Morgunblaðið - 31.05.1983, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 31.05.1983, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1983 21 • Lárus Guðmundsson sést hér í baráttu við einn spánskan varnarmann í landsleiknum á sunnudaginn. Þetta atvik átti sér stað í seinni hálfleiknum. Spánverjinn hafði spyrnt boltanum frá og er hann efst í vinstra horninu, en síðan gerði hann sér lítiö fyrir og sparkaði í höfuð Lárusar. Það er skammt stórra högga á milli hjá íslenska landsliðinu. Næsta sunnudag, 5. júní, leikur það annan heimaleik í Evrópukeppninni. Þá koma Möltubúar í heimsókn.MorgunMaðw/Emiiia. „Svekkjandi að fá markið" — sagði Þorsteinn Bjarnason „ÞAÐ VAR svekkjandi aö fá þetta mark á sig, en ég sá ekk- ert. Boltinn kom bara allt í einu í gegn,“ sagöi Þorsteinn Bjarna- son, markvörður, eftir leikinn. „Þaö var einmitt þaö sem var að hjá okkur, viö hopuöum allt- of mikiö. Tengiliöirnir komu of mikiö í vörnina, en annars fannst mér gott að spila fyrir aftan þessa vörn. Þaö hefur oröiö mikil breyting í vörninni frá síöasta leik, en þessir menn eru aö mínu mati ekki slakari en þeir sem léku þá. Viö eigum þaö marga góöa varn- armenn aö þaö viröist alltaf hægt aö fylla skörö þeirra sem ekki geta leikið. Stemmningin kom svo hjá okkur í seinni hálfleiknum, en mér finnst leiðinlegt hve áhorf- endur hvetja okkur lítiö. Þeir hvetja okkur oft þegar vel geng- ur, en svo þegar á móti blæs og hvatningar er virkilega þörf, þá heyrist ekkert í þeim,“ sagöi Þorsteinn. Sjá bls. 24 og 25. — SH Útsendari Barcelona fylgdist með Sigurði Tindastóll og Selfoss eru taplaus HEIL umferö fór fram í báðum riðlum 3. deildarinnar í knatt- spyrnu um nelgina. Úrslrlin uröu þessi í A-riöli: Ármann — Selfoss 1:3 Grindavík — HV 4:2 ÍK — Snæfell 1:1 Skallagr. — Vik. Ól. 2:2 S-riðill: Austri — Magni 2:1 HSÞ — Valur 0:1 Huginn — Sindri 3:0 Tindast. — Þróttur 3:0 Þess má geta aö Sigurlás Þor- leifsson, markakóngur úr Eyjum, skoraöi öll þrjú mörk Selfyssinga gegn Ármanni, en hann er þjálfari og leikmaður hjá Selfyssingum. Tindastóll og Selfoss eru einu liö- in sem hafa sigraö í báöum leikj- um sínum til þessa. Á unglingalandsleik íslands og Spánar (21 árs og yngri) á laug- ardagskvöldiö fylgdist útsendari frá stórliðinu spænska FC Barc- elona með Siguröi Jónssyni frá Akranesi. Maöur þessi kom gagngert til íslands til þess aö sjá Sigurö leika gegn spænska landsliðinu og fá þannig saman- burð á honum og spænsku leik- mönnunum. Heimildir Morgunblaðsins eru þær, aö hann hreifst mjög af leikni Síguröar og mun hann gefa félagi sínu mjög jákvæöa skýrslu um hæfileika hans, en Spánverj- inn fór utan í gærdag. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem eitt þekkt- Bogdan með HK • Bogdan Kowalczyk, landsliös- þjálfari, mun þjálfa 2. deildarliö HK næsta vetur. Bogdan er nú staddur í Póllandi, en Guöjón Guðmundsson, aðstoöarmaöur hans hjá Víkingi og lantísliöinu, skrifaöi undir samning viö HK fyrir hönd Bogdans. asta knattspyrnufélag í Evrópu sendir mann gagngert til íslands til þess aö leita aö hæfileikarík- um knattspyrnumanni. Og hann hafa þeir fundið. _ þR r - • Sigurður Jónsson er undir smásjánni hjá FC Barcelona. • Atli Eövaldsson, sem sést hér ganga af vclli ásamt félögum sínum í Fortuna DUsseldorf, skoraöi eina mark liðsins um helgina. Hann hefur nú skorað 16 mörk í Bundesligunni í vetur, og er fimmti markahæsti leikmaður í deildinni. íslandsmótið í knattspyrnu: Margir leikir í kvöld l.deild Kópavogsvöllur — UBK:ÍA kl.20.00 1. deild Vestmannaeyjavöllur — ÍBV:Valur kl.20.00 2. deild Akureyrarvöllur — KA:Fylkir kl.20.00 2. deild Kaplakrikav. — FH:Völsungur kl.20.00 2. deild Laugardalsvöllur — Fram:KS kl.20.00 2. deild Njarðvíkurv. — Njarðvík:Reynir kl.20.00 2. deild Vopnafjarðarv. — EinherjkVíöir kl.20.00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.