Morgunblaðið - 28.05.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.05.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1983 35 Spjallað um útvarp og sjónvarp „Að loknum vetri í stjórn- málunum kemur sumar“ Sjónvarpið gerir knattspyrn- unni góð skil þessa ljúfu vor- daga. Laugardag fyrir hvíta- sunnu var bein útsending frá úrslitaleik ensku bikarkeppninn- ar, sýnt var beint frá Wembley- leikvanginum í Lundúnum. Manchester United og Brighton léku til úrslita sem urðu þó eng- an veginn nein úrslit þar sem liðin gerðu jafntefli 2—2 eftir framlengingu og verða að leika að nýju þar til annað hvort liðið ber sigur úr býtum og á að sjón- varpa beint til íslands frá þeirri viðureign og svo er nýbúið að sjónvarpa frá Evrópukeppni meistaraliða, úrslitaleik milli ít- ölsku meistaranna Juventus og vestur-þýsku meistaranna Ham- burger Sportverein þar sem Þjóðverjarnir unnu 1—0 í skemmtilegum leik. Sem einlæg- ur aðdáandi enska liðsins Manchester United þá vona ég að Manchesterliðið gangi þannig frá Brighton, liði sem fallið er niður í aðra deild í ensku deild- arkeppninni, að við aðdáendurn- ir getum að nýju tekið gleði okkar. Föstudagskvöldið 22. maí var umræðuþáttur í sjónvarpinu undir stjórn Guðjóns Einarsson- ar, fréttamanns. Fjallað var um stjórnarmyndunarviðræðurnar og þátttakendur voru Árni Gunnarsson, Ellert Schram, Einar K. Haraldsson og Magnús Bjarnfreðsson. Þeir spáðu í spil á hendi stjórnmálamanna og létu í ljós álit sitt á gangi mála. Umræðuþátturinn var ágætur enda þátttakendur vel að sér í stjórnmálabaráttu á íslandi. Guðjón Einarsson stjórnaði þættinum af miklu öryggi, var rólegur og yfirvegaður líkt og strangur kennari sem hefur fullt vald á verkefninu. Sjónvarpið hefur sýningar á nýjum breskum gamanmynda- flokki í fjórum þáttum „Not the Nine O’Clock News“ eða á ís- lensku „Óstaðfestar fréttir herma". Fyrsti þátturinn var sýndur laugardagskvöldið 21. maí og þar var á ferðinni skemmtilegt sprell þar sem gert var grín að frægu fólki, bresku konungsfjölskyldunni, stjórn- málamönnum, fréttamönnum og alþýða manna fékk einnig sinn skammt. Þátturinn er í fréttastíl og í svipinn man ég ekki hvað hann heitir breski skopleikarinn, dökkhærði, sem er miðaldra og er með í þessu gríni og hefur áður komið fram í breskum gam- anmyndaflokkum, sem hér hafa verið sýndir. Hann er það fynd- inn að ég man ekki eftir að hafa séð skemmtilegri fígúru síðan Chaplin, Harold Loyd og Buster Keaton voru uppá sitt besta hér fyrr á árum. Hvítasunnudag eftir hádegi var flutt dagskrá í útvarpi á ald- arfjórðungsártíð Steins Stein- arrs í samantekt Hjálmars Ólafssonar. Steinn Steinarr orti jöfnum höndum órímuð og rím- uð ljóð betur en gerist og gengur. Hann sendi frá sér fjórar ljóða- bækur og er eitt ástsælasta skáld þjóðarinnar á þessari öld. Bækur hans eru „Rauður loginn brann", kom út árið 1934, „Ljóð" 1938, „Spor í sandi" 1940, og „Ferð án fyrirheits" 1942. Herdís Þorvaldsdóttir, leikkona, las eitt ljóð úr hverri bók og einnig lásu Lárus Pálsson, Óskar Halldórs- son og skáldið sjálft nokkur ljóð, gamlar upptökur frá fyrri árum. Bergþóra Árnadóttir flutti eigin lög við ljóð eftir Stein og heill hópur söngvara lög við ljóð eftir skáldið. í heild var þessi dag- skrárliður um Stein vel gerður og minningu þessa mikla skálds sæmandi. ísfilm, fyrirtæki þeirra Ágústs Guðmundssonar, Jóns Hermannssonar og Indriða G. Þorsteinssonar hefur gert kvikmynd þar sem fetað er í fótspor dansks liðsforingja, Daníel Bruns, sem fór ríðandi suður Kjöl árið 1898 ásamt dönskum málara og íslenskum fylgdarmönnum. Kvikmyndin var sýnd í sjónvarpinu að kvöldi hvítasunnudags og heitir „Yfir Kjöl“. Myndin er fremur stutt en kvikmyndataka er sérstæð og tæknilega vel gerð. Sérstæð náttúrufegurð íslands nýtur sín vel í myndinni, en leikur í aðal- hlutverkum er ekki þannig að ástæða sé til að hrópa húrra. Á annan í hvítasunnu, mánu- dag 23. maí, var útvarpað fyrir hádegi frá guðsþjónustu í Grens- áskirkju. Örn B. Jónsson djákni predikaði. Séra Halldór Gröndal þjónaði fyrir altari og Þorvaldur Guðjón Einarsson Halldórsson stjórnaði söng og tónlist. í Háaleitishverfinu er safnaðarlíf með miklum blóma og borið uppi af ungu fólki. Séra Halldór Gröndal hefur staðið í fararbroddi þeirrar trúarvakn- ingar sem gert hefur vart við sig í Grensássókn og fengið til liðs við sig t.d. Þorvald Halldórsson og Örn B. Jónsson sem báðir eru við nám í guðfræði við Háskóla íslands. Það var mikið um fagr- an söng í guðsþjónustunni sem útvarpað var frá Grensáskirkju og ferskur vorblær yfir allri at- höfninni sem borin var uppi af ungu fólki sem hefur gert Krist að leiðtoga lífs síns. Rokkóð æska sýndi listir sínar í sjónvarpsþætti að kvöldi ann- ars í hvítasunnu. Framsýn, fyrirtæki þeirra Helgarpósts- manna Árna Þórarinssonar og Björns Vignis stóð að gerð þessa sjónvarpsþáttar frá hljómleik- um á vegum SATT, Samtaka al- þýðutónskálda, í Tónabæ í des- ember 1982. Sem gamall að- dáandi rokktónlistarinnar þá varð ég fyrir vonbrigðum með unga fólkið. Þá er nú rokkhátíð- in í Broadway meiri viðburður og þar kemur fram fólk sem kann sitt fag. Sigurður Johnnie, Steinn Steinarr Þorsteinn Eggertsson og Harald G. Haralds, svo ég nefni einhver nöfn hafa jafnvel aldrei verið betri en einmitt í dag. „Þeir eru alveg geggjaðir,“ er haft eftir einum gesti á rokkhátíðinni á Broadway. Sænsk mynd um gildi nor- rænnar samvinnu var á dagskrá sjónvarpsins skömmu fyrir dagskrárlok á þriðjudagskvöld. Rætt var við ýmsa forystumenn í norrænu samstarfi og fólk á förnum vegi. Almennt eru menn þeirrar skoðunar að samstarf Norðurlandaþjóðanna hafi verið til góðs á viðsjárverðum tímum og beri að auka það enn bæði á efnahagssviði og menningar- sviði. Svíar hafa t.d. gott af því að leita enn frekar til norrænna þjóða í samstarfi um fjölmörg mál nú þegar sovéskir kafbátar eru uppi í landsteinum og sov- éskir njósnarar kortieggja firði og strendur. Á miðvikudagskvöldum sýnir sjónvarpið myndir úr safni sínu frá liðnum árum. Fjórði þáttur sem sýndur var á miðvikudags- kvöld heitir „Til umhugsunar í óbyggðum", og er frá árinu 1980. Sjónvarpsmenn fóru ásamt Guð- mundi Jónassyni ferðaskrif- stofustjóra um Landmanna- laugar og Þórsmörk og var skemmtilegt að fylgjast með för þeirra um óbyggðir landsins um fjallvegi og ár. Það er góð hug- mynd að sýna sjónvarpsáhorf- endum myndbúta frá liðnum ár- um t.d. frá fyrstu árum sjón- varpsins þegar veröldin var í svarthvítu og enginn litur kom- inn til sögunnar. Dagskrá ríkisfjölmiðlanna um hvítasunnu var hvorki fjölbreytt eða áhugaverð og sérstaklega á það við um útvarpið. Annar í hvítasunnu var t.d. ekkert frá- brugðinn venjulegum mánudegi. Þeir voru þarna allir á sínum stað þættirnir um daginn og veg- inn, daglegt mál, lög unga fólks- ins og svo útvarp frá sinfóníu- tónleikum. Um hvítasunnuna var ekkert leikrit í útvarpi, eng- inn skemmtiþáttur og enginn dagskrárstjóri í klukkustund og ég sakna þess að útvarpið skuli ekki oftar bjóða fólki að velja efni í útvarpsþáttinn „Dagskrár- stjóri í klukkustund", því þætt- irnir hafa margir verið ágætir. í fyrsta sinn siðan sjónvarpið hóf úrsendingar var nú útsend- ing á fimmtudegi. Siðastliðinn fimmtudag var sýnt frá síðari útslitaleik Brighton og Manch- ester United í ensku bikarkeppn- inni og mikil tíðindi eru að ger- ast í stjórnmálum á íslandi og sérstakur fréttatími af því til- efni. „Rauða Gunna“ er að skilja við, afhendir lausnarbeiðnir fyrir hádegi á fimmtudag og þegar líða tekur á daginn koma nýir menn til starfa í stjórnar- ráðinu. Þjóðviljinn er strax kom- inn í ham og hótar öllu illu. Það vantar ekki slagorðin á þeim bæ. Hver tekur lengur mark á því bulli? í lok þessa spjalls óska ég nýrri ríkisstjórn velfarnaðar. Börnin hér á dagheimili ekki langt frá þar sem ég bý kalla hana „Sumarstjórnina". Að loknum vetri í stjórnmálum kemur sumar. Olafur örmsson Gagnkvæm tillitssemi adlra vegfarenda 26. maí 1968 klukkan 03.00 stöðv- aðist nær öll umferð á íslandi. Aðeins fáir útvaldir, sem til þess höfðu sérstaka heimild, var leyft að aka um þar til klukkuna vant- aði tíu mínútur í sex. Þá stöðv- aðist umferð vélknúinna öku- tækja alveg. Þennan mikla rólegheita tíma í umferðinni nýttu vinnuflokkar til að flytja til umferðarmerki, auk annars sem gera þurfti til að undirbúa það sem í vændum var. Klukkan sex að morgni 26. maí, hófst síðan hægri umferð á ís- landi, fyrst með þátttöku hinna fáu sem máttu vera á ferli um nóttina, en síðan um klukkan sjö tóku almennir borgarar að flykkjast út á göturnar. Hann byrjaði óvenju snemma sunnudagsbíltúrinn hjá mörgum þennan dag. Eins og á stórhátíð 15 ár á hægri kanti voru margir á ferli við að æfa nýja siði og beita nýjum reglum í umferðinni, og virtist einu gilda hvort þar fóru svarnir and- stæðingar H-umferðar, eða þeir sem voru breytingunni með- mæltir. Þessu fór fram allan lið- langan sunnudaginn og á mánu- dagsmorgni hélt síðan hver til sinnar vinnu án teljandi tafa. í fræðslu- og undirbúnings- starfi fyrir H-daginn var lögð mikil áhersla á að brosa í um- ferðinni, enda tókust flestir á við þetta vandasama verkefni með bros á vör. Tillitssemi ríkti manna á meðal og margt fór bet- ur en búist hafði verið við. Eitt af því ánægjulegasta við breyt- inguna yfir í hægri umferð var það að alvarlegum umferðarslys- um fækkaði verulega á árinu ’68 og fram eftir ári ’69, en því mið- ur entist aðgátin og tillitssemin ekki lengur en svo að árið 1970 hafði allt hrokkið ( sama farið aftur. Það blöskraði mörgum á sín- um tíma hve breytingin yfir í hægri umferð væri dýr. Kostn- aðurinn var að sönnu mikill, en það var líka ýmislegt sem spar- aðist. Árlega verður þjóðfélagið fyrir miklu fjárhagstjóni vegna umferðarslysa, svo ekki sé minnst á þær hSrmungar qg kvöl sem þau valda. Sl. ár kostuðu umferðarslysin okkur um 500 milljónir króna. Inn í það dæmi eru teknir kostnaðarliðir vegna sjúkrahúss- og stofnanavistar, tekjutaps og munatjóns. Hvert banaslys í umferðinni í fyrra kostaði í raun um 2 milljónir króna. Fyrir þá upphæð væri hægt að setja upp þrenn gang- brautarljós af bestu gerð. Ef gengið er út frá hliðstæðum forsendum fyrir árið 1968, má leiða að því líkur að beinn sparn- aður þá, vegna fækkunar um- ferðarslysa hafi numið um 125 milljónum króna á núvirði. Það þýðir með öðrum orðum að beinn peningahagnaður af umferð- arbreytingunni nam um 51 millj. króna, vegna þess hve alvarleg- um umferðarslysum fækkaði mikið. Á þessu ári, sem er eins og flestum mun kunnugt, Norrænt umferðaröryggisár, hefur þessi 15 ára gamla saga gjarnan verið rifjuð upp, því hún sannar að með sameiginlegu átaki er hægt að fækka umferðarslysum veru- lega á íslandi, landsmönnum öll- um til heilla. Ýmislegt hefur verið gert og verður gert á árinu til að bæta hér umferðarhætti og draga úr slysum, sem of langt mál væri að telja upp hér. En allt kostar það peninga. Heildarfjárveiting til Umferð- Kostnaður við umterðarbreytingu 1968: Bieylingar a vegaKerli bifreiðum ofl. 56.0 milljomr Fraeðsta 14.5 millionir Samtals 70.5 milliönir Reiknad til nuvltdis. 58 8 milliónir 15.2 milliónir 74.0 mllliónir ' it.‘ »• "».u, . usr"' arráðs á þessu ári er um 2,8 milljónir króna og til fræðslu- starfsemi vegna Norræna um- ferðaröryggisársins verður veitt af því um 0,8 milljónum. Ef þess- ar fjárveitingar eru bornar sam- an við þær 15,2 milljónir sem varið var til fræðslu- og upplýsingastarfs árið 1968 er e.t.v. ekki ástæða til mikillar bjartsýni, og þó. Þegar allt kem- ur til alls eru það ekki fjárveit- ingar til Umferðarráðs sem úr- slitum ráða i þessu efni. Það eru viðbrögð og vilji almennings, þín og mín, sem mestu skipta, því „vilji er allt sem þarf’. m rntam # HIBI 36 &

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.