Morgunblaðið - 26.05.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.05.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1983 27 Landsþing LHS í Aðaldal LANDSÞING Landssambands hjálparsveita skáta verður sett föstudaginn 27. maí kl. 20.00 í Hafralækjarskóla, Aðaldal. Þing sambandsins eru haldin annað hvert ár og sækja þau fulltrúar frá öllum aðildarsveitum sam- bandsins og hafa um 70 manns at- kvæðisrétt á þinginu. Að þessu sinni er þingið haldið í boði Hjálparsveitar skáta í Aðal- dal, sem er ein af fjórum hjálpar- sveitum skáta á Norðurlandi. Auk hefðbundinna þingstarfa eru mörg mál á dagskrá og má þar nefna skipulagsmál sambandsins, fjár- aflanir aðildarsveitanna, útgáfu handbókar fyrir félaga o.fl. Þingi LHS lýkur á laugardags- kvöld. Tosca á Akur- eyri á laugar- daginn ÓPERAN Tosca eftir Puccini verður flutt í íþróttahöllinni á Akureyri laug- ardaginn 28. maí nk. og hefst flutn- ingurinn kl. 19.00. Þessi flutningur óperunnar, sem er í konsertformi, var fyrirhugaóur 12. mars sl., en féll niöur vegna veóurs. Flytjendur auk Sinfóníuhljóm- sveitar íslands eru: Sieglinde Kah- mann, sem syngur Toscu, Kristján Jóhannsson, Cavaradossi, Robert Becker, Scarpia, en í minni hlut- verkum eru þau Elín Sigurvins- dóttir, Guðmundur Jónsson, Krist- inn Hallsson og Már Magnússon, ennfremur Söngsveitin Fílharm- ónía, en sveitina skipa 70 manns. Flogið verður með þotu Flugleiða frá Reykjavík til Akureyrar, en þotan bíður meðan flutningurinn stendur yfir. Óperan verður endurtekin í Há- skólabíói þriðjudaginn 31. maí nk. kl. 20.00. Stjórnandi á báðum tónleikunum er aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníu- hljómsveitar íslands, Jean-Pierre Jacquillat. Sparakstur BÍKR/OLÍS: Hverjum nýtist dropinn best? VEGNA fjölda áskorana hefur verið ákveðið að halda tvær rokkhátíðir í viðbót á Broadway. Verða þær núna um helgina, föstudags- og laug- ardagskvöld. Þar munu koma fram söngv- hljómsveit Norðmanna í dag, arar þeir, sem komu fram á fyrri Four Jets frá Þrándheimi. rokkhátíðum. Hljómsveit Norska hljómsveitin mun leika Björgvins Halldórssonar, sem fyrir dansi að lokinni rokk- hefur fengið Gunnar Þórðarson í dagskránni. hópinn og loks ein vinsælasta f SAMVINNU við Olíuverslun ís- lands mun Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur halda sparaksturs- keppni bifreiða á nk. sunnudag. Hefst hún kl. 10.00 á sunnudag og leggur upp frá bensínsölu OLÍS við Álfheima. Undanfarin ár hefur verið hald- in sparaksturskeppni á vegum BÍKR, en að sögn forráðamanna klúbbsins mun þessi keppni verða vandaðri en hinar fyrri. Keppnin verður tvískipt, innanbæjar verð- ur ekið á einum lítra eldsneytis og síðan halda bílarnir út fyrir bæ- inn og hafa þá fimm lítra til um- ráða. Keppni verður í öllum vélar- flokkum og skiptist í flokka 0— 1200 cc, 1301-1600, 1601-2000, o.s.frv. Vitað er að allmörg bif- reiðaumboð hyggja á þátttöku, þeirra á meðal Volvo, Daihatsu, VW og Suzuki. Sl. sumar komst Suzuki lengst á litranum og vann í sínum vélarflokki, en spurningin er hvort sama saga endurtekur sig Aukasýning á „Súkkulaði“ Sýningum á Súkkulaði handa Silju, eftir Nínu Björk Árnadóttur á Litla sviði Þjóðleikhússins átti að ljúka nú í síðustu viku, en tvær síð- ustu sýningarnar, sem auglýstar voru, seldust fljótt upp og urðu margir frá að hverfa. Hefur því ver- ið ákveðið að hafa aukasýningu á verkinu fimmtudaginn 26. maf, kl. 20.30. í dag, 26. maí, verður 65 ára Hjörtur L. Jónsson, hreppstjóri, Káragarði á Eyrarbakka. Hann hefur verið hreppstjóri samfleytt frá árinu 1968. Kona hans er frú Ásta Erlendsdóttir frá Loftsstöð- um í Flóa. — Hann verður að heiman í dag. Norskur liðsstyrkur á auka Rokkhátíð Ljósm. Mbl. G.R. Einn Suzuki-bflanna, sem fór hvað lengst í sparaksturskeppni BÍKR á sl. ári. Grænlandskynning í Norræna húsinu NORRÆNA félagið efnir til Græn- landskynningar í Norræna húsinu fimmtudaginn 26. maí kl. 20.30. Félagið hefur í hyggju að feta enn í fótspor Eiríks rauða. Þrjár ferðir eru áætlaðar með flugi til Narssarssuaq — og síðan verður siglt út Eiríksfjörð og inn Ein- arsfjörð með viðkomu á söguslóð- um. Þetta verður 11 daga ferð og er fyrsta ferðin áætluð 29. júní, önnur 13. júlí og sú síðasta 20. júlí. Allar frekari upplýsingar verða gefnar á fundinum. Þar flytur Ingvi Þorsteinsson, náttúrufræðingur, erindi með litskyggnum um náttúru og gróð- urfar í Eystri byggð. Eins og kunnugt er, hefur Ingvi veitt forstöðu gróðurrannsóknum á Grænlandi um árabil á vegum Rannsóknarstofnunar landbúnað- arins. Þá segir einn af ferðalöng- unum frá liðinu sumri, Ólafur H. Óskarsson, skólastjóri, frá lands- háttum á Grænlandi og rekur ferðasögu sína og sýnir litmyndir. Á milli verður leikin grænlensk tónlist. Allir eru velkomnir og einkum þeir er vitja vilja þessara byggða í sumar á vegum Norræna félags- ins- (Fréttatilkynning.) 65 ára afmæli íH*1' *iSr smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Tökum að okkur alls konar ný byggingar, mótauppslátt Viðgeröir, skiptum um glugga, huröir, setjum upp sólbekki Önnumst viögeröir á skólp- og hitalögn, alhliða viögeröir á böö- um og flísalögnum. Vanir menn. Uppl. i sima 72273 og 15479. Sigling um Karabíska- hafiö á skemmtiskipi Allur kostnaöur greiddur fyrir júni og júlí. Óskaö er eftir 2—3 stúlkum (18—25). Nánari upp- lýsingar gefur Harvey i síma 11440, herbergi nr. 205, Hótel Borg á morgnana kl. 9—10 og kvöldin 18—19. Snyrtifræöingur óskar eftir starfi 50% starf. Ýmislegt kemur til greina. Uppl. i sima 85784. húsnæöi óskast Viö óskum eftir að taka 2ja—3ja herb. ibúó á leigu helst í vesturbænum. Uppl. f síma 27924. Sigriöur og Aöal- steinn. Trú og líf Almenn samkoma veröur i Fella- skóla í kvöld kl. 20.30. Veriö velkomin. handmenntaskólinn 91 - 2 76 44 FÁIÐ KYNHINGARRIT SkÚLAftS SEkT HEIM Vegurinn Almenn samkoma veröur í kvöld í Siöumúla 8, kl. 20.30. Allir velkomnir. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR 11798 og 19533. Dagsferðir Feröafélagsins 1. Laugardaginn 28. maí kl. 13. Fjöruferö í Hvalfjörð. Hugaö aö kræklingi og fjörugróöri. Fræösluferö fyrir alla fjölskyld- una. Verö kr. 200. 2. Sunnudaginn 29. mai. Kl. 10. Gengiö frá Höfnum til Reykjaness meöfram ströndinni. Kl. 13. Háleyjarbunga — Reykjanestá — Valahnjúkur. I báóum þessum ferðum er boö- iö upp á auöveldar og skemmti- legar gönguleiöir. Verö kr. 300. Fariö frá Umferöarmiöstööinni, áustanmegin. Farmiðar viö bil. Frítt fyrir börn i fylgd fulloröinna. Feröafélag Islands. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Helgarferðir 27.-29. maí kl. 20. 1. Þórsmörk — gist i húsi. Gönguferóir meö fararstjóra. 2. Snæfellsnes — Berserkja- hraun — Horniö — Bjarnar- hafnarfjall. Gisf í tjöldum Farmiöasala og allar upplýsingar á skrifstofunni, Öldugötu 3. Ath.: Skógræktarferö i Heiömörk frestaö v/ lokunar vega. Feröafélag Islands Frá Húnvetninga- félaginu í Reykjavík Fétagsfundur í Húnvetningafé- laginu i Reykjavik veróur haldlnn fimmtudaginn 26. maí kl. 8.30 aö Laufásvegi 25. Fundarefni: tekin ákvöróun um kaup á nýju hús- næöi fyrir félagiö. Stjórnin. \m Helgaferöir 27.—29. maí 1. Þórsmörk. Léttar gönguferöir. Gist i Utivistarskálanum nýja í j Básum. Kvöldvaka. 2. Tindfjöll — Tindfjsllajökull. Gengiö á Ými og Ýmu. Gist í neösta skálanum. Uppl. og far- miðar á skrifst, Lækjarg. 6a. Sími 14606. Simtvari utan skrifatotutíma. Kvöldganga fimmtudag 26. maí. Kl. 20 maö Elliöaánum — EM- iöaárdalur. Létt ganga fyrir alla. Verö 50 kr. fritt f. börn. Brottför frá BSi. bensínsölu. Ath. breytt- an tima. Sjáumst. ÚTIVISTARFERÐIR fomhjólp Samkoma á Hverfisgötu 42, i kvöld kl. 20.30, mikill söngur og margir vitnisburöir. Ræöumaöur Oli Agústsson. Allir velkomnir. Samhjálp. FREEPORT KLÚBBURINN Fundur í Bustaöakirkju í kvöld kl. 20.30. Kvikmyndasýning og kaffirabb. ý¥( Hjálpræðis- i#$lh,!rinn \\ Kirkjustræti 2 Hjálpræöisherinn i kvöld kl. 20.30, bænasamkoma. Allir velkomnir. Grensáskirkja Almenn samkoma veröur i safn- aöarheimilinu i kvöld, kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Séra Halldór S. Gröndal. Hvítasunnukírkjan Fíladelfía Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Ræðumenn Gísli Hall- dórsson og Einar J. Gislason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.