Morgunblaðið - 28.05.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.05.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1983 37 Blandaður kór nemenda i Langarratai syngur i kvöldvöku f tilefni 30 ira afmælis Menntaskólans i Laugarvatni, undir stjórn Lofts S. Loftssonar. Réttur aldraðra Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur al- mennan félagsfund að Hótel Sögu, Súlnasal, í dag kl. 14.00. Fundarefni: 1. Réttindi aldraöra samkvæmt tryggingar- löggjöfinni. Frummælandi Magrét Thor- oddsen, deildarstjóri hjá Tryggingastofn- un ríkisins. 2. Magnús L. Sveinsson skýrir frá hugmynd- um um byggingu söluíbúöa fyrir aldraöa félagsmenn VR. Félagsmenn eru hvattir til aö mæta á fundinn og kynnast þessum þýðingarmiklu hags- munamálum aldraöra. Kaffiveitingar. Fundarstjóri: Guðmundur Jónsson. Menntaskólinn á Laugarvatni 30 ára Margrét Guömundur ÞESS var nýlega minnst á Laugarvatni, að 30 ár eru um þessar mundir liðin frá því Menntaskólinn á Laugar- vatni var stofnaður. í tilefni afmælisins, 12. aprfl, var felld niður kennsla í skólan- um og efnt til kaffisamsætis í hátíðasal skólans. Allir nem- endur og starfsfólk tóku þátt í samsætinu ásamt starfsliði og fulltrúum nemenda ann- arra skóla á staðnum, eða rúmlega 200 manns. Skólameistari, Kristinn Krist- mundsson, flutti afmælisræðu og rifjaði upp nokkra þætti úr sögu skólans, einkum frá aðdraganda að stofnun hans, og minntist þeirra brautryðjenda og elstu starfsmanna, sem komu honum á fót. Skólastjórar hinna sltólanna á staðnum fluttu ræður og færðu skólanum blómagjafir og árnaðar- óskir. Nemendur og kennarar ÍKÍ gáfu skólanum borðfána á stöng, Hvítbláinn, fána skólans. Stallari nemendafélagsins Mímis, Lárus Kr. Jónsson, flutti skólanum árn- aðaróskir nemenda. Að lokum greindi skólameistari frá tildrög- Kristinn KriaUnundsson tekur móti blómvendi frá nemendum fyrir hönd starfsfólks skólans. um þess að skólinn eignaðist við stofnun hinn bláhvíta útfararfána Einars skálds Benediktssonar og minnti á að í tengslum við þann atburð hefði fyrsti skólameistari ML, Sveinn Þórðarson, valið skól- anum kjörorð Baldvins Einarsson- ar — manngildi, þekking, atorka — og skólasönginn Til fánans eftir Einar Benediktsson. Samsætinu lauk um kl. 18 með því að allir risu úr sætum og sungu skólasönginn. Kl. 20.30 var svo haldin afmæl- iskvöldvaka í skólanum og boðið þangað öllum nemendum á Laug- arvatni og íbúum Laugardals- hrepps. Húsfyllir var á kvöldvök- unni. Meðal skemmtiatriða var upplestur úr verkum Laugar- vatnsstúdenta og „skræðunni", annálsbók skólans, frá fyrstu ár- unum. Blandaður kór nemenda söng undir stjórn Lofts S. Lofts- sonar og nokkrir nemendur léku á hljóðfæri. Kvöldvökunni lauk með spurningakeppni nemenda og kennara, sem var bæði hörð og tvísýn, en lauk með naumum sigri kennara, 36 stigum gegn 32 Vi. Á kvöldvökunni færðu nemendur starfsfólki skólans fagran blóm- vönd með ávarpi og heillaóskum. Samstarfshópar nemenda og kennara hafa annast undirbúning afmælisins og m.a. sett upp vand- aða og fjölbreytta ljósmyndasýn- ingu með myndum úr skólalífinu frá ýmsum tímum. 1 ráði og undirbúningi er að gefa út sérstakt rit í tilefni afmælisins. Nemendur Menntaskólans leika saman i gítar i afmæliskvöldvöku. .liltóbaiA rnouD xo ðiTis muilö tuJJo nibnuJaiösvji lainnuá inlori tgisM .ycb i tnias Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. m % 'raaj * v* im&lí iwfoMfe s iTÍ 00 Metsölublad á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.