Morgunblaðið - 29.05.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.05.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1983 35 Útskrifaðir fimm vetra Sem fyrr segir, áskilur Stóð- hestastöðin sér rétt til að hafa fol- ana til fimm vetra aldurs. Sumar- ið sem þeir verða fimm vetra eru þeir leigðir út í síðasta skipti á vegum stöðvarinnar, en um haust- ið taka eigendur þeirra aftur við þeim. Frá því hestarnir koma inn á stöðina sem folöld eða veturgaml- ir folar, ganga þeir í gegnum ýms- ar skoðanir og prófanir, sem ýmist dæma þá óhæfa til undaneldis, eða þá að þeir útskrifast fimm vetra með meðmæli hrossaræktarráðu- nauts og stjórnar Stóðhestastöðv- arinnar. Fimm vetra fara þeir frá stöðinni, og hafa þá verið ættbók- arfærðir, nái þeir lágmarksein- kunninni 7,75 fyrir byggingu og hæfileika. — Einkunnina 8,00 þarf á hinn bóginn til að ná 1. verð- launum. Margt getur orðið til að „fella“ folana á leið þeirra um Stóðhesta- stöðina, að sögn Þorkels. Hestarn- ir eru dæmdir úr leik á öllum ald- ursstigum, sumir þegar á fyrsta vetri. Það sem einkum verður fol- unum að falli er smæð þeirra, stirt geðslag, lök bygging eða hæfi- leikaskortur í gangi, sem þá kem- ur fram við tamningu. Daginn sem Morgunblaðsmenn fylgdust með störfum í Stóðhestastöðinni var hestur dæmdur úr leik vegna slakrar afturbyggingar, hann gekk of gleiður, lendin var ekki nægilega vel sköpuð og hann var greinilega snúinn á vinstri aftur- fæti. Annar hafði fallið í þá ógæfu að sýna hryssum þeim er hann átti að annast síðastliðið sumar fullkomið afskiptaleysi, og þegar við bættist að hæfileikar hans virtust ekki óumdeildir, var hann dæmdur til að vanast í vor. Þenn- an sama dag var sóttur af eiganda sínum í stöðina veturgamall foli, sem greinilega var of smár miðað við þær kröfur, sem nú eru gerðar til stærðar íslenska hestsins. — Annar foli veturgamall beið á stöðinni eftir því að verða fluttur til síns heima, vegna erfiðs lund- arfars, sem nánast er frágangssök þegar um kynbótahesta er að ræða. Þannig mætti lengi telja; eins- konar hreinsunareldur Stóðhesta- stöðvarinnar á árlega að grisja úr þá hesta, sem ekki er mælt með til undaneldis, og nýir folar koma þá í þeirra stað. Hestarnir, sem á þennan hátt eru sendir aftur til síns heima eru flestir geltir, en þó kemur fyrir að eigendur þeirra reyna að hafa þá óvanaða áfram, í von um að geta selt þá síðar eða að þeir nái sér á strik er þeir eldist. Alla jafna eru hestarnir þó úr leik sem kynbótahestar eftir að hafa fallið á prófum Stóðhestastöðvar- innar. Ætt og útlit Þorkell Bjarnason sagði einkum tvennt haft í huga, þegar folöld eða ungfolar eru valdir í Stóð- hestastöðina. í fyrsta lagi væri tekið mið af ætt hestsins í föður- og móðurætt, og í öðru lagi skipti útlit folans miklu, stærð og sköpu- lag, allt yfirbragð og einstaka lík- amshlutar, fætur og fleira. „Við teljum að hrossaræktin hér á landi sé það langt á veg komin," sagði Þorkell, „að ætterni hest- anna skipti miklu máli. — Ættsmáir hestar eru þó engan veginn útilokaðir, því vissulega geta komið fram gæðingshestar þó ekki eigi þeir til verðlaunahesta að telja. En sé litið á hestamannamót undanfarin ár, sem og kynbóta- sýningar, þá kemur greinilega í ljós að þeir hestar sem efstir standa, eru undantekningarlítið komnir út af kunnum kynbóta- hrossum." Þorkell sagði hestana valda með tilliti til ágætis þeirra hvers um sig, ekki hefði verið farin sú leið að hafa jafnvægi milli landshluta, ættstofna eða afkvæma einstakra stóðhesta, val hestanna færi mest eftir framboði hverju sinni. Nú eru í Stóðhestastöðinni folar úr öllum áttum, en flesta syni þar á Hrafn 802 frá Holtsmúla í Skaga- Fjórir atódhesUr uadan Hrtfni 802 fri Holtsmúla, allir fæddir 1979 og aldir upp í Stóðhestastöðinni. Talið frá vinstri: Snældu-Blesi fri Árgerði, Viðar fri Viðvík, Adam fri Meðalfelli og Blakkur fri Reykjum. Tamningamennirnir Pill B. Pilsson og Gísli Gíslason sýna tvo af folunum í Stóðhestastöðinni í Gunnarsholti. firði. Undan honum eru átta folar í stöðinni, og sonarsonur að auki hinn níundi. „Slíkt er varla óeðli- legt,“ sagði Þorkell, „því Hrafn telst nú landsins besti stóðhestur, fékk fyrstu heiðursverðlaun á landsmóti hestamanna á Vind- heimamelum í Skagafirði sumarið 1982.“ — Um ættir stóðhestanna vísast að öðru leyti til upptaln- ingar á hestum Stóðhestastöðvar- innar, sem hér er birt. Hrossaræktin að mestu í höndum bænda í Stóðhestastöð Búnaðarfélags- ins eru nú að jafnaði um fimmtíu hestar eins og áður er rakið. Þor- kell sagði erfitt að segja til um, hve stór hluti þetta væri af þeim stóðhestum sem nú eru í uppeldi víðs vegar um landið. Nær lagi væri að segja stóðhestana tíu sinnum fleiri en helmingi fleiri, og hrossaræktina í landinu sagði hann að mestu leyti vera í höndum bænda. Bændur ættu flestar hryssurnar, sem og stóðhestana ásamt hrossaræktarsamböndun- um. Hin mikla fjölgun hrossa í þéttbýli hefur því ekki leitt til þess að þar leggi menn stund á hrossarækt í stórum stíl, heldur kaupi hesta sína frá bændum eins og verið hefur. Ýmsar ástæður sagði Þorkell liggja að baki því, að menn vildu koma hestum sínum í Stóðhesta- stöðina. Oft væri erfitt fyrir menn að halda stóðhesta heima, og því léttir að því að koma þeim fyrir á stöðinni fyrstu árin, meðan séð er hvað í þeim býr. Eins sagði Þor- kell greinilegt að menn teldu það góðan kost að koma folum sínum í stöðina, þar sem þeir fengju besta uppeldi sem völ væri á og góða tamningu. Á nýliðnum vetri kost- aði 15 krónur á dag að hafa hest í Stóðhestastöðinni. Það lætur nærri að dugi fyrir fóðurkostnaði einum, en ekki fyrir húsaleigu eða tamningu. Þennan kostnað bera eigendur folanna, og Stóðhesta- stöðin tekur síðan í sinn hlut leigugjald af folunum á sumrin. Leigugjald fyrir elstu hesta er í sumar tæpar sjö þúsund krónur auk flutningskostnaðar og er gjaldið þeim mun lægra sem fjær dregur stöðinni, því flutningur bætist við greiddur af leigutaka. Góð eftirspurn er eftir folum stöðvarinnar; í fyrra voru allir hestarnir, tveggja vetra og eldri, SJÁ NÆSTU SÍÐU Stóðhestar, sem leigðir verða vorið 1983 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 23. 24. 25. 26. 27. 28. 29. 30. 31. 32. 33. 34. 35. 36. 37. 38. Glaöur 852, Reykjum, jarpur '72 Hrani Hrafnkelsst., jarpur '76 Ýmir 951, Ystabæli, grár '76 Torfi, Torfastöðum, jarpur '78 Hólmi 959, Stykkishl., grábles. '78 Geisli, Gamlahrauni, rauöbles. '78 Viöar, Viövík, brúntvístj. '79 Snældu-blesi, Árgeröi, rauöbles. '79 Sveinn Norödal, Sveinat., leirljós '79 Hrólfur, Laugarvatni, jarpur '79 Hjörvar, Reykjavík, brúnn '79 Adam, Meðalfelli, brúnn '79 Þrándur, Brunnum, jarpur '79 Flugar, Torfastööum, brúnn '79 Blakkur, Reykjum, brúnn '79 Skuggi, Bjarnast., brúnn '79 Gustur, Stykkish., brúnn '80 Þristur, Stóra-Hofi, rauöstj. '80 Goði, Stóra-Hofi, rauötvístj. '80 Svipur, Stóra-Hofi, rauöur '80 Hraunar, Sauöárkr., bleikál. '80 Riddari, S-Skörðugili, bleikál. '80 Hrókur, S-Sköröug., brúnn '80 Skuggi, Lambleiksst., brúnn '80 Kolskeggur, Kvíahóli, brúnn '80 Bliki, Reykjavík, bleikál. '80 Ljóri, Kirkjubæ, rauöbles. '81 Kjarval, Sauöárkr., rauöur '81 Eljar, Torfastööum, jarpur '81 Darri, Kampholti, glórauöur '81 Freyr, Hellu, móbrúnn '81 Glói, Gunnarsholti, glórauöur '81 Svarri, Gunnarsholti, brúnn '81 Austri, Mýnesi, rauöur '81 Ljómi, Björk, glórauðstj. '81 Kolur, Stórahofi, brúnn '81 Léttir, Djúpadal, rauöur '81 Smári, Stóra-Hofi, rauöur '81 Hæð cm Faðir 146 Gramur 688, Vatnsleysu, 145 Kolbakur 730, Gufunesi, 143 Blesi 577, Núpakoti, 141 Sörli 653, Sauðárkr., 144 Hlynur 910, Báreksst., 142 Hlynur 910, Báreksst., 143 Hrafn 802, Holtsmúla, 143 Hrafn 802, Holtsmúla. 142 Blesi 598, Skáney, 147 Fengur 855, Laugarv., 144 Örvar 856, Hömrum, 144 Hrafn 802, Holtsmúla, 145 Fengur 855, Laugarv., 145 Þáttur 722, Kirkjubæ, 145 Hrafn 802, Holtsmúla, 141 Fáfnir 747, Laugarv., 140 Eiöfaxi 958, Stykkish., 143 Blær, Sauöárkrk., 141 Sörli 653, Sauöárkr., 142 Sörli 653, Sauðárkr., 143 Ófeigur 882, Flugumýri, 140 Ófeigur 882, Flugumýri, 138 Fáfnir 747, Laugarv., 138 Flosi 966, Brunnum, 138 Örn, Kröggólfsst., 137 Ófeigur 822, Flugumýri, 137 Hólablesi, Hólum, 138 Hervar 961, Sauöárkr., 133 Fengur 855, Laugarv., 135 Hrafn 802, Holtsmúla, 139 Sörli 876, Stykkish., 135 Hrafn 802, Holtsmúla, 137 Hrafn 802, Holtsmúla, 135 Máni 949, Ketilsst., 133 Fáfnir 897, Fagranesi, 133 Sörli 653, Sauðárkr., 134 Freyr 881, Flugumýri, 135 Sörli, Sauöárkr., Móðir Drottning 3241, Reykjum. Vinda 3294, Vatnsenda. Grána, Ystabæli. Tíbrá 4259, Ólafsvöllum. Þota 3201, Innraleiti Glóö 3295, E.Geldingah. Gloría 4233, Hjaltast. Snælda 4154, Árgeröi. Lýsa 3185, Hafþórsst. Hera 3698, Laugarvatni. Hrönn 4660, Kolkuósi. Vordís 4726, Sandh.ferju Svala 3258, Brunnum. Flugsvinn 4260, Bræörat. L-Venus, Reykjum, Mosf. Nös 3010, Bjarnastööum. Stjarna 3970, Fásk.b. Rimma 4723, Stóra-Hofi. Nótt 3723, Kröggólfsst. Kolka, Kolkuósi. Hrafnkatla 3526, Sauðárkr. Kvika 3341, Sköröugili. Bylgja 3626, Skörðugili. Iða 3942, Lambleiksst. Kolfinna 4875, Kröggólfsst. Glóð, Sturlureykjum. Sara 4289, Kirkjubæ. Hrafnkatla 3791, Sauöárk. Flugsvinn 4260, Bræðrat. Krafla.Kampholti. Freyja 3654, Hellu. Snerpa, Gunnarsholti. Prinsessa 4846, Gunnarsh. Freyja 3426, Einholti. Prinsessa 4456, Eiöum. Kola, Kolkuósi. Fluga 3797, Djúpadal, Sk. Heiða, Mööruvöllum, Kjós.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.