Morgunblaðið - 31.05.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.05.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1983 35 Þyrla Albínu Tbordaraon á kolli Enju. í bnkaýn mi aji Geldinganes, Viðey og Reykjavík. MorgunblaðiS/KOE. „Getur verið í verkefh- um árið um kring“ — segir Albína Thordarson um nýja þyrlu sína, TF-FIM SUMARTÍMI Frá 1. júm til 1. september veröa skrifstofur okkar opnar frá kl. 8.30 til 16.30. TRYGGINGAMIÐSTðM AÐALSTRÆTI 6-101 REYKJAVÍK - SÍMI 26466 H F „HÚN á að geta verið í verkefnum árið um kring. Þetta er öllu veiga- meiri þyrla en hin fyrri,“ sagði Alb- ína Thordarson er hún kynnti Morg- unblaðsmönnum nýju þyrluna sína, TF-FIM, sem nýkomin er til lands- ins. Þyrlan verður í sumar í ýmsum rannsóknar- og mælingarverkefn- um, en auk þess í almennu leigu- flugi. Er hún gerð út frá athafna- svæði Landhelgisgæzlunnar, sem sér um viðhald hennar, en nýja þyrlan er sömu gerðar og minni gæzluþyrl- an, TF-GRÓ. Hin nýja þyrla Þyrluþjónustu Albínu er af gerðinni Hughes 500D, en þyrlur þessarar tegundar hafa verið í notkun hér á landi frá 1975 við margvíslega flutninga á sjó og landi og við ýmis björgun- ar- og leitarstörf. Bauð Albína í flugtúr um höfuðborgarsvæðið og fengu blaðamenn nasasjón af þeim möguleikum sem felast í þyrluútgerð. Það var notaleg tilfinning þegar Bogi Agnarsson flugmaður hóf þyrluna á loft og sveigði suður yfir Hafnarfjörð. Þaðan var stefnan tekin út fyrir höfnina þar sem Árvakur var að dytta að duflum í innsiglingunni. Síðan lá leiðin út fyrir Gróttu á vit grásleppu- manna, sem voru að vitja um net sín á grunnsævinu norður og vest- ur af Gróttuvitanum. Frá Gróttu var stefna tekin á Mosfellssveit og klifrað upp fyrir Esju í Svínaskarði, flogið bak við Móskarðshnúka og þaðan út undir Kerhólakamb, þar sem Bogi tyllti þyrlunni niður. Eftir skamma dvöl þar var svifið ofan af Esju niður Grafardal, milli Kistufells og Há- tinds, og þaðan flogið í Viðey, þar sem borgarfulltrúar voru að skoða ný lönd borgarbúa. í öllu fluginu var stöðugleiki þyrlunnar og mýkt góð, en þar hjálpar til að þessi smáþyrla er búin fimm þyrlublöðum. Að sögn Albínu hefur blaðafjöldinn einnig áhrif á lyftikraft, og getur þyrla hennar lyft allt að einu tonni í krók við góðar aðstæður. Þyrlan er innréttuð fyrir flug- mann og þrjá farþega, en hægt er að breyta innréttingum og flytja fjóra farþega. Þegar hún er full- hlaðin farþegum, eldsneyti og allt að 175 kílóum af varningi kemst hún 300 til 330 mílur, að sögn Alb- ínu, eða 480 til 530 kílómetra vega- lengd án þess að taka eldsneyti. Farflughraði TF-FIM er 150 mílur eða 240 kílómetrar á klukkustund. Hún verður búin flotholtum vegna mikillar notkun- ar yfir sjó og vötnum, en þau henta einnig vel til lendingar á söndum, mýrlendi og á ósléttum lendingarstöðum, að sögn Albínu, Wterkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiðill! og fengu Morgunblaðsmenn m.a. að sannreyna það þegar Bogi tyllti þyrlunni á topp Esjunnar. STORGLÆSILEGIR MAZDA BÍLAR Lukkuleikurinn snýst um það hverjir hreppi 5 Mazdabila, þ.á.m. þrjá Mazda 626, þessa írœgu,og 120 ELECTROLUX ÖREYLGJUOFNA Allir þessir vinningar eru skattírjálsir. Spilar þú með? Gleymdu þá ekkl giroseðlinum. LUKKULEIKUR. HAPPDRÆTTI SLYSAVARNAFÉLAGS ÍSLANDS. SPILAR ÞU MEÐ? I r H VTÐ ÞORFNUMST ÞÍN - ÞÚ OKKAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.