Morgunblaðið - 29.05.1983, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 29.05.1983, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MAÍ1983 aga söguna fram í dags- r Kristinn Guðbrandsson ipsmanna á Skeiðarársandi. Kristinn öslar vatnselg Skeiðarársands á Hálegg og pusió gengur ytir farartækið. Austrænn krydd- ilmur liðast um Skeiðarársand Brúsastaðir i miðjum Skeiðarársandi. Staðurinn ber nafn afþvíað leitarmenn skildu eitt sinn pappakassa eftir í slóð og ætluðu einum félaga sinna kaffí á brúsum og forláta meðlæti, en sá var að vinna niðri á sandinum i stórri vélskóflu. — „Bölvaðir sóðar eru þetta,“ sagði félaginn við sjálfan sig á leið upp sandinn á vélskóflunni, „að skilja kassa eftir hérna,“ og í sömu andri keyrði hann yfir kassann og flatti út bæði brúsana og meðlætið. Síðan heita þar Brúsastaðir og er cins konar vegvísir fyrir leitarmenn í ferðum i sandinum, en þar er fátt til að átta sig i, 30 km sandbreiða frá fjöru til fjalls og tugir km til austurs og vesturs. Þessi óendanlegi sandur og vatn sem flæðir um allt. Skeiðarársandur er einn af stöðum landsins þar sem dulúðin býr og lífið sem fer þar um er eins og sandkorn á ströndinni, svo smátt í mik- illeik náttúrunnar, en samt svo stórt í auðninni. Þolinmæði, harðfylgi og óbilandi trú Gullleitarmenn sinntu verkum í undirbúningi að björgun hol- lenzka flaggskipsins Het Wapen van Amsterdam sem þeir hafa leitað í liðlega 20 ár. Búðir leitar- manna eru á miðjum Skeiðarár- sandi og veg hafa þeir lagt yfir vatnasvæðið niður í fjöru þar sem grafið verður í sandinn. Þegar okkur bar að garði var Jón Jónsson jarðfræðingur að vinna við segulmælingar á strandstað en þar er feikilega mikið frávik og nú er verið að marka línur fyrir þilið sem verður rekið niður í kring um flakið í sandinum svo unnt sé að dæla sandi og sjó frá því, en skipið ligg- ur á 10 metra dýpi og er talið halla um 10 gráður vegna þess að land- megin eru 10 metrar niður á skipið en 11 metrar sjómegin. Þilið verð- ur rekið um 16 metra niður og mun það mynda eins konar kví en frá því er gengið eins og gert er við bryggjuþil. Þilið vegur um 700 tonn og verður byrjað að flytja það niður sandinn í næstu viku frá Reykjavík. 12—15 manna lið vinn- ur á vegum Gullskipsins og þar á meðal er frumherji gullleitar- manna, Bergur Lárusson frá Jón Jónsson jarðfræðingur með segulmælingatæki sín ræðir við hollenskan hlaðamann á Skeiðarársandi. Klaustri, sem eins og aðrir leitar- menn hefur sýnt ótrúlega þolin- mæði og þolgæði, harðfylgi og óbilandi trú á það verkefni að finna hið týnda skip sem hefur verið orpið sandi í 300 ár. Spennan eykst Framkvæmd gullleitarmanna er ævintýri líkust og þótt undirbún- ingi miði ákveðið án stórkostlegra tíðinda, þá kemur eitt og annað á daginn. Það hefur til dæmis komið fyrir við borun í sandinn til þess að staðsetja skipið nákvæmleg að dularfull lykt hefur gosið upp með bornum þegar borað hefur verið á ákveðnum stöðum í flakinu, seiðmagnaður austurlenzkur blær hefur fyllt fjörur Skeiðarársands og spennan eykst. Að venja árnar „Það er mjög létt í mannskapn- um hér, góður andi, og enginn efi þar, þarna er skipið sem við höf- um leitað að,“ sagði Kristinn Guð- brandsson í samtali við Mbl., „þessu hefur miðað vel eftir að við komumst í gang og við höfum ekki heyrt neinar mótbárur, yfirleitt ekkert nema góðvild og hjálpfýsi. Þetta er orðið feikilega spennandi og spennan eykst með hverjum deginum sem líður. Ekkert óvænt hefur komið upp, en það gekk bet- ur en við áttum von á að venja árnar. Plógurinn sem við notuðum réð þar úrslitum og það tók ekki nema tvo daga að venja Skaftá og aðra tvo að venja Svínafellsá, en hins vegar vorum við viku að finna leiðina því það er svo erfitt að fara um þetta mikla vatnasvæði og Eðlilegt frávik í segulmælingum á Skeiðarirsandi miðað við gamma er um 50 gamma, en i strandstað er mjög mikið frivik, eða allt upp í 2.600 gamma, hugsanlega frá ballest, fall- byssum eða aðskiljanlegum málmum, en mælingin er á afmörkuðu svæði sem kemur heim og saman við stærð Het Wapen Van Amsterdam, eins og sji mi af línuriti segulmælinga Jóns Jónssonar i 45 metra löngum kafla. Beina grunnlínan er meðaltalslína yfir gamma-mælingar i svæðinu, en brotna línan sem rásar þvers og krus yfir meðallínuna sýndi venjulegt frá- vik í segulmælingum á Skeiðarár- sandi. Línuritið sýnir til samanhurðar hve geysilega mikið frávikið er, en að líkindum er skutur skipsins vinstra megin, sjómegin, því sú mæling er gerð iír suðvestri mót norðaustri. Dagur Jónsson gerði línuritið eftir mælingum foður síns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.