Morgunblaðið - 29.05.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.05.1983, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1983 Pompidou grínist Fundahöld forsetanna stóðu í tvo daga og árangurinn af þeim var lítill. Pompidou varð fyrir svörum fréttamanna strax eftir seinni fundinn og sagði hann m.a.: „Á fundinum var rætt um allt. Það var ekki ætlunin með þeim að taka neinar ákvarðanir, heldur ræða málin. Ég kom ekki til þessa fundar.tilað tala fyrir Evrópu. Ég er hér til að tala fyrir hönd Frakklands. Við höfum á þessum fundum fundið að mörg vandamál eru fyrir hendi. Um mörg þeirra vorum við sammála, önnur ósammála. Ég held að grín, sem ég leyfði mér að viðhafa inni á fund- inum með Nixon, spegli það, sem þessi fundur hefur verið. Ég leyfi mér að endurtaka þá litlu sögu. Ég sagði við Nixon: „Fundurinn hefur fremur verið í líkingu við það að búa til barn en að fæða það. Og getnaðurinn er venjulega miklu skemmtilegri en barnsfæðingin." Kissinger sagði um árangur fundarins. „Okkur tókst það, sem við ætluðum okkur.“ Stjórnmála- fræðingar bentu hins vegar á, að þetta bjartsýna mat á viðræðun- um stingi í stúf við þá staðreynd að fundirnir hefðu ekki leitt til þess að nokkur samningur væri gerður um tiltekin mál eftir við- ræðurnar og að þær hefðu ekki einu sinni leitt til þess að verulega miðaði áfram í átt til hugsanlegra samninga. Úr minningabók Kissingers Þó Kissinger hafi sagt um ár- angur fundarins að honum lokn- um: „Okkur tókst það sem við ætl- uðum okkur", sagði hann nokkuð annað í minningabók sinni, Years of Upheaval, sem kom út á síðasta ári. Þar segir hann svo um fund- inn í Reykjavík: „Fundur Nixons og Pompidou í Reykjavík 31. maí og 1. júní 1973 varð ekki vænlegur til árangurs." Kissinger segir einnig í minn- ingabók sinni frá fundi þeim sem Nixon, Rogers, utanríkisráðherra, og hann áttu við íslenska ráða- menn í Stjórnarráðshúsinu að kvöldi 30. maí, en þá áttu, eins og áður sagði, forsetarnir erlendu hvor í sínu lagi stuttan fund með forseta íslands, Kristjáni Eldjárn, Ólafi Jóhannessyni, forsætisráð- herra, og Einari Agústssyni, utan- ríkisráðherra. Kissinger rifjar fundinn upp á eftirfarandi hátt í minningabók sinni: „Áður en við snerum okkur að meginefni heimsóknar okkar til íslands, urðum við að hitta að máli leiðtoga þessarar harðbýlu klettaeyju, þar sem aðdáunarvert fólk, í næstum sífelldri birtu sumarsins og endalausum þunga vetrarins, heyr harða baráttu við ófrjóan jarðveginn og miskunnar- laust hafið. Samkvæmt diplómat- iskum reglum hitti Nixon Rogers, utanríkisráðherra, og ég íslensku ríkisstjórnina til að þakka forystumönnum hennar gestrisn- ina. Þeir voru kurteisir, en höfðu aðeins takmarkaðan áhuga á for- setaviðræðunum. Mestar áhyggjur höfðu þeir af yfirvofandi stríði við Breta út af þorski. Umræðuefnið var stækkun landheiginnar. Islendingar töldu sig eina hafa rétt á fiskveiðum á hafinu milli eyjarinnar og Bret- iands, það var nauðsyn á svæðinu til varnar og til að hafa aðgang að neðansjávarauðlindum. Til að hafa sitt fram, hver svo sem lögleg staða þess var, hótaði þetta litla land að loka NATO-flugvallar- starfseminni á eynni, og ef nauð- synlegt þótti, að fara í stríð við Bretland. íslensk varðskip höfðu þegar ráðist á breskan togara og breskt herskip, en með kunnáttu- samlegri notkun varðskipanna bættu þeir að nokkru upp skort sinn á stríðsbúnaði. íslensku ráð- herrarnir höfðu í frammi beinar hótanir um hernaðarlegar fram- kvæmdir, og Nixon og Rogers hvöttu þá til að bíða með endan- legar ákvarðanir þess efnis. Kissinger undraðist Og þarna sat ég yfir mig undr- andi. Hérna var eyja þar sem lifðu 200.000 manns sem hótuðu því að fara í stríð við 50 milljón manna heimsveldi, út af þorski, og hérna var stórveldi sem taldi það nauð- synlegt að a) láta skoðun sína í ljós og b) að halda aftur af, ekki þeim sterkari, heldur þeim veik- ari. Nixon og Rogers reyndu að hafa sefandi áhrif á meðan ís- lensku ráðherrarnir héldu því stöðugt fram, sem á fyrri tímum hefði virst vera sjálfsmorð. Upp í huga mér kom setning, sem Bis- mark hafði sagt meira en öld áður, hinir veikari halda styrk sínum með óskammfeilni og hinir sterkari verða veikari með því að hika. Þessi litla samkoma í Stjórnarráðshúsinu í Reykjavík — biðjandi stórveldið og litla óstýri- láta landið, sem hótaði að fara í stríð við þjóð sem var 250 sinnum stærri en hún sjálf og segja sig úr NATO (og fórna þannig vörnum landins) — sagði heilmikið um heim samtímans og þá kúgun, sem hinir veikari geta lagt á hann.“ Það hafðist sem sagt lítið upp úr fundum þeirra Nixons og Pompidous í Reykjavík. Pompidou þjáðist af veikindum, sem stuttu eftir fundinn áttu eftir að leiða hann til dauða og Nixon var flækt- ur inn í eitthvert mesta hneyksli stjórnmálanna i Bandaríkjunum, sem endaði með því að hann sagði af sér, fyrsti forsetinn í Ameríku til að gera slíkt. En hvað sem því líður, voru þeir góðir gestir hér á landi svo langt norður í Atlantshafi, og þeir komu íslandi í sviðsljós heimsfrétta, sem svo oft áður hefur leikið um okkur. — ai. Nixon og Pompidou hittu, hvor í sínu lagi, forseta íslands, dr. Kristján Eldjárn, Ólaf Jóhannesson þáverandi forsætisráðherra og Einar Ágústsson þáverandi utanrikisráðherra, í Stjórnarráðshúsinu. Hér má sjá Nixon á fundi með íslensku ráðamönnunum. Til sölu Húseignin Frakkastíg 13 ásamt eignarlóö er til sölu, ef viöunandi tilboð fæst. Stærö ca. 3x50 fm og 100 fm lagerpláss eöa fyrir léttan iönaö. Allar upplýsingar gefur Ólafur E. Ólafsson, skrif- stofusími 10590 heima 79797. VJterkurog k-J hagkvæmur auglýsingamióill! . Blaóburöarfólk óskast! - ~ - ■ i ■1 - Austurbær Kópavogur Laugavegur 101 — 171 Skjólbraut Skjólbraut Lindargata lægri tölur Lindargata hærri tölur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.