðum sem slysið átti sér stað. Skipið, sem var í eigu fyrirtækis í Nílardal, lagði af stað frá Aswan á mánudag og áætlað var að sigla til súdönsku hafnarborgarinnar Wadi Halfa, sem er um 320 kílóm- etra leið. þessu sinni fimm ára dóm fyrir and- ófsaðgerðir þegar mál hans var tek- ið fyrir af dómstóli í Leníngrad. Lev Volokhonsky, en svo heitir verkalýðsleiðtoginn, er ekki þar með laus úr prísundinni, því að lokinni fimm ára fangelsisdvöl bíður hans fjögurra ára þrælkun- arvinna í einhverjum afskekktum hluta landsins. Sérstaklega var þess getið í ákærunni á hendur Volokhonsky, að hann hefði gert sig sekan um dreifingu á andsoveskum áróð- ursbæklingum, þar sem farið hefði verið niðrandi orðum um þjóðfé- lagið. Volokhonsky hefur áður verið dæmdur til fangelsisvistar og þá fyrir svipuð afbrot gegn ríkinu. Var frá því skýrt í réttarhöldun- um, að leitt væri til þess að vita, að menn á borð við Volokhonsky sýndu engin merki iðrunar þrátt fyrir fyrri brot.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.