Morgunblaðið - 26.05.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.05.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1983 31 Svíþjóð: Verðhækkanir mun minni en í iyrra Neytendaverð hækkaði um 2,8% janúar — 15. aprfl, borið saman við 4,2% á sama tíma í fyrra NEYTENDAVERÐ haekkaði um 2,8% í Svíþjóð á tímabilinu 1. janúar til 15. apríl sl., en til samanburðar hækkaði neytendaverð í Svíþjóð um 4,2% á sama timabib a síöasta an, samkvæn Hækkunin undanfarna 12 mánuði er INNFLUTNINGSVERÐ Innflutningsverð var um 14,6% hærra í Svíþjóð í marzmánuði sl. en það var á sama tíma fyrir ári, en á sama tímabili hækkaði út- flutningsverð nokkru minna, eða um 11,8%. SAAB SAAB-bílaverksmiðjurnar sænsku tilkynntu á dögunum, að fyrstu þrjá mánuði ársins hefðu alls verið seldir 24.600 fólksbílar, sem væri um 15% aukning frá ár- inu á undan. Sala á útflutnings- mörkuðum jókst enn meira, eða um 23%, þegar samtals voru seld- ir 17.200 fólksbílar. Talsmaður fyrirtækisins sagði, að eftirspurn væri ekki annað um þessar mund- ir og yrði framleiðslan aukin jafnt og þétt út árið. FATAFRAMLEIÐSLA Fataframleiðsla dróst saman ít upplýsingum sænsku hagstofunnar. um 8,4%. um 9% á síðasta ári í Svíþjóð, að sögn talsmanns Félags sænskra iðnrekenda, en á síðasta ári jókst innflutningur á klæðnaði ýmiss konar hins vegar um 2%. Útflutn- ingur sænskra fataframleiðenda dróst og saman um liðlega 5% á síðasta ári. STÓRFYRIRTÆKI Heildarsala sænskra stórfyrir- tækja, með fleiri en 200 starfs- menn, jókst um 14% á síðasta ári, þegar hún var samtals um 285 milljarðar sænskra króna, sam- kvæmt upplýsingum sænsku hag- stofunnar, sem sagði jafnframt, að afkoma fyrirtækjanna hefði batnað verulega frá fyrra ári. HEILDSALA Heildarvelta í heildsölu í Sví- þjóð jókst um liðlega 17% á síð- asta ári, að sögn talsmanns Félags sænskra stórkaupmanna. sig að undanförnu DOLLARAVERÐ hækkaði um 2,41% í síöustu viku, en í upphafi vikunnar var sölugengi Bandaríkja- dollars skráð 22,430 krónur, en sl. lostudag var það skráö 22,970 krón- ur. Frá áramótum hefur dollaraverð hækkað um 37,96%, en í ársbyrjun var sölugengi Bandaríkjadollars skráð 16,650 krónur. Þegar þetta er skrifað stendur síðan 13—18% geng- isfelling fyrir dyrum. DANSKA KRÓNAN Danska krónan hækkaði um 1,81% í verði í síðustu viku, en í upphafi vikunnar var sölugengi hennar skráð 2,5572 krónur, en sl. föstudag hins vegar 2,6036 krónur. Frá áramótum hefur verð á danskri krónu hækkað um 31,16%, en í ársbyrjun var sölugengi henn- ar skráð 1,9851 króna. BREZKA PUNDIÐ Brezka pundið hækkaði um 2,02% í verði í síðustu viku, en í upphafi vikunnar var sölugengi þess skráð 35,027 krónur, en sl. föstudag hins vegar 35,736 krónur. Frá áramótum hefur verð á brezka pundinu hækkað um 33,19% í verði, en í ársbyrjun var sölugengi þess skráð 26,831 króna. VESTUR-ÞÝZKA MARKIÐ Vestur-þýzka markið hækkaði um 1,83% í verði í síðustu viku, en í upphafi hennar var sölugengi þess skráð 9,1188 krónur, en sl. föstudag hins vegar 9,2855 krónur. Frá áramótum hefur vestur-þýzka markið hækkað um 32,56% i verði, en í ársbyrjun var sölugengi þess skráð 7,0046 krónur. Ljósmyndir Myndlist Valtýr Pétursson „Southern Roads/City Pave- ments“ ekki virðist þetta, í fljótu bragði, vera vandasamur titill til að snara yfir á okkar tungu, en þegar á reynir, vil ég heldur að halda enska heitinu, því að þýðing er erfiðari en margan grunar. Hvað um það: Hér er nafn á ljósmyndasýningu, sem hengd hefur verið á veggi í Félagsstofn- un stúdenta við Hringbraut í sam- vinnu við Menningarstofnun Bandaríkjanna hér á landi. Þarna er um að ræða sýningu á Ijós- myndum eftir einstakling, sem fest hefur á filmu ævi sína og um leið tjáð lifnaðarháttu og um- hverfi þeirra svörtu Bandaríkja- manna, sem um langan aldur hafa orðið að sætta sig við lélegra um- hverfi og lakari lífsstil en margur annar þar í landi. Sá, sem mynd- irnar hefur tekið, heitir Roland L. Freeman og hann minnist bæði æsku sinnar á gangstígum stór- borgarinnar og eins tilveru sinnar sem starfskraftur til sveita. Þarna er um sérstæða sýningu að ræða, sem á erindi til margra, og hér er ekkert falið. Hlutirnir sýndir eins og þeir eru og hvergi fegrað það líf, sem svo mörgum dökkum manninum er búið í því mikla landi Bandaríkjunum. Það opinbera skiptir sér heldur ekkert af því, að Freeman sýnir hinar dökku hliðar á tilvist negrans, þvert á móti styður það opinber- lega þessa sýningu, og mér skilst, að hún hafi farið nokkuð víða. Það er annars óþarfi að vera með málalengingar í sambandi við þessar myndir, sem þarna hanga. Þær skýra sig fullkomlega sjálfar og hafa enga tvíræða merkingu. Sem ljósmyndir eru þær skyndi- myndir af því lífi, sem umlykur tilveru negranna, þar gætir bæði sorgar og gleði, og virðist þessu léttlynda fólki oft á tíðum ekkert muna um að gleðjast í umhverfi, sem verkar ömurlegt og nakið. Fá- tæktin er þarna sýnd miskunnar- laust í því fyrirmyndarþjóðfélagi, sem svo marga í Evrópu dreymir um. Hvort nægileg áhersla er lögð á listrænan árangur eða frásögu- gildi í þessum myndum, er ekki gott að dæma um í fljótu bragði, en mér virtist þessir tveir þættir renna svo í einn farveg í þessum verkum, að maður spekúlerar ekki mikið í sundurgreiningu. Þetta er afar fróðleg og skemmtileg sýning, sem segir okkur meira en mörg skrifuð síðan um vandamál og tilveru þessa fólks, sem er okkur hér norður í höfum bæði ráðgáta og fjariægt fyrirbæri. Ég legg órauður að fólki að skoða þessa sýningu í Félags- stofnun stúdenta, hún hefur sinn boðskap, og hann verður ekki skil- inn nema á þann veg, sem frá- sögnin krefst. Það er gleði og amstur daganna í þessum verkum, og við höfum gott af að kynnast því, hvernig tilveran raunverulega er í sumum heimshornum. Lágmyndir Myndlist Valtýr Pétursson Jóhanna Þórðardóttir sýnir í Gallerí Langbrók nokkrar lág- myndir, sem gerðar eru úr tré, blýi, fjöðrum og fleiru. Þetta eru afar snyrtileg verk og fáguð, ef til vill um of. Þarna eru ekki veigamiklir hlutir, og ekki fer mikið fyrir hverjum og einum. Það er næmi í þessum verkum, og allt fellur innan þess ramma, sem hverju verki er sniðinn. Á þessari sýningu eru 15 verk og mörg þeirra í einkaeign, og ef ég hef lesið rétt í sýningarskrá, virðist þetta vera fyrsta einka- sýning Jóhönnu. Hún hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum bæði hér og erlendis, og hún stundaði nám í Hollandi á sínum tíma. Undirstöðunám hennar var í Myndlista-og handíðaskól- anum hér, og þar hefur hún ver- ið kennari seinustu árin. Það er ekki mjög mikið um þessa snyrtilegu sýningu að segja, nema hvað hún fer ágæt- lega í hinu vinalega og þrönga galleríi Langbrók. Þar hefur ver- ið haldið mikið af sýningum á undanförnum árum, og virðist reksturinn ganga ágætlega. Það er skemmtilegt að hafa svona notalegt Gallerí í miðbænum, og nú er svo komið, að þarna við Lækjartorgið eru komin þrjú gallerí og hvert með sínum svip. Og öll sýna þau mismunandi myndlist, svo að ekki vantar listalífið við Lækjartorg. Það er mikið líf í sýningarheiminum eins og stendur hér hjá okkur, og margt er borið á borð. Ef ekki er höfð aðgát, getur svo farið, að menn fái í magann af þessum kræsingum og nú ríður á, að hver kunni sér magamál, svo að ekki fari í verra. Þetta var nú smá hliðarspor og á ekki við verk Jóhönnu Þórðardóttur. Hún kallar þessar lágmyndir rétti- lega skúlptúr, og í þessum verk- um má finna afar gott hand- bragð, en því miður eru listræn átök ekki sérlega áberandi í þessum verkum og því verða þau að teljast nokkuð svo miðlungs afrakstur. En ég legg áherslu á, að þarna er á ferð snyrtileg listakona, sem leggur stolt sitt í, að hlutirnir séu vel unnir og hafi fágaðar hliðar. Það er nokkuð áberandi kvenlegt yfirbragð á þessum verkum, og ekki er það til hins verra. Formkennd Jó- hönnu er eðlileg og látlaus og ber með sér hógværð og jafnvel feimni. Þessi sýning er ekki það stór, að endanlegt mat verði lagt á skúlptúr Jóhönnu Þórðardóttur. Komandi tímar verða að skera úr um, hvernig henni tekst að notfæra sér þá auðsæju hug- myndafræði og tækni, sem hún býr yfir. Það er ekki nema sjálf- sagt að taka vel á móti ungu og upprennandi listafóiki, annað væri ekki sanngjarnt, nema um algera fidusa væri að ræða. En því miður kemur það stundum fyrir og þá fáum til ánægju. Um slíkt er sannarlega ekki að ræða í þessu tilfelli. p infrtfe <£> cr> 00 Gódan daginn! DEXION DEXION Fyrir vörugeymslur, verslanir, iönfyrirtæki og heimili HILLUR, SKÁPAR, SKÚFFUR, REKKAR, BAKKAR, BORÐ EINKAUMBOÐ FVRIR DEXION Á ÍSLANDI £1 LANDSSMIDJAN tT 20680 í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI AJARNBRAUTAR- STÖÐINNI OG Á KASTRUP- FLUGVELLI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.