Morgunblaðið - 28.05.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.05.1983, Blaðsíða 1
48SÍÐUR OGLESBÓK 118. tbl. 70. árg. ________________________LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1983_________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Viðbragðsstaða vegna heræfínga Sýrlendinga Mynd þessi sýnir sovéska rit- höfundinn og andófsmanninn Georgi Vladimov og eiginkonu hans Natalyu á flugvellinum í Frankfurt í gærkvöldi, en þau komu frá Moskvu. Vladimov var veitt vegabréfsáritun til eins árs og mun hann hefja kennslustörf við Kölnarhá- skóla innan skamms. Beirút, 27. mai. AP. LÍBANSKIR embættismenn tilkynntu í dag að mikil hemaðaruppbygging ætti sér nú stað hiá fsraelum eftir að Sýrlendingar juku mikið við herlið sitt í Bekaa-dal í austurhluta Líbanon í dag. ísraelar lokuðu aðalþjóðveginum frá Suður-Líbanon í dag og skrið- drekar og flutningabifreiðir sáust mjakast í átt til Bekaa-dalsins og miðhálendisins. „Styrjöld er yfirvofandi," sagði Yasser Arafat leiðtogi PLO við hundruð fagnandi skæruliða í þorp- inu Majdal Anjar í Bekaa-dal og bætti því við að vopnavald væri það eina sem gæti breytt þeirri biðstöðu sem nú ríkir. Talsmaður ísraelshers í Líbanon sagði aðgerðir ísraela vera „fyrir- byggjandi" og sagði að ísraelsher gerði allt sem unnt væri til að koma í veg fyrir að eitthvað gerðist. Hann sagði herinn vera á verði vegna her- æfinga Sýrlendinga sem hófust fyrir nokkrum dögum og talið er að muni standa nokkra daga enn. Æf- ingar þessar munu vera t fullum gangi í Golan-hæðum, sem ísraelar náðu frá Sýrlendingum árið 1967 og innlimuðu 1981. Yitzhak Shamir, utanríkisráð- herra ísraels, sagði að stjórnin fylgdist gjörla með öllum hreyfing- um herliðs Sýrlendinga og bætti við: „Við vonum að Sýrlendingum verði ekki á hörmuleg mistök og höfum gert nauðsynlegar varúðar- ráðstafanir." Fregnir frá Golan-hæðum herma að Sovétmenn taki þátt í heræfing- um Sýrlendinga, og fullyrt er að þetta sé í fyrsta skipti sem svo sé í landhernaði Sýrlendinga. Kujau viðurkennir að hafa falsað bækurnar Niðurstöður þriggja nýrra skoðanakannana: llamborg, 27. mai. AP. KONRAD KUJAU, minjagripasali sem sérhæfði sig í munum frá Nas- istatímabilinu, hefur viðurkennt að hafa falsað dagbækur og eignað þær Hitler og selt tímaritinu Stern, að því að haft er eftir talsmanni saksóknarans í Hamborg í dag. „Kujau afhenti saksóknurum í gær handskrifaða játningu þar sem segir að hann hafi ekki ein- ungis vitað að dagbækurnar væru falsaðar, heldur hefði hann sjálfur staðið að verkinu," sagði talsmaðurinn Peter Beck í síma- viðtali við fréttamann AP- fréttastofunnar. Beck vildi ekki gefa frekari upplýsingar um málið og sagði rétt að bíða eftir niðurstöðu dómstóla. Hann sagði hins vegar að fréttamaðurinn sem hefði staðið að kaupunum á dagbókun- um fyrir Stern, Gerd Heide- mann, hefði verið handtekinn síðastliðna nótt og verði hann ákærður fyrir sviksamlegt at- hæfi. Heidemann var sem kunnugt er rekinn frá tímaritinu Stern eftir að uppvíst varð um að hlut- ar dagbókanna væru falsaðir og hefðu verið samdir eftir áður út- kominni bók um ævi Hitlers. Óstaðfestur orðrómur í dag hermdi að Kujau hefði ritað játninguna til handa dómsvöld- Heidemann um með sömu rithönd og dag- bækurnar. Peter Beck sagðist hvorki geta staðfest orðróm þennan né hrakið. Kujau, sem er 44 gamall, var handtekinn 14. maí síðastliðinn eftir að hann gaf sig fram við yfirvöld, sem þegar höfðu kann- að minjagripaverslun hans í Stuttgart og fundið þar fjölda sönnunargagna. en Verkamannaflokkurinn, og ef sú yrði niðurstaða kosninganna hefði íhaldsflokkurinn 250 sæta meirihluta á þingi. Enginn flokkur hefur komist nærri svo miklum meirihluta frá því íhaldsmenn höfðu 223 sæta meirihluta árið 1924. Niðurstöður skoðanakönnunar- innar, sem framkvæmd var af fyrirtækinu „MORI“ í Bretlandi og náði til 1088 kjósenda, spá íhaldsflokknum atkvæðum 51 pró- sent kjósenda, Verkamanna- flokknum 29 prósentum og Kosn- ingabandalaginu 18 prósentum. Tvö prósent atkvæða fóru til ann- arra ónafngreindra flokka. Samkvæmt niðurstöðum skoð- anakönnunar sama fyrirtækis í síðustu viku fékk íhaldsflokkurinn 46 prósent atkvæða, Verkamanna- flokkurinn 37 prósent, Kosninga- bandalagið 16 prósent og 1 prósent fer til annarra flokka. Niðurstöður skoðanakönnunar, sem náði til 1422 kjósenda, voru birtar í Guardian í dag, og sam- kvæmt þeim fær íhaldsflokkurinn 47,5 prósent atkvæða, Verka- mannaflokkurinn 32,5 prósent, Kosningabandalagið 19 prósent og aðrir 1 prósent. Samkvæmt niðurstöðum skoð- anakönnunar, sem gerð var fyrir Thames Television, fær Ihalds- flokkurinn 48 prósent atkvæða, Verkamannaflokkurinn 33 pró- sent, Kosningabandalagið 17 pró- sent og aðrir 3 prósent. Lundúnum, 27. maí. AP. DAVID STEEL, leiðtogi Frjálslynda flokksins, boðaði í dag til fundar yfir helgina til að endurskoða kosningaáætlun Kosningabandalagsins eftir að síöustu skoöanakannanir gáfu til kynna að úrslit kosninganna 9. júní næstkomandi yrðu bandalaginu enn óhagstæðari en áður hafði verið spáð. „Ég hef tekið þá ákvörðun að reyna að stokka upp kosninga- áætlunina í síðari hluta kosn- ingabaráttunnar," sagði Steel á blaðamannafundi. Hann mun hitta leiðtoga sósíaldemókrata, Roy Jenkins, á heimili sínu í Skot- landi á sunnudag og fundinn munu sitja auk þeirra David Ow- en, varaleiðtogi Kosningabanda- lagsins, og fleiri lykilmenn banda- lagsins í kosningabaráttunni. Samkvæmt niðurstöðum þriggja skoðanakannana, sem birtar voru í dag, fær Margrét Thatcher forsætisráðherra yfir- gnæfandi meirihluta atkvæða í væntanlegum kosningum, Verka- mannaflokkurinn var næstur í röðinni og Kosningabandalagið rak lestina. Samkvæmt niðurstöðum einnar skoðanakönnunar fær Margrét Thatcher 22 prósent fleiri atkvæði Nýjar yfirlýsingar frá Sovétmönnum: Hóta meðaldrægum flaugum í Varsjárbandalagsríkjunum Mnskvu, 27. maí. AP. SOVÉTMENN gáfu út þá yfirlýs- ingu seint í kvöld að þeir myndu koma fyrir meðaldrægum eldflaug- um í ríkjum Varsjárhandalagsins ef NATO-ríkin halda fast við þá ákvörðun sína að koma fyrir meðal- drægum eldflaugum í Vestur-Evrópu í desember næstkomandi. Þessi tilkynning sovéskra stjórnvalda mun birtast á morgun í dagblaði kommúnistaflokksins, Pravda, en nokkur atriði úr henni komu fram í fréttaflutningi opin- beru fréttastofunnar TASS í kvöld. ' Þar segir einnig að stjórnvöld muni endurskoða afstöðu sína varðandi uppsetningu á SS-20 meðaldrægum eldflaugum í Evr- ópuhluta Sovétríkjanna ef NATO-ríkin byrja að koma fyrir 572 nýjum bandarískum flaugum fyrir lok þessa árs. í tilkynningunni segir að ef flaugarnar verði settar upp ógni það því sem stjórnvöld í Kreml kalla kjarnorkujafnvægi. Bandaríkjamenn og Sovétmenn hafa setið við samningaborð und- anfarið eitt og hálft ár til að reyna að komast að samkomulagi um fækkun meðaldrægra eldflauga í Vestur-Evrópu án nokkurs veru- legs árangurs. Thatcher bætir enn stöðu sína

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.