Morgunblaðið - 29.05.1983, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.05.1983, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1983 Rœtt við Þorkel Bjarnason hrossarœktarráðunaut um starfsemi Stóðhestastöðvar Búnaðarfélagsins, sem starfað hefur í 10 ár um þessar mundir Nú um helgina verður haldin sýning á stóðhestum Stóð- hestastöðvar Búnaðarfélags íslands í Gunnarsholti á Rang- árvöllum, en þar eru í vetur tæplega fimmtíu stóðhestar á fóðrum. Blaðamaður og Ijósmyndari Morgunblaðsins voru á ferð í Gunnarsholti í vikunni og fengu að skoða hesta Stóð- hestastöðvarinnar, þar sem þeir Þorkell Bjarnason hrossa- ræktarráöunautur og fleiri úr stjórn stöðvarinnar voru að dæma hestana. Folöld tekin í stöðina Þorkell Bjarnason sagði algeng- ast, að tekin væru folöld í Stóð- hestastöðina, og þau síðan alin þar upp til fimm vetra aldurs. — Þó kæmi fyrir að veturgamlir eða tveggja vetra folar væru teknir inn. „Stóðhestastöðin áskilur sér rétt til að hafa hestana hér til fimm vetra aldurs," sagði Þorkell, „en þá á að vera búið að temja þá nokkuð í tvo vetur og alla jafna er talið að þá sjáist vel hvað í hestin- um býr.“ Flesta folana í Stóðhestastöð- inni eiga hestamenn og hrossa- ræktendur víðs vegar að af land- inu, en af þeim tæplega fimmtíu hestum, sem nú eru í Gunnars- holti á stöðin þó sjálf tólf. Meðal þeirra eru elstu hestar stöðvarinn- ar, þeir Glaður 852 frá Reykjum, Hrani frá Hrafnkelsstöðum og Ýmir 951 frá Ystabæli. Þorkell var spurður hver tilgangurinn væri með því að halda svo fullorðnum hestum í eigu Stóðhestastöðvar- innar, og svaraði hann því til að helsta ástæðan væri sú að hest- arnir hefðu ekki selst einstakling- um eða hrossaræktarsamböndum. Það þýddi þó ekki, að um slaka einstaklinga væri að ræða, þeir væru vel ættaðir, ágætlega byggð- ir og hæfileikamiklir hestar. Til- viljun réði því á hinn bóginn hvaða hestar seldust og hverjir ekki, en ágætt væri að ýmsu leyti fyrir Stóðhestastöðina að eiga þessa hesta og geta boðið þá til leigu, í stað þess að hafa aðeins kornunga fola til útleigu. Þorkell Bjarnason mælir einn stóðhestanna hátt og lágt, Kolskegg frá KvíarhóU í Ölfusi. Gísli Gíslason heldur rið hestinn. Kolskeggur er harðskyldleikaræktaður hestur út af Herði 591 frá Kolkuósi. Móðir Kolskeggs er gæðings- hryssan Kolfinna frá Kröggólfsstöðum (undan Herði 591) sem stóð efst hryssa á fjórðungsmóti á Hellu 1981. Faðir hestsins er Örn frá Kröggólfsstöðum, undan Herði 591. Tamningamenn og stjórnarmenn Stóðhestastöðvarinnar á fóðurgangi hesthússins í Gunnarsholti. Talið frá vinstri: Gísli Gíslason, tamningamaður, Páll B. Pálsson, forstöðumaður stöðvarinnar, Þorgeir Sveinsson, Þorkell Bjarnason og Leifur Jóhannesson. Myndirnar tók Kristján E. Einarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.