Morgunblaðið - 29.05.1983, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.05.1983, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1983 FEROISrUM NOROURlJÚNO VELJIÐ SJÁLF HVERT ÓSKAFERÐINNI SKAL HEITIÐ. TAKIÐ ÞÁTT í SAMKEPPNINNI. VINNIÐ DRAUMAFERÐ UM NORÐURLÖND. Ferðist um Norðurlond nú og takið þátt í samkeppninni, þar sem hægt er að vinna ferð um Norðurlönd að verðmæti 19.800 kr., eða eina af hinum 15 aukaferðavinningum. Fáið samkeppniskort á ferðaskrifstofunni áður en þið leggið af stað, eða á ferðaskrifstofu í viðkomandi landi meðan á ferðalaginu stendur. Feröamálaráó íslands • Danmarks Turistrád • Matkailun edistámis- keskus • Landslaget for Reiseiivet i Norge • Sveriges Turistrád Minning - Sigurey Guðrún Júlíusdóttir Fædd 24. nóvember 1901 Dáin 13. maí 1983 Sigurey Guðrún Júlíudóttir lést í sjúkrahúsi Akraness aðfaranótt 13. maí eftir stutta legu þar. Kveðjuathöfn fór fram á Akranesi 19. maí en jarðsett var á Drangs- nesi 25. maí. Sigurey var fædd 24. nóvember 1901 í Kjós í Árneshreppi á Ströndum. Foreldrar hennar voru Júlíus Hjaltason og Jóhanna Pét- ursdottir. Þau voru ung og ógift en giftust seinna sitt í hvoru lagi. Þegar Sigurey var 6 mánaða göm- ul var henni komið í fóstur hjá frændfólki, að Kambi i sömu sveit. Fósturforeldrar hennar voru Halla Sveinbjörnsdóttir og Krist- inn Magnússon, elskuleg hjón. Um gæsku þeirra og góðvild talaði Sigurey oft, og lýsir það best fórn- arlund þeirra er þau tóku að sér og ólu upp 10 fósturbörn eins og væru þau þeirra eigin börn — ekkert meðlag með neinu þeirra. Sjálf eignuðust þau 5 börn en misstu 4 af þeim, eitt lifði til elliára, 3 börn dóu í sömu vikunni. Það var ein- kennandi fyrir þennan stóra hóp hve samrýmd þau voru og báru mikinn kærleik til hvors annars, en það hefur borið uppeldinu fag- urt vitni. Öll fósturbörnin og barn þeirra hjóna á Kambi, Ólöf Krist- insdóttir, komust til fullorðinsára. Eru tvö þeirra á lífi, Jóhannes Thorarensen á Skagaströnd og Árni Ingvarsson á Akranesi. Sér- stakur vinskapur var milli þeirra Kristínar Jónsdóttur og Höllu Júlíusdóttur sem látnar eru fyrir fáum árum. Munu heimsóknir Höllu alltaf hafa verið til blessun- ar þegar sjúkleiki og erfiðleikar sóttu á og minntist Sigurey þess með þakklæti. Móðir Sigureyjar, Jóhanna Pét- ursdóttir, giftist Jóhannesi Þor- steinssyni frá Borg í Skötufirði við ísafjarðardjúp. Þau bjuggu á ísa- firði og eignuðust þrjú börn, Ara og Jóhönnu, sem búsett eru í Reykjavík, og Ingibjörgu, sem bú- sett er í Hjarðardal í Dýrafirði. Jóhanna var nokkurra vikna göm- ul þegar móðir þeirra lést, 37 ára gömul. Þótt Sigurey bæri ekki gæfu til að alast upp hjá móður sinni, minntist hún hennar með trega og kemur það best fram í fallegu ljóði sem hún orti og nefndi „Móðurminning". Hugljúfa mynd frá æskuárdagsstund athvarf mitt, nú kem ég á þinn fund. Minnir hún mig á vorsins unaðsóm umgjörd hennar sólargeisla og blóm. Þú komst sem gestur blessud módir mín minningin þaðan ævilangt mér skín. Hófstu mig upp í hlýja faðminn þinn höfud mitt ég lagði þér við kinn. Man ég hvaó róleg, mér ég undi þar meóan aó lesinn húslesturinn var. Fannst mér þá enginn eiga yl sem þú ei hef ég síóan glataó þeirri trú. Þegar mig hrellir heimsins kalda lund hugsa ég móóir, oft um þessa stund. Þér leiðist ekki með AÐEINS 5000.- ÚT VIDEO VHS SÍSL HIÐ ÞÆGILEGA VC-7700 VERÐ KR. 48.900.- 1) Örtölvustýrt aö öllu leyti. 2) Tölvustýrð klukka 7 daga fram í tímann, með 7 mismunandi dagskrárstundum. 3) Þráðlaus fjarstýring með 8 möguleikum. 4) Sjálfvirkur dagskrárleitari (APLD). 5) Rafstýrðir snertirofar. 6) Framhlaðiö. 7) Gefur nákvæmlega til kynna hversu margar mínútur eru eftir óspilaðar af kasettunni. FERÐATÆKIÐ VC-2300 VERÐ KR. 43.700.- 1) Ferða-jafnt sem heimilistæki. 2) Gengu fyrir 220 v./12 v. rafhlöðum. 3) Hraðspólun á mynd. 4) 24 klst. upptaka fram í tímann. 5) 8 rásir. Þú gerir ekki betri kaup HLJOMBÆR HUÐM*HEIMILIS*SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 ÚTSÖLUSTAÐIR: Portiö, Akranesi — KF Borgf Borgarneai — Verls. Inga, Helliasandi — Patróna, Patreksfiröi — Sería, Isafirði — Sig. Pálmason, Hvammstanga — Álfhóll. Siglufiröi — Cesar, Akureyri — Radíóver. Húsavfk — Paloma, Vopnafiröl — Ennco, Neskaupsstað — Stálbúðin, Seyöisfiröi — Skógar, Egilsstööum — Djúpiö, Djúpavogi — Hornbasr. Hornafirði — KF. Rang. Hvolsvelli — MM, Selfossi — Eyjabœr, Vestmannaeyjum — Rafeindavirkinn, Grindavík — Fataval, Keflavík. Faðir hennar, Júlíus Hjaltason, giftist Guðrúnu Guðmundsdóttur frá Bæ í Árneshreppi. Þau settust að í Bolungarvík og Skálavík við ísafjarðardjúp. Þau eignuðust átta börn, þrjú þeirra eru á lífi: Guðríður og Eyjólfur, búsett í Bol- ungarvík, og Stefanía ósk, búsett á Eiðum. Þessi hálfsystkin Sigur- eyjar sýndu henni innilega vináttu þótt hún kynntist þeim ekki fyrr en á fullorðinsárum. Árið 1926, þá 25 ára gömul, fór hún alfarin frá Kambi, en þá hafði hún þegar kynnst þeim manni sem átti eftir að verða lífsförunautur hennar í 55 ár, Sophusi S. Magn- ússyni. Þau giftust 3. jan. 1928 og stofnuðu heimili á Drangsnesi i Kaldrananeshreppi. Þau eignuð- ust fjórar dætur. Þær eru: Matt- hildur Júlíana, gift Magnúsi Andréssyni, búsett á Akranesi, Ósk sem er ekkja eftir Friðfinn Kristinsson, og býr í Reykjavík, Jóhanna Ásdís, gift Lúðvík Björnssyni, búsett á Akranesi, og Laufey Erla, sem býr í Reykjavík. Barnabörnin eru 10 og barna- barnabörnin 8. Á árum áður var líf fátæks fólks enginn dans á rósum, oft atvinnu- leysi og þurfti stundum að sækja vinnu eitthvert lengra, og var þá ísafjarðardjúp oftast fyrir valinu. En Húnaflóinn var gjöfull á fisk og atvinnan jókst þegar frystihús var reist á Drangsnesi, en þar vann Sigurey við flökunarborðið í um 20—30 ár, áður saltaði hún síld og kynntist því ung að vaska fisk úr ísköldu vatni í opnum, köldum hjöllum sem ég man vel hvernig voru, vegna þess að móðir mín vann við slíkar aðstæður. Það má nærri geta að það hafi fengið á hendur og fætur kvenna að vinna í kulda við þær aðstæður og ekki óeðlilegt að alþýðufólk aðhylltist verkalýðshreyfinguna með jafn- rettishugsjón. Þeirri hugsjón var Sigurey trú. Hún sagði líka, að það sem mótaði hennar lífsskoðun var óréttlætið sem hún sá í kringum sig. Sumir gátu keypt bestu jarð- irnar og haldið hjú fyrir ekkert kaup, aðeins fæði og eigum við að segja klæði. En svo lá við sulti hjá öðrum sem urðu að hokra á kot- um. Fyrir rúmum 40 árum reistu þau sér lítið timburhús fyrir ofan þorpið. Þaðan var fagurt útsýni og hafði Sigurey valið þann stað. Einhverjir sögðu nú að húsið myndi sennilega fjúka í næstu vindhviðu, en það sendur enn og hef ég heyrt að þar sé farið að bygffla allt um kring. Þeir sem unnu með Sigureyju geta borið vitni um þann mikla dugnað og ósérhlífni sem hún sýndi. Það segir sig sjálft að ekki hafa frístundir eða hvíldarstundir verið margar, því heimilisstörf þurfti að vinna, en samt fann Sig- urey stund til lesturs góðra bóka. Hún var fjölfróð gáfukona, hennar unaðsstundir voru þegar hún gat rætt hugðarefni sin við fólk sem hafði þekkingu á skáldskap og bókmenntum yfirleitt. Hún hafði gott vald á íslenskri tungu og hafði ljómandi góða rithönd sem ber vott um sérhæfileika þar sem hún fór aldrei í skóla. Faðir minn skrifaðist á við hana og þótti mik- ið varið í þau bréf enda voru þau ekkert venjuleg bréf, heldur heilar stílabækur og smátt skrifað til að koma sem mestu fyrir og hún hrósaði hans skrift mikið. Sigurey

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.