Morgunblaðið - 26.05.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.05.1983, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1983 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Umsjón: Sighvatur Blöndahl Breytingar á yfir- stjórn Plastprents ÁKVEÐNAR hafa verið nokkrar breytingar á yfirstjórn Plastprents hf., sem felast í því, að Garðar Sverrisson, verkfræðingur, sem verið hefur framleiðslustjóri fyrir- tækisins, tekur við tæknilegri framkvæmdastjórn þess. Jafnframt tekur Guðmundur Arnaldsson, viðskiptafræðingur, við fram- kvæmdastjórn rekstrar- og fjár- málasviðs. Haukur Eggertsson, stofnandi Plastprents hf., og Eggert Hauksson, viðskiptafræðingur, annast eftir sem áður yfirfram- kvæmdastjórn fyrirtækisins. Þess má geta, að Plastprent hf. verður 25 ára á þessu ári og er stærsta fyrirtæki sinnar tegund- Garðar Sverrisson ar í plastiðnaði á Islandi. Hjá fyrirtækinu starfa um 100 manns. Garðar Sverrisson er fæddur í Reykjavík 11. janúar 1949. Hann lauk prófi í rekstrarverkfræði frá verkfræðiháskólanum í Þrándheimi 1974. Hann starfaði við verkfæðistörf hjá Kísiliðj- unni 1975—1979, en í kjölfar þess tók hann við framleiðslustjórn hjá Plastprenti hf. Guðmundur Arnaldsson er fæddur 30. september 1945, en hann lauk prófi í viðskiptafræði frá Háskóla íslands 1981. Guð- mundur hefur starfað sem hag- fræðingur Verzlunarráðs íslands frá því hann lauk námi. Guðmundur Arnaldsson Myndin var tekin á námskeiði Stjórnunarfélagsins um notkun gagnabanka, sem haldið var á dögunum. Notkun myndbanda liður í tölvuvæðingu fyrirtækja — segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins „ALLA tíð síðan notkun myndbanda fór að ryðja sér til rúms hér á landi, hefur mest áherzla verið lögð á af- þreyingarefni. Lítið hefur verið boð- ið af fræðsluefni, og erfitt hefur ver- ið að fá efni, sem boðlegt getur tal- izt. Nú virðist hins vegar vera að rofa til og framleiðsla fræðsluefnis á myndböndum fer ört vaxandi," sagði Árni Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Stjórnunarfélags fs- lands, í samtali við Mbl., í tilefni þess að félagið hefur ákveðið að halda námskeið, þar sem talsvert verður stuðzt við myndbönd. „Á námskeiðinu verður forrit- unarmálið BASIC kennt. Kennsl- an fer þannig fram, að blandað verður saman efni af myndbönd- um, æfingum á tölvur og leiðbein- ingum kennara. BASIC-forritunarmálið er not- að í flestum gerðum smátölva, sem nú eru til sölu hér á landi. Tiltölulega einfalt er að læra það, og geta eigendur smátölva aukið notagildi tölvunnar til muna ef þeir læra sjálfir að búa til forrit á þær,“ sagði Árni Gunnarsson ennfremur. Tölvufræðsla Stjórnunarfélags- ins hefur nú starfað í 18 mánuði og hefur námskeiðahaldið mælzt vel fyrir að sögn Árna, „enda mun tölvuvæðing atvinnulífsins aukast verulega þegar fram í sækir og áhrifa þess mun gæta við flest störf. Þekking á tölvum og notkun þeirra er því ekki lengur bara æskileg, heldur nauðsynleg. „Tölvufræðsla félagsins var sett á fót til þess að mæta þessari þörf, og hefur frá byrjun verið lögð áherzla á notkun fullkomins tölvu- búnaðar og vandaðs námsefnis. Notkun myndbanda er síðan enn einn liðurinn í þessari þróun,“ sagði Árni Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Stjórnunarfélags íslands, að síðustu. Sannfærður um að auka má ferðamanna- strauminn milli íslands og Sviss — segir Halldór Bjarnason, nýráðinn svæðisstjóri Arnarflugs í Sviss „STARFIÐ er óneitanlega mjög áhugavert og því hlakka ég til að takast á við ný verkefni,“ sagði Halldór Bjarnason, sem ráðinn hefur verið svæðisstjóri Arnar- flugs í Sviss, í samtali við Mbl. Svæðisskrifstofa Arnarflugs, sem verður í Ziirich, verður opnuð formlega I. júní nk. „Það er Ijóst, að mín bíður mikið verkefni, þar sem Arnar- flug hóf reglubundið áætliyiar- flug til Sviss á síðasta ári og því að mörgu að huga. Akurinn er að miklu leyti óplægður, en ég er sannfærður um, að auka má ferðamannastrauminn, bæði frá Sviss til íslands og frá Is- landi til Sviss. Löndin hafa hvort í sínu lagi upp á gríðar- lega margt að bjóða, þó ólík séu,“ sagði Halldór ennfremur. Um meginverkefni sín sagði Halldór, að hann yrði tengilið- ur félagsins við svissneskar ferðaskrifstofur, sem hefðu hug á, eða stæðu fyrir íslandsferð- um. „Þar held ég að fyrri störf og þekking muni koma í mjög góðar þarfir, en ég hef starfað sem leiðsögumaður og síðar framkvæmdastjóri hjá Ferða- skrifstofu Úlfars Jakobsen, sem hefur sérhæft sig í ferðum um Island. Ég mun eiga auðvelt með að leiðbeina þeim um skipulag ferða hér innanlands í stað þess, að þeir yrðu að hafa samband við aðila heima á fs- landi. Slíkt yrði í öllum tilvik- um mun þyngra í vöfum og óhagkvæmara á allan hátt,“ sagði Halldór. Halldór sagði að aðstoð við íslenzka farþega, sem kæmu til Sviss, yrði ennfremur stór þátt- ur í starfi sínu. „Við höfðum þann háttinn á sl. sumar, að starfsmaður Arnarflugs tók á móti farþegum á flugvellinum og veitti þeim nauðsynlegustu þjónustu. Þetta mæltist mjög vel fyrir og verður haldið áfram á sömu braut í sumar. Við verð- um síðan reiðubúin til þjónustu á skrifstofu félagsins fyrir þá, sem þess óska. Til að byrja með verða starfsmenn Arnarflugs tveir, ég og Ragna Gould, sem tók á móti farþegum félagsins sl. sumar. Ilún mun auk þess að aðstoða farþega verða mér til aðstoðar á skrifstofunni, sér- stakJega þegar ég þarf að ferð- ast um starfsins vegna,“ sagði Halldór. „Landkynning verður síðan mjög stór þáttur í starfsem- inni. Það má segja, að Arnar- flug og ísland verði þar undir einum hatti, þ.e. við munum kynna félagið og ísland jafn- hliða. I landkynningarmálum er mikið starf eftir óunnið, þrátt fyrir að svissneskar ferðaskrifstofur hafi verið með ferðir hingað til lands í nokkr- um mæli undanfarin ár,“ sagði Halldór. Halldór var inntur nánar eft- ir því hvers vegna hann teldi auðvelt að auka straum Islend- inga til Sviss. „Eins og ég sagði áður hefur Sviss upp á gríðar- lega margt að bjóða fyrir ferða- menn, enda hafa landsmenn lagt gífurlegt kapp á að efla ferðamannaiðnað í landinu. Náttúrufegurð er eins og hún gerist mest. Ég tel Sviss vera Halldór Bjarnason eitthvert skemmtilegasta svæði Evrópu hvað náttúrufegurð og ferðamöguleika snertir. I þessu sambandi hefur það verið mjög útbreiddur misskilningur, að verðlag í Sviss sé óhóflega hátt. Þótt verðlag sé ívið hærra en á sumum stöðum í Evrópu er munurinn þar mun minni en fólk heldur. Ef fólk ferðast á eigin vegum, þá er uppihalds- kostnaður ekki meiri í Sviss en gengur og gerist í Evrópu. Auk þess ef gæðin eru borin saman, þá fær maður eflaust meira fyrir peningana þar í landi en víða annars staðar. Að mínu mati er það því engin spurning, að Sviss er framtíðarferða- mannastaður fyrir Islendinga, bæði sumar og vetur. Þessu til viðbótar má svo ekki gleyma því, að miklir möguleikar eru á vöruflugi, bæði frá Sviss og nágrannalöndunum, eins og Ítalíu, Austurríki, Frakklandi og Þýzkalandi. Þá er ég sann- færður um, að mikill markaður er fyrir útflutning á fiski til Norður-Ítalíu og jafnvel víðar til Mið-Evrópu,“ sagði Halldór. Að síðustu kom það fram hjá Halldóri Bjarnasyni, svæðis- stjóra Arnarflugs í Sviss, að í sumar verður félagið með reglubundið áætlunarflug milli Keflavíkur og Zúrich í Sviss einu sinni í viku, á sunnudög- um, en enn er óráðið með hvernig flugi verður háttað næsta vetur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.