Morgunblaðið - 26.05.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.05.1983, Blaðsíða 35
t \ MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1983 35 breytti athafnalífi vestra í veru- legum atriðum. Magnús vann að þessum málum af miklum áhuga og gerðist verktaki við ýmsar framkvæmdir í tengslum við hið nýja dreifikerfi til byggðarlag- anna meðan á þessum fram- kvæmdum stóð. Þegar þessum framkvæmdum lauk og verkefnum fækkaði, ákveður Magnús að breyta til. Börnin eru nú komin á fram- haldsnámsaldur og það verður því úr, að fjölskyldan flytur til Reykjavíkur árið 1963. Fyrsta árið í Reykjavík starfaði Magnús hjá Bræðrunum Ormsson hf., en ári síðar gerðist hann starfsmaður Landsbanka íslands. Starfaði hann þar að eftirliti og umsjón með eignum bankans og viðhaldi þeirra. Þessu starfi gegndi Magnús síðan til æviloka, og naut hann þar trausts og trún- aðar samstarfsmanna sinna jafnt sem yfirmanna sinna í Lands- bankanum. Sérstakt áhugasvið Magnúsar í þessu starfi hans var uppbygging og starfræksla sumar- búða starfsmanna Landsbankans, bæði í Selvík í Grímsnesi og í Fnjóskadal. Munu margir eiga eft- ir að njóta verka hans og forgöngu á þessum málum. Magnús átti sér fjölda áhuga- sviða. Hann var mjög áhugasamur um norrænt samstarf og tók virk- an þátt í starfi Norræna félagsins. Hann var um tíma umsjónarmað- ur með Neskirkju. Hann var einn af forgöngumönnum um stofnun „Samtaka gegn asthma og ofnæmi“, og formaður þess félags fyrstu árin. Magnús gekk ekki heill til leiks. í fjölda ára þjáðist hann af alvar- legum asthma, og mátti taka sterk meðlul ti að halda þessum erfiða sjúkdómi niðri. Þessi sterku meðul urðu síðar til þess, að síðustu árin var hann veill fyrir hjarta. Sið- astliðið ár var hann mikið sjúkur, oft á spítala eða lítt rólfær heima. Mátti sjá að hverju stefndi. En hann kveinkaði sér aldrei og mætti iðulega til vinnu, þótt þrek- ið væri orðið lftið. Það er' því þreyttur maður og þjáður, sem kvaddur er nú. Nú, þegar Magnús, mágur minn, er allur og horfinn sjónum okkar, munu margir minnast hans, sem hins áhugasama og hjálpsama manns sem vildi hvers manns vanda leysa, — og varð í því efni mikið ágengt. Margir munu og hljóðir flytja honum þakkir fyrir samfylgdina. Við, tengdafólk Magnúsar, flytj- um sérstakar þakkir fyrir vináttu hans og ánægjuleg samskipti á liðnum tíma. Við sendum Hönnu og öðrum vandamönnum sam- úðarkveðjur. Drottinn gaf, og Drottinn tók. Lofað veri nafn Drottins. Önundur Ásgeirsson Á rm-Aan báru boóar rísa og birta vors á tinda skín, á moóan stjörnur landi lýsa lifa ætti minning þín. I’ín sál var hrein og sönn þín ást, sólhjart skjaldar merki, og einn af þeim, sem aldrei brást í orói, trú né verki. (E. Sigurósson) Með þessum sígildu orðum vil ég minnast vinar okkar, Magnúsar Konráðssonar, sem kvaddur er í dag. Kynni og vinskapur fjölskyldna okkar hefur frá fyrstu tíð sannað okkur þann vin sem Magnús var, sem aldrei brást í orði, trú né verki. I baráttu hans við erfiðan sjúkdóm sýndi hann einstakt þrek og hetjulund fram á síðustu stund. Hönnu og fjölskyldu sendum við innilegar samúðarkveðjur. Að lokum vil ég taka mér í munn þessi orð: „Ég mun ætíð minnast hans, þá er ég heyri góðs manns getið." Lárus Þórarinsson í dag er til moldar borinn Magnús Konráðsson, rafvirkja- meistari. Eins og ávallt þegar menn falla frá á góðum aldri verður sú hugs- un ofarlega í huga að kallið hafi komið fyrr en skyldi. Einkum verður sú hugsun þó áleitin þegar í hlut á sá sem hverfur frá mörg- um ástvinum — sá sem líklegur var til að gefa mikið og þiggja mikið, njóta efri ára í faðmi stórr- ar fjölskyldu. En Magnús Konráðsson hefur nú kvatt og hlotið hvíld frá þeirri byrði sem erfiður sjúkdómur óhjákvæmilega lagði á hann síð- ustu árin. í því felst mikil huggun þeim sem nú eiga um sárast að binda — auk þeirrar, sem minning um góðan dreng veitir. Kynni okkar Magnúsar hófust er ég var smástelpa vestur á Flat- eyri. Magnús kom þangað frá ísa- firði, ungur rafvirki, og varð fljót- lega heitbundinn frænku minni, Hönnu Ásgeirsdóttur frá Sól- bakka. Af endurminningum mín- um frá bernskudögum er brúð- kaup þeirra Magnúsar og Hönnu ein sú ferskasta og jafnframt sú síðasta frá „gamla" Sólbakka. Brúðkaup þeirra hlýtur því einnig að hafa verið stór stund í lífi mínu enda í fyrsta sinn sem ég hafði verið við slíka athöfn. Ég man þegar við krakkarnir fengum full- ir eftirvæntingar að sjá brúðina þar sem hún sat í litlu herbergi áður en sjálf hjónavígslan fór fram í stofunni i nýbyggðu húsi Ragnheiðar Eiríksdóttur og Ás- geirs Torfasonar, tengdaforeldra Magnúsar. Einnig minnist ég óþolinmæði okkar krakkanna þar sem við biðum á efri hæð „garnla" Sólbakka-hússins eftir að brúð- kaupsgestir stæðu upp frá borðum á neði hæðinni og röðin kæmi að okkur! Ég sé einnig fyrir mér eins og það hefði gerst í gær brúðhjón- in og gestina ganga yfir lækjar- brúna að nýja húsinu þar sem brúðargjafirnar biðu. Ég hef nú aðeins lýst broti af þeim minningum sem ég á frá upphafi hins farsæla hjónabands Magnúsar og Hönnu, frá þeim degi er hann tengdist frændfólki mínu á Sólbakka. Magnús og Hanna hófu búskap sinn í Sveinshúsi á Flateyri. Á næstu ár- um stækkaði fjölskyldan ört. Böm þeirra, Ragnheiður Ásta, Ásgeir, Björn, Jens, Torfi og Þorbjörg fæddust öll á Flateyri, og það má með sanni segja að Magnús og Hanna hafi átt miklu barnaláni að fagna. Þessir „litlu“ frændur mínir og frænkur eru nú öll uppkomin og flutt úr föðurgarði, vel menntað atgervisfólk. Á þeim árum sem þau Magnús og Hanna bjuggu á Flateyri lét Magnús, auk vinnu sinnar sem rafvirki, ýmis félagsmál til sín taka, og var m.a. oddviti um ára- bil. Á miðjum sjötta áratugnum fluttu þau hjónin með börnin sex til Reykjavíkur þar sem Magnús gerðist starfsmaður Landsbanka Islands. Heimili þeirra var á Grettisgötu, Hraunteigi og síðast að Staðarbakka 8. Ragnheiður, tengdamóðir Magnúsar, sem fylgdi fjölskyld- unni til Reykjavíkur, hefur æ síð- an dvalið á heimili þeirra og er nú á tíræðisaldri. Magnús Konráðsson var áreið- anlega mikill og góður heimilis- faðir, maður reglusemi og atorku. En hann var án efa ekki síst mikill barnavinur. Um það bar fram- koma hans við börn glöggt vitni. Þegar stóri barnahópurinn var að vaxa úr grasi — og jafnvel áður en þau fluttu suður fór ég að bæta mínu barni í hópinn af og til. Son- ur minn, Kristján, var þar fyrst í fóstri nokkurra mánaða gamall og reyndist hann eiga hjá þeim hjón- um athvarf þegar á þurfti að halda um margra ára skeið — á Grettisgötunni, Hraunteignum og í sumarbústaðnum við Álftavatn. Hið hlýja viðmót, sem við áttum ævinlega að mæta hjá Magnúsi og fjölskyldu hans, var þess áreiðan- lega valdandi að þangað var svo oft leitað. Mér er það nú á þessari stundu ofarlega í huga að hafa í raun " aldrei getað launað Magnúsi og fjölskyldu hans greiðasemi þeirra og þá vinsemd sem þau hafa ávallt sýnt mér, og sem Kristján sonur minn naut ekki síst góðs af í bernsku. Fátækleg orð nú megna vart að tjá það sem ég þó gjarnan vildi ef ég mætti: Haf innilega þökk fyrir allt. Elsku Hanna, ég votta ykkur öllum dýpstu samúð. Jóhanna Kristjánsdóttir. Leiðrétting f FYRIRSÖGN á minningargrein hér í Mbl. um síðustu helgi um Dröfn Magnúsdóttur, urðu þau leiðu mistök að föðurnafn hennar misritaðist. í fyrirsögn stóð Magnúsdóttir í stað Markúsdóttir. Er beðist afsökunar á mistökun- um um leið og þau eru leiðrétt. fór þá til starfa í Landsbankanum en Ragnar hélt áfram sína braut. í minningargrein í Morgun- blaðinu á hvítasunnudag hefur einn bekkjarbræðra Ragnars rak- ið æviferil hans og þarf ekki þar um að bæta. Á eitt vil ég þó leggja áherslu. Bókaútgáfan Hlaðbúð, sem Ragnar hóf lýðveldisárið og stundaði í tvo áratugi, var merk menningarstofnun, vegna útgáfu kennslubóka, þjóðlegs fróðleiks og fræðirita. Sjálfsagt hefur það ver- ið skaði að Ragnar fór á miðjum aldri úr dómskerfinu, Hlaðbúð held ég þó að geri meira en að jafna metin. Þátt í mannlýsingu á Ragnari sæki ég á Gladstones grund. Sam- tíða voru þeir einu sinni í London Ragnar og Halldór Kr. Júlíusson. Höfðu þeir báðir aðgang að sömu dómsstofnun í London, en þar hafði Ragnar dvalið um skeið. Heyrði ég Halldór síðar segja þannig frá í samkvæmi: „Bretum féll Ragnar Jónsson vel í geð, þeir notuðu um hann orðið gentleman- like og þótti þeim hann fríður maður." Nægir þetta um yfirborð- ið. Erfiðara er að lýsa þvf innra. Kemur nú í hug atvik er eitt sinn skeði á ferðalagi að Kleifarvatni. Vorum við Ragnar Jónsson þar ásamt fleira fólki, þar á meðal var listmálarinn Nína Tryggvadóttir. Framan af vissum við varla að Ragnar var með, svo lítið lét hann á sér bera. Þegar farið var yfir einn Kleifarvatnshöfðann, víkur Ragnar sér að Nínu og spyr hana eitthvað út í einhverjar gamlar myndir. Fyrst var eins og Nína yrði hálfforviða, en þó eins og feg- in og varð skjót til svara. Síðan tókust milli þeirra langar sam- ræður og fylgdist ég lítt með þeim, en nokkuð er það, að mest hélt Nína sig að Ragnari það sem eftir var ferðar. Þetta var nokkuð tákn- andi fyrir Ragnar. Hlédrægni hans duldi fyrir flestum hve hann var félagslyndur og fjölmenntað- ur. Nokkru eftir þrítugt kvæntist Ragnar, var þá komin honum við hlið ung stúlka og falleg með söngröddina skæra, hjartagæsku gædd, en öllu meiri lífshraðaþrá en Ragnar Jónsson. Eignuðust þau tvö börn, stúlku og pilt, en slit.u síðar samvistir. Þetta var indælt ævintýri í lífi Ragnars, ég held beggja. Dóttirin giftist ung til fjarlægrar heimsálfu. Leyndist ekki að Ragnar hefði kosið að hafa þá fjölskyldu sér nær. Þeim mun meir naut hann návistar og um- hyggju sonar og heimilis hans. Af þeim myndum sem prýddu veggi á heimili Ragnars, veit ég að honum þótti mjög vænt um eina. Hún var gerð af skólabróður hans, Jóhanni Briem, er einnig gerði myndirnar í Fomum dönsum, sem Hlaðbúð gaf út. Myndin sýnir ung- an og svipbjartan dreng, er situr á mosató í klettariði undir hamra- borgum. Hann heldur á bók, niðursokkinn í að lesa. Myndin varpar frá sér birtu og hlýju. Þetta fannst manni stundum vera mynd af Ragnari sjálfum. Hvíta- sunnubirta hvílir yfir mynd hans í hugum þeirra, er þekktu hann best. Fylgja hlýjar kveðjur vammlausum hal og vítalausum, sem lagður er í för á hærri kletta- rið. Ilalldór Sigfússon Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða aö berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Til þess aö gera þér mögulegt aö eignast þessa glæsilegu eldavél bjóöumst viö til aö taka gömlu eldavélina þína upp í fyrir 1000 kr. Engar áhyggjur, viö komum til þín meö nýju véllna og sækjum þá gömlu án tilkostnaöar fyrir þig (gildir fyrir stór-Reykjavíkur- svæöiö) Sértu úti á landi. — Haföu sam- band. Umboðsmenn okkar sjá um framkvæmdina. Dragöu ekki aö ákveöa þig. Viö eigum takmarkaö magn af þess- um glæsilegu ELEKTRA eldavél- um á þessum kostakjörum. Verð Elektra de Luxe kr. 19.900 Minus gamla eldavélin kr. 1.000 kr. 18.900 Útborgun kr. 4.500 síðan 2.500 krónur á mánuöi aö viðbættum kostnaöi. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. Bergstaöastræti 10 A Sími 16995 Elektra De Luxe eldavélin, ein glæsilegasta eldavélin á markaðnum. Litir: Gulur, brúnn og grænn. Mál 60x60 (90) tm. Rafeindastýrö klukka Tímarofi Áminníngarklukka Sjálfvirkur steikingarhitamælir Laus ofnhurö sem auövelt er aö fjarlægja viö þrif Vertu velkominn til okkar; viö munum með ánægju sýna þér þessa glæsiíegu vél. Mesta eldavélaúrvalið er hjá okkur, verö við allra hæfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.