Morgunblaðið - 28.05.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.05.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1983 33 Vöruskiptajöfnuður Japans: Mjög hagstæð- ur í aprflmánuði VÖRUSKIPTAJÖFNUÐUR Japans var mun hagstæðari í aprflmánuði sl. en hann var á sama tíma í fyrra. Vöruskiptajöfnuðurinn var hagstæður um 2,03 milljarða dollara í aprfl, borið saman við 485,3 milljónir dollara á sama tíma í fyrra, að sögn talsmanns japanska fjármálaráðuneytisins. Talsmaðurinn sagði ennfremur, að útkoman í marzmánuði sl. hefði verið mjög góð, en þá var vöruskiptajöfnuðurinn hagstæður um 2,04 milljarða dollara. Bæði útflutningur og innflutn- ingur Japana drógust hins vegar saman í aprílmánuði, fimmtánda mánuðinn í röð. Útflutningurinn dróst saman um 1,1% og var að verðmæti um 12,19 milljarðar dollara, borið saman við 12,32 milljarða dollara á sama tíma í fyrra. Innflutningssamdrátturinn var mun meiri, eða um 14%. Verð- mæti innflutnings var um 10,16 milljarðar dollara í ár, borið sam- an við 11,83 milljarða dollara á sama tíma í fyrra. Talsmaður japanska fjármála- ráðuneytisins sagði, að útflutning- ur hefði aukizt um 4,6% til Banda- ríkjanna og verið að verðmæti um 3,41 milljarður dollara, en inn- flutningur frá Bandaríkjunum dróst hins vegar saman um tæp- lega 17% og var að verðmæti um 1,86 milljarðar dollara. Útflutningur Japana til landa innan Efnahagsbandalags Evrópu dróst hins vegar saman um 12% í aprílmánuði sl., þegar verðmæti hans var 1,42 milljarðar dollara, borið saman við 1,61 milljarð doll- ara á sama tíma í fyrra. Það vekur hins vegar athygli, að útflutning- ur japanskra fyrirtækja á bílum jókst um 14% til Bandaríkjanna í aprílmánuði og var að verðmæti um 1,26 milljarðar dollara. Þá jókst útflutningur á bílum til landa innan Efnahagsbandalags Evrópu um 33% í aprílmánuði, þrátt fyrir að í báðum tilvikunum væri um að ræða ákveðin inn- flutningshöft. Samkeppni flugvéla- framleiðenda eykst — Boeing segist munu framleiða 150 sæta vél, geri Airbus það, þótt markaðurinn sé ekki tilbúinn „VEGNA hinnar hörðu samkeppni við Airbus gæti svo farið, að Boeing yrði að hefja hönnun og framleiðslu á nýrri 150 sæta vél innan tíðar, þrátt fyrir þá staðreynd, að markaðurinn er alls ekki tilbúinn að taka á móti slíkri vél strax,“ sagði talsmaður Boeing- verksmiðjanna bandarísku á fundi með blaðamönnum í vikunni. „Ef Airbus fer af stað á þessu ári munum við hefja hönnun nýrrar vélar, væntanlega í samvinnu við japanska aðila,“ sagði talsmaður- inn ennfremur. Þá kom það fram hjá talsmanni Boeing, að markaður fyrir um 150 sæta vélar á styttri vegalengdum fram til ársins 1995 væri um 1.400 vélar. Það væri auk þess ljóst, að nýjar vélar, sem yrðu markaðssett- ar, þyrftu að keppa við 3—4 vélar, sem þegar eru í framleiðslu. „Það er því ljóst, að markaðurinn er alls ekki tilbúinn að taka á móti nýjum vélum. Við getum hins vegar ekki annað en farið út í framleiðslu geri Airbus það, af samkeppnisástæð- um,“ sagði talsmaður Boeing- verksmiðjanna, sem eru stærstu flugvélaverksmiðjur heims. Airbus, sem er sameignarfyrir- tæki Breta, Frakka, Þjóðverja og Spánverja, hefur átt í viðræðum við japanska og ástralska aðila um hönnun vélar, sem tekur á bilinu 140—160 farþega. „Við teljum markaðsaðstæður vera þannig, að slík vél þurfi að vera komin á markaðinn innan 5 ára,“ sagði talsmður Airbus. Um 0,6% launahækkun í Bandaríkjunum í marz MEÐALLAUN í Bandaríkjunum hækkuðu um 0,6% í marzmánuði sl., sem er mesta mánaðarhækkun frá því í nóvember 1981, samkvæmt upplýsingum bandarískra stjórn- valda. Efnahagssérfræðingar telja þetta sterka vísbendingu um að al- menn verzlun muni fara vaxandi á næstu mánuðum. Laun hækkuðu um 14,6 milljarða dollara í marzmánuði og voru á ársgrund- .........v. velli um 2.659 milljarðar milljarða dollara. Launahækkunin í febrúarmán- uði sl. til samanburðar var um 0,1%, eða 2,6 milljarðar dollara. Þá má geta þess, að almenn neyzla jókst um 0,4% í marzmán- uði, eða nokkru minna en nemur launahækkuninni. Talsmaður stjórnvalda sagði af þessu tilefni, að gera mætti ráð fyrir um 0,4—0,5% hækkun launa í apríl og maí. Ljósm.. Andere Hensen. Árekstur á Suðurlandsvegi Allharður árekstur varð um klukkan 17 á miðvikudaginn á Suðurlandsvegi, skammt vestan Selfoss, þar sem saman rákust sendiferðabfll ur Rangárvallasýslu og rúta úr Kópavogi, sem var á ferð með skólabörn í skólaferðalagi. Ekki hlutust af nein meiðsl á fólki að sögn lögreglunnar á Selfossi, en bifreiðirnar skemmdust nokkuð, einkum sendiferðabifreiðin. Ætlar þú að sækja um lóð? Kynnið ykkur nýja möguleika til aö eignast einbýlishús á lægra verði en almennt hefur þekkst. Erum til viðtals í sýningarbústað í Skógræktarstöð Skógræktarfélagsins í Fossvogi laugardag kl. 10—17, sunnudag kl. 10—17. HÚSASMIÐJAN HF. ■ mmÆ SÚÐARVOGI 3-5, REYKJAVÍK SÍMI : 84599 Iþróttanámskeið starfrækir Glímufélagið Ármann í júní og júlí í íþróttahúsi og á svæði félagsins viö Sigtún. Kenndar og kynntar ýmsar íþróttir t.d. fimleikar, leikfimi, glíma, frjálsíþróttir, knattleikir. Kennarar fjórir. Hvert námskeiö 2 vikur og velja þátttakendur tíma kl. 9—12 eöa 13—16. Námskeiösgjald kr. 500. Systkini njóta afsláttar. Innritun í Ármannshúsinu eöa í síma 38140 fram á laugardag 28. maí kl. 10.30—12 og kl. 14—16. Nefndin. Q 9 SUMARTÍMI Athygli viöskiptavina Brunabótafélags íslands er vakin á því aö á tímabilinu frá 1. júní til 1. september nk. veröur aöalskrifstofa félagsins aö Laugavegi 103, Reykjavík, opin frá kl. 8.00—16.00 mánudag til föstudags BRUNAB ÓTAFÉ LACí í SLANDS — GAGNKVÆMT TRYGGINGARFÉLAG — Laugavegi 103, 105 Reykjavík, sími 91-26055

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.