Morgunblaðið - 26.05.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.05.1983, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MAÍ1983 Eiginmaöur minn og faöir okkar^" ÁRNI PÁLSSON, trésmíöameistarí, Fornhaga 17, lést í Landspítalanum 24. maí. Hólmfríöur Guöjónsdóttir, Vilbora Árnadóttir, Edda Arnadóttir. Guörún Árnadóttir, t Eiginmaður minn og faðir okkar, BJÖRN SVEINSSON, Hraunbargi, Hafnarfiröi, andaöist í Sólvangi 24. maí. Quðriður Jóhannadóttir og börn. t Eiginmaöur minn, ÓSKAR ÁRNASON, Markurgötu 12, Hafnarfirðl, andaöist 24. þ.m. Magdalana Sigurðardóttir. Bróöir okkar og mágur, SKÚLI G. ODDGEIRSSON, er látínn. Útförin hefur farið fram. Þökkum auðsýnda samúö. Hrefna Magnúsdóttir, Sigrún Oddgeirsdóttir, Hjördís Oddgeirsdóttir. Jónas Valdemarsson, Guóni S. Guómundsson. Móöir okkar, MARGRÉT INGIBJÖRG GISSURARDÓTTIR frá Byggöarhorni, til heimilis aö Safamýri 93, Reykjavík, lést 24. þessa mánaöar. Sigrún Guöbjörnsdóttir, Sigurjón Guóbjörnsson. t Móðir mín, GUÐBJÖRG ERLENDSDÓTTIR frá Þingeyri í Dýrafirði. lést aö Fellsenda í Dalasýslu, fimmtudaginn 19. maí. Útförin fer fram frá Kvennabrekkukirkju, föstudaginn 27. mai kl. 14.00. Óskar Guðbjörn Óskarsson. Útför eiginkonu minnar, HELGU JÓNSDÓTTUR, fyrrum húsfreyju, Hlíö í Grafningi, fer fram frá Kotstrandarkirkju í Ölfusi, laugardaginn 28. maí kl. 2. Fyrir hönd fjölskyldunnar. Guðmundur Sigurösson. t Maöurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, ÁSTVALDUR ÞÓRÐARSON, fyrrv. hafnsögumaður, Keflavík, Austurbrún 4, veröur jarösunginn, föstudaginn 27. maí kl. 10.30 frá Fossvogs- kirkju. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Áskirkju eöa Krabba- meinsfélagiö. Katrín Ólafsdóttir, Helga María Ástvaldsdóttir Róbert Sigurðsson, Katrín Ólöf Ástvaldsdóttir, Guömundur Garöar Arthursson, og harnabörn. Minning: Guðmundur Helgi Guðmundsson hús- gagnasmíðameistari F«ddur 13. apríl 1899 Dáinn 18. maí 1983 Hinn 18. maí sl. varð bráð- kvaddur að heimili sínu, Túngötu 32, hér í borg, Guðmundur Helgi Guðmundsson, húsgagnasmíða- meistari, 84 ára að aldri. Frá 1971 hafði hann átt við vanheilsu að stríða, er hann fyrst kenndi hjartabilunar og lá þá sina fyrstu legu á hjartadeild Landspftalans. Síðast dvaldi hann þar i 2 vikur, u.þ.b. hálfum mánuði fyrir lát sitt. Guðmundur Helgi var fæddur 13. apríl 1899 að Tungu í Grafn- ingi. Foreldrar hans voru Guð- mundur Guðmundsson, ökumaður og síðar verzlunarmaður í Reykja- vík, og Dagbjört Grímsdóttir (Bergsætt). Börn þeirra hjóna voru fimm, og eru nú eftir á lífi tveir bræður, Steingrímur, f. 1907 og Guðbjartur, f. 1920, báðir bú- settir í Reykjavík. Guðmundur Helgi hafði þrenn iðnréttindi. Hann lauk prófi i beykisiðn 1919, í trésmíði 1928, en varð síðar húsgagnasmíðameist- ari. Árið 1930 stofnaði hann Hús- gagnaverzlun Reykjavíkur ásamt Jóni Magnússyni og rak það fyrir- tæki samfellt í nær 40 ár. Árið 1920 kvæntist Guðmundur Helgi Magdalenu Helgu Runólfs- dóttur, f. 8. marz 1895. Hún lézt eftir langvinn veikindi 1965. Börn þeirra eru Hörður f. 12/12 1921, d. 5/4 1922, Guðbjörg Rúna, húsmóð- ir f. 2/10 1923, Dagbjört, banka- fulltrúi, f. 4/9 1925, d. 26/11 1968, Gunnar Magnús, hrl., f. 12/2 1928 og Óskar, framkv.stj., f. 20./5 1933. Einnig ólu þau upp dóttur Guð- bjargar Rúnu, Önnu Magdalenu Leósdóttur, húsmóður, f. 7/3 1945. Fyrir u.þ.b. 30 árum kom ég fyrst á heimili tengdaforeldra minna, Guðmundar Helga og Magdalenu. Heimilisbragur þar bar svip myndarskapar, reglusemi og festu. Guðmundur Helgi var hinn trausti og svipmikli hús- bóndi, en húsmóðirin mild, hlý og hljóðlát. Árið 1946 veiktist Magdalena alvarlega og náði aldr- ei fullri heilsu að nýju. Dóttir þeirra Dagbjört tók þá við hús- móðurstörfum og annaðist einnig móður sina af stakri alúð siðustu æviár hennar, jafnframt vinnu utan heimilis. Sem nærri má geta hljóta veikindin að hafa haft mikil áhrif á Guðmund Helga, þótt aldr- ei tjáði hann hug sinn þar um. En allan tímann hélt Magdalena sinni óbifanlegu geðró og sálarstyrk og hefir það orðið öðrum í fjölskyld- unni til hjálpar. Hún lézt sem fyrr er getið 1965. Á því sama ári veiktist Dagbjört og andaðist þremur árum síðar eftir hetjulega baráttu við ólæknandi sjúkdóm. Frá þessum tímamótum var Guðmundur Helgi einn á heimili sínu og annaðist að mestu um sig sjálfur. Var hann mjög hirðusam- ur og hélt jafnan heimili sínu í góðu horfi. Guðmundur Helgi var svipmik- ill skapfestumaður bæði í sjón og raun. Hann var hinn sanni ættfaö- ir, sem náið fylgdist með hverjum sínum afkomanda og ætíð reynd- ist sínum nánustu óbilandi bak- hjarl til síðasta dags. Ávallt mundi hann afmælisdaga allra af- komenda sinna og hafði ætíð sam- band við þá á afmælisdaginn með gjöf eða öðrum hætti. Hann var bókamaður og átti gott bókasafn, en á unga aldri hóf hann að viða að sér bókum, og voru þær jafnan valdar af kost- gæfni. Hann hafði sérstakan áhuga á þjóðlegum fróðleik og ættfræði og var hafsjór af fróðleik um þau efni. Átti hann í bókum sínum kært athvarf og ótæmandi hugðarefni, er hann var orðinn einn á heimili sínu hin síðari ár. Metta Bergs- dóttir — Minning Fædd 16. október 1902 Dáin 17. maí 1983 Ég hefi stundum fengist við að letra á blað um látna vini mína, og hefur mér fundist það létt verk. Því ætti það að verða mér ennþá léttara að rita um Mettu Bergs- dóttur, tengdamóður mína, en þó er það svo, að mér er tregt bæði tungu og penna að hræra og æði orðavant. Ekki stafar það þó af því að af fáu sé að taka, heldur hvar grípa skal niður. Þegar ég lít til baka gleður það meira en ég kann að koma orðum að, að allt frá því er ég komst í fjölskyldu tengdaforeldra minna, fyrst óformlega á vordögum 1951 og síðar formlega á haustdögum 1954 með brúðkaupi okkar hjóna, svo og æ síðan, hefir aldrei öfugt orð farið milli okkar tengdamóður minnar og mín. Því hefur braut okkar samskipta verið böðuð sól og yl og er það ekki að undra, því að frá Mettu stafaði æ hlýja og birta og öllum vildi hún vel gjöra, en það er nú erfitt í heimi hér og það var máske veikasti hlekkurinn í hennar fari. En í veikleikanum reis hún hæst, því að hún átti stórt og heitt hjarta, enda brast það að síðustu. Hjartagæzku hennar fann ég hvað gleggst gagn- vart foreldrum mínum og þó eink- um móður minni þá er hún hafði misst heilsuna og háði strangt dauðastríð. Þá var það Metta sem heimsótti hana oft og tíðum, og það var sem móðir mín, þá mál- laus vegna sjúkdóms, gæti tjáð sig með augunum við Mettu og þetta get ég aldrei fullþakkað. Það sann- aðist í henni sem skrifað var um aðra konu: „Hún var drengur góð- ur.“ Fullu nafni hét hún Jónína Metta og var fædd 16. október 1902 í Reykjavík, dóttir hjónanna Þóru Magnúsdóttur frá Miðseli í Reykjavík, af Hlíðarhúsa- og Grundarættum og Bergs Jónsson- ar frá Sanddalstungu í Norður- árdal, af Borgarfjarðar- og Dala- ættum. Er Metta var ung að aldri fluttu foreldrar hennar til Hafnarfjarð- ar, er Bergur varð skipstjóri á kútter Surprice hjá Einari Þor- gilssyni, kaupmanni, og hefur vin- átta æ haldist milli ættfólks þeirra Einars og Bergs. Metta gekk í Flensborgarskól- ann í Hafnarfirði. Hún hélt síðar til Kaupmannahafnar, gekk þar í húsmæðraskóla og hannyrðaskóla, en hún var frábær hannyröakona, svo og húsmóðir. í Kaupmannahöfn kynntist hún Björgvini Friðrikssyni, er nam bakaraiðn þar í borg, en hann varð síðar bakarameistari hér heima, lengi í Rúgbrauðsgerðinni. Þau Metta og Björgvin gengu í hjónaband í Holmens kirkju í Kaupmannahöfn þann 16. marz 1926. Um hríð bjuggu þau í Kaup- mannahöfn þar sem Björgvin stundaði iðn sína, en fluttu heim Guðmundur Helgi var mjög fé- lagslyndur og tók lengi virkan þátt í margþættu félagslífi. Gegndi hann m.a. ýmsum trún- aðarstörfum í félögum og samtök- um iðnaðarmanna. Skaphöfn tengdaföður míns var mjög skýr. Á alla lund var hann karlmannlegur. Hafði fastmótað- ar og sjálfstæðar skoðanir, sem hann lét í ljósi af einurð og hreinskilni við hvern sem var. Hann var ómyrkur í máli og gat verið hrjúfur. Þótt yfirborðið væri e.t.v. á þá lund, var jafnan grunnt á gamansemina. Hann var fastur fyrir og lét ógjarnan hlut sinn, ef því var að skifta, en virti skoðanir annarra og var sanngjarn. Hann var orðheppinn og átti létt með að kasta fram stökum, en tilfinn- ingar sínar bar hann ekki á torg. Tengdafaðir minn var raungóð- ur maður og hjálpfús og mér var hann sem annar faðir, ætíð góður og traustur. Ég kveð hann með söknuði og hjartans þökk. Guð blessi minningu góðs manns. Guðbjörg Pálmadóttir Vinur minn, Guðmundur H. Guðmundsson, húsgagnasmíða- meistari og fyrrum bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, lézt á heimili sínu, Túngötu 32, miðvikudaginn 18. maí, en hann var veill fyrir hjarta. Guðmundur H. varð 84 ára, fæddur 13. apríl 1899 í Tungu í Grafningi. Hann var sonur Guð- til íslands 1928 og áttu þar heima æ síðan, siðustu 17 árin að Hrefnugötu 7. Þeim varð fjögurra dætra auðið, auk þess ólu þau upp kjörson. Barnabörn og barnabarnabörn eru nú nær þremur tugum. Það var forn háttur að bera þá til grafar á skjöldum, er í orrustu féllu. — Mín góða tengdamóðir féll ekki í orrustu á annan hátt en sem allir falla í — orrustu lífsins — því berum við tengdasynir og dætrasynir hana á skjöldum í dag. Góður Guð veiti henni þá heim- komu til landa eilífðarinnar, er svo góðri konu hæfir — því kveð ég tengdamóður mína með síðasta versi Sólarljóða: „Hér vié skiljumHt og hitUst munum á feginsdeKi fira; Drottinn minn gefi dauðum ró, en hinura líkn, er lifa.“ Halldór ólafamn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.