Morgunblaðið - 28.05.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.05.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1983 Frysting þorskflaka hefur dregizt sam- an um 42,6% á síðustu þremur árum Ágúst Klygenring, fonnaður stjórnar SH ( ræðustól. Við hlið hans situr Jón Páll Halldórsson, frá ísafirði. Rœða Agústs Flygenring, stjórn- arformanns SH á að- alfundi félagsins Góðir fundarmenn. Að venju legg ég fram skýrslu stjórnar, en hún ásamt reikning- um hefur verið afhent fundar- mönnum. óþarft er fyrir mig að ræða ein- stök atriði um rekstur og afkomu SH. Það munu framkvæmdastjór- ar fyrirtækisins heima og erlendis gera hér á eftir. Hins vegar vil ég í örfáum orðum fjalla um stöðu hraðfrystiiðnaðarins í Ijósi liðins árs og þeirrar þróunar, sem virð- ist blasa við. Afar óhagstæð þróun í frystingu Árið 1982 mun heildarfram- leiðsla frystra sjávarafurða á fs- iandi hafa verið rúmlega 130 þús- und smálestir, þar af var fram- leiðsla frystihúsa innan SH rúm- lega 90 þúsund smálestir. Var um nokkra aukningu að ræða frá ár- inu á undan. En hvað sem þvi líður átti sér stað afar óhagstæð þróun í frystingunni, sem var mikil og hlutfallsleg aukning í frystingu karfa á sama tíma, sem frysting á þorski, flökum og blokkum gekk stórlega saman. Árið 1982 var frysting þorskflaka og blokk hjá SH aðeins 26.758 smálestir, sem var 9.849 smálestum eða 26,9% minna en árið áður. Fyrir aðeins þremur árum var þessi frysting hjá SH 46.608 smálestir. Þannig að á aðeins þriggja ára tímabili hefur þorskflaka- og blokkafryst- ing hjá okkur dregist saman um hvorki meira né minna en 19.850 smálestir eða 42,6%. Á sama tíma eykst frysting karfaflaka og blokka, sem er helmingi verðminni fisktegund í framleiðslunni, um hvorki meira né minna en 8.891 smálestir eða 71,0% og er komin í 21.404 smá- lestir á sl. ári. Árið 1982 var hlut- fall þorskflakanna í frystingu flaka komið niður í 37,2% á sama tíma, sem karfinn var kominn i 29,8%. Þetta er mjög alvarleg þróun fyrir hraðfrystiiðnaðinn í marg- þættu tilliti og spáir ekki góðu um framtíðina verði hér ekki breyting á til hins betra hvað þorskaflann áhrærir. Þótt hagstæðari vinnsla í salt hafi haft nokkur áhrif á að minna fór af þorski í frystingu ár- ið 1982, er þó meginorsakar að leita í verulega minni þorskafla en 1981 og stórauknum veiðum á karfa vegna breyttrar samsetn- ingar í fiskiskipaflota lands- manna. Á örfáum árum hefur tog- urum fjölgað úr nokkrum tugum skipa í yfir hundrað skuttogara. Þetta eru fjármagnsfrek og dýr skip, sem útheimta það að vera í gangi allt árið um kring. Á sama tíma hefur það verið ríkjandi stefna stjórnvalda og allra stjórn- málaflokka að tryggja fulla at- vinnu. Þetta ásamt fleiru jafngildir því að á hendur útgerðar og fisk- vinnslu hefur verið gerð sú krafa að halda fyrirtækjum í stöðugum rekstri. í minnkandi þorski hefur veiðin því beinst að þeim fiskteg- undum sem helst hefur verið að fá, auk þess sem veiðar einstakra fisktegunda eru árstíðabundnar. Meiri karfi en á sama tíma í fyrra Um 90% karfaaflans fór í fryst- ingu. Sem þýðir einfaldlega það, að ef frystihúsin hefðu ekki axlað þá byrði með stórauknu og kostn- aðarsömu sölu- og markaðsstarfi, birgðaaukningu o.fl. að taka við svo til öllum karfábum til fryst- ingar, hefði allur togaraflotinn stöðvast í 2—3 mánuði á ári. Það sem af er þessu ári eru SH-húsin búin að frysta meiri karfa en á sama tíma í fyrra. Mér finnst rétt að undirstrika þetta hér og nú, því það kemur alltof sjaldan fram, hve þýðingarmiklu hlutverki frystihúsin og sölusamtökin gegna í þessum efnum. — f erfiðri mark- aðsstöðu, því markaðir eru fáir og takmarkaðir fyrir karfa, hefur SH og þeir starfsmenn okkar, sem um þessi mál fjalla, skilað ómetanleg- um árangri. En þrátt fyrir það er við gífurlegan vanda að glíma vegna hinnar miklu karfafryst- ingar. Vegna þessa hefur stjórn SH séð sig tilknúna til að banna frystingu á karfa í Rúss- lands-pakkningar frá og með 1. júlí nk. Sú þróun í aukna frystingu karfa, og samdráttur í þorski, kemur mismunandi út fyrir ein- stök frystihús, fer það eftir ýmsu, en í það heila tekið kemur það illa út fyrir heildina. Á síðasta stjórnarfundi ræddi einn stjórnarmanna um það, hvort ekki væri rétt, að SH tæki upp óformlegar viðræður við LÍÚ og sjómannasamtökin um, hvernig ætti að mæta þeim vanda, sem við blasir í útgerð og fiskvinnslu, ef svo heldur áfram í fiskveiðum og aflasamsetningu sem margt bend- ir til. Tel ég rétt, að slíkar viðræð- ur frystihúsmanna við umrædda aðila eigi sér stað hið fyrsta. Ég hefi orðið nokkuð langorður um fiskveiðar og vinnslu. Er það skiljanlegt, því þetta hvoru tveggja verður ekki aðskilið, svo vel sé. Mér virðist að þörf sé fyrir auk- ið og nánara samstarf á milli þessara aðila. Þótt samskipti milli einstakra manna á þessum vett- vangi hafi verið ágæt á umliðnum árum, hafa þau ekki verið nægi- lega víðtæk og skipuleg. Sagt er, að sókn sé besta vörnin. Aðilar í sjávarútvegi og fiskiðnaði þurfa að tileinka sér þá baráttuað- ferð, ef þeir ætla ekki að verða undir í hinni hörðu og breyttu hagsmunabaráttu, sem nú á sér stað á öllum sviðum íslensks þjóð- lífs. Stöðugur barningur í afkomu frystihúsanna Um stöðu frystiiðnaðarins vil ég að öðru leyti segja þetta. Verðbólgan hérlendis hefur leikið atvinnuvegi landsmanna grátt og þá ekki hvað síst fisk- iðnaðinn. Vegna hennar hefur ver- ið um stöðugan barning að ræða í afkomu frystihúsanna og oft undir hælinn lagt hvort unnt væri að halda rekstri þeirra áfram. Hefur þetta verið oft á tíðum óþolandi ástand. Er hart að þurfa að viður- kenna að góður árangur í sölumál- um erlendis hefur vegna óáranar í efnahagsmálum íslendinga verið þurrkaður út svo til umsvifalaust. Afleiðingarnar hafa því orðið gengisfellingar og gengissig, sem hafa leyst vandann tímabundið vegna þess að viðeigandi ráðstaf- anir hafa ekki verið gerðar til að slíta úr samhengi sjálfvirk verð- bólguhvetjandi kerfi verðlags og kaupgjalds og núna síðustu árin áhrif verðtryggingar lánsfjár- magns á afkomu atvinnuveganna. Nú blasir við 80—100% verð- bólga. Er hún þeirrar stærðar að verði ekkert róttækt gert, blasir við stöðvun fjölda fyrirtækja, sem rísa hvorki undir hinum gífurlegu launakostnaðar- eða fjármagns- kostnaðarhækkunum. Ber að treysta því að stjórnvöld geri viðeigandi ráðstafanir, jafn- framt því sem allur almenningur skilji hvað í húfi er. Styrkja verður stöðu atvinnu- veganna og draga úr ofþenslu hins opinbera. Verðbólgan verður að hjaðna og hin mikla spenna, sem óeðlileg eftirspurn eftir vinnu og þjónustu hefur myndað, verður að minnka. Við verðum að komast út úr kröfugerðarþjóðfélaginu yfir í þjóðfélag uppbyggingar og jafn- vægis. SH brautryðjandi í sölu- og markaðsmálum Á sl. ári steig SH merkilegt spor í forystuhlutverki sínu, sem brautryðjandi í markaðs- og sölu- málum frystra sjávarafurða frá íslandi á erlendum mörkuðum. Tekin var í notkun i október sl. frystigeymsla í Grimsby og unnið að uppsetningu véla og tækja fyrir frekari vinnslu og innpökkun í verksmiðju Icelandic Freer.ing Plants Ltd. á sama stað. Með þessu og söluskrifstofunni, sem nú er flutt til Grimsby, er SH búin að koma sér fyrir með aðstöðu innan veggja Efnahagsbandalags Evr- ópu, en innan þess eru 260 milljón- ir íbúa. Spánn ekki meðtalinn. Fyrir þá, sem vilja vera í takt við tímann og helst á undan, er óhjákvæmilegt að taka einhverja áhættu og byrðar í upphafi. Það gerum við örugglega með þessari uppbyggingu í Grimsby í dag, en sé til lengri tíma tekið og þeirrar skyldu, sem hlýtur að hvíla á sam- tökum eins og SH, um að láta einskis ófreistað og leita jafnan nýrri og betri úrræða í sölu- málum, er uppbyggingin í Grimsby í rökréttu samhengi við forystu SH í þessum málum í for- tíð og framtíð. Ég þakka þeim, sem að þessu verki hafa staðið. Veðráttan í vetur hefur tafið útivinnuna Jón Gunnars- son smiður slit- inn frá söginni „Glöggt er smiðs augað,“ segir máltækið næstum því, „og stöðug höndin“, mætti að ósekju bæta við. í fyrrverandi skreiðarskemmu ís- bjarnarins á Seltjarnarnesi og nú- verandi eign Péturs Snæland hitti Mbl. fyrir smiðinn Jón Gunnars- son, önnum kafinn við að saga þilplötur í heldur fráhrindandi vél, fyrir leikmann a.m.k. Jón lét komu okkar ekki raska ró sinni og hélt áfram að saga. Puttarnir fylgdu fimlega með ekki meira en senti- meter frá urrandi hjólinu. Greini- lega einn af þessum mönnum sem fellur ekki verk úr hendi. „Nei, ég hef ekki misst putta ennþá. En einu sinni munaði ekki miklu. Það þýðir ekki að vera að leiða hugann að þessum mögu- leika, nema maður vilji saga allt með gamla laginu." Jón er einn af rösklega 600 smiðum í Reykjavík. Við spurðum hann hvort hann gæti sagt oytur eitthvað um atvinnuástandið hjá smiðum almennt í höfuðborginni. „Menn tala um að vinna hafa dregist saman. Ég skal ekki segja, sjálfur hef ég nóg að gera. En veðráttan í vetur hefur verið leiðinleg og gert það að verkum að menn hafa ekki getað sinnt þeim verkefnum sem fyrir hendi eru.“ — Eru smiðir hamingjusamir menn, Jón. Þeir virðast yfirleitt vera svo djúpt sökknir í vinnu sína, eins og ekkert annað komist að. Éins og þú áðan? (Jón hafði kveikt sér í vindlingi og var tek- inn að spjalla við okkur.) „Uss, þetta er algjör þrældóm- ur. Hjá útivinnandi smiðum sér- staklega. f rauninni má skipta smiðum í tvo hópa. Það er „upp- mælingaaðalinn", það er að segja þeir sem vinna myrkranna á milli við mótauppslátt, og hinir sem eru að dunda sér inni, ýmist I tímavinnu eða uppmælingu. Per- sónulega finnst mér uppsláttar- vinna einhæf og frekar leiðinleg. Ég hef reynt að forðast hana í seinni tíð. Það er meiri fjöl- breytni í innismfðinni og því er hún skemmtilegri að mfnu mati. Maður rekur sig alltaf á ný og ný vandamál sem gaman er að glíma við. En ég hef enga trú á því að smiðir séu hamingjusamari en gerist og gengur." - GPA. Jón Gunnaroson smiður við sögina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.