Morgunblaðið - 31.05.1983, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 31.05.1983, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1983 27 Arsþing HSI um helgina: Friðrik kjörinn formaður • Frá vinstri: Reynir Karlsson, íþróttafulltrúi ríkisins, Njáll Eysteins- son, Jón Siguriónsson, Selma Vigfúsdóttir, Jón Ármann Héöinsson, stjórnarmaöur ISÍ, Sonja Gylfadóttir, og Níels Árni Lund, œskulýðs- fulltrúi ríkisins. Sonja og Njáll eru meö hjólin sem þau fengu í verö- laun. MorgunblaSið/Skapti. Verðlaun veitt í rit-, geróarsamkeppni ISI FRIÐRIK Guömundsson var kjör- inn formaöur Handknattleiks- sambands íslands til eins árs á ársþingi sambandsins um helg- ina, í staö Júlíusar Hafstein, sem nú lætur af embætti eftir fimm ára formennsku. Á þinginu var mikið rætt og mörg mál tekin fyrir — og sögöu þeir sem lengi hafa staöið í þessu aö menn heföu haft óvenju mikiö til mál- anna aö leggja. Fjárhagsstaöa sambandsins er ekki sem best um þessar mundir — og til aö auka fé til sambands- ins var samþykkt í fjárlögum um 300% hækkun á mótagjöldum fyrir næsta keppnistímabil. Hingaö til hafa erlendir leikmenn sem leika meö íslenskum liöum þurft aö búa hér á landi í a.m.k. sex mánuöi áöur en þeir mega fara aö leika meö liöinu — en á þinginu var þessari grein breytt. Nú hlóöar hún svo: „Aöeins einn leikmaöur, erlendur ríkisborgari, má leika meö meistaraflokki hvers félags, og hafi hann haft búsetu hér á landi a.m.k. frá upphafi keppnis- tímabils, þ.e. frá 1. september.,, HSÍ lagöi fram tillögu þess efnis aö þátttökugjald i islandsmóti inn- anhúss greiöist, „ef ekki er um staðgreiðslu aö ræöa, meö þrem jöfnum greiöslum ... “ Síðan var sagt aö félög samþykktu víxla fyrir greiöslunum, en yröu þeir ekki greiddir á gjalddögum teldist félag í vanskilum, og leikir því tapaöir sem þaö léki meðan þaö væri í vanskilum. Mikiö var rætt um þessa tillögu og menn ekki á eitt sáttir. Málalok uröu þau aö í staö þriggja var samþykkt að um fjóra gjalddaga yröi aö ræöa — og einnig aö víxlum yröi sleppt, en ákveöiö aö séu gjöld ekki greidd 15 dögum eftir gjalddaga, teldist félag í vanskilum, og allir leikir því tapaöir meöan svo er. Þá var samþykkt naumlega til- laga þess efnis aö tekjum og kostnaöi af leikjum í riölakeppni úrslitaleikja í 1. og 2. deild karla (feröa- og gistikostnaöur) yröi safnaö saman í einn pott og skipt jafnt á milli leikaöila í viökomandi riöli aö móti loknu — hvort sem um tap eöa gróöa væri aö ræöa. Hingað til hefur heimaliöiö fengiö allan ágóöa af leikjum — eöa þurft aö þorga brúsann hafi veriö um tap aö ræöa. Einnig má nefna aö á þinginu var samþykkt aö breyta leiktima í meistaraflokki kvenna í 2x30 mín. og gert ráö fyrir í ákvæöum IHF, en stúlkurnar hafa leikiö skemur hingaö til. Þá var einnig samþykkt aö aldursmörk í 2. og 3. flokki kvenna yröu hækkuö um eitt ár. — SH. ÍÞRÓTTASAMBAND íslands efndi til ritgerðarsamkeppni í sam- vinnu viö íþróttafulltrúa og æsku- lýðsfulltrúa ríkisins fyrr í vetur fyrir börn og unglinga á aldrinum 11—15 ára. Efnisval var: Gildi íþrótta, fyrir 13, 14 og 15 ára, og Uppáhaldsíþróttin mín, fyrir 11 og 12 ára. Veitt voru ein stúlkna- og ein drengjaverölaun t hvorum flokki. Mjög góö þátttaka var í þessari samkeppni, og fékk dómnefndin ails 142 ritgeröir. Mun fleiri voru þó skrifaöar, þar sem íslensku- kennarar viökomandi skóla völdu tvær til þrjár bestu úr hverjum bekk. Verðlaun fyrir bestu ritgerðirnar voru, í yngri flokknum: reiöhjól, og í eldri flokknum: vikudvöl í æsku- lýðsmiðstöð á Noröurlöndum í sumar. Verðlaunahafar mættu í boö til ÍSÍ á dögunum, þar sem reiöhjólin voru afhent sínum nýju eigendum, Sonju Gylfadóttur og Njáli Ey- steinssyni úr Breiöholtsskóla. Sig- urvegarar í eldri flokknum voru Selma Vigfúsdóttir frá Gagnfræða- skóla Ólafsfjarðar og Jón Sigur- jónsson frá Gagnfræðaskóla Sauöárkróks, og fara þau til Sví- þjóöar seinna í sumar til vikudval- ar. — SH. • Júlíus Hafstein, til vinstri, og Friörik Guömundsson, núverandi formaður HSÍ, eftir aö HSÍ-þinginu lauk. Morgunbiabib/Skapti. Lakari skórnir Hvar er léttleikinn? — markalaust jafntefli kjörin úrslit LEIKUR Víkinga og BraWablika á I Gelr Gunnleifsson, Bllkl, Hallarflðtinni i Laugardal f gaar- skaut á Einn leikur, vinur, einn leikur ... Ágæti S.H. Undirritaöur var meöal áhorf- enda leiks Víkings og Breiöa- bliks í gærkvöldi. Víst er aö áhorfendur luku upp einum rómi að hvorugir skörtuöu sínu fegursta í samleík eða tilburö- um. Hitt er svo annaö mál hvern veg snillingar á dagblööum skara í glæður leiksins og upp- lýsa lesendur eða leiöa þá í all- an sannleik um orsakir og af- leiöingar. i Gísla sögu Súrssonar segir frá því þegar kelling nokkur var send frá Sæbóli aö Hóli til njósna. Heldur veittist henni erf- itt aö afla upplýsinga eöa gera sér grein fyrir aðstæðum og var þá nokkru heimskari er heim kom ef einhverju munaði. Skemmtilega þótti mér þú S.H. vekja upp draug kellingar, þá þú lagöist á njósn á ieik þess- um og lamdir síöan visku þinni á íþróttaörkina. Þar fullyröir þú meöal annars óbeint aö aöall og herkænska Magnúsar Jónatans- sonar, þjálfara Breiöabliks, sé grófur leikur og þaö sem á út- lensku nefnist „kick and run“ (Þetta mun aö vísu vera heiti þeirrar leikaöferöar sem ensk liö hafa veriö kennd við undanfarna áratugi, en í umræddri blaöa- grein er senniiega átt viö hlaup en lítil kaup.) Já, gáfaöur er him- ininn. Þessi sleggjudómur um Magnús hlýtur aö vera örverpi vanþekkingar og fljótræöis en ekki illkvitni. Ég hygg aö t.d. leikmenn Breiöabliks þekki betur til þjálfara síns en svo, aö þeir taki undir þaö aö leikskipulag hans bjóöi aöallega upp á hlaup og spörk út í loftiö eöa kapp án forsjár. Ef S.H. heföi t.d. komist á snoðir um leik ÍBV og UBK í bæj- arkeppninni um síðustu helgi heföi hann séö fallegan samleik og vel skipulagöan sóknarleik UBK-liösins. Hvers vegna var þá leikur Víkings og UBK ekki ásjá- legri en raun þar vitni? Vegna þess aö þarna öttu Islandsmeist- ararnir kappi viö hættulega and- stæöinga, leikmenn óttuöust hvorir aöra og hvorir tveggja voru þrungnir taugaspennu í fyrsta leik þeirra á Islandsmótinu. Þess vegna fýsti hvoruga aö taka áhættu eöa „opna leikinn" (þó aö Víkingar legöu aö sjálfsögöu meira í sölurnar í þeim efnum, þar sem þetta var heimaleikur þeirra). I Ijósi þessa voru svæöi lítt gefin eftir í leiknum, mjög knappur tími vannst til að taka knöttinn niður og leika honum og kapp og harka hvorra tveggju var í öndvegi. Árangúr Magnúsar Jónatans- sonar meö ísfiröinga í fyrra var mjög góöur. Flestir leikmanna voru fátæklega búnir tæknibrell- um en þar sem á skorti tækni- væöingu eöa knattmeöferð leit- aöist þjálfarinn viö aö bæta upp meö mýkt, þoli, baráttugleði og síöast en ekki síst leikskipulagi sem var til fyrirmyndar. Þær voru ófáar glompurnar í vörn and- stæöinganna, sem leikmenn kunnu aö hagnýta sér og árang- urinn varö: markhæsta lið ís- landsmótsins. Nú ræöur Magn- ús yfir leikmönnum meö meiri knatttækni en margt þarf hann aö færa til betri vegar frá því, sem var í fyrra sumar er liö þetta spyrnti fótum við fallgímaldinu fram á síöasta leik. í fyrsta lagi voru leikmenn út- haldslitlir og skorti allan kraft. Þaö þarf karft til aö sýna skemmtilega tækni í 90 mínútur og þaö þarf kraft til aö standast atlögur haröra andstæöinga sem eru e.t.v. ekki gyrtir öörum vopn- um en hörku og krafti. Aö leika af krafti er ekki þaó sama og aö leika gróft Þaö var ekki rudda- skapur andstæöinganna sem vængstýföi Blikana í fyrra eins og einhver spekingur hélt fram i sjónvarpinu heldur máttleysi þeirra sjálfra og röng þjálfun. í ööru lagi var stálinu ekki stapp- aö í leikmenn þegar á því harö- asta stóö. í þriöja lagi var leikskipulag vægast sagt dular- fullt, liölega var leikiö um þveran völl eins og undanfarin ár, en þegar tók aö nálgast vítateig andstæöinganna dundi ógæfan yfir. Hreyfingar leikmanna og gegnumbrot þar voru tilviljunum háö þegar minnst var vonin voru stundum allir fremstu menn staddir á sama blettinum líkt og agndofa hópur fuglaskoðara á bryggjusporöi. Magnús Jónatansson hefur mikiö verk aö vinna meö hiö efni- lega liö Breiöabliks. Hann hefur tekið á hlutunum meö festu í vet- ur og liðið er nú i mótun. Hann ætlar sér áreiöanlega aö leggja grunn aö fjölhæfu liði framtiöarinnar þar sem enginn þáttur góörar og árangursríkrar knattspyrnu er vanræktur. Aö lokum þakka óg S.H. hressilegar greinar en minni jafn- framt á aö aögát skal höfö þegar mönnum eru hnýttir gullskór eöa aðrir skór lakari. Jón Þorvaldsson 5206—9580. Ágæti Jón. Umræddur leikur Víkings og Breiðabliks var ekki góður, eins og ég sagði í umsögn minni um hann. Það veist þú jatn vel og aðrir sem á hann horfðu og allir uröu Ifklega fyrir vonbrigðum með liðin. En það sem mest kom á óvart var hvernig Blik- arnir spiluðu. Hve breyttir þeir voru frá síöasta keppnistímabili. Undan- farin ár hafa þeir veriö mjög lóttleik- andi — en nú sat harkan að minu mati í fyrirrúmi. Ég sagði í greininni að þessi aðferð gæti örugglega boriö árangur — og þaö mun hún örugglega gera. En þu veröur aö gæta aö því. elsku vinur, að ég var að fylgjast meö einum leik og skrifaöi því aöeins um þann eina leik. Ég var ekki aö dæma Blikaliöiö i þeim sautján leikjum sem þaö átti eftir þeg- ar þessum var lokiö. Ég vona aö Magnúsi takist aö sam- eina þann kraft, sem nú einkennir lið hans, og þann léttleika sem þessir strákar hafa sýnt undanfarin ár. Þá veröur Blikaliöiö enn erfiöara viöur- eignar en nokkru sinni fyrr — þaö hlytur þú aö skilja Ég sá ekki leik IBV og UBK í bæjarkeppninni, og sá því ekki „fallegan samleik og vel skipu- lagöan sóknarleik UBK-liösins“. Það er rétt hjá þér, aö Magnús Jónatans- son hefur mikiö verk aö vinna meö hiö efnilega liö Breiöabliks — sem hefur veriö taliö efnilegt í allmörg ár — og vel má vera aö honum takist þaö. Þaö veröur tíminn aö skera úr um. Þú seg- ir aö hann ætli sér áreiðanlega aö leggja grunn aö fjölhæfu liöi framtíð- arinnar, „þar sem enginn þáttur góðr- ar og árangursríkrar knattsþyrnu er vanræktur". Auövitað ætlar hann aö gera það. Þaö væri nú annaö hvort! En þaö sem þú gleymir, er aö ég var aö skrifa um leikinn viö Víking á fimmtudaginn 19. mái 1983 — ekki einhvern leik einhvern tíma í framtíð- inni. Ég var að dæma Blikaliðið eins og það lék í þeim leik — og ég fer aldrei ofan af því að sú gagnrýni sem fram kom eftir þann leik var réttmæt. Ég er ekki einn á þeirri skoðun. Ég er ekki sammála þér í því, aö ég hafi verið aö vekja upp einhvern gamlan draug. En aö aðall og her- kænska Magnúsar Jónatanssonar sé grófur leikur og „kick-and run“ fót- bolti! Þaö kom óbeint fram, segir þú, og það hlýtur þá aö vera vegna þess, að lið hans lék þannig — sem þaö hefur aldrei gert áöur. Er það ekki hann sem leggur línurnar? Þaö hlýtur aö vera hann sem breytt hefur liðinu, en ekki einhver annar. Breytingin er kannski ekki — og vonandi ekki — fullgerö, þaö hlýtur þú aö vona líka, sért þú stuöningsmaöur Blika.— SH.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.