Morgunblaðið - 26.05.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.05.1983, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1983 iiec/nAnn i-«i „ Hæstvirtur dómar'i, skjÓLstseSingur minn er fró. heimili i' rústum." Með morgnnkaffinu Til hamingju og þá ertu búinn að losa þig við öll húsverkin, og hefur betri tíma til að stússa með okkur strákunum! HÖGNI HREKKVlSI Það var verið að tala um hræsni Halldór Kristjánsson skrifar: „Helgarpósturinn birti viðtal við Bubba Morthens og hér verður tekinn upp kafli úr því. Þar sem viðtalið er á hroðalegu hrognamáli er íslenskum orðum skotið inn í þar sem ástæða þykir til og eru þau höfð í svigum: „Við sáum hippana brenna sig upp á sýru (LSD) og unglingarnir í dag eru á kafi í dópi (fíkniefn- um). Ég ráðlegg öllum að láta hvaða dóp sem er eiga sig, það ger- ir engum gott og brýtur fólk niður. Við þurfum fólk með hausinn í lagi. Núna stöndum við frammi fyrir því að það er að koma upp ný kynslóð sem er mjög skemmd og ef hún kemst þannig inn í kerfið þá, he, he, — Ég meina hræsnin. Pældí (hugsaðu um) hræsninni. Það fýkur alltaf í mig þegar ég fer að tala um þetta. Það þorir nefni- lega enginn að tala um þetta. Fólk sér menn eins og Albert Guðmundsson búsdíler (áfengis- sala) koma fram og biðja fólk um að hjálpa sér að reisa sjúkrastöð fyrir drykkjusjúka svo hann geti pródúserað (búið til) feiri alka (drykkjusjúklinga). Það væri eins og að hassdílerarnir eða heróíndíl- erarnir færu að biðja fólk um pen- ing til að reisa hús fyrir sína kúnna (viðskiptamenn). í mínum augum er enginn munur á þessu, mér finnst að það eigi að leggja áfengissalann og heróínsalann að jöfnu. Ef hægt er að dæma menn fyrir það sem þeir gera undir áhrifum áfengis finnst mér að það eigi líka að negla dílerinn (selj- andann) eins og þegar heróínneyt- andi er böstaður (handtekinn) þá fær hann sekt og dílerinn er settur inn. Albert í steininn, he, he.“ Munurinn þarna er sá að meiri hluti þjóðarinnar vill geta keypt vissa tegund vímuefna, áfengið, og því er það ekki bannað. Um þá verslun eru svo settar reglur og ríkið annast hana. Hins vegar er áfengi jafn hættulegt og mörg önnur fíkniefni og verslun með það hefur því jafn slæmar afleið- ingar. Hitt sjáum við ekki að einkasala ríkisins þurfi neina inn- lenda milliliði. Hún myndi fá nóg áfengi með því að panta það sjálf milliliðalaust. En meðan lög eru óbreytt verða menn ekki sóttir til saka fyrir að hafa umboð og fá umboðslaun af áfengissölu. Hitt er rangt hjá Bubba Morth- ens að enginn þori að tala um þetta. Bindindishreyfingin hefur óhrædd reynt að vekja fólk til vit- undar um það að áfengi er eitur- lyf, fíkniefni, og við fögnum nýj- um samherjum. En svo stingur það illa í augu að þar sem Helgarpósturinn birtir lýsingu á útliti og háttum viðmæl- andans er sagt að hann drekki öl og vín en raunar ekki sterka drykki. Þá þyrftu menn helst að vita hvort Albert Guðmundsson hefur umboð fyrir sterkari drykki en Bubbi Morthens leggur sér til munns. Það var verið að tala um hræsni, og að við þyrftum fólk með hausinn í lagi. Það er víst ekki vanþörf á því.“ Hin nafnlausu bréf Gissur Geirsson, Selfossi, skrifar 7. maí: „Velvakandi. Hinn 6. þ.m. birtist grein eftir Ólaf Stephensen, þar sem hann fer fram á að birt verði nafn grein- arhöfundar, sem ritaði um m/s Eddu undir dulnefninu „fjöl- skyldumaður". í aths. ritstjóra kemur fram, að hann getur ekki orðið við þessari beiðni, m.a. vegna þess að Velvak- andi sé eini þátturinn, sem birti nafnlausar greinar. Fram kemur að tilraunir til nafnbirtingar í þessum dálkum hafi á sínum tíma farið út um þúfur. Jafnframt kemur fram hjá rit- stjóra að margoft hafi ýmsir reynt að misnota dálka Velvakanda með að koma skoðunum sínum á fram- færi varðandi almenningsálit, og einnig varðandi prófkjör, og ein- stök fyrirtæki, svo eitthvað sé nefnt. Hann bendir á að hér sé um misnotkun að ræða og dregur í efa hversu lengi þetta geti yfirhöfuð viðgengist, og þakkar Ölafi til- skrifið. í þessu máli er ég þeim svo sam- mála, að ég stakk niður penna. Um alllanga hríð, þegar maður rennír augum yfir lesendadálka dagblaðanna, kemur alltaf sama spurningin: Hvers vegna skrifar fólk ekki undir nafni? Hvað hefur það að fela? Er það ekki að rita um eitthvað, sem máli skiptir varðandi þjóðfélagið, annaðhvort það sem betur mætti fara eða þakka eitthvað sem vel hefur verið gert? Hvers vegna allar þessar húsmæður úr Austur- og Vestur- bænum, og alla þessa N.N., Þ.Þ. og 2707-1562, og allt hvað heiti hefur. Hver er þessi G.G.? Hvar er hann á landinu, um hvað snýst málið? Ef hann hugsar þá svo langt. Það læðist að sá grunur, að þeir sem eitthvað hafa jákvætt að segja riti gjarnan undir nafni, en þeir sem hafa eitthvað neikvætt kjósi gjarnan dulnefni. Ef gengið er út frá þessu sem meginreglu, þá er að velta fyrir sér út á hvað þessi kvörtunarbréf ganga. Það eru að sjálfsögðu hin ótrúlegustu mál, en spurningin er: hversu mikið erindi eiga þessi mál við þjóðina? Við lestur nafnlausra dálkagreina verður ekki annað sagt, en að margar þeirra séu léttvægar fundnar, og til þess eins að ala á úlfúð og neikvæðri af- stöðu okkar hvers í annars garð, sem á lélegu máli gæti kallast þras. Svarthöfðar, Stjörnusteinar, Molar, Reykjavíkurbréf o.fl. o.fl. eru þarna alls ekki undanskilin nema síður sé. Einhvern veginn finnst mér að sérhver einstaklingur eigi að hafa þá meginskyldu að vera ábyrgur gerða sinna og skrifa, ella getur hann vart verið marktækur. Ég sé sjálfan mig í anda, haf- andi kannski orðið fyrir einhverju óréttlæti á vinnustað, eða í um- ferðinni, eða annars staðar. Kem svo heim, rýk í ritvélina og hnoða saman einhverri skammagrein um allt og alla í hita augnabliksins, og afgreiði svo málið stutt og laggott G.G. Sendi svo Velvakanda. Jú, jú, greinin kemur, svo fer lesandinn að hugsa: Hvaða raus er nú þetta? Því miður leikur mér grunur á, að ekki ófáar greinar séu skrifað- ar við áðurlýstar aðstæður, og oft hefði verið betra að hugsa málið aðeins nánar, sofa á því svo sem eina nótt, móta síðan afstöðu sem hægt væri að standa við og svara fyrir. Það hefur lengi verið sannfær- ing mín, að hafi maður eitthvað að segja í hinu daglega lifi, verði maður að geta staðið við það. Ég geri að tillögu minni, að öll blöð reyni að ná samkomulagi um að aðeins verði birtar greinar, séu þær ritaðar með fullu nafni við- komandi. Við slíka ákvörðun myndi mikið af óþarfa rausi og neikvæðu hugarfari hverfa úr daglegri umræðu. Einnig hvet ég lesendur til að tjá sig um þetta mál; og hafi þeir rök, sem mæla á móti þessum hugmyndum, að benda vinsamleg- ast á þau, og að sjálfsögðu að standa við þau.“ Aths. ritstj.: Þar sem Reykjavík- urbréf Morgunbiaðsins er nefnt í tengslum við nafnlausar greinar skal tekið fram, að Reykjavíkur- bréf er ritstjórnargrein, sem skrifað er á ábyrgð ritstjóra Morgunblaðsins, þannig að auð- velt er fyrir lesendur að átta sig á ábyrgðarmönnum þess sem skrif- að er í þá dálka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.