Morgunblaðið - 29.05.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.05.1983, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1983 Plmrgmi Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 210 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 18 kr. eintakiö. Léttir og kvíði Rey kj a víkurbréf Blaðamenn Morgunblaðsins fóru um Reykjavík í fyrra- dag og spurðu fólk á förnum vegi um álit þess á ríkisstjórninni. Svörin birtust í blaðinu í gær. í þeim felst siður en svo illska í garð stjórnarinnar. „Það er tími til kominn að gera eitthvað, og ég held að allir íslendingar verði að vera ábyrgir. Ég hef þó dálitlar áhyggjur gagnvart láglaunafólk- inu og kvíði næstu misserum fyrir þess hönd. En einhverjir verða að stjórna," sagði Helgi Þórðarson, starfsmaður við Reykjavíkurhöfn. Má taka Helga sem dæmigerðan fulltrúa við- mælenda Morgunblaðsins. Hin samhljóða niðurstaða viðmæl- endanna vekur athygli og í ríkis- fjölmiðlunum í gærkvöldi komu fram svipuð viðhorf þegar frétta- menn þeirra í Reykjavík, á Akur- eyri og á Egilsstöðum leituðu álits almennings á ríkisstjórn- inni. Auðvitað eru ekki allir á einu máli, skárra væri það í lýð- ræðisþjóðfélagi, en sú skoðun er greinilega yfirgnæfandi að gefa eigi ríkisstjórninni færi á að reyna sig. Viðbrögðin staðfesta þá skoðun, að í kosningunum voru menn ekki að kjósa fram- hald óðaverðbólgu og stjórnleys- is. Öllum er ljóst að taka verður til hendi. Meginforsenda þess að ríkis- stjórninni heppnist áform sín er að henni takist að laða allan al- menning til fylgis við þau. Stjórnarandstöðunni er þessi staðreynd ljós og þess vegna legg- ur hún höfuðkapp á að gera ráðstafanir stjórnarinnar sem tortryggilegastar með því að draga upp dökka mynd af hag manna þegar fram líða stundir. Verkalýðsforystan hefur skipað sér í fylkingu með stjórnarand- stöðunni og kveður nú við annan tón hjá talsmönnum hennar en undanfarin misseri. Með hliðsjón af þröngum pólitískum hagsmun- um er tiltölulega auðvelt að setja sig í spor stjórnarandstöðunnar. Þeir sem hana skipa treystu sér ekki til þess i stjórnarmyndun- arviðræðunum að takast á við vandann með jafn róttækum hætti og stjórnarflokkarnir. Vinstri flokkarnir heltust úr lest- inni hver á eftir öðrum og sögu- legust var uppgjöf Alþýðuflokks- ins. Forystumönnum allra stjórn- málaflokkanna hafa verið kynnt- ar hinar kvíðvænlegu efnahags- legu staðreyndir og með hliðsjón af þeim er auðvelt að draga þá ályktun að vinstri verðbólguveisl- unni hljóti að ljúka. Foringjar þeirra flokka sem treystu sér ekki til að takast á við vandann reyna nú að skýra ástæðurnar fyrir uppgjöf sinni. Um afstððu verkalýðshreyf- ingarinnar gegnir allt öðru máli en stjórnarandstöðuflokkanna. Forystumenn hennar verða að taka mið af öðru en flokkspóli- tiskum hagsmunum. Fyrir þá skiptir miklu að ekki skapist djúp á milli málflutnings forystunnar og afstöðu félagsmannanna. Hin harða stjórnarandstaða sem fram kemur í ummælum verka- lýðsforingja er í hróplegri and- stöðu við hugmyndir almennings ef marka má fyrstu viðbrögð fólks á förnum vegi sem áður eru rakin. Ýmsir munu vafalaust draga þá ályktun af stóryrtum yfirlýsingum verkalýðsforingja, að það sé greinilega þjóðarbúinu fyrir bestu að samningsréttur um kaup og kjör sé afnuminn. Ekki er heppilegt að almenningsálit þróist á þann veg. Þar með minnkar stuðningur við þá grundvallarskoðun að ríkisvaldið eigi ekki að hafa bein afskipti af kj ar asam n i ngu m. Samhliða því sem stefnt er að efnahagslegu jafnvægi innan þeirra marka sem þjóðartekjur setja er nauðsynlegt að skapa hóflegt jafnvægi í yfirlýsingum þeirra sem gera kröfu til þess að móta viðhorf almennings. Það er jafn óskynsamlegt eins og málum er komið að lofa gulli og grænum skógum og magna upp þann kvíða sem óhjákvæmilega býr um sig vegna fyrirsjáanlegra þrenginga. Frelsi fyrir Sakharov óbelsverðlaunahafinn Andrei Sakharov hefur ver- ið tákn þeirra manna í Sovétríkj- unum sem sætta sig ekki við ofríkisstjórn kommúnismans. Hann hefur ekki látið Kreml- verja þagga niður í sér og með aðstoð konu sinnar Yelenu komið þeim boðum vestur yfir járntjald að vegna hjartabilunar óski þau hjón eftir að fá að flytjast á brott frá Sovétríkjunum. Norska ríkis- stjórnin hefur boðið Sakharov að setjast að í Noregi og Svenn Stray, utanríkisráðherra, hefur meðal annars sent Andrei Grom- yko, utanríkisráðherra Sovétríkj- anna, tilmæli um að hann beiti áhrifum sínum til að Sakharov fái frelsi. fhlutun norsku ríkisstjórnar- innar byggist á mannúðarsjón- armiðum. Um það verður ekki deilt að ofsóknir sovésku örygg- islögreglunnar hafa stuðlað að heilsuleysi Sakharovs og þreng- ingarnar eru beinlínis orðnar honum lífshættulegar. Kreml- verjar sýna engu að síður hina venjulegu þvermóðsku sem stangast á við grundvallaratriði yfirlýsinga sem þeir hafa staðfest með hátíðlegri undirskrift sinni eins og Helsinki-samþykktina frá 1975. Ekkert bendir til þess að valda- taka Yuri Andropovs, fyrrum yf- irmanns KGB, breyti samskipt- um austurs og vesturs á betri veg. Ofsóknirnar í garð Sakharovs eru því til staðfestingar i mannrétt- indamálum. Nýjustu yfirlýsingar Sovétmanna um að fleiri kjarn- orkueldflaugum verði beint gegn ríkjum Vestur-Evrópu sýna að á hernaðarsviðinu ætla Kremlverj- ar að halda áfram að hóta öllu illu. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Stjórnar- myndunin Nú, þegar ný ríkisstjórn hefur tekið við, er auðveldara að sjá at- burðarás síðustu vikna í skýru ljósi. Aö kosningum loknum var sýnt, að engin þingræðisstjórn yrði mynduð án Sjálfstæðisflokks- ins. Hans var að meta kostina, sem fyrir lágu. Samstarf við Alþýðubandalagið kom ekki til greina. Aðstæður nú voru allt aðrar en 1979, þegar hvatt var til slíks samstarfs hér á síðum Morgunblaðsins. Á síðustu þremur árum hefur Alþýðubanda- lagið fest sig í afstöðu til veiga- mikilla mála, sem óhugsandi var, að Sjálfstæðisflokkurinn gæti léð máls á. Þar er átt við deilumálin við Svissneska álfélagið og upp- byggingu orkufreks iðnaðar yfir- leitt, svo og flugstöðvarmálið. Stóriðjan mun skipta sköpum um efnahagslega framtíð þjóðarinnar á næstu áratugum og málamiðlun við Alþýðubandalagið á þeim vettvangi kom ekki til greina. Málamiðlun um flugstöðvarbygg- ingu var líka útilokuð. Þegar af þessum ástæðum gat ekki komið til samstarfs milli þessara tveggja flokka. Hugsunin á bak við sam- vinnu þeirra í milli hefur alltaf verið sú, að þar kæmu saman þeir tveir flokkar, sem mest ítök hefðu í atvinnulífi þjóðarinnar. Sjálf- stæðisflokkurinn bæði hjá atvinnuvegunum og í verkalýðs- hreyfingunni, en Alþýðubandalag- ið í verkalýðssamtökunum. Með því að beita þessum áhrif- um gætu þessir flokkar sameigin- lega náð því marki að losa þjóðina úr viðjum verðbólgunnar. En einnig á þessu sviði er vafamál, hvort Alþýðubandalagið hefði að þessu sinni getaö staðið við sitt. Ástæðan er sú, að á síðustu fjór- um árum hefur Alþýðubandalagið gengið svo mjög á innistæðu sína hjá verkalýðshreyfingunni, ef svo má að orði komast, að spyrja má, hvort þar sé nokkuð eftir, m.ö.o. að alþýðubandalagsmenn hefðu einfaldlega ekki haft mátt til þess eftir feril síðustu fjögurra ára að tryggja stuðning verkalýðssam- takanna við slíka ríkisstjórn. Tækifæri alþýðubandalags- manna til þess að ná samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn var í desem- ber 1979. Þeir kusu að hafna því, en reyna í þess stað að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn. Það mistókst, en sjálfir sitja þeir uppi með versta viðskilnað ríkisstjórnar á Islandi í hálfa öld. Af þessum ástæðum var von- laust að reyna myndun nýsköpun- arstjórnar eða ræða við kommún- ista um stjórnarsamstarf hvað þá þegar formanni Alþýðubandalags- ins var falin stjórnarmyndun, sem var ekkert annað en tímasóun, eins og Morgunblaðið benti strax á. Þeir sem hafa gagnrýnt þessa afstöðu Morgunblaðsins ættu að líta í eigin barm. Sú ríkisstjórn, sem sjálfsagt hefur verið mestur stuðningur við innan Sjálfstæðisflokksins í upp- hafi, var samstjórn með Alþýðu- flokki og Bandalagi jafnaðar- manna. Könnun á slíku stjórnar- samstarfi hófst hálfum mánuði of seint. Ástæðan fyrir því var ekki viljaleysi sjálfstæðismanna, held- ur sú afstaða Alþýðuflokksins fyrst eftir kosningar, að samstarf við Vilmund Gylfason kæmi ekki til greina. Hugmyndir alþýðu- flokksmanna þá um samstarf við kvennalistann voru óraunhæfar. Þegar alþýðuflokksmenn sáu fram á samstjórn Sjálfstæðisflokks og Laugardagur 28. maí Framsóknarflokks vildu þeir hins vegar kanna möguleika á sam- starfi við Vilmund. Þá var það of seint, en jafnframt höfðu vaknað miklar efasemdir í þingflokki Sjálfstæðisflokksins um, að slikt þriggja flokka samstarf yrði á nægilega traustum grunni byggt. Innan Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins var sterkur vilji fyrir því að hafa Alþýðu- flokkinn með í samstarfi þeirra. í ljós kom hins vegar, að innviðir Álþýðuflokksins eru of veikir. Inn- an flokksins er öflugur hópur, sem barðist gegn hvers konar stjórn- arsamstarfi af hálfu Alþýðu- flokksins í von um, að með því gætu þeir knúið fram nýjar kosn- ingar sem fyrst. Þarna voru m.a. á ferðinni fallnir þingmenn, sem vilja ná kjöri á ný. Þegar til kom, hafði þingflokkur Alþýðuflokksins ekki styrk til þess að leiða Alþýðu- flokkinn inn í þriggja flokka sam- starf með Framsóknarflokki og Sj álf stæðisflokki. Þegar hér var komið sögu, var enginn kostur eftir annar en sam- starf Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks. Það tók þingflokk Sjálfstæðisflokksins þrjár vikur að sætta sig við þá tilhugsun. Það mun taka almenna flokksmenn lengri tíma. En mikilvægt er, að Sjálfstæðisflokkurinn komi sér ekki upp sams konar minnimátt- arkennd gagnvart samstarfi við Framsóknarflokkinn vegna kosn- ingaúrslitanna 1978, eins og Al- þýðuflokkurinn situr enn uppi með gagnvart samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn vegna kosn- ingaúrslitanna 1971, sem stöfuðu af stofnun Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, en voru ekki af- leiðing Viðreisnarsamstarfsins í 13 ár. Enginn einn maður átti meiri þátt í myndun þessarar ríkis- stjórnar en Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Það var mun erfiðara verk að leiða þingflokk Sjálfstæðisflokksins til samstarfs í þessari ríkisstjórn en þingflokk Framsóknarflokksins. Þetta tókst Geir Hallgrímssyni á sviptingasömu þriggja vikna tímabili. Það má því segja, að hann hafi myndað þessa ríkis- stjórn fyrir Steingrím Her- mannsson. Stjórnar- forystan Það er alltaf álitamál fyrir stjórnmálaflokk hvernig standa á að skiptingu ráðuneyta i samstarfi við annan flokk. Þetta á ekki sízt við um Sjálfstæðisflokkinn, sem yfirleitt hefur mikla yfirburði í þingstyrk og almannafylgi gagn- vart samstarfsflokkum í ríkis- stjóm. Þegar samstjórn Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks var mynduð 1950, varð það samkomu- lag milli flokkanna, að hvorugur flokksformanna tæki við embætti forsætisráðherra, heldur einn af þingmönnum Framsóknarflokks- ins. Þegar sömu flokkar gengu til samstarfs á ný 1953 varð ólafur Thors forsætisráðherra, en Her- mann Jónasson kaus að standa utan stjórnarinnar og sneri sér að því að undirbúa nýja vinstri stjórn. Ekkert álitamál var, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði á hendi stjórnarforystu á Viðreisn- arárunum. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ f alþingiskosningunum 1974 vann Sjálfstæðisflokkurinn stór- sigur. í kjölfar þeirra var mynduð samstjórn Sjálfstæðisflokks og Fram3Óknarflokks undir forsæti Geirs Hallgrímssonar. Það voru rökrétt úrslit þeirra kosninga. Sjálfstæðisflokkurinn hafði fengið umboð þjóðarinnar til þess að leiða útfærslu í 200 mílur, eyða óvissu í varnarmálum og taka upp baráttu við óðaverðbólguna, sem vinstri stjórn ólafs Jóhannesson- ar hafði hleypt af stað. Framsókn- arflokkurinn hafði verið í forystu fyrir misheppnaðri ríkisstjórn. Þá brá svo við, að allmargir þing- menn Sjálfstæðisflokksins töldu eðlilegra, að Framsóknarflokkur- inn héldi stjórnarforystu áfram. Þetta var auðvitað óeðlilegt með öllu og varð ekki, en var árum saman notað í því innanflokks- stríði, sem í hönd fór innan Sjálf- stæðisflokksins. Sumarið 1978 var Sjálfstæðis- flokkurinn hins vegar reiðubúinn til að ganga til nýs Viðreisnar- samstarfs við Álþýðuflokkinn undir forystu Alþýðuflokksins. Þá hafði Sjálfstæðisflokkurinn tapað miklu í kosningunum en Alþýðu- flokkurinn unnið stórsigur. Þess vegna var eðlilegt, að hann hefði með höndum forystu í slíkri stjórn. Alþýðuflokksmenn völdu þann kostinn að ganga inn í vinstri stjórn með alkunnum af- leiðingum. í þingkosningunum í apríl sl. varð Framsóknarflokkurinn fyrir miklu áfalli og missti þrjá þing- menn. I raun og veru tapaði hann mest í kosningunum vegna þess, að tap Alþýðuflokksins stafaði m.a. af djúpstæðum klofningi í flokknum með stofnun Bandalags jafnaðarmanna. Til viðbótar við þetta mikla áfall í kosningunum kemur Framsóknarflokkurinn út úr fráfarandi ríkisstjórn með ábyrgð á viðskilnaði, sem Þórar- inn Þórarinsson lýsir svo í forystugrein í Tímanum í gær, föstudag: „Síðustu 50 árin hefur ríkisstjórn ekki komið til valda undir erfiðari kringumstæð- um ...“ Enn má nefna, að Fram- sóknarflokkurinn hefur setið í öll- um ríkisstjórnum, nema einni i nokkra mánuði, frá miðju sumri 1971. Enginn flokkur ber jafn mikla ábyrgð á óförum okkar í efnahagsmálum þessi tólf ár og Framsóknarflokkurinn. Þegar þessi forsaga er höfð í huga, þarf engan að undra, þótt mönnum komi einkennilega fyrir sjónir sú ákvörðun þingflokks Sjálfstæðisflokksins, að ganga til stjórnarsamstarfs undir forystu Framsóknarflokksins. Vilji sjálfstæðismanna var sá, að Sjálfstæðisflokkur hefði fimm ráðherra og Framsóknarflokkur fjóra og forsætisráðherraembætt- ið yrði í höndum sjálfstæð- ismanns. Þetta var eðlilegt, svo og það að fækka ráðherrum um einn, með hliðsjón af þeim sparnaðar- ráðstöfunum, sem þessi ríkis- stjórn mun beita sér fyrir. Þessu hafnaði Framsóknarflokkurinn. í þess stað bauð hann þingflokki Sjálfstæðisflokksins að velja á milli tveggja kosta: fimm ráðherr- ar yrðu frá hvorum aðila og stjórnarforystan á hendi sjálf- stæðismanna, eða sex ráðherrar frá Sjálfstæðisflokki og fjórir frá Framsóknarflokki en forsætis- ráðherra úr röðum framsóknar- manna. I báðum tilvikum yrði Sjálfstæðisflokkur með 8 ráðu- neyti en Framsóknarflokkur fimm. í atkvæðagreiðslu um þessa kosti innan þingflokks sjálfstæð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.