Morgunblaðið - 31.05.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 31.05.1983, Blaðsíða 44
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1983 Urslit fyrstu innanfólags móta í golfklúbbnum Keili. Innanfélagsmót 12. maí: 1. Sigurjón R. Gislason 73 2. Sveinbjörn Björnsson 76 3. Þorsteinn Steingrímsson 78 með forgjöf: Hallsteinn Traustason 90-30-60 2. Kristin Pétursdóttir 97-36-61 3. Björgvin Sigurbergsson 97-30-67 Hvítasunnumót, annan í hvítasunnu, boðsmót tvímenningur: 1. Sveinn Stefánsson og Daníel Þ. Ólason 2. Ólafur Tómasson og Kristin Pélsdóttir 3. Þorsteinn Steingrímsson og Aóalsteinn Guólaugsson 40 pt. Innanfélagsmót 26. maí: 1. Sigurbjörn Sigfússon 73 2. Kristín Þorvaldsdóttir 81 3. ívar Arnarsson 82 með forgjöf: 1. Hallsteinn Traustason 2. Björn Knútsson 3. Gunnar Hólm 41 pt. 40 pt. 93-27-66 91-24-67 82-15-67 Knattspyrnuskóli KR er nú að byrja sitt fjórða starfsár. í sumar veröa þrjú námskeið í gangi á sama tíma í stað tveggja áö- ur og nú fá 6 ára börn aö- gang að skólanum. 10—12 ára krakkar veröa í skólan- um alla virka daga kl. 9.30—11, 8—9 ára kl. 11—12.30 og 6—7 ára börn kl. 13.30—15.00. Niðurröðun námskeiöanna verður sem hér segir: 1. 6. júní—22. júní 2. 23. júní—8. júlí 3. 11. júlí—26. júlí 4. 27. júlí—H.ágúst 5. 12. ágúst—29. ágúst. Aðalkennari verður Ragnar Hermannsson sem einnig kennir í 5. flokki KR annaö áriö í röð. Innritun stendur yfir á skrifstofu Knattspyrnudeildar KR í KR-heimilinu viö Frosta- skjól (s. 27181) og þar eru all- ar nánari upplýsingar veittar. Annað áriö í röð verður starfræktur knattspyrnu- skóli á vegum FH. Skólinn er bæði fyrir stúlkur og drengi 12 ára og yngri. Kennt verð- ur alla virka daga vikunnar og lögö áhersla á undir- stöðuatriöi knattspyrnunnar s.s. tækniatriði, samvinnu, skilning o.s.frv. Þátttökugjald fyrir 4 vikur er kr. 300., systkini fá afslátt. Umsjón meö skólanum og aðalleiðbeinandi veröur Al- bert Eymundsson (s. 54598). Skráning fer fram miðvikud. 1. júní á Kaplakrikavelli kl. 10—15. (Sími 53834). Armann í sumar heldur fimleika- deild Ármanns 3 fimleika- námskeið, bæði fyrir byrj- endur og lengra komna. Fyrsta námskeiöið er 1.—18. júní, annað frá 20. júní til 8. júlí og það þriöja frá 11.—29. júlí. Æft verður tvisvar og irisvar í viku. Æfingar veröa í íþróttahúsi Ármanns viö Sigtún. Upplýsingar í síma 38140 eftir kl. 18.30. Á! júst hlj jóp vel jr | 1 1 Manchester „Hlaupaleiöin var mjög skemmtileg og tugþúsundir áhorfenda fylgdust með. Aöstæð- ur voru mjög góðar og þess vegna er það gremjulegt aö hafa ekki getað beitt sér að fullu,“ sagöi Ágúst Þorsteinsson, lang- hlaupari úr UMSB, í samtali viö Morgunblaðið, en hann stóð sig vel í maraþonhlaupi í Manchester í Englandi á sunnudag. Ágúst varð fimmtándi af 10 þús- und keppendum og hljóp á 2:29,07 stundum. Hann hefur aöeins einu sinni áður keppt í maraþonhlaupi, það var í Houston í febrúarlok er hann hljóp á 2:31 klst. „Ég fékk einhvern krampavott í vinstra lærið um miöbik hlaupsins og varö að halda aftur af mér eftir þaö, því ef ég reyndi að herða á mér byrjaði ég aö finna til. Þetta var bölvuö óheppni, því ég er góöri æfingu og hef æft mjög vel undanfarna mánuöi. Ég er varla þreyttur eftir þetta hlaup og þaö er ekki eölilegt,” sagði Ágúst. Ágúst sagðist hafa þúizt viö betri árangri í hlaupinu, en þrátt fyrir það hefur hann nú náð lág- marki til þátttöku í heimsmeistara- mótinu í frjálsíþróttum í Helsinki í sumar. Verði hann valinn til þátt- töku í mótinu, sem telja veröur mjög líklegt, verður hann fyrsti is- lendingurinn sem keppir í mara- þonhlaupi á stórmóti af þessu tagi. Árangur Ágústar í Manchester er næstbezti árangur sem íslend- ingur hefur náö frá upphafi. Sig- urður Pétur Sigmundsson FH hef- ur náð betri tíma, 2:27,05 klst., í Englandi fyrir rösku ári. — ágás. • Viöar Hattdórsson f baráttu um bottann. Morgunblaöiö/Emilía. „Aðalatriðið að nýta færin“ — sagði Gunnar Gíslason „ÞAÐ SLITNAÐI eitthvað aftan í lærinu. Ég veit ekki hversu slæmt þetta er — þaö kemur í Ijós á næstu dögum,“ sagöi Gunnar Gíslason, en hann varð aö fara af velli strax í upphafi síöari hálf- leiks vegna meiöslanna. Einn Spánverjanna renndi sér í hann og meiddist Gunnar þá. „Fyrri hálfleikur var alls ekki nógu góöur — þaö náðist ekki upp nauðsynleg stemmning. Við kom- um svo meira inn í leikinn í seinni hálfleiknum — en nýttúm ekki þau færi sem við fengum. Það er auö- vitað aðalatriðið aö nýta þau færi sem gefast. Spánverjarnir eru alltaf svipaðir: leika stutt og snöggt — þetta var svipaö og í leiknum í Malaga í haust — nema hvaö í þeim leik hefur sennilega verið meiri hraði.“ Gunnar sagöi leiöiniegt aö þurfa að fara af velli vegna meiösla i svona leikjum. „Ég lenti líka í þvi í fyrra gegn Austur-Þjóðverjum,' sagöi hann. — SH. „Þreytan situr í manni“ — sagði Lárus Guömundsson „Þaö er náttúrulega engin af- sökun — en ég held samt að við myndum njóta okkar betur á stærri velli en Laugardalsvellin- um,“ sagöi Lárus Guðmundsson. „Því miöur fengu sumir okkar ekki mikið frí fyrir leikinn þar sem viö vorum að leika á föstu- daginn. Ég, Ragnar og Sævar vorum allir að leika þá — og vell- irnir í Belgíu eru mjög erfiöir nú eftir rigningar — þannig að þreytan situr lengi í manni. „En það var engin stemmning í þessu hjá okkur. Þeir skoruöu snemma — og mótlætiö fór i okkur. Ef við hefðum náö aö skapa okkur góö færi snemma er aldrei aö vita hvernig þetta hefði þróast. Það eru að koma nýjir menn inn í þetta og það tekur sinn tíma aö læra hver á annan. En þetta kemur meö leikreynslunni," sagöi Lárus. Þess má geta að Waterschei lék sinn síðasta leik í Belgísku 1. deild- inni á föstudagskvöldið. Liöiö gerði þá jafntefli, 0:0, á heimavelli við Antwerpen. Waterschei hafn- aði því í 7. sæti deildarinnar. — SH. Ragnar Margeirsson átti ágætan leik gegn Spánverjum. Spánskur s tilþrifalil „ÞAÐ NAÐIST aldrei nein stemmning upp í sambandi við leik- inn, og það kom niður á leik okkar. Það vantaði miklu meiri baráttu og kraft. Við gáfum of mikið eftir sérstaklega á mið- svæðinu, og þetta var slakur leikur í heildina,“ sagði Arnór Guðjohnsen eftir leik íslands og Spánar í Evrópukeppni lands- liða á sunnudag. Og víst er að þeir 6.818 áhorfendur sem mættu á völlinn fóru vonsviknir heim. Það vantaði allan neista í ís- lensku leikmennina og alltof mikil virðing var borin fyrir Spán- verjunum. í stað þess að leika af frekju og ákveðni og svara föstum og oft á tíðum grófum leik Spánverja var gefið eftir og mikiö vantaði á að leikgleði og baráttuvilji væri nægilega mikill. En þaö eru einmitt þau atriði sem hafa fleytt íslenskum liðum langt gegn sterkum mótherjum. Sigur Spánverja 1—0 var að vísu ekki stór, en með smáheppni áttu þeir að skora fleiri mörk. Lið þeirra sýndi enga snilldartakta í leiknum og ekki bætti úr skák að mótherjar þeirra voru líka slakir og því varð heildar- svipur leiksins frekar bragðlítill. Að vísu lifnaði aðeins yfir leik- mönnum íslenska landsliðisins er líða tók á leikinn, en það var ekki nóg til þess að lyfta honum upp. Grófir Spánverjar: Það voru ekki liðnar nema 9 mínútur af leiknum þegar fyrsta og eina mark leiksins kom. Ant- onio Maceda fékk nægan tíma til þess að athafna sig rétt utan víta- teigs, hann gaf sér góðan tíma og skaut síöan föstu lágu skoti sem hafnaöi í markhorninu. Línuvörö- urinn veifaði þar sem einn Sþán- verja var rangstæður inn í víta- teig og hefur hugsanlega skyggt á Þorstein markvörö. En dómar- inn dæmdi umsvifalaust mark, og hefur sjálfsagt talið að leikmaður- inn sem var greinilega rangstæð- ur hafi ekki haft nein áhrif á gang leiksins. Þrátt fyrir aö tslenska liöid fengi á sig mark svona strax i upphafi leiksins leystist enginr aukakraftur úr læðingi og leikið var áfram á frekar rólegan og festulausan hátt. Leikmönnum gekk mjög illa að finna takt í leik sinn og sárasjaldan sáust góðir sprettir í fyrri hálfleiknum. Spánverjar léku hinsvegar mjög fast og gróft í upphafi leiks, og á 23. mínútu leiksins höfðu þrír spánskir leikmenn fengið aö sjá gula spjaldið. Gerðu þeir mik- ið af því að sparka í fætur ís- lensku leikmannanna í návígi, svo og voru þeir með grófar bak- hrindingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.