Morgunblaðið - 29.05.1983, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 29.05.1983, Qupperneq 1
80 SÍÐUR 119. tbl. 70. árg. SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins ísraelar og Sýrlendingar viðbúnir nýrri styrjöld Beirút, 28. maí. AP. “■“ Haninn er vel á verði og reis- ir kambinn þegar litla stúlk- an gengur hjá. Hann þarf þó ekkert að óttast, stúlkan hef- ur greinilega hugann við annað en hænsnaþjóðina þessa stundina. Myndin var tekin á bænum Vattarnesi við Reyðarfjörð fyrir nokkr- um dögum. Ljósm.: RAX. HERIR ísraela og Sýrlendinga voru í ýtrustu viðbragösstöðu í austurhluta Líbanons í morgun og mátti þar engu muna, að upp úr syði. Báðir aðilar höfðu sent fjölmennt herlið og öflugar skriðdrekasveitir á vettvang og út- varpið í Líbanon lýsti ástandinu svo, að það væri háskalegra og ófriðvæn- legra en nokkru sinni undanfarna 10 mánuði. Jafnframt var frá því skýrt, að ákafir bardagar hefðu að nýju brotizt út í útjaðri Beirút á milli kristinna manna og Drúsa, þar sem beitt væri bæði flugskeytum og sprengjuvörpum. Samtímis því sem öflug skrið- drekasveit Sýrlendinga fór yfir landamærin inn í Líbanon í dögun í morgun, gáfu sýrlenzk stjórnvöld út yfirlýsingu, þar sem sagði, að herflutningar þeirra nú færu að- eins fram í varnarskyni. Voru ísraelar ásakaðir um að undirbúa sig undir styrjöld undir því yfir- Svíþjóð: Flúði á tvíþekju Stokkhólmi, 28. maí. AP. LÍTILIJ, sovéskri tvíþekju af gerð- inni AN-2, var í gær lent á Gotlandi í Eystrasalti að sögn sænskra hern- aðaryfirvalda. Einn maður var í flugvélinni, lettneskur að þjóðerni. Flugvélin lenti á áttunda tím- anum í gærkvöldi en ekki er enn vitað hvaðan úr Sovétríkjunum hún kom. Hún kom ekki fram á ratsjárskermum sænska hersins og mun hafa verið flogið mjög lágt yfir sjávarmáli. Talið er víst, að Lettinn muni biðja um póli- tískt hæli í Svíþjóð. skini, að árás Sýrlendinga væri yf- irvofandi. Blaðið „Tishrin", mál- gagn sýrlenzku stjórnarinnar, sagði í morgun, að búast mætti við árás ísraela hvenær sem er, sem hygðust nú brjóta á bak aftur með vopnavaldi andstöðu Sýrlendinga við samkomulag Líbanons og fsra- els um brottflutning erlends her- liðs frá Líbanon. Moshe Arens, varnarmálaráð- herra ísraels, sagði í morgun, að her ísraels væri viðbúinn og myndi hrinda árás Sýrlendinga, sem ættu alla sök á því hættuást- andi, sem skapazt hefði. Talsmaður bandaríska utanrík- isráðuneytisins sagði í yfirlýsingu í gær, að hin aukna hervæðing Sýrlendinga í Austur-Líbanon nú fæli í sér augljósa og stórfelida ófriðarhættu fyrir botni Miðjarð- arhafsins og var skorað á Sýrlend- inga að gera allt sem í þeirra valdi stæði til þess að draga úr ófrið- arhættunni þegar í stað, því að engu mætti muna, svo að það yrði ekki um seinan, þar sem hættu- ástand það, sem nú væri komið upp á þessu svæði, gæti hvenær sem er orðið að styrjöld. Hermenn klæddir búningum nýlendutímans hleypa af framhleypingum til þess að sýna, hvernig vörnum var háttaö á nýlendutímanum í Williamsburg, sem var á sínum tíma höfuðstaður nýlendubyggðar Breta í Vesturheimi. Leiðtogafundurinn um efnahagsmál í heiminum fer fram nú um helgina í þessum forna nýlendubæ í Virginíu í Bandaríkjunum. Viðreisn efnahags- lífsins í heiminum — meginverkefni fundarins í Williamsburg William.sburg, 28. maí. AP. „FIJNDUR þessi hcfur eitt megin- markmið og það er viðreisn efnahags- lífsins í heiminum," sagði Reagan Bandaríkjaforseti við komuna til Williamsburg í Virginíu í gær, en þar átti að hefjast í dag fundur leiðtoga 7 helstu iðnríkja heims um efnahags- mál, sem standa á í þrjá daga. Fyrir utan Reagan Bandaríkja- forseta taka þátt í fundinum Marg- aret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, Pierre Trudeau, forsætis- ráðherra Kanada, Amintore Fan- fani, forsætisráðherra Ítalíu, Francois Mitterrand, forseti Frakklands, Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, Nakasone, forsætisráðherra Japans og Gaston Thorne, forseti Efnahagsbandalags- ins. Methækkun varð á gengi dollar- ans gagnvart gjaldmiðlum Frakk- lands og f talíu í gær og hefur staða dollarans gagnvart öðrum gjald- miðlum ekki verið jafn sterk í hálft ár nú daginn fyrir fundinn í Willi- amsburg. Gull lækkaði hins vegar í verði á mörkuðum í gær. „Rigningarnar eiga sér enga hliðstæðu“ Óhemju úrfelli, snjókoma til fjalla og aurskriður gera Vestur-Evrópubúum lífið leitt Kaupntannahöfn, Ixtndon og víðar, 28. maí. AP. FRÆNDUR vorir Danir munu lengi minnast vorsins á því herrans ári 1983 og það munu grannar þeirra í Vestur-Evrópu einnig gera. Astæðan er mesta rigningartíð í manna minn- um, sú mesta, sem mælst hefur í 109 ára sögu danskra veðurmælinga. „Rigningarnar hafa verið slikar, að þær eiga sér enga hliðstæðu,“ sagði danski veðurfræðingurinn Henrik Valborg en frá 1. mars til 23. maí var úrkoman 240 mm, meira en tvöföld meðalúrkoma í þessum þremur mánuðum, sem er 111 mm. Rignt hefur þrjá daga af hverjum fjórum og þótt lofthiti hafi verið nálægt meðaltali, hefur að sjálfsögðu verið kaldara vegna sólarleysisins. Þúsundir danskra bænda, eink- um á norðanverðu Jótlandi, hafa beðið stjórnvöld um aðstoð vegna ástandsins enda vex tjón þeirra í réttu hlutfalli við vatnið á ökrun- um. „Ástandið er skelfilegt. Við höfum ekki komið einu einasta sáðkorni í jörð á þeim svæðum, sem lægst liggja,“ sagði talsmaður bændasamtakanna. Ástandið í öðrum löndum í Vestur-Evrópu er litlu betra en í Danmörku. óhemju úrfelli, snjó- koma til fjalla og aurskriður hafa valdið erfiðleikum og stórtjóni í Belgíu, Frakklandi, Þýskalandi, ítaliu, Hollandi og Sviss og dauða 36 manna. í London tók að rigna 17. apríl og aðeins hefur stytt upp einn dag síðan, sl. þriðjudag. Úr- koman var 98,3 mm í aprílmánuði, hátt í þrisvar sinnum meiri en venjulega og sú mesta síðan veð- urstofan í London tók til starfa árið 1940. Breskir veðurfræðingar segja ástæðuna fyrir þessari leiðindatíð vera hæðir tvær, sem virðast hafa sest í helgan stein, önnur yfir Síb- eríu en hin yfir vestanverðu Noröur-Atlantshafi. t sameiningu veita þær vondu veðri yfir Vest- ur-Evrópu. Þulur Moskvuútvarpsins: „Sovétmenn vilja fleiri eldflaugar“ London. 28. maí. AP. ÞULUR Moskvuútvarpsins, sem sl. mánudag lagöi flokkslínuna til hlið- ar og snerist öndverður gegn innrás Sovétmanna í Afganistan, hafði þremur dögum áður sakað Sovét- stjórnina um óheiðarleika í viðræð- unum um afvopnunarmál. Kemur þetta fram í upptökum Breska ríkisútvarpsins, BBC, á fréttasend- ingum Moskvuútvarpsins á ensku. „Sovétstjórnin hefur enn einu sinni sagt, að hún sé ekki tilbúin til að vinna að raunhæfri fækkun kjarnorkuvopna í Evrópu," sagði þulurinn, Vladimir Danchev, þann 20. maí sl. en venjulegt orða- lag áróðursins er, að Sovétstjórn- in sé ávallt tilbúin til að vinna að afvopnun. Danchev sagði líka, að „Sovétmenn vilja ráða yfir fleiri eldflaugum og kjarnaoddum .. en Atlantshafsbandalagið", en opin- beri áróðurinn er, að Vesturveldin vilji hafa yfirburði yfir Sovét- menn í kjarnorkuvopnum. Síðast heyrðist til Danchevs í Moskvuútvarpinu sl. mánudag þegar hann réðst gegn innrás Sov- étmanna í Afganistan og hafði eftir leiðtogum Afgana, að þeir myndu berjast gegn henni af öll- um mætti. Að því búnu var til- kynnt, að þulinum hefðu orðið á mistök og síðan hefur ekkert af honum frést.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.