Morgunblaðið - 31.05.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.05.1983, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 120. tbl. 70. árg. ÞRIÐJUDAGUR 31. MAI 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Hveðjustundin var erfið en heim- koman þeim mun gleðilegri. Bretland: Sigurinn jók frjó- semina London, 30. m»í. AP. FÖGNUÐUBINN yfir heimkomu hetjanna frá Falklandseyjum var svo innilegur, að „hvorki meira né minna en 66% eiginkvenna þeirra urðu ófrískar strax á eftir". Frá þessu sagði í gær í Lundúna- blaðinu The Sunday People. Engar tölur voru nefndar yfir fjölda fæðinga síðan hermenn- irnir sneru heim frá Falklands- eyjum en sagt, að aldrei fyrr hefðu jafnmargar eiginkonur hermanna alið börn og nú, níu mánuðum eftir sigurinn yfir Argentínumönnum. Sagði blað- ið, að fæðingardeildir á sumum hersjúkrahúsum væru yfirfull- ar og hefði orðið að vísa frá óbreyttum borgurum, sem ann- ars fengju að leggjast þar inn. Walesa fær ekki vinnufrið Varsjá, 30. maí. AP. LECH Walesa, leiðtogi Samstöðu, var færður í dag á lögreglustöð til yfir- heyrslu og er það í þriðja sinn á fjór- um dögum. Pólska sjónvarpið skýrði frá því í gær, að maður nokkur hefði verið handtekinn og hefði hann ætlað að koma sprengju fyrir á einum þeirra staða, sem Páll páfi mun koma til i ferð sinni um Pólland 16.—23. júní nk. Talsmaður Walesa sagði, að hann hefði verið fluttur á lögreglustöð í morgun og spurður um ýmislegt varðandi fimm fyrrum ráðgjafa Samstöðu, sem sakaðir eru um und- irróður gegn stjórnvöldum. Fimm- menningarnir voru félagar í KOR, varnarnefnd verkamanna, og er beim borið á brýn að hafa viljað koma kommúnistastjórninni í Pól- landi frá völdum. Talsmaður Wal- esa sagði, að hann hefði neitað að svara spurningum lögreglumann- anna eins og við fyrri yfirheyrslur. Sagt var frá því í pólska sjón- varpinu í gær, að maður, sem lengi hefði átt við geðræn vandamál að stríða, hefði verið handtekinn og mikið sprengiefni fundist í fórum hans. Fundinum í Williamsburg lokið: „Aukin bjartsýni á eftia- hagslega endurreisn" Leiðtogar sjö helstu iðnríkja heims komust að samkomulagi um meg- inmarkmiðin í efnahagsmálum Williamsburg, 30. maí. AP. LEIÐTOGAR helstu iðnríkja hins frjálsa heims komust í dag að samkomu- lagi á fundinum í Williamsburg um þau meginmarkmið, sem stefna ber að í efnahagsmálum heimsins. í lokayfirlýsingu fundarins, sem stóð í tvo daga, heita þeir að vinna að enn frekari lækkun verðbólgu og vaxta og takmarka um leið halla á fjárlögum ríkjanna með því að skera niður opinber útgjöld. Sagði í yfirlýsingunni, að það væri forsenda fyrir hagvexti í heiminum að allir legðust á eitt. Ronald Reagan, Bandaríkja- forseti, sem var gestgjafi fundar- manna, las lokayfirlýsinguna, sem hlotið hefur heitið „Williamsburg- aryfirlýsingin um efnahagslega endurreisn". Þar sagði, að leiðtog- arnir myndu beita sér fyrir auk- inni fjárfestingu" og minna atvinnuleysi með „viðeigandi ráðstöfunum í peninga- og fjár- málum" samtímis því, sem unnið væri að lækkun verðbólgu og vaxta. „Viðræður okkar hér í Willi- amsburg hafa aukið bjartsýni okkar á áframhaldandi efna- hagsbata," sagði Reagan og bætti því við, að leiðtogar ríkjanna sjö væru einhuga um náið samstarf í framtíðinni. Meðal þess, sem sam- komulag varð um á fundinum, var að afnema viðskiptahöft og vernd- araðgerðir einstakra ríkja og að leita endurbóta á hinu alþjóðlega peningakerfi. Það var einkum Mitterrand, Frakklandsforseti, sem beitti sér fyrir síðastnefnda málinu enda hefur gengisskráningin og staða dollarans sérstaklega mikil áhrif á verðbólguna í öllum löndum og viðskipti þeirra við útlönd. Gífur- legur halli á fjárlögum Bandaríkj- anna, sem talinn er munu verða um 190 milljarðar dollara, var einnig nokkur ásteytingarsteinn á fundinum. Bandaríkjastjórn vill ekki gera of mikið úr áhrifum hans en á fréttamannafundi, sem Helmut Kohl. kanslari Vestur- Þýskalands, hélt eftir að Reagan hafði flutt lokayfirlýsingu fundar- ins, sagðist hann telja fjárlaga- hallann eina meginástæðuna fyrir háum vöxtum í Bandaríkjunum. 1 gær samþykktu leiðtogarnir sjö, sem voru frá Bretlandi, Vestur-Þýskalandi, Frakklandi, Japan, Kanada, ítalíu og Banda- ríkjunum auk forseta EBE, að lýsa yfir stuðningi við stefnu Bandaríkjastjórnar í afvopnun- armálum og þykir það umtals- verður sigur fyrir Ronald Reagan, Bandaríkjaforseta. Sjá bls. 18. Ronald Reagan, Randaríkjaforseti, fagnar hér Margarei Thatcher, forsætis- raðherra Breta. þegar hún kom til fundarins í Williamsburg sl. laugardag. Þátttakendur í árlegum fundi leiðtoga sjö helstu iðnríkja hins frjálsa heims, þeim níunda í röðinni. Talið frá vinstri eru: Trudeau, forsætisráðherra Kanada, Gaston Thorn, forseti EBE, Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, Mitterrand, Frakklandsforseti, Ronald Reagan, Bandarikjaforseti, Nakasone, forsætisráðherra Japans, Thateher, forsætisráðherra Breta, og Fanfani, forsætisráðherra ítalíu. Minni spenna í Líbanon þrátt fyrir viðbúnaðinn Beirul, Damaskus, 30. maí. AP. HELDUR DRÓ í dag úr spennunni milli Sýrlendinga og ísraela, en herir beggja voru þó viö öllu búnir, fjórða daginn í röð. Embættismenn PLO, Frelsisfylkingar Palestínumanna, neituðu í dag fréttum útvarpsstöðvar í Líbanon um að reynt hefði verið að ráða Yasser Arafat af dögum. Hann er nú í Líbanon til að reyna að hindra frekari uppreisnartilraunir gegn yfirráðum Fatah-fylkingarinnar í PLO. Haft er eftir vestrænum sendi- ráðsmönnum, að nokkuð hafi dregið úr viðbúnaði ísraela i Bekaa-dal í gær og líbanskar út- varpsstöðvar sögðu, að Sýrlend- ingar hefðu einnig fækkað í her sínum við 80 km langa vopnahlés- línuna. Ekkert lát er hins vegar á áróðri Sýrlandsstjórnar gegn ísraelum og Bandaríkjamönnum, Sem hún segir vera tilbúna til styrjaldar gegn Sýrlendingum í því skyni að neyða þá til að fallast á samninginn um brottflutning erlendra herja frá Líbanon. Tveir ísraelskir hermenn féllu og þrír slösuðust þegar skæruliðar réðust í gær á tvo herflutningabíla. Otvarpsstöðin „Rödd Líbanons", sem hægrimenn reka, sagði í dag, að reynt hefði verið að ráða Yass- er Arafat, leiðtoga PLO, af dögum í Bekaa-dal í dag, skammt fyrir vestan sýrlensku landamærin, og hefði einn lífvarða hans fallið. Talsmenn PLO neita þessu harð- lega og segja Arafat hafa verið í líbönsku borginni Tripoli í nótt og í dag, ekki í Bekaa-dal. Arafat er nú staddur í Líbanon til að reyna að koma í veg fyrir uppreisn meðal þeirra liðsmanna PLO, sem finnst Arafat ekki vera nógu vígreifur. Eftir sumum heimildum er haft, að hann hygg- ist jafnvel flytja höfuðstöðvar PLO til Tripoli og að það sé til marks um versnandi samskipti palestínskra skæruliða og Sýr- lendinga.