Morgunblaðið - 26.05.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.05.1983, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MAl 1983 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1983 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 210 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 18 kr. eintakið. Ríkisstjórn kemur Spennan í stjórnarmynd- unarviðræðunum fram á nótt í gær staðfesti enn að úrslit í þingkosningunum, 23. apríl síðastliðinn, voru án skýrrar niðurstöðu. Forseti íslands valdi þann kost eftir misheppnaða tilraun Svavars Gestssonar að veita engum umboð. Hins vegar tóku stærstu flokkarnir á þingi sig saman og könnuðu, hvort for- sendur væru fyrir samstarfi. Þær fundust loks og undir miðnætti hélt Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, til Bessastaða, fékk umboð til að mynda samsteypustjórn Framsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks, stjórn sem styðst við góðan meirihluta á þingi og sest við völd í dag. Málefnasamningurinn ber þess merki að við gífurlegan vanda er að etja. Langar um- ræður milli þingflokkanna um skiptingu ráðuneyta sýna, að ekki féllu þeir auðveldlega saman. Þrýstingurinn var hins vegar orðinn mikill vegna holskeflunnar sem er á næsta leiti og fyrsta verk hins nýja ráðuneytis verður að gefa út bráðabirgðalög, sem forða þjóðarskútunni undan mestum þunga henn- ar. En eins og á var bent í kosningabaráttunni af öllum flokkum er nauðsynlegt að marka leiðina lengra en nokkrar vikur fram í tímann. Margsinnis hefur verið á það bent hér á þessum stað, að til eru efnahagsúrræði gegn þeim vanda sem við er að etja. Spurningin er hins vegar sú, hvort stjórnmála- mönnunum tekst að sann- færa þjóðina um nauðsyn hins sameiginlega átaks, nauðsyn þeirra fórna, sem færa verður til að á ný skap- ist hið æskilega jafnvægi í þjóðarbúskapnum. í því efni bíða hinnar nýju stjórnar mikil verkefni, að upplýsa þjóðina um alla þætti hins válega viðskilnaðar og segja rétt frá í öllum greinum. Tak- ist ekki að koma þeim rökum til skila, til alls almennings, sem eru forsendur hinna harkalegu aðgerða er öll hin mikla vinna sem stjórnmála- mennirnir lögðu á sig við myndun ríkisstjórnarinnar unnin fyrir gýg. í því efni hvílir sérstaklega rík skylda á framsóknarmönnum, sem setið hafa í ríkisstjórn síðan 1971. Hinni nýju ríkisstjórn fylgja góðar óskir allra þjóð- hollra manna. Það á að gefa henni tækifæri til að takast á við hina miklu erfiðleika í þeirri von að hún geti laðað fram alla bestu krafta meðal landsmanna. Stjórnin verður að sjálfsögðu dæmd af verk- um sínum. Ríkisstjórn fer Sú mistakastjórn, sem nú er kvödd, var mynduð til þess fyrst og fremst að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn til fram- búðar. Þetta mistókst. Það er það eina sem gott verður sagt um hana gengna. Því miður á þjóðin eftir að súpa seyðið af margvíslegum mistökum hennar lengi enn. Arfleifð hennar, sem stefnir atvinnuöryggi og efnahags- legu sjálfstæði þjóðarinnar í hættu, rýrir áframhaldandi kjör landsmanna þann tíma, sem það tekur nýja ríkis- stjórn að rétta þjóðarbúið úr kútnum. Helztu hættuþættir þessarar arfleifðar eru: • 1) Verðbólga stefnir, að öllu óbreyttu, vel yfir 100% markið, og setur fjölda fram- leiðslufyrirtækja stólinn fyrir dyrnar um framtíðar- rekstur. • 2) Langvarandi tap- rekstur undirstöðuatvinnu- vega, sem enn horfa framan í hrikalegar tilkostnaðarhækk- anir, hefur fært atvinnuvegi í skuldafjötra og rýrt þjóðar- framleiðslu og þjóðartekjur. í jánúar sl. voru skráðir 51 þúsund atvinnuleysisdaga, sem jafngildir því að 2.350 manns, eða 2,2% vinnufærra manna, hafi verið atvinnu- lausir allan þann mánuð. • 3) Svo langt hefur verið gengið í skuldasöfnun að efnahagslegt sjálfstæði þjóð- arinnar er í verulegri hættu. • 4) Þrátt fyrir stóraukna skattheimtu stefnir í 1,8 milljarða króna halla á ríkis- sjóði 1983, en sú fjárhæð samsvarar öllum tekjuskött- um og sjúkratryggingar- gjöldum einstaklinga í ár. Mesta hallæris-ríkisstjórn í sögu lýðveldisins hefur lagt upp laupana. Með henni er úr sögunni neitunarvald Al- þýðubandalagsins í stærri málum landsmanna. Það var nauðsynleg forsenda þess að vinna sig út úr vandanum og hefja uppbyggingarstarf. Sjö umsóknir um nýtingu Krísuvíkurskóla loðdýrarækt tíl mannræktar Allt frá SJÖ UMSÓKNIR hafa borist um leigu á Krísuvíkurskóla og spanna umsóknir allt frá loódýrarækt upp í mannrækt- arstöð, þar sem rækta skal líkamlegt og andlegt atgervi landsmanna, að þvi er Björn Olafsson, bæjarfulltrúi í Kópa- vogi, tjáði blaðamanni Mbl. Umsóknir hafa borist um að koma á fót sumar- búðum, einkum fyrir börn og þá jafnvel erlend; hvfldarheimili ( lúxusklassa; stóriðnað — að skólinn verði nýttur til þess að hýsa starfsmenn og komið verði upp iðnaði, sem byggi á jarðhita á svæðinu. En mörg ljón eru í veginum til þess að koma slíkum iðnaði á fót. Einangrun staðarins, bæta þarf sam- göngur við Krísuvík, leggja rafmagn og Hafnarfjarðarbær á orkuréttindi á svæðinu. Á meðan menn huga að hvernig nýta skuli „draugahúsið" í Krísuvík, grotnar húsið niður og hefur raunar gert svo allar götur síðan fram- kvæmdum var hætt. Það hefur staðið autt síðan 1978 nema hvað um tíma voru svín höfð í húsinu. Það var árið 1967 að undirbúning- ur að byggingu Krísuvíkurskóla hófst. Framkvæmdir við sjálfa bygg- inguna hófust 1974 og stóðu samfellt til 1977. Þá hins vegar voru komnar fram efasemdir um ágæti þessa húss. Upphaflega hugsuðu menn sér að nýta Krísuvíkurskóla fyrir börn, sem búa við erfiðar heimilisaðstæður; börn sem af félagslegum ástæðum geta ekki dvalið hjá foreldrum sín- um. Það var að frumkvæði skóla- manna að ráðist var í þetta mann- virki að sænskri fyrirmynd. Um miðjan síðasta áratug fóru að koma upp efasemdaraddir um ágæti slíkr- ar stofnunar. Jú, Svíar höfðu komist að þeirri niðurstöðu að það væri ekki heppilegt að safna saman börnum og unglingum, sem ættu við erfiðar fé- lagslegar aðstæður að búa, og þar með var grundvellinum kippt undan skólanum. Það var svo árið 1978 að ákveðið var að hætta verkinu. Menntamála- ráðuneytið, sem á 75%, og Samtök sveitarfélaga í Reykjanesumdæmi, SASfR, eiga húsnæðið. Síðan hefur Krísuvíkurskóli grotnað niður og skemmdir hafa verið unnar. Fjöl- margar rúður hafa verið brotnar, ofnum hefur verið stolið úr húsinu og fleira mætti telja. Eftir að menn hurfu frá því að koma á fót skóla, hefur Krisuvík- urskóli velkst um í kerfinu. Fyrstu hugmyndir um nýtingu hússins voru á þá lund, að komið yrði á fót betrun- arhæli fyrir unga afbrotamenn en dómsmálaráðuneytið mun hafa hafnað því. Þá var það reifað að hús- ið yrði innréttað til ráðstefnuhalds fyrir rikisstofnanir, en ríkið taldi sig ekki hafa efni á því. Þá voru hug- myndir þess efnis að Samtök áhuga- fólks um áfengisvandamálið, SAÁ, yfirtæki húsið en það rann einnig út í sandinn. Því er það svo, að þetta 2.0002 hús mitt í auðninni við Krísuvík stendur ónotað — hús að andvirði um 12 milljónir króna. Fúkkalykt lagði að vitum þegar blaðamaður Mbl. var þar fyrir skömmu. Víða mátti sjá brotnar rúður, læsingar úr hurðum voru á brott og allir ofnar horfnir. Gólf á neðri hæð voru undir vatni og enn mátti sjá snjóskafla í húsinu. Vatn og vindar næða um húsið og smám saman eyðileggja það. Von- andi tekst á næstunni að finna Krísuvikurskóla hlutverk; enn eitt dæmið um vanhugsaða fjárfestingu í þjóðfélagi okkar. H.Halls. Þegar blaðamenn Mbl. voru í ferð, var snjór í húsinu og við norðurhlið þess voru enn snjóskaflar. Öllum ofnum hússins hefur verið stolið. Fjölmargar rúður hafa verið brotnar ( húsinu. Uyndir. Kriatján Eintrsson. Víða voru gólf undir vatni. Sauðburður Undur og stórmerki verjum degi - , -igjfe Það að ekki sé tekið út með sældinni að koma í þennan heim, né á tíðum heldur að lifa i honum, eru svo sem ekki ný sannindi. Þó eru alltaf ein- hverjir að reyna það á eigin skrokk á hverjum degi, sumir ef til vill í fyrsta skipti, eins og ærin Golsokka og hrút- lambið sem hún bar um miðja siðustu viku geta borið vitni um. Ærin Golsokka er tveggja vetra, smá vexti, sem bar sínu fyrsta lambi á miðvikudaginn i síðustu viku. Strax á þriðjudagskvöldið mátti sjá af hegðun hennar að hverju stefndi, því hún henti sér niður með stuttu millibili og jarmaði, eins og siður mun vera kinda sem svona er ástatt fyrir. Á miðvikudagsmorguninn reyndi hún að stela lömbum frá ný- bornum kindum, en það mun og vera háttur kinda sem komnar eru að burði. Um hádegisbilið komu hríð- irnar með stuttu millibili, en ekki var allt sem skyldi, því ærin stóð í sífellu upp, og áður en lauk hafði hún reikað yfir þvert hólfið sem hún var í. Þegar ljóst var að ekkert gekk og sóttin var að fara af henni, varð mannskepnan að hafa afskipti af málinu og grípa til einhverra ráða og tala myndirnar skýrustu máli um, hvernig það gekk fyrir sig. Fyrst var að ná kindinni til að hjálpa henni, en hún var ekki alveg á því fyrst til að byrja með, þó úr því rættist um síðir. Á tímabili var óttast að lambið fæddist andvana, vegna þess hversu erfiðlega burðurinn gekk, en sem betur fer reyndist það við bestu heilsu eftir allar þrengingarnar, þá loks það kom í heiminn, og gaf frá sér langþráð lífsmarkið. Lambið reyndist vera hrútur með óvenju stóra hnífla og voru þeir helsta orsökin fyrir því hversu erfiðlega burðurinn gekk. Ljósmyndirnar tók ljósmyndari Morgunblaðsins, Kristján Örn Elíasson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.