Morgunblaðið - 28.05.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.05.1983, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAf 1983 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Afgreiðslustarf Starf er laust í verslun í Hafnarfiröi. Vinnutími kl. 1—6. Yngri en 21 árs kemur ekki til greina. Uppl. í síma 50755 eftir kl. 6. Skrifstofustarf Stofnun í Reykjavík óskar aö ráöa í skrifstofustarf, aöallega símavörslu, upplýs- inga- og afgreiöslustörf. Vélritunarkunnátta og nokkur málakunnátta nauösynleg. Þeir sem áhuga hafa leggi upplýsingar um aldur, fyrri störf og annað, er máli þykir skipta, á afgreiöslu blaðsins merkt: „A—2193 fyrir 6. júní n.k. Lausar stöður Vlð Æfinga- og tilraunaskóla Kennaraháskóla Islands eru lausar til umsóknar fáeinar stöóur almennra kennara. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríklsins. Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf, skulu hafa borist menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 24. júnf nk. Menntamálaráöuneytiö 25. mai 1983. Kennarar athugið Kennara vantar aö Húnavallarskóla næsta haust. Almenn kennsla: enska, myndmennt í V/2—2 stööur. Gott og ódýrt húsnæöi til staðar. Nánari uppl. gefur Eggert J. Levy skólastjóri símar 95-4313 eöa 95-4370. Laust starf á skrifstofu Fjölbrautaskólans í Breiöholti. Vinnutími frá kl. 10—16. Vélritunarkunnátta áskilin. Uppl. í síma 75600 á skrifstofutíma. Bakari Pöntunarfélag Eskfiröinga óskar eftir aö ráöa bakara. Upplýsingar gefur kaupfélagsstjóri í síma 97-6200. Pöntunarfélag Eskfirðinga Eskifirði Fóstra — fóstrunemi eöa stúlka vön á barnaheimili óskast til starfa á barnaheimili Reykjalundar frá 15. júní til 1. september. Hlutastarf ýmist fyrir eða eftir hádegi kemur til greina. Upplýsingar veittar á skrifstofunni frá mánu- degi 30. maí. Vinnuheimiliö aö Reykjaiundi. Lausar stöður Tvær lektorsstööur í uppeldlsgrelnum vlö Kennaraháskóla Islands eru lausar til umsóknar. Um er aö ræöa tímabundnar stööur sem ráöstaf- aö veróur til elns árs frá 1. ágúst 1983. önnur lektorsstaöan miöast viö nám og kennslu yngri barna í grunnskóla meö áherslu á lestrar- öröugleika og kennslu nemenda meö sérþarfir. Hin staöan er á sviöi uppeldissálarfræöi meö áherslu á nám og kennslu nemenda i síöara hluta grunnskólans. Laun samkvæmt launakerfl starfsmanna ríklsins. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn slnni rækllega skýrslu um vísindastörf sín, ritsmíöar og rannsóknir, svo og námsferll slnn og störf. Umsóknir skulu sendar menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 24. júnf nk. Menntamálaráöuneytið 25. maí 1983. Skrifstofustarf Rótgróiö og traust innflutningsfyrirtæki óskar eftir aö ráöa starfskraft til framtíöar- starfa, þarf aö hafa áhuga á námi í tölvu- vinnslu. Starfsviö m.a. símavarsla, toll- og veröútreikningar, tölvuútskrift o.fl. Vinnutími 8—16, góö laun. Þarf aö geta hafiö störf sem fyrst. Umsóknir sendist augld. Mbl. merktar: „Heildsala — 8706“ fyrir 6. júní. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar FJÖLBRAUTASKÚUNN BREIÐHOLTI Fjölbrautaskólinn Breiöholti Innritun í Fjölbrautaskólann í Breiöholti fer fram í Miöbæjarskólanum í Reykjavík dagana 1. og 2. júní næstkomandi kl. 9.00—18.00, svo og í húsakynnum skólans viö Austurberg dagana 3. og 6. júní á sama tíma. Umsóknir um skólann skulu aö ööru leyti hafa borist skrifstofu stofnunarinnar fyrir 10. júní. Þeir sem senda umsóknir síðar geta ekki vænst skólavistar. Fjölbrautaskólinn í Breiöholti býöur fram nám á sjö námssviðum og eru nokkrar námsbrautir á hverju námssviði. Sviö og brautir eru sem hér segir: Almennt bóknámssviö (menntaskólasvið): Þar má velja milli sex námsbrauta sem eru: eölisfræöibraut, félagsfræðibraut, náttúru- fræðibraut, tónlistarbraut, tungumálabraut og tæknibraut. Heilbrigöissviö: Tvær brautir eru fyrir ný- nema: heilsugæslubraut (til sjúkraliðarétt- inda) og hjúkrunarbraut, en hin síöari býöur upp á aöfaranám aö hjúkrunarskólum. Hússtjórnarsvið: Tvær brautir veröa starf- ræktar: matvælabraut I er býöur fram aðfaranám aö Hótel- og veitingaskóla ís- lands og matvælabraut II er veitir réttindi tii starfa á mötuneytum sjúkrastofnana. Listasviö: Þar er um tvær brautir aö ræöa: myndlistarbraut bæöi grunnám og fram- haldsnám svo og handmenntabraut er veitir undirbúning fyrir Kennaraháskóla íslands. Tæknisviö: (iönfræöslusviö) iönfræöslu- brautir Fjölbrautaskólans í Breiöholti eru þrjár: málmiðnabraut, rafiönabraut og tré- iönabraut. Boðið er fram eins árs grunnnám, tveggja ára undirbúningsmenntun aö tækni- námi og þriggja ára braut aö tæknifræði- námi. Þá er veitt menntun til sveinsprófs í fjórum iöngreinum: húsasmíöi, rafvirkjun, rennismíði og vélvirkjun. Loks geta nemend- ur einnig tekiö stúdentspróf á þessum námsbrautum sem og öllum 7 námssviöum skólans. Hugsanlegt er, aö boöiö veröi fram nám á sjávarútvegsbraut á tæknisviöi næsta haust ef nægilega margir nemendur sækja um þá námsbraut. Uppeldissviö: Á uppeldissviöi eru þrjár námsbrautir í boöi: fóstur- og þroskaþjálfa- braut, íþrótta- og félagsbraut og loks menntabraut, er einkum tekur miö af þörfum þeirra er hyggja á háskólabraut til undirbún- ings kennslustörfum, félagslegri þjónustu og sálfræði. Viöskiptasviö: Boönar eru fram fjórar námsbrautir: samskipta- og málabraut, skrifstofu- og stjórnunarbraut, verslunar- og sölufræðabraut og loks læknaritarabraut. Af þrem fyrrnefndum brautum er hægt aö taka almennt verslunarpróf eftir tveggja ára nám. Á þriöja námsári gefst nemendum tækifæri til aö Ijúka sérhæföu verslunarprófi í tölvu- fræöi, markaösfræöum og reikningshaldi. Læknaritarabraut lýkur með stúdentsprófi og á hið sama viö um allar brautir viöskipta- sviös. Nánari upplýsingar um Fjölbrautaskólann í Breiöholti má fá á skrifstofu skólans aö Aust- urbergi 5, sími 75600. Er þar hægt aö fá bæklinga svo og Námsvísi FB. Skólameistari. Frá Tónlistarskólanum í Reykjavík Inntökupróf fyrir skólaáriö 1983—1984 veröa sem hér segir: Mánudaginn 30. maí kl. 2, söngdeild, kl. 4, píanódeild, kl. 5, önnur hljóöfæri. Inntökupróf í tónfræöadeild veröa fimmmtu- daginn 16. júní kl. 1. Skólastjóri. Iðnskólinn í Hafnarfirði Innritun í skólann fer fram alla virka daga frá kl. 9.00 til 13.00 fram til 3. júní nk. Á haustönn veröa starfræktar eftirtaldar deildir: 1. 2. stig iðnskóla fyrir samningsbundna nemendur. 2. Verknámsdeild í hárgreiöslu. 3. Verknámsdeild í málmiönum. 4. Verknámsdeild í rafiönum. 5. Verknámsdeild í tré- og byggingariönum. 6. Tækniteiknun I og II. 7. Meistaraskóli 3. önn. 8. Fornám. Umgengnisgóð og reglusöm ekkja er í sárri húsnæöisneyð, vantar 2ja—3ja herb. íbúö strax, er á götunni vegna sölu á fyrra húsnæöi. Meömæli fyrir hendi. Góövilj- aöur húseigandi hafi samband í síma 20356 um helgina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.