Morgunblaðið - 31.05.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.05.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ1983 3 „Mikið er veðrið indælt núna,“ sagði Viktor Borge, þegar við tylltum okkur á bekk fyrir utan Hótel Loftleiöir í upphafi þessa viðtals. „Þetta er sko eitthvað annað en þegar ég kom hingað fyrst.“ Hann hnerrar. „Æ maður er nú samt hálf kvefaður. Það er heldur ekki nema von. Hér er maður varla kominn í sumarfötin og út, þegar ský dregur fyrir sólu og hitinn hrapar niður í frostmark." Atsjú!!! „En mér líkar alls ekki illa við kuldann á veturna. Nei, nei, því án hans myndi maður ekki kunna að meta sumarið. En ég ætla að nota veðurblíö- una og skoða mig um í þessu fallega landi.“ Ljóamjnd Mbl./ ÓI.K.M. þennan eina þátt var ég kosinn fyndnasti maður ársins. Ég ílentist heldur betur í þessum þætti og var ég í 56 vikur. Mér höfðu opnast leiðir til allra átta. Ég kom síðan fram á ótal stöð- um, spilaði. milli sýninga í stærstu kvikmyndahúsunum, New York, og svo framvegis. En þar kom að mér fannst þetta vera of stuttur tími, sem ég fékk, 15—20 mínútur, sem var enginn tími. Mig langaði að setja upp eigin sýningu og jafnvel sýna á Broadway. Það urðu margir til að hrista höfuðið yfir þessari bjartsýni minni og reyna að útskýra það fyrir mér, að „one man show“ gæti alls ekki gengið á Brodway. Það tókst mér að af- sanna svo rækilega að nafn mitt er enn skráð í Heimsmetabók Guiness fyrir. Þetta olli tímamótum, og enn er ég að halda svona sýningar. Píanistinn í mér stendur samt sem áður á bak við allan minn feril og allt, sem ég geri grund- vallast á tónlist. Mér þykir gam- an að leika með hljómsveitum og stjórna þeim og mundi gjarnan vilja halda tónleika stundum þar sem tónlistin fengi að vera núm- er eitt. Fólk verðugt viðfangseftii — segir grínistinn Viktor Borge „Ég er alltaf á ferðalagi. Það er ekki hægt annað, því ekki komast allir til mín.“ Hann bros- ir. „Annars er það nú af ein- skærri tilviljun, að ég stend í þessum sporum í dag. Ég ætlaði alltaf að verða konsertpíanisti, eins og þú kannski veist, og út á það gekk öll mín menntun. Mína fyrstu tónleika hélt ég átta ára og píanóleik nam ég í fjölda ára, bæði heima í Danmörku, í Vín og í Berlín. En þegar grínhæfileikar mínir komu í ljós, leið ekki á löngu áður en píanistinn í mér féll í skuggann fyrir grínistan- um. Ég kom nokkrum sinnum fram í einkasamkvæmum bara svona upp á grín, átti aldrei að verða neitt." Hann brosir hugs- andi. „En áður en ég vissi af var ég farinn að koma fram opinber- lega og orðinn þekktur grínisti. Það var svo í byrjun síðari heimsstyrjaldar, að ég ákvað að flýja til Ameríku. Ekki út af Þjóðverjunum, sem hertóku Danmörku á þessum tíma heldur ut af miklu minni hóp, sem voru dönsku nasistarnir. Þeir fengu byr undir báða vængi við hertök- una og ég, sem var á móti nas- ismanum og hafði gert mikið grín af þeim opinberlega, beið ekki eftir því að þeir færu að ná sér niðri á mér. En við Hitler var ég ekkert hræddur í sjálfu sér og hann örugglega ekki við mig, en það er samt sem áður honum, sem ég get þakkað fyrir að ég fór til Ameríku. Ég get sko sagt þér það að það var skrýtið að koma þangað. Þarna stóð ég auralaus og mál- laus, því ég kunni innan við tíu orð í ensku, þú veist, yes, no og þessi algengustu. Og það voru mikil viðbrigði að geta ekki svo mikið sem kreist fram smá bros hjá nokkrum manni. Hvernig átti líka nokkur maður að vita hvað ég væri fyndinn, þegar ég sagði ekki neitt. Nú, ég sá að það borgaði sig ekki að flýta sér neitt í þessum efnum, einhver gæti auðveldlega stolið hugmyndum mínum og komið þeim á framfæri sem sín- um eigin. Ég beið því átekta eftir góðu tækifæri, og það kom fyrr en varði. Bing Crosby, þú þekkir hann, er það ekki, stjórnaði á þessum árum geysivinsælum útvarps- þætti, og mér bauðst að koma þar fram sem gestur í nokkrar mínútur. Ég lét þýða nokkur af mínum bestu atriðum yfir á ensku, og lét slag standa." Hann hlær. „Mér leið vægast sagt hálf bjánalega, þegar ég byrjaði að lesa upp af blaðinu, sem ég hafði fyrir framan mig og skildi ekki einu sinni hvað stóð á. En það kom ekki að sök því fólkið ætlaði alveg af göflum að ganga af hlátri.. Þarna sat ég og blaðraði í næstum hálfa klukkustund. Bing greyið gat vart í fæturna staðið af hlátri og það kom svo í ljos að svo hafði verið um fleiri. Þrjátíu milljónir manns höfðu hlustað á þáttinn. Útvarpsgagnrýnendur áttu ekki orð og eftir aðeins En það er svona, þegar maður byrjar á einhverju, það er ekki svo auðvelt að hætta. Grín er al- þjóðlegt og ég hef aldrei fengið leið á því að fá fólk til að hlæja. Þó maður sé alltaf að endur- taka eitthvað er ekki þar með sagt að það verði vélrænt. Nei, þá gæti maður alveg eins hætt strax. Maður verður að endur- nýja sig, hlaða batteríið. Þetta er eins og að byggja múrsteins- hús, þó steinarnir séu eins, þá ertu aldrei með sama steininn í höndunum og sífellt verða til nýjar og nýjar byggingar, ekki satt?“ Þessu hefðum við getað velt fyrir okkur lengi, en það var kominn tími til fyrir Borge að fara að huga að sýningu kvölds- ins og við stóðum upp. „Hvað skrifar þú svo aðallega um í Morgunblaðið," spurði Borge mig. Hvernig átti að segja innlendar fréttir á dönsku, var mér iífsins ómögulegt að muna í augnablikinu svo ég sagðist skrifa um fólk. „Jæja,“ sagði Borge og brosti nú út að eyrum. „Það er verðugt viðfangsefni skal ég segja þér.“ me Síðustu embættisverk Ragnars Arnalds: Launahækk- un hjá Sin- fóníuhljóm- sveitinni EITT af síðustu embættisverkum fráfarandi fjármálaráðherra, Ragnars Arnalds, var að hækka laun starfs- manna Sinfóníuhljómsveitar íslands um einn launaflokk til handa hverj- um. Þá ákvað hann aukafjárveitingu*. 500 þúsund krónur, til íslenzku hljómsveitarinnar. Höskuldur Jónsson ráðuneytis- stjóri, sagði í viðtali við Mbl. í gærkvöldi, að samkvæmt upplýs- ingum sem hann hefði fengið hjá launadeild fjármálaráðuneytisins í gær væru launahækkanirnar til starfsmanna Sinfóníunnar til sam- ræmis við launahækkanir sem Bandalag háskólamanna hefði fengið með sérsamningum. Að- spurður sagði Höskuldur að fráfar- andi fjármálaráherra hefði einnig gengið frá nokkrum öðrum málum samkvæmt skrá sem samin hefði verið í aprílmánuði eða byrjun maímánaðar. Knattspyrnuleikirnir sem sýndir voru beint: Voru teknir í gegnum litlu jaröstöðina Knattspyrnuleikirnir þrír sem sjónvarpið sýndi á dögunum í beinni útsendingu voru sendir um lítinn gerfihnött í kerfí því sem Póstur og sími er aðili að og við leikjunum var tekið af litlu jarðstöðinni sem Póstur og sími notar til sendinga fyrir Varn- arliðið, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Jóni Þóroddi Jónssyni, deildarverkfræðingi hjá Pósti og síma. Orsök þessa var sú að á gervi- hnetti þeim sem Skyggnir tekur að jafnaði við sendingum frá, var mikið álag og nánast ógerlegt að fá leikina hingað þá leiðina. Því var gripið til þess ráðs að taka leikina í gegnum minna kerfið, sem Varn- arliðið hefur afnot af. BEINT FLUG í SÓLINA OG SJÓINN Brottfarir í sumar ’83 1. júní (uppselt) 22. júní. 13. júlí. 3. & 24. ágúst. 14. september. 5. október. jiCJj'J iiiJijyJ woRSfKA msTíKMM JWir/ RÓM: ALLA FÖSTU- LONDON: VIKUFERIR ALLA ÞRIDJU- KORSÍKA: ALLA LAUGARDAGA ÞFTIO JUD^/FÖSTLID^HELGARFERO SIKILEY: ALLA ÞRIOJUDAGA DAGA ______ _ IR ALLA FÖSTUD. NICE CANNES ARMADITACCIfl LUXEMBORQ MAROKKO NICE / CANNES: FRANSKA RIVIERAN: ALLA ARMA Dl TAGGIA: ÍTALSKA BLÓMASTRÖNDIN: FLUG OG BÍL LAUGARDAGGA ALLA LAUGARDAGA MAROKKÓ: ALLA LAUGARDAGA AÐALSTRÆTI9 C Lfi ii MITCTÚÐIN s 28133

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.