Morgunblaðið - 31.05.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.05.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1983 Endurráðinn efnahags- ráðunautur ÞÓRÐUR Friðjónsson hagfræðingur sem var efnahagsmálaráðunautur fráfarandi ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsen var í gær ráðinn í sömu stöðu hjá núverandi ríkisstjórn. Um stöðu Þórðar gilda sömu ákvæði og með aðstoðarráðherra, þ. e. að þeir eru ekki fastráðnir ríkisstarfsmenn, og því sjálfkrafa atvinnulausir er ráðuneyti fer frá. Þórður var hins vegar, samkvæmt heimildum Mbl., endurráðinn í gær. Hald lagt á upplag Spegilsins Lögreglunni var í gær gert að leggja hald á allt upplag Spegils- ins að fyrirmælum ríkissak- sóknara. Jafnframt var Úlfar Þormóðsson ritstjóri tekinn til yfirheyrslu. Samkvæmt upplýsingum Williams T. Möller aðalfull- trúa lögreglustjóra í Reykja- vík var hald lagt á upplag Spegilsins þar sem efni blaðs- ins, bæði texti og myndir, var talið brjóta í bága við almennt velsæmi. Spegillinn er gefinn út í 7.000 eintökum. Lögreglumenn lögðu í gær hald á allt upplag Spegilsins, þar sera efni tímaritsins þótti brjóta í bága við almennt velsæmi. Á meðfylgjandi mynd Guðjóns Birgissonar eru lögreglumenn að safna saman eintökum úr verzlunum. Spurt og svarað um garðyrkju LESENDUR eru minntir á að Morg- unblaðið býður lesendum sínum í ár eins og undanfarin ár upp á lesenda- þjónustu um garðyrkjumál. Geta les- endur komið spurningum sínum á framfæri í síma 10100 á morgnana milli klukkan 11—12 og munu svör- in síðan birtast í blaðinu nokkrum dögum síðar. Fyrirspurnir þurfa að vera undir nafni og heimilisfangi. Morgunblaðið hefur fengið Haf- liða Jónsson, garðyrkjustjóra Reykjavíkurborgar, til að svara þeim fyrirspurnum, sem kunna að koma frá lesendum. Morgunblaðið/Björn Rúriksson. Gufustrókar stóðu til himins, 3—4 þúsund metra þeir hæstu, þegar flogið var yfir gossvæðið í Grímsvötnum sfðdegis í gær. Fyrsta umferð- arslysið í Hrísey Hrísey, 30. maí. W FYRSTA umferðarslysið sem vitað er um í Hrísey varð um klukkan tíu í gærkvöldi, þegar bifhjól ók inn í hliðina á fólksbifreið á einum af fáum gatnamótum staðarins. Ungur piltur, ökumaður bifhjólsins, fótbrotnaði og var fluttur á sjúkrahús Akureyrar þar sem hann liggur nú. Pilturinn sem ók bifhjólinu var á eftir bifreiðinni og mun ekki hafa gert sér grein fyrir að henni var beygt á gatnamótunum og lenti hann þar af leiðandi inn í hlið hennar. Bifhjólið er lítið skemmt, en bifreiðin nokkuð beygluð. í dag komu hingað lög- reglumenn frá Akureyri til að kanna vettvang og gera skýrslu um slysið. Bifhjólið er hið eina í eynni, en nokkrar bifreiðir eru nú hér. Bif- reiðin sem bifhjólið lenti á er í eigu ungs manns, sem varð fyrir því óláni um síðustu helgi að báð- um framhjólbörðunum var stolið undan henni þar sem hún var í geymslu á Árskógsströnd. Fréttaritari. Fráfarandi aðstoðarráðherrar: Bogi fer til SÍS — Þröstur og Jón Ormur án atvinnu Ljósm. JúIíun. Árekstur á Reykjanesbraut BOGI Þórðarson sem var aðstoðar- maður Steingríms Hermannssonar sem sjávarútvegsráðherra hóf störf að nýju í sjávarafurðadeild Sam- bands ísl. samvinnufélaga, er ríkis- stjórn Gunnars Thoroddsen fór frá. Sýning Braga: Yfir 40 mynd- ir eru seldar „ÉG er mjög ánægður með undirtektir og aðsóknina. Þetta gengur miklu bet- ur en ég bjóst við og aðstæður mjög góðar í Listmunahúsinu," sagði Bragi Asgeirsson myndlistarmaður er Mbl. spurðist fyrir um sýningu hans sem nú stendur yfir í Listmunahúsinu við Lækjargötu 2 í Reykjavík. Aðsókn að sýningunni var mjög góð yfir helgina og hafa nú þegar selst yfir fjörtíu myndir af þeim rúmlega sjötíu sem til sýnis eru. Sýningin er opin daglega frá kl. 10—18, en henni lýkur 5. júní nk. Bragi er með gamlar og nýjar grafíkmyndir á sýningunni og til sölu er m.a. grafísk mappa með sex steinþrykkjum. I lífshættu meö 3. stigs bruna MAÐUR slasaðist illa í bruna f her- bergi sínu á Skólavörðustíg 45 á laug- ardagsmorgun, samkvæmt upplýsing- um sem Mbl. fékk hjá Rannsóknar- lögreglu ríkisins f gær. Maðurinn er mikið brenndur og talinn f lífshættu, hlaut 3. stigs bruna og þöktu brunasárin 15% lík- amans. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá vindlingi. Bogi starfaði þar áður en hann gerð- ist aðstoðarráðherra. Auk Boga fóru tveir aðrir að- stoðarráðherrar úr stjórnarráðinu um leið og ráðuneyti Gunnars Thoroddsen, þ.e. Jón Ormur Hall- dórsson aðstoðarmaður Gunnars Thoroddsen og Þröstur Ólafsson aðstoðarmaður Ragnars Arnalds. Þeir munu ekki hafa ráðið sig til annarra starfa. Arnmundur Back- mann var fjórði aðstoðar- ráðherrann í fráfarandi ríkis- stjórn og starfaði í ráðuneyti Svavars Gestssonar. Hann fór frá störfum fyrir rúmu ári. Um störf aðstoðarmanna ráð- herra gilda þau lög, að þeir fylgja ráðherrunum og yfirgefa því ráðu- neytin um leið og þeir. ALLHARÐUR árekstur varð á Reykjanesbraut laust fyrir klukkan 17 í gær. Skullu þar saman Benz-pallbíll og bíla- leigubíll af gerðinni Mazda. Pallbílinn er í eigu borgarinnar. Atvik voru með þeim hætti að Benzinn var að skipta af hægri akrein yfir á þá vinstri, en þar var Mazdan fyrir. Skullu bilarnir saman og er Mazdan ónýt eftir, en ekki eru miklar skemmdir á Benz- inum. Ökumaður Mazda-bifreiðarinn- ar var fluttur á slysadeild, en ekki er talið að um alvarleg meiðsli sé að ræða, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá lögreglunni í gær. VERSLUNARSKÓLINN útskrifaði stúdenta á laugardaginn var. Að þessu sinni voru útskrifaðir 100 stúdentar og voru stúlkurnar sem útskrifuðust um það bil helmingi fleiri en piltarnir. Hæstu einkunn hlaut Sigríður Norðmann úr hagfræðideild, 9,24., en önnur í röðinni varð Guðbjörg Jónsdóttir úr máladeild, en hún hlaut einkunnina 9,21. Myndin var tekin í hátíðasal Verslunarskólans við útskriftina á laugardag. MorKunbia«i»/Oi.K.M.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.