Morgunblaðið - 28.05.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.05.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1983 3 Feðgar á forsætisráðherrastóli: 25 ár milli ráðuneyta Hermanns og Steingríms 1>AI) HEFUR ekki skeð áður hérlendis að sonur forsætisráðhera taki sjálfur við forsætisráðherraembætti. Það mun og einsdæmi hér á landi að sonur flokksformanns (Framsóknarflokks) taki við flokksfor- mennsku. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra nýrrar ríkis- stjórnar, er sonur Hermanns Jónassonar, sem var forsætis- ráðherra í þremur ríkisstjórn- um. Hin fyrsta var skipuð 28. júlí 1934, fékk lausn 7. nóvember 1941, en gegndi störfum til 18. október sama ár. Hermann Jón- asson gegndi embætti dóms- og kirkjumálaráðherra, auk forsæt- isráðherraembættis, í því ráðu- neyti. Annað ráðuneyti hans var skipað 18. nóvember 1941, fékk lausn 16. maí 1942 og lagði niður störf samdægurs. Hann gegndi embættum forsætis-, dómsmála- og landbúnaðarráðherra í því ráðuneyti. Þriðja ráðuneyti Hermanns Jónassonar, en í því gegndi hann jafnframt embættum dóms- og landbúnaðarráðherra, var skip- að 24. júlí 1956, fékk lausn 4. des- ember 1958, en gegndi störfum til 23. desember það ár. Tæpum 25 árum síðar tekur Steingrímur Hermannsson við forsætisráð- herraembætti. Meðfylgjandi mynd af Her- manni heitnum Jónassyni tók ljósmyndari Mbl. Ól. K. Magn- ússon er þessi fyrrum forsætis- ráðherra kom af hinni frægu ASÍ-ráðstefnu skömmu áður en ráðuneyti hans baðst lausnar. Sami ljósmyndari tók einnig meðfylgjandi mynd af Stein- grími Hermannssyni, er hann gengur fyrsta sinni sem forsæt- isráðherra til embættisskrif- stofu sinnar. Bragi Ásgeirsson opnar grafíksýningu í Listmunahúsinu: Grafíkmappa með 6 verkum eftir listamanninn gefin út BRAGI Ásgeirsson opnar sýningu á grafíkmyndum í dag laugardaginn 28. maí í Listmunahúsinu Lækjar- götu 2. Sýningin nær allt aftur til ársins 1952 og er þverskurður af ferli Braga sem grafíklistamanns í gegnum tíðina. Tilefni sýningarinnar er útgáfa grafíkmöppu með sex myndum eftir Braga, sem hann gerði í aprflmánuði, en þá hafði Bragi ekki fengist við grafík í 20 ár. Á sýning- unni er 74 grafíkverk, þau elstu frá árinu 1952. Níu myndir hafa aldrei komið fyrir augu almennings áður, þ.á m. þær sex sem getið var um áður. „Þegar Bragi var úti í Kaup- mannahöfn fyrir rúmu ári síðan að taka við bjartsýnisverðlaunum Bröste, þá hitti ég hann og stakk upp á því að hann gerði möppu með grafíkmyndum," sagði Knút- ur Bruun eigandi Listmunahúss- ins í samtali við Morgunblaðið um sýninguna. „Við höfðum verið saman í þessu úti i Kaupmanna- höfn og það var ákaflega skemmtilegt að fylgjast með til- urð þessara mynda og að mínu mati eru þær frá Braga hendi mjög vel lukkaðar. 1 þeim er fim- leiki og mýkt og það var eins og Bragi endurfæddist við gerð þeirra. Ég vil einnig segja að það er sjaldgæft fyrirbæri að geta haft sölusýningu á verkum frá svona löngum tíma eftir jafnmik- inn listamann og ég tel Braga Ásgeirson vera og að mínu mati er þetta einhver fallegasta og skemmtilegasta sýning sem hald- in hefur verið í Listmunahúsinu Bragi Ásgeirsson lengi," sagði Knútur einnig. í formála að grafíkmöppunni segir Bragi: „Fá orð, en ógleym- anleg, sagði Jón Stefánsson mál- ari um fyrstu steinþrykk mín á vormánuðum árið 1956. En mynd- irnar sýndi ég honum á Bredgade 10 í Kaupmannahöfn. Af tilviljun fann ég orð hans á lausum miða í dóti mínu fyrir skömmu, — heil- um 27 árum síðar og einmitt er ég hugðist enn á ný gera nokkur steinþrykk eftir nær tveggja ára- tuga hlé. Jón Stefánsson virði ég mest íslenskra málara fyrir djúp- ar gáfur og miskunnarlausa sjálfsrýni, sem hreif alla, er hon- um kynntust. Hundraðasta ártíð hans var fyrir tveim árum, og ég hef um margt leitast við að ganga út frá eftirfarandi orðum hans við gerð þessara steinþrykkja minna. Vil ég tileinka honum myndirnar í möppunni með einlægri þökk fyrir strangar og uppbyggilegar rök- ræður. „Ég vil hafa, að þú gerir eitt- hvað verulega gott og þess vegna er ég strangur. Það á að verá mettuð heild, en þó lifandi og létt — músík í hvítu, gráu og svörtu — fullkominn fastbyggður heimur — mikrokosmos —, smáheimur, sem maður finnur og kannast við með sál og líkama — sama og mann innst inni dreymir um alheiminn í hans fullkominni byggingu — guðsdýrkun í litum og formi. — Þú hefur svo létt strik, mettuð yndisþokka — það máttu ekki missa, þótt þú viljir gera mynd- irnar fastar og sterkar — það hef- ur Picasso varðveitt f sínum bestu myndum. Maður getur gert sterka mynd með harðleikni, en maður getur líka gert hana með l’art og það er betra.““ Bragi Ásgeirsson hefur haldið fjölmargar sýningar og hlotið fjölda viðurkenninga fyrir list sína. Grafíkmyndirnar eru þrykktar á verkstæði í Kaupmannahöfn og eru grafíkmöppurnar gefnar út í 70 eintökum hver, en nýju mynd- irnar þrjár þar fyrir utan í 45 ein- tökum hver. Sýningin stendur til 5. júní. 900 GL 40’82, blár. 900 TliRBO 30 '82, bvítur OpiÖ ídagtil kl 4 SAAB-eigendurathugið, tökum þann gamla upp í nýjan — eða seljum hann fyrir þig ef þú vilt heldur. Mikil eftirspurn tryggir hagstæð skipti. TÖGGURHR SAAB UMBOÐIÐ BÍLDSHÖFÐA 16, SÍMI 81530 í—,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.