Morgunblaðið - 28.05.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.05.1983, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1983 Sovétríkjunum að draga úr kjarnorkuvopnabúnaði í Vest- ur-Evrópu. Tökum annað dæmi. „Stöðvið stríð í Víetnam" var slagorð, sem hljómaði um öll Vesturlönd é sínum tíma. Nú heyrist það ekki lengur. Þó hefur blóðbaðið ekk- ert minnkað í Víetnam. Nú eru það hins vegar Sovétríkin og áhangendur þeirra sem þar eru fyrst og fremst að verki. Margir sem taka þátt í þessari baráttu af heilum hug átta sig ekkert á því, að hreyfingin og slagorðin eiga uppruna sinn í samþykkt, sem á sínum tíma var gerð í mið- stjórn kommúnistaflokksins í Moskvu. Að afneita herra sínum Margir kommúnistaflokkar i Evrópu hafa afneitað öllu sam- bandi við höfuðstöðvarnar í Moskvu. Það hefur verið nauð- synlegt fyrir þá flokka, sem vilja sækja völd og áhrif til kjósenda í iýðræðislegum kosningum. Þetta þekkjum við hér á íslandi. í flestum tilvikum er afneitunin þó nýtilkomin. Viss tengsl eru enn á milli Moskvu og flestra þessara flokka. Það eru bæði huglæg tengsl, t.d. viss samúð, en einnig fjárhagsleg tengsl, þó að leynt fari og fáir fái að vita um þau innan flokkanna. Á milli þessara flokka og NOMEN- KLATUR-veldisins hefur mynd- ast eins konar þegjandi sam- komulag. Flokkarnir, sem' hafa „afneitað" Moskvu, berjast hart um fylgi kjósenda við aðra flokka, fyrst og fremst á sviði innanríkismála. NOMENKLAT- URAN gerir sig hins vegar ánægða með, að í utanríkismál- um sé fylgt stefnu, sem henni er þóknanleg. Hér hefur að sjálfsögðu verið fjallað í mjög grófum dráttum um ítarlegan kafla í þessari bók. Óneitanlega er mjög athyglis- verð lýsing bókarhöfundar og skilgreining á tengslum, beinum og óbeinum, sem eru milli kommúnistaflokka á Vestur- löndum og valdsins í Moskvu. Margt af því er eins og það sé beinlínis skrifað um Alþýðu- bandalagið á íslandi. í lok þessa kafla minnir höf- undur enn einu sinni á, að NOM- ENKLATURAN vill ekki stríð, en hún vill sigra. Leiðin til sig- urs mætir einhversstaðar mörk- unum milli stríðs og friðar. Ein- hversstaðar á þeirri leið er hætt- an á upphafi nýrrar heimsstyrj- aldar, sem við óttumst öll. Utanríkisstefiia Nomenklatura — eftir Birgi ísl. Gunnarsson Ég hef í nokkrum greinum hér í Mbl. fjallað um atriði úr bók sovéska sagnfræðingsins Micha- el Volsensky, NOMENKLAT- URA. Þetta er síðasta greinin í þessum flokki og verður í henni gerð grein fyrir skoðunum bók- arhöfundar á utanríkisstefnu Sovétríkjanna. Fyrirsögn þessa bókarkafla en „Stétt með áhuga á heimsyfirráðum." Þessi fyrir- sögn sýnir glöggt mat höfundar á tilgangi utanríkisstefnu Sov- étríkjanna og skýrir hann það nánar í bókinni. Friðarstefna? Áróður NOMENKLATURA gengur út á það, að utanríkis- stefna Sovétríkjanna sé friðar- stefna. Engin stétt í Sovétríkj- unum hafi áhuga á útþenslu eða árásum á aðra. Þáð er rétt, að hvorki verkamenn né bændur hafa neinn áhuga á árásar- stefnu. Annað gildir hins vegar um NOMENKLATURA. Fyrir þá er valdið mikilvægt. Telji þeir valdi sínu ógnað og telji þeir það nausynlega aðgerð til að verja það, hika þeir ekki við að færa vald sitt út til annarra landa, m.a. til að geta nýtt auðlindir þeirra. Þess vegna hafa Sovét- ríkin engum landsvæðum sleppt, sem þau hafa komist yfir og þess vegna eru þau með stöðuga við- leitni til að ná áhrifum og yfir- ráðum sem víðast. Nýjustu dæmin eru Kúba, Suður-Jemen, Angola, Eþíópía, Víetnam, Laos, Kambódía og Afghanistan. Langtímaáætlun í utanríkismálum nýtur „áætl- unarbúskapur“ Sovétríkjanna sín betur en í efnahagsmálum. NOMENKLATURA hefur ein- ræði, sem ekki takmarkast af neinum ákvörðunum þjóðþings eða gagnrýni stjórnarandstöðu. Þeir geta því ótruflaðir gert langtímaáætlanir í utanríkis- málum, sett sér ákveðin mark- mið og framfylgt þeim eftir því, sem tími og aðstæður leyfa. Lýð- ræðisríkin standast þessum vinnubrögðum ekki snúning. Þau móta sína utanríkisstefnu til eins kjörtímabils í senn — svo kemur ný ríkisstjórn, sem getur haft allt önnur sjónarmið og aðra stefnu. Nomenklaturistarnir geca því með góðu móti gert samkomulag við vestræn ríki um „slökun“ eða hvað annað, sem hentar. tíma- bundnum hagsmunum. Lang- tímamarkmiðunum fórna þeir hins vegar ekki. Ástæðan er sú, að þeir telja valdi sínu ógnað af vestrænum ríkjum. Ekki vegna þess að þeir óttist sérstaklega innrás þaðan, heldur vegna þess að þeir vita að þjóðfélagskerfi þeirra stenst ekki samanburð við vestræn ríki. Þeir eru því hræddir um að kerfi þeirra liðist f sundur innan frá eftir því sem samanburðurinn verður augljós- ari fyrir þeirra eigið fólk. Þess vegna eru Sovétríkin eins lokuð og raun ber vitni. Hver vill stríð? „Vilja Rússarnir stríð?“ Þess ari spurningu leitast bókarhöf undur við að svara í undirkafla sem ber þessa fyrirsögn. Sovésk ur almenningur vill ekki stríð Sovétríkin misstu 20 millj manns í heimsstyrjöldinni síðar og 10 millj. manns særðust Menn mega þó ekki gleyma því, að Nomenklaturistarnir upplifðu stríðið á nokkurn annan hátt en aðrar stéttir. Þeir höfðu gífurleg forréttindi í stríðinu og eftir stríðið fengu þeir vald yfir heil- um þjóðum, sem þeir lögðu undir sig í stríðslok og eftir stríðið. Samt sem áður vill NOMEN- KLATURAN ekki stríð, hún er einkum hrædd við kjarnorku- strfð. Hún er hrædd um eigin hag og eigin völd f slfkum ósköp- um. Hins vegar vill hún sigra án stríðs. Mikilvægur þáttur í þeirri sigurviðleitni er að fá Vestur- landabúa til að trúa því „að betra sé að vera rauður en dauð- ur“, en það slagorð hafa ýmsar friðarhreyfingar í Evrópu notað mikið. Alls staðar þar sem veik- leiki er fyrir hendi f heims- byggðinni lætur hún til skarar skrfða. Síðast f Afgahnistan. NOMENKLATURAN ræðst á þá veiku, en óttast þá sterku. Hún er tilbúin til að leggja undir sig alla heimsbyggðina, ef heimur- inn er reiðubúinn til að láta það gerast. Kommúnistar á Vesturlöndum Kommúnistaflokkar í löndum utan sósíalistaríkjanna gegna miklu hlutverki f utanrfkis- stefnu Sovétrfkjanna. Að vfsu gengur á ýmsu f alþjóðahreyf- ingu kommúnismans. Flokkar í sumum löndum hafa sagt skilið við NOMENKLATUR-valdið í Sovétríkjunum, eins og t.d. f Kína og Júgóslavíu. Sumir flokk- ar á Vesturlöndum eins og t.d. í ítalfu reyna að standa á eigin fótum og prédika Evrópukomm- únisma, aðrir sveiflast, eins og t.d. kommúnistaflokkurinn f Frakklandi, sem nú hefur aftur nálgast NOMENKLATUR-vald- ið. Þessir flokkar fá fjármagn frá Sovétríkjunum. Fulltrúar þeirra fara í heimsóknir til Sovétríkj- anna og njóta þar um lengri eða skemmri tíma þess lúxuslífs, sem NOMENKLATURAN nýtur og getur boðið upp á. Þetta þekkja t.d. íslenskir kommúnist- ar vel. En hvað vill NOMENKLAT- UR-valdið fá í staðinn. Aðal- 'WJrW MCmdenharskan* I Wasseriiím&íow' IVLírÍsr"* TIIRA „Alls staðar þar sem veikleiki er fyrir hendi í heimsbyggðinni, læt- ur hún til skarar skríða. Síðast í Afg- anistan. NOMEN- KLATURAN ræðst á þá veiku, en óttast þá sterku.“ markmiðið er auðvitað að stuðla að sósfalistabyltingum í viðkom- andi ríkjum. Kommúnistaflokk- arnir eru lfka stuðpúðar og upp- lýsingagjafar fyrir Sovétríkin. Ékki má vanmeta þýðingu þess. Þegar önnur ríki verða að láta sér nægja sendiráð, hafa Sovét- ríkin að auki nána vini í komm- únistaflokkum um allan heim. Áróður og herferðir Kommúnistaflokkar t.d. á Vesturlöndum gefa Sovétríkjun- um einnig óendanlega möguleika á því að skipuleggja á sama tíma í fjölda landa áróðursherferðir, sem henta Sovétrfkjunum. Það er grundvallaratriði f skipulagn- ingu slíkra herferða, að fá menn, sem ekki eru yfirlýstir kommún- istar með f leikinn. Þannig er reynt að mynda fjöldahreyfingar utan um ákveðin mál. Þetta er eitt mikilvægasta verkefni kommúnista um allan heim. Mörg þekkt slagorð í hinum vestræna heimi eiga uppruna sinn i slíkum skipulögðum áróð- ursherferðum. Ýmis slagorð friðarhreyfinganna t.d. eiga sér slíkan uppruna. Reynið t.d. að fá þessi samtök til að breiða út slagorðið: „Burt með alla skriðdreka — vopn árásaraðil- anna.“ Það ætti erfitt uppdrátt- ar, því að það eru fyrst og fremst sovéskir skriðdrekar, sem bfða í árásarstöðu við landamæri Vestur-Evrópu. „Stöðvið atóm- vopnin“ er hins vegar slagorð, sem á auðvelt uppdráttar. Það þjónar nefnilega sérstaklega I Bridge Arnór Ragnarsson Bridgefélag Breiðholts Þriðjudaginn 24. maí var spilaður eins kvölds tvímenning- ur og var spilað í einum tíu para riðli. Röð spilara varð þessi: Helgi Skúlason — Kjartan Kristófersson 1251 Guðmundur Sigursteinsson — Tómas Sigurjónsson 122 Þorvaldur Valdimarsson — Jósep Sigurðsson 116 Leifur Karlsson — . Guðjón Jónsson 115 Þriðjudaginn 31. maí verður spiluð stutt Rúbertukeppni og einnig verða afhent verðlaun fyrir helstu keppnir vetursins. Spilarar sem von eiga á verð- launum eru þvf hvattir til að mæta. Spilað er í Menningar- miðstöðinni Breiðholti. Keppnis- stjóri er Hermann Lárusson. Bridgefélag Hafnarfjarðar Úrslit í síðustu keppni vetrar- ins, hraðsveitarkeppni urðu eft- irfarandi: Sveit Sævins Bjarnasonar 1.486 Sveit Aðalsteins Jörgensen 1.411 Sveit Ólafs Torfasonar 1.300 Sveit Einars Sigurðssonar 1.277 Sveit Carabella 1.224 Sveit Sigurðar Lárussonar 1.200 Sveit Gunnars Antonssonarl.184 Föstudagskvöld 27. maí verður aðalfundur félagsins haldinn í sal Vélsmiðju Péturs Auðuns- sonar og hefst hann stundvíslega kl. 20.00. Dagskrá fundarins er samkvæmt venju og eru félagar hvattir til að mæta. Sumarbridge Sumarbridge 1983 hefst í Domus Medica nk. fimmtudag, 2. júní. Spilamennska verður með sama sniði og undanfarin ár. Það þýðir, að keppni hefst uppúr sjö og í síðasta lagi kl. 19.30. Keppnisstjórar verða ólafur Lárusson og Hermann Lárusson. Það er Bridgesamband Reykja- víkur sem stendur að spila- mennskunni. Allt spilafólk í Reykajvík og nágrenni er hvatt til að vera með og taka með sér þá sem langar til að hefja keppn- isspilamennsku f fyrsta sinn. Keppt er um heildarverðlaun og einnig gefin stig fyrir hvert spilakvöld. Bilasýning ^ Sveinn Egilsson hf, su^uki Skeifan 17, sími 35100 w,v,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.