Morgunblaðið - 28.05.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.05.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1983 _______________________. , \__ 39 fclk í fréttum Vill endurheimta grískar fornleifar Melina Mercouri, menningarmálaráöherra Grikklands sést hér viröa fyrir sér gríska höggmynd frá fornöld í British Museum í London í gær. Hún hefur ákaft barizt fyrir því, aö fjöldi af grískum styttum og höggmyndum frá fornöld, sem nú eru í safninu veröi fluttar aftur heim til Grikklands. Brezki lávaröurinn Elgin lét flytja þessar fornleifar frá Grikklandi til Bretlands á síöustu öld. „Glark Gable“ níunda áratug- arins + Tom Selleck heitir leikarinn, sem bandarískar konur vilja helst viröa fyrir sér á sjónvarpsskerminum. Þaö kemur fram í vikuritinu „People“, sem kannaöi máliö, en í því er Selleck einnig kallaður Clark Gable níunda áratugarins. COSPER — Það er allt að verða dýrara og dýrara, rúgbrauðið hefur hækkað um 10 aura. VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS (gtfg) Innritun fjf Innritun-í 3. og 5. bekk Verzlunarskóla islands fyrir skólaár- iö 1983—84 stendur nú yfir. Verzlunarskóli islands tekur inn nemendur af öllu landinu og úr öllum hverfum Reykjavíkur, án tillits til búsetu. Reynist ekki unnt aö taka inn alla sem sækja um skólavist, veröur höfö hliðsjón af árangri nemenda á grunnskólaprófi. Umsóknir skal senda til Verzlunarskóla Islands, Grund- arstíg 24, 101 Reykjavík. Skrifstofa skólans er opin alla virka daga kl. 9—15. Umsóknir sem ekki er unnt aö veröa viö sendast þeim skólum sem nemendur sækja um til vara. Skrifstofa skólans sendir umsóknareyöublöö sé um þaö beðið. Sími skrifstofunnar er 13550. Umsóknarfrestur er til 3. júní og skulu umsóknir þá hafa borist skrifstofu skólans, ásamt staðfestu afriti prófskír- teina. Ekki er tekiö viö óstaðfestum Ijósritum. Inntökuskilyröi í 3ja bekk Verslunardeildar er grunnskóla- próf. Inntökuskilyröi í 5. bekk Verslunardeildar er verslunarpróf. Inntökuskilyrði í Lærdómsdeild þ.e. 5. bekk Hagfræði- og Máladeildar er verslunarpróf og aðaleinkunnin 6,50. Verzlunarskóli íslands C.S. AUTOGUMMI W VÉLADEILD SAMBANDSINS HJÓLBARDAR Höfdabakka 9 Rvík S:83490 SPUNNIÐ UM STALÍN eftir MATTHÍAS JOHANNESSEN þeim rökum, sem sönnuðu, að hann væri ekki til... Mun Stóri bróðir nokkru sinni deyja? Vitanlega ekki. Hvernig ætti hann að geta dáið? ... Nei, George Orwell er þeim framandi. Samt eru þeir nánast eins og skrifaðir út úr verkum hans. Mörkin milli skáldskapar og veruleika eru afmáð. Og engin veit, hver er til og hver ekki. En Stalín brosir ofan af vegg á gamla kommúnista, sem eru pyntaðir á svo hryllilegan hátt, að þeir óska þess helzt, að þeir hefðu aldrei verið til. Játa jafnvel á sig hvaða lygi sem er, til að flokkurinn geti haldið áfram að vaxa inn í þann veruleika, sem efni standa til. Jafnvel helsærðir af pyntingum elska þeir Stóra bróður og vinna sigur á sjálfum sér, særðir á sál og líkama. í biðsölum dauðans er enginn greinarmunur gerður á hugsun og verknaði. Það er öskudagur. Svört bifreið er á leið eftir skógar- öngstræti utan við Prag. f henni sitja tveir öryggislög- reglumenn með andlit Innsta hringsins. Þeir eru með slútandi, barðastóra hatta og í þykkum frökkum með breiðum beltum. Það er snjóföl yfir öllu. Þetta eru sendi- boðar Stalíns út í náttúruna. Þennan vetur, I952, er mikið um að vera í höfuðstöðv- um alþjóðakommúnismans í Austur-Evrópu. Hreinsanir í hámarki. Nú á Stalín hægara um vik en þegar hann þurfti að hóta Krupskayu, að hann skyldi finna „aðra ekkju“ eftir Lenin, ef hún héldi sig ekki á mottunni. í aftursætinu eru tveir svartir pokar, eins og notaðir eru í víggirðingar á styrjaldartímum. Engir venjulegir öskupokar í tilefni dagsins! f þessum pokum er aska níu forystumanna kommúnista í Tékkóslóvakíu. Annar öryggislögreglumaðurinn segir: Þeir hefðu frek- ar átt að senda pokana í víggirðingar á vesturlandamær- unum. Þeir hlæja báðir. Hinn segir: Það væri mátulegt á þá, þessa svikara, að verða e.k. andlag fyrir byssukúlur auðvaldsins. Þeir skemmta sér vel yfir þessum orðaskiptum. (Aska, sagði hann. Ekki einu sinni þekkjanleg aska. Duft. Hún er ekki til. Hefur aldrei verið til. — 1984.) Þeir stöðva bílinn og ganga út. Taka sinn pokann hvor, dreifa öskunni yfir snjóinn. Osku nýbrenndra félaga þeirra; títóista, síon- ista og óvina ríkisins. Aska, salt eða sandur, hvaða máli skiptir það? Askan hylur veginn á mokkrum kafla og treðst svo niður í snjóinn. Nú verður hálkan minni, segir annar öryggislögreglu- maðurinn og hlær. Við vorum ellefu, segir hinn, en verðum aðeins tveir á bakaleiðinni. Hann lyftir hattinum. Hann er sveittur. Þetta er tals- verð raun. Að strá félögum sínum yfir snjófölið. Hann hneppir frá sér frakkanum. Hann er e.k. einkennisbúning- ur þcirra félaga. Þeir setjast aftur inn í bílinn og aka af stað til Prag. En það er ekki rétt hjá þeim, að þeir séu aðeins tveir í bílnum á bakaleiðinni. Þeir eru þrír, andi Stalíns er með þeim, hér og hvert sem þeir fara. Komm- únisti er aldrei einn, hann er alltaf tveir. Trén skjálfa í nepjunni. Niðurlút. Jafnvel þau. Samt geta þau ekki framið neinn glæp. Ekki einu sinni hugrenningaglæp. Hvergi hlýtt viðmót. Nema í ásjónu hans sem hangir uppi á vegg í aðalstöðvum öryggislögreglunnar í Prag. Nú situr hann í skrifstofu sinni í Kreml. Stjórnar brúðunum. Og setur nýjan hildarleik á svið. Læknasamsæri gyðinga. Enginn er óhultur. Þeir munu bráðna fyrir augliti mínu eins og vaxbrúður, segir hann ógnandi við Malenkov. Gulir úlfar fara á kreik í augum hans. Malenkóv skynjar hættuna. Nú á að leggja til atlögu við óvini fólksins. Hrcinsa jörðina. Enn einu sinni. Félagi guð hefur alltaf rétt fyrir sér. Andi ríkisins, lofsunginn af Hegel, en holdgaður í almáttugri persónu Stalíns. FRAMHAI.D

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.