Morgunblaðið - 28.05.1983, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 28.05.1983, Blaðsíða 48
Veist þú um einhverja H;_________góóa frétt? ringdu þá í 10100 verið örugg verslið við fagmenn! LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1983 Hækkun bíla er á bilinu 11,5—20% INNFLUTTAR vörur hækka nokkuð í verði vegna lækkunar á gengi íslenzku krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Hækkunin er þó nokkuð mismunandi, eftir því í hvaða gjaldmiðli viðskiptin fara fram, en daglega eiga sér stað verulegar hræringar milli gjaldmiðla innbyrðis. Morgunblaðið fékk þær upp- lýsingar hjá bílainnflytjendum, að hækkanir væru almennt á bil- inu 11,5—20,0%. Sem dæmi um hækkanir á bílum má nefna, að Renault 9, sem kostaði fyrir gengislækkun iiðlega 254 þúsund krónur, kostar eftir hana tæp- lega 284 þúsund krónur. Hækk- unin er um 11,5%. BMW 316 sem kostaði fyrir gengislækkun 312 þúsund krónur kostar eftir hana liðlega 353 þúsund krónur, eða hækkar um tæplega 14%. Sömu sögu er að segja af BMW 518, sem kostaði fyrir gengislækkun liðlega 364 þúsund krónur. Hann kostar eftir hana tæplega 415 þúsund krónur. Hjá SAAB-umboðinu fengust þær upplýsingar, að SAAB 900 GL, sem kostaði fyrir gengisfell- ingu tæplega 378 þúsund krónur, kostaði nú tæplega 446 þúsund krónur. Hækkunin er um 18%. SAAB 900 GLs, sem kostaði um 406 þúsund krónur, kostar nú um 481 þúsund krónur. Hjá Toyota-umboðinu fengust þær upplýsingar, að Tercel, sem kostaði 250, kosti nú um 295 þús- und krónur. Hækkunin er því um 18%. Camry, sem kostaði fyrir gengislækkunina 330 þúsund krónur, kosti nú 392 þúsund krónur. Hefur hækkað um tæp- lega 19%. Hi-Lux, sem kostaði 297 þúsund krónur, kosti nú um 349 þúsund krónur. Hækkar um 17,5%. Hjá Velti hf., sem hefur um- boð fyrir Volvo, fengust þær upplýsingar, að Volvo 240 DL, sem kostaði 376 þúsund krónur, kosti nú tæplega 447 þúsund krónur. Hækkunin er um 18,7%. Volvo 240 GL, sem kostaði 406 þúsund krónur, kostar nú liðlega 494 þúsund krónur. Hækkunin er liðlega 21%. Volvo 345 DL, sem kostaði um 300 þúsund krónur, kostar nú liðlega 355 þúsund krónur. Hækkunin er liðlega 18%. Þá fékk Mbl. þær upplýsingar, að meðalverðhækkun á litsjón- varpstækjum væri á bilinu 15—20%, en samkvæmt því hækka tæki, sem kosta um 30 þúsund krónur, í u.þ.b. 34.500—36.000 krónur. Myndseg- ulbandstæki, sem kostuðu um 35 þúsund krónur, hækka ennfrem- ur í um það bil 40—42 þúsund krónur. Útgerðin: 29% af kostnaöarhlut greidd fyrir hlutaskipti — olíugjald, niðurgreiðslur og útflutningsgjald hverfi í GÆR voru tilkynntar fyrstu ráðstafanir núverandi rfkisstjórnar í málefnum útgerðarinnar. Þessar aðgerðir komu fram í bráða- birgðalögum, sem gefín voru út ásamt fimm öðrum bráðabirgða- lögum. Helztu aðgerðir í þágu útgerðarinnar eru þessar: • Olíugjaldið, sem hefur ver- ið í gildi frá 1979, var fellt niður. • Olíuniðurgreiðslur, sem teknar voru upp um síð- ustu áramót, voru felldar niður. • Útflutningsgjald, sem notað var til að fjármagna þessar niðurgreiðslur, var fellt niður. í þess stað var ákveðið með bráðabirgðalögunum, að útgerðin fái greiddan 29% kostnaðarhlut beint áður en til hlutaskipta kemur. Þessi greiðsla á m.a. að standa undir kostnaðarauka útgerð- arinnar vegna gengislækk- unarinnar. Til viðbótar við þessar aðgerðir gera bráða- birgðalögin ráð fyrir því að bæta hlut bátasjómanna nokkuð umfram togarasjó- menn, þar sem lögin kveða á um, að 4% af þessum kostn- aðarhlut komi til skipta á bátaflotanum. Þá er enn- fremur ákvæði í bráða- birgðalögunum, sem jafnar hlut sjómanna, þannig að einu gildir fyrir þá hvort siglt er með aflann eða land- að hér heima. Sjá bráöabirgðalögin í heild á bls. 30 og 31 og frásögn af blaðamannafundi ríkisstjórnar- innar á bls. 2. Hin árlega kvennareið Hestamannafélagsins Harðar f Mosfellssveit var farin í gærkvöldi. Farið var frá hesthúsunum við Varmá sem leið liggur að Korpu. Karlmönnum er stranglega bannað að taka þátt í reið þessari, en þeir bíða eftir konunum við Korpu og hafa veitingar tilbúnar þegar þær koma á áfangastað. Er jafnan mikið fjör f kvennareið Harðar. Morgunbia«ið/Emiii* Coldwater Seafood Corporation: Afkoman fyrsta fjórðunginn betri en nokkru sinni fyrr „AFKOMA Coldwater Seafood Corporation, sölufyrirtækis SH í Bandaríkjunurn, fyrsta fjórð- ung þessa árs hefur verið mjög góð eða sú bezta í sögu fyrir- tækisins. Afkoma síðasta árs var jákvæð, en hefur oft verið betri. Þá var salan litlu meiri í dollurum en árið áður eða 197,5 milljónir eða 5,35 millj- arðar íslenzkra króna. Þá jókst sala verksmiðju framleiddra af- urða um 13%,“ sagði Þorsteinn Gíslason, framkvæmdastjóri Coldwater, í samtali við Morg- unblaðið. Þorsteinn sagði ennfremur, að ýmis langtímaundirbún- ingur fyrri ára væri nú að skila sér og kæmi það fram í áframhaldandi góðri afkomu. Helztu nýjungar á vegum fyrirtækisins væru vaxandi flutningar fersks fisks með flugvélum. Alls hefðu um 3.000 lestir verið fluttar þannig til Bandaríkjanna síð- an sá útflutningur hófst um mánaðamótin september- október 1981. Væru flutn- ingar þessir mjög vaxandi og á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, væri búið að flytja út á þennan hátt 75% meira en á sama tíma í fyrra. Aðspurður sagði Þorsteinn, að sala þorskflaka hefði dreg- izt saman frá 1980 og væri sá samdráttur í beinu hlutfalli við minnkandi framleiðslu hér heima. Á hinn bóginn hefði karfasala fyrirtækisins í Bandaríkjunum aukizt veru- lega frá 1978. Þá hefði hún verið 1.974 lestir alls, en á síðastliðnum tveimur árum hefði hún orðið meiri en 7,000 lestir. Á þessu ári hefðu þeg- ar verið seldar 3.000 lestir og miklar líkur væru á því að heildarmagnið næði 9.000 lestum á þessu ári. 12% hækkun á áfengi og tóbaki ÁFENGIS- og tóbaksverslun ríkisins verður lokuð næstkom- andi mánudag vegna hækkunar á áfengi og tóbaki, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið hefur aflað sér. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins verður um 12% hækkun að ræða á þessum vörutegundum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.