Morgunblaðið - 26.05.1983, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 26.05.1983, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1983 2,33 metrar í hástökki Á frjálsíþróttamóti ( Tashkent í Sovétríkjunum í vikunni stökk Igor Palkin 2,33 metra í hástökki og er þaö bezti árangur í greininni í ár. Á mótinu stökk Sjamil Abbsjasov 17,27 metra í þrí- stökki. Aóalfundur blakdeild- ar Þróttar Aðalfundur blakdeildar Þróttar verður haldinn í fé- lagsheimíli Þróttar, sunnu- daginn 29. maí kl. 16.00. Jónas hljóp 200 á 22,91 Jónas Egilsson spretthlaupari úr ÍR setti persónulegt met f 200 metra hlaupi á móti í Los Gatos í Kaliforníu um helgina, hljóp á 22,91 sekúndu og bætti árangur sinn um rúma hálfa sekúndu. Er þetta jafnframt í fyrsta sinn sem Jónas hleypur undir 23 sekúnd- um í 200 metrum. — ágás. Gunnar Páll á 3:50,65 Gunnar Páll Jóakimsson hlaup- ari úr ÍR setti aftur nýtt persónu- legt met í 1500 metra hlaupi á frjálsíþróttamóti í Long Beach í Kaliforníu um helgina, hljóp á 3:50,65 mínútum. Gunnar Páll varð númer tvö í hlaupinu og vann marga hlaup- ara, sem gefnir voru upp með betri árangur en hann á. Sigur- vegarinn hljóp á 3:49,30. Gunnar Páll átti áöur 3:50,8 frá því í maí- byrjun. Njarðvík vann Einherja 2:0 NJAROVÍKINGAR fengu Einherja í heimsókn sl. laugardag í fyrstu umferðinni í 2. deild. Fyrri hálf- leikur var nokkuð jafn. Njarðvík- ingar sóttu þó mun meir og á 33. mínútu skoraði Jón Halldórsson fyrsta mark leiksins meö glæsi- legu skoti. af um 15 metra færi og lenti boltinn uppi í bláhorni marksins, algerlega óverjandi fyrir markvörö Einherja. A 40. mínútu björguöu Njarðvíkingar á línu, eftir að Einherji hafði fengiö hornspyrnu. í síöari hálfleik þyngdu Njarövík- ingar sóknina, og á 75. mínútu skoraöi Jón Halldórsson annaö mark Njarövíkinga, meö góöu skoti í markhorniö niöri. Njarövík- ingar bættu aö vísu einu marki viö á 87. mínútu en þaö var dæmt af vegna rangstööu, svo aö fleiri uröu mörkin ekki, og lokaniöurstaða varö 2:0 fyrir Njarðvík. Sanngjarn sigur miöaö viö gang leiksins. Ó.T. Ul-mót Ægis SUNDFÉLAGIÐ Ægir mun halda unglingamót í sundi í Sundhöll Reykjavíkur sunnudaginn 29. maí. Mótiö hefst kl. 15 en upphitun byrjar kl. 14. Tilkynningar um þátttöku í mót- inu skulu hafa borist til þjálfara fé- lagsins í sima 10963 eöa formanns í síma 18134 fyrir föstudaginn 27. maí. Þátttökugjald er 10 kr. fyrir hverja grein. Sævar CS-Briigge Lárus 1 Arnór | Pétur Waterscheil Anderlecht| Antwerpen Jóhannes Atlason, landsliðsþjálfari í knattspymu: „Engin ástæða til hræðslu ef við náum upp stemmningu“ Eins og fram hefur komiö leika íslendingar og Spánverjar tvo landsleiki ( knattspyrnu um næstu helgi. Báöir eru þeir í Evr- ópukeppni landsliða og verður sá fyrri — leikur U-21-landsliöanna — á Kópavogsvelli á laugardags- kvöldið kl. 20.00. Hinn síöari verð- ur svo á aðalleikvanginum í Laug- ardal á sunnudaginn og hefst kl. 14.00. „það voru ótrúlega litlar breyt- ingar á spánska landslióinu í leikn- um viö Möltu á dögunum frá því í leiknum við Holland fyrr í vetur, og jafnvel frá því í leiknum viö okkur í haust,“ sagöi Jóhannes Atlason, landsliösþjálfari, á fundi í fyrra- kvöld vegna leiksins. „Ég tel því ekki aö viö þurfum aö hafa neinar áhyggjur af leiknum ef viö náum þeirri stemmningu sem einkennt hefur íslenska landsliðiö undanfar- iö. Þá eru aöstæður okkur auövit- aö hagstæöar því hér leika Spán- verjarnir viö aöstæöur sem þeim eru framandi. Þaö fór t.d. mjög í taugarnar á þeim hve völlurinn var lélegur er þeir léku á Möltu nýlega og þeir náöu ekki aö spila eins vel og þeir eiga aó geta," sagöi Jó- hannes. Viö sögöum frá því í blaðinu í gær aö Pétur Ormslev og Atli Eö- valdsson kæmu ekki í landsleikinn þar sem þeir gæfu ekki kost á sér. Jóhannes sagöi afstööu þeirra mjög skiljanlega. „Atli fékk kaldar kveðjur“ „Þó aö félagiö sjálft hafi ekki staðið í vegi fyrir þeim, var þjálfar- inn heldur á móti því aö þeir færu. Pétur er nú nýbúinn aö tryggja sér fast sæti í liöinu eftir langvarandi meiösli og hann þorir þvt ekki aó hætta á aö missa sætiö meö þvi aö fara í leikinn, því Diisseldorf á aó leika daginn áóur. Þegar Atli kom i leikinn viö Spánverja í haust fékk hann heldur kaldar kveöjur viö brottför frá Þýskalandi. Honum var sagt aö færi hann til Spánar léki hann ekki meö liðinu næsta laug- ardag. Hann fór nú samt og þaö sem bjargaöi honum var aó þjálf- arinn var rekinn meöan hann var á Spáni,“ sagði Jóhannes. Þrátt fyrir aö þeir tveir komi ekkl í leikinn teflir Island engu aö síöur fram sterku liöi, en hópurinn sem Jóhannes hefur valið er þannig skipaöur (landsleikir í sviga): Þorsteinn Bjarnason, IBK (18), og Guömundur Baldursson, Fram (8), markveröir. Aörir leikmenn: Viöar Halldórsson, FH (21), Ólafur Björnsson, UBK (3), Janus Guð- laugsson, FH (25), Sævar Jónsson, Cercle Brugge (12), Pétur Péturs- Forsala út um landið — afsláttur af flugferðum Forsala fyrir landsleikinn við Spánverja hefst é morgun á Lækjartorgi kl. 12.00 og stendur til kl. 18.00. Á laugardag og sunnudag verður svo selt á laug- Leikmenn við forsölu Leikmenn íslenska landsliðsins munu á morgun mæta við forsöl- una á Lækjartorgi og dreifa plak- ötum. Þar munu þeir árita plaköt- in fyrir þá sem vilja. ardalsvellinum, á laugardag kl. 12.00 — 14.00, og á sunnudag kl. 10.00 og þangað til leikurinn hefst. Þess má geta aö leikurinn er ekki sýndur í íslenska sjónvarpinu sama kvöld og hann fer fram, en til aö gera fólki utan af landi auðveld- ara meö að komast á leikinn, hefur KSÍ fengiö Flugleiði til aö gefa 25% afslátt á flugferöum til Reykjavíkur og til baka. Forsala, sem þegar er hafin, veröur á Akranesi, isafiröi, Akureyri, Neskaupstaö, Keflavík og í Vestmannaeyjum. Miöaverö á leikinn á sunnudag veröur kr. 180 í stúku, kr. 120 fyrir fulloröna og kr. 40 fyrir börn. son, Antwerpen (16), Arnór Guö- johnsen, Lokeren (12), Ómar Torfason, Vfkingi (10), Gunnar Gíslason, KA (7), Ragnar Margeirs- son, Cercle Brúgge (6), Lárus Guö- mundsson, Waterschei (9), Árni Sveinsson, ÍA (38), Siguröur Lárus- son, ÍA (8), Siguröur Björgvinsson, ÍBK (2), og Heimir Karlsson, Vík- ingi (3). Eins og á þessu sést eru þeir Örn Óskarsson, Marteinn Geirsson og Trausti Haraldsson ekki í hópn- um, en þeir félagar léku saman í vörn liösins í fyrra. Hefur því varn- arkerfi liösins riölast nokkuö — en maður kemur í manns staö, og ætti ekki aö vera mjög erfitt aö mynda sterka vörn í staö þessarar. — SH. Strákarnir ætla að hefna tapsins • Guðmwndur TorfMon, Framm ari, kamur (U-21 Hðið. Landsliöið sem mætir Spán- verjum á laugardagskvöldið í Kópavogi, undir 21 árs iiðið, var valið nú í vikunni, og er hópurinn þannig (þess má geta að í liöinu mega vera tveir leikmenn fyrir ofan aldursmörkin, og eru Vík- ingarnir Ögmundur Kristinsson og Stefán Halldórsson í því núna): Ögmundur Kristinsson, Víkingi og Stefán Jóhannsson, KR, eru markverðir, aörir leikmenn eru: Ómar Rafnsson, UBK, Hafþór Sveinjónsson, Fram, Benedikt Guömundsson, UBK, Erlingur Kristjánsson, KA, Stefán Hall- dórsson, Víkingi, Aöalsteinn Aöal- steinsson, Víkingi, Jóhann Þor- varðarson, Víkingi, Jón Gunnar Bergs, UBK, Sigurjón Kristjáns- son, UBK, Siguröur Jónsson, ÍA, Guömundur Torfason, Fram, Óli Þór Magnússon, ÍBK, Siguröur Grétarsson, UBK og Valur Vals- son, Val. Undir 21 árs-liöiö stóö sig mjög vel á síöasta ári. Liöiö geröi jafn- tefli viö Hollendinga hér á landi — í leik þar sem íslenskur sigur heföi veriö fyllilega sanngjarn — þar sem Hollendingar jöfnuöu á síö- ustu sekúndum leiksins, og síöan tapaöi liöiö 1:0 fyrir Spánverjum úti. Strákarnir eru því ákveönir í aö hefna ófaranna frá því á Spáni í haust, nú á laugardaginn. — SH. Sjá íþróttir á bls. 43

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.