Morgunblaðið - 26.05.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.05.1983, Blaðsíða 37
\ MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1983 37 mundar Guðmundssonar, og konu hans, Dagbjartar Grímsdóttur, en ólst upp í Reykjavík, á Kárastígn- um, er þau fluttu þangað. Hann lagði stund á iðnnám hér í bæ. Lauk fyrst prófi í beykiiðn ár- ið 1919 og svo í húsasmíði 1928. Skömmu síðar, árið 1930, stofnaði hann Húsgagnaverzlun Reykja- víkur með Jóni Magnússyni. Verzlunin var viðurkennd fyrir stílhrein, góð og vönduð húsgögn. Við hjónin eigum reyndar hálfrar aldar gamalt sófasett þaðan, sem stendur enn vel fyrir sínu. Ekki sóttist hann eftir trúnað- arstörfum. Eigi að síður voru hon- um falin margvísleg ábyrgðar- og trúnaðarstörf, vegna eigin mann- kosta og þekkingar. Fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins var Guðmundur H. kosinn í bæj- arstjórn Reykjavíkur árið 1946 og átti þar sæti allt til ársins 1962. Þar gegndi hann jafnframt ýms- um störfum í nefndum og ráðum, m.a. í bæjarráði Reykjavíkur. Hann var ávallt góður og gegn sjálfstæðismaður, sjálfum sér samkvæmur, og þegar hann hafði myndað sér skoðun á ákveðnu máli, eftir vandlega íhugun, var ekki auðvelt að fá hann til þess að breyta henni. Iðnaðarmenn fólu honum einnig margvísleg trúnaðarstörf. Hann var t.d. formaður Trésmíðafélags Reykjavíkur um tíma og formaður Iðnaðarmannafélagsins í Reykja- vík frá árinu 1940 til 1964 eða í 24 ár. Hann var einnig í stjórn Landssambands iðnaðarmanna allmörg ár. Guðmundur H. var sæmdur heiðursmerki iðnaðar- manna úr gulli árið 1962. Ég veit að honum kom þetta á óvart, en eigi að síður þótti honum vænt um að fá æðstu viðurkenningu iðnaðarmanna fyrir störf sín. Ég kynntist Guðmundi fyrst fyrir um 30 árum, í gegnum fé- lagsskap, sem við vorum í. Þau kynni hafa svo jafnan verið með ágætum. Hann hafði mikla ánægju af laxveiði og stundaði hana meðan heilsan leyfði. Við fórum all oft saman í veiðiferðir áður fyrr. Reyndist hann jafnan góður og háttvís veiðifélagi, en það er einmitt í slíkum ferðum, sem maður kynnist félögum sínum hvað bezt og þeirra innri maður kemur í ljós. Bezt naut hann sín í góðum félagsskap. Ritfær var hann vel og rökfast- ur ræðumaður og átti auðvelt með að tjá sig og leggja fram skoðanir sínar á auðskilinn hátt. Á stund- um gat hann verið snöggur upp á lagið, ef sá gállinn var á honum. Ókunnugir áttu þá stundum erfitt með að átta sig á honum, og vissu ekki hvort þeir áttu að taka tilsvör hans í gamni eða alvöru. Þeir, sem þekktu hann vissu hins vegar að þetta var aðeins á yfirborðinu. Sjálfur vissi hann og sagði reyndar við mig að ókunnug- ir honum, misskildu stundum til- svör sín. Þótti honum það miður. Hjálpsamur var hann þeim, sem til hans ieituðu, ef hann taldi að hennar þyrfti með. Ekki fór hann hátt með þá aðstoð. Hið innra hafði hann viðkvæma sál og blíða lund. Þegar ég heim- sótti hann í apríl sl., á afmælis- degi hans, og við áttum iangt tal saman, kom vel í ljós hversu hugs- un hans var enn skýr og minnið frábært. Hann minntist sérstak- lega á eitt atvik, sem í mínum huga var lítið og átti sér stað fyrir mörgum árum. Hann nefndi það brosandi og hló jafnvel við um leið. Ég hafði þá svarað honum óþarflega snöggt út af litlu sem engu tilefni. Orðin sjálf áttu eng- an að særa, heldur mun það hafa verið hvernig þau voru sögð, að þau voru rík í huga hans, en ég gerði mér ekki grein fyrir því þá. Mér þótti því vænt um, að hann skyldi minnast á þetta og gat þar með eytt misskilningi. Guðmundur H. Guðmundsson var kvæntur Magdalenu Helgu Runólfsdóttur. Hann var konu sinni góður eiginmaður, en því miður veiktist hún á miðjum aldri og var rúmliggjandi á heimili þeirra hjóna í 18 ár. Þetta sýnir betur en flest annað hve annt hon- um var um ástvini sína og þá, sem bágt áttu. Magdalena lézt árið 1965. Þau eignuðust 5 börn, 2 eru látin. Hörð, son sinn, misstu þau nokkurra mánaða gamlan, en dóttir þeirra, Dagbjört banka- fulltrúi, lézt fyrir nokkrum árum. Hin eru Guðbjörg Rúna, húsmóð- ir, Gunnar M. hrl. og óskar fram- kvæmdastjóri. Ég og fjölskylda mína votta börnum hans og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúð. Með Guðmundi er horfinn af sjónarsviðinu einn af þeim mörgu dugmiklu mönnum, sem lifðu og störfuðu á mesta framfaratíma- bili íslenzku þjóðarinnar og lögðu fram sinn stóra skerf til þess að þjóðin kæmist úr því að vera sæmilega bjargálna til velmegun- ar. Hákon Jóhannsson í starfi mínu hjá Reykjavíkur- borg kynntist ég ærið mörgum mönnum, úr ýmsum flokkum og úr ýmsum stéttum. Eftir því sem tíminn líður, fækkar þessum mönnum eins og eðlilegt er. Dauð- inn heimtar sitt. Fyrir fáum vik- um hvarf Guðmundur Vigfússon, sá mikli heiðursmaður, á brott, og nú er nafni hans Guðmundur Heigi allur. Þeir nafnarnir kljáð- ust lengi, en aldrei man ég þó til þess, að orðaskak þeirra yrði til að rjúfa vináttu. Mér er Guðmundur Helgi sér- lega minnisstæður fyrir frábæra hreinskilni, sem nú þykir ef til vill ekki mikil dyggð — á prófkjöra- tímum. Guðmundur sat lengi í bæjar- stjórn, sem nú nefnist borgar- stjórn, hann sat í borgarráði og byggingarnefnd. Okkar samskipti urðu því töluverð. Ekki minnist ég þess, að ég hafi kynnzt heilsteypt- ari manni en Guðmundi. Hann var af þeim gamla skóla, að hann lét ekki „hræra í sér“. Hann var sá manndómsmaður, að þar réð sannfæringin, en ekki stopult stundarfylgi. Mér þótti Guðmundur á margan hátt einhver geðfelldasti minna yfirmanna, sem ég man eftir, hreinn og beinn í sinni afstöðu og sízt af öllu hlaupastrákur ýmissa tilfallandi áróðursmanna, sem kröfðust meira en þeir áttu nokk- urn rétt á. Þegar ég nú lít um öxl og minn- ist ýmissa þeirra, sem ég hef starfað með, verður Guðmundur Helgi þar ofarlega á blaði vegna hreinskiptni sinnar og drengskap- ar. Þess er ég fullviss, að þegar gert verður upp á efsta degi, verður Guðmundi Helga raun lofi betri. Páll Líndal Olína H. Sigvalda- dóttir — Minning Fædd 21. nóvember 1897 Dáin 23. apríl 1983 Dagur er liðínn dögg skín á völlinn dottar nú þröstur á laufgrænum kvist. Sefur hver vindbher sól (iuös við fjöllin senn hefur allt aö skilnaói kysst. Dvel hjá oss (.uóssól hverf ei með hraða himneskt er kveld í þinni dýrð. Ljósgeislum tendrast lífsvonin glaða lýs vorri sál er burt þú flýrð. (■uðfagri Ijómi geislann þinn bjarta gráta mun jörðin meó társtirna brá. Seg hverju blómi seg hverju hjarta sem skín þinn morgun við himinfjöll blá. Ilníg þú nú Guðssól helgum að beði harmdögg mun breytast í fegins tár. Kvöldhryggðin ásthrein til árdags gleði upprís við dýrðar morguns ár. (Steingrímur Thorsteinsson.) Þessar fallegu vísur komu mér í huga, er ég heyrði lát Ólínu Sig- valdadóttur. Hún lést 23. apríl 1983, að dvalarheimilinu Horn- brekku, Ólafsfirði. Ég var svo lán- samur að fá að kynnast Ólínu, þar sem ég vann á Hornbrekku um tíma. Oft var ég búinn að sitja inn við rúm hennar og við að taka lag- ið saman. Ekkert fannst henni yndislegra en söngur, enda hafði Ólína afskaplega fallega söngrödd og hafði mikið vit á söng. Væri Ólína eitthvað döpur, sem kom nú ekki oft fyrir, var nóg að segja: Nú skulum við taka lagið. Þá ljómaði hún öll. Ég fór alltaf ríkari af fundi hennar en ég kom. Mig lang- ar að segja litla sögu af Ólínu sem Ivsir henni best. Herbergisfélagi Olínu var Kristín Sigurðardóttir sem bjó að Hóli hér í Olafsfirði. Kristín var oft illa haldin í öðrum fætinum vegna meiðsla sem hún hlaut í sumar er leið. Eitt kvöld er ég á vakt og heyri ég að eitthvað óvanalegt er að gerast inni hjá þeim vinkonum, forvitnin rekur mig inn til þeirra, og fallegri sjón hef ég ekki séð. Ólína stendur þá við rúm Kristínar og er að nudda á henni fótinn meira af vilja en mætti, og heyri ég að Ólína segir: Ég vona svo að þú sofir betur í nótt, vina mín. Svona var hún í alla staði, þessi góða kona. Þegar 85 ár eru að baki þá eru kraftarnir farnir að dvína. ólína var mjög trúuð kona og oft fengum við sem unnum í Hornbrekku yndisleg Guðsorð frá henni. Að endingu vill ég þakka Ólínu fyrir allt sem hún gaf mér. Stebbi Villi. Birting afmœlis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. t GUDRÚN D. JÓNSDÓTTIR fré Tröö, Álftanesi, Y'»tkona á Hrafnistu, Hafnarfiröi, veröur jarösungin frá Þjóökirkjunni í Hafnarfiröi, föstudaginn 27. maí kl. 10.30 f.h. Magnús Sveinsson og systkinabörn. Fööursystir okkar, INGIBJÖRG BR. ÓLAFSDÓTTIR, verður jarösungin frá Fossvogskirkju, föstudaginn 27. maí kl. 3 síödegis. Fyrir hönd vandamanna, Davíö Oddsson, Ólafur Oddsson. t Útför móöur okkar, ODDNÝJAR ÞÓRU MAGNÚSDÓTTUR, Hrafnistu, Hafnarfiröi, fer fram frá Þjóökirkjunni í Hafnarfiröi, föstudaginn 27. maí kl. 13.30. Börn hinnar létnu. t Þökkum innilega auösýnda samúð viö andlát og útför, GUÐBJARGAR HALLDÓRSDÓTTUR frá Haungeröi, Stigahlíð 8. Systkini hinnar látnu. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför fööur okkar, afa og langafa, GUÐMUNDAR NÍELSSONAR, Blönduhlíö 24. Guöbjartur Guömundsson, Elísabet Guömundsdóttir, Jón Guömundur Ólafsson, Steinunn Melsted, Siguröur Karlsson, Ellen María Ólafsdóttir, Ólafur Jónsson, Elísabet Unnur Jónsdóttir. t Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför unnustu minnar, dóttur okkar og tengdadóttur, SIGRÍÐAR STEINUNNAR INGIMUNDARDÓTTUR, Syöri-Hól. Auöunn Óskar Jónasson, Steinunn Hermannsdóttir, Ingimundur Reimarsson, Guörún Guömundsdóttir, Jónas Pótursson. t Sonur minn, bróöir okkar og mágur, JÓNAS ÞÓRÐUR GUDJÓNSSON, Mávahlíö 31, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, laugardaginn 28. mai kl. 10.30. Guöjón Þórarinsson, Haukur Guöjónsson, Áslaug Hulda Magnúsdóttir, Sigurjón Guöjónsson, Kristgerður Kristinsdóttir. t Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Tvö götu 7 viö Rauöavatn. Sérstakar þakkir til alls starfsfólks deildar 1A Landakotsspítala fyrir góöa umönnun í veikindum hennar. Egill Helgason, Guöríöur B. Helgadóttir, Þórólfur Helgason, Guðmundur Helgason, Kristín Helgadóttir, María Helgadóttir, Stefán Helgason, Valdís Helgadóttir, barnabörn og Ásta Jónsdóttir, Friörik Brynjólfsson, Erna Ingólfsdóttir, Magnús Jónsson, Siguröur Björnsson, Nanna Sæmundsdóttir, Kristján Bernhard, barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.