Morgunblaðið - 31.05.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.05.1983, Blaðsíða 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1983 Fósturmóöir mín, + SVAVA HELGADÓTTIR, Neshaga 13, andaöist 28. maí. Svava Jóhannsdóttir. + Móðir okkar, GUÐNÝ SÆMUNDSDÓTTIR, Hæðargarði 4, Reykjavík, lést í Landspítalanum að morgni 29. þ.m. Fyrir hönd vandamanna, Haukur Haraldsson, Hrafn Haraldason, Örn Haraldsson. JÓNÍNA SIGMUNDSDÓTTIR, fré Brúsholti, andaöist í sjúkrahúsinu á Akranesi föstudaginn 27. maí. Fyrir hönd aöstandenda. Gísli Sumarliöason. Faðir okkar, GUÐMUNDUR GÍSLASON, frá Grund, Stykkishólmi, lést í Hrafnistu í Reykjavík laugardaginn 28. maí. Börn hins látna. + Maöurinn minn og faöir okkar, KRISTINN BERGÞÓRSSON, Bjarmalandi 1, lést 29. maí. Aðalbjörg Ásgeirsdóttir, Sybil Gráta Kristinsdóttir, Asgeir Bolli Kristinsson. t Faöir okkar, HANNES HREINSSON, fiskimatsmaður, andaöist í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja, laugardaginn 28. mai. Magnea H. Waage, Jóna Hannesdóttir, Ásta Hannesdóttir, Hrönn Hannesdóttir. + Eiginmaöur minn, GUÐMUNDUR ÞÓRARINN ÖGMUNDSSON, Tjarnargötu 43, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum 28. maí. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Amanda Ingibjörg Baldvinsdóttir. + Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, SIGURBJÖRN HALLDÓRSSON, Kársnesbraut 127, lést í Landspítalanum 30. maí. Guölaug Sæmundsdóttir, Oddný Erla Sadowínski, Valdimar Sadowinski, Rut Ollý Sigurbjörnsdóttir, Eiríkur Jónsson, Sólveig Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + HARALD ST. BJÖRNSSON, framkvæmdastjóri, Karfavogi 23, Reykjavík, andaöist 23. maí 1983. Jaröarförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Fjóla Þorsteinsdóttir, Gísli B. Björnsson, Lena M. Rist, Martha Clara Björnsson, Pétur N. Ólason, Ásta Kristín Haraldsdóttir, Sverrir Guðmundsson, og barnabörn. Sigurey dóttir - Fædd 24. nóvember 1901 Dáin 13. maí 1983 Ég vil með nokkrum orðum minnast Sigureyjar Júlíusdóttur, sem nú er horfin yfir móðuna miklu. En minningin lifir með okkur, um góða og dugmikla konu. Hún kom að Drangsnesi öllum ókunn og réðst sem matselja við einn af bátunum sem sóttu þaðan sjó, en á þeim árum veiddist fiskur og síld á litlum bátum á Húnaflóa. Þar var oft mikil vinna og var Sig- urey sú kona sem hvað lengst og mest vann við fiskvinnslu meðan kraftar hennar leyfðu, og kunni hún aldrei að hlífa sér. Kynni okkar Sigureyjar urðu meiri þegar hún gekk í Kvenfél. Snót. Kom þá fljótt í ljós hve vel hún skildi störf okkar og kusum við hana strax ritara og það starf leysti hún af hendi með prýði. Hún var vel hagmælt, vel lesin og Júlíus- - Kveðja fróð og gamansöm í viðræðum, kunni vel að gefa orðum sínum gildi, í gamni og alvöru. Sigurey giftist eftirlifandi manni sínum, Sóphusi Magnússyni, 3. janúar 1928. Þau eignuðust 4 dætur. Þær heita Matthildur Júliana, Ósk, Jó- hanna Ásdís og Laufey Erla. Allar nutu þær góðs og ástríks uppeldis, á heimili þeirra, þaðan sem víð- sýnt var og fagurt að líta út yfir Steingrímsfjörðinn. Sigurey var ávallt boðin og búin að hygla þeim sem minna máttu sín og stóð heimili hennar þeim, sem og öðrum, ávallt opið. Minnist og einkum gamalla hjóna vangefinna, sem bjuggu í nágrenninu, hversu Sigurey var einstaklega lagin að milda erfitt skap þeirra og gera þeim lífið bærilegra. Síðustu árin voru Sigurey erfið vegna heilsu hennar, en hún naut Minning: Sœmundur Einar Þórarinsson Fæddur 11. janúar 1971 Dáinn 21. maí 1983 Um sólríkan sumardag var Sæmi kvaddur í burt frá ástvinum sínum, svo sviplega og óvænt. Þessi drengur færði birtu og yl með sér hvar sem hann fór. Hann geislaði af lífsorku og svo mikilli eftirvæntingu og ákafa í hverju og einu sem hann tók sér fyrir hend- ur. Lífið var fyrir honum eitt alls- herjar ævintýri og hann var með hugann opinn fyrir öllu því sem gerðist í kringum hann. Sérstak- lega þótti honum þó gaman að rannsaka eðli hlutanna og gera efnafræðitilraunir og það var ósjaldan sem lagðar voru fyrir mann allskonar gátur sem lutu að þessu meðfædda áhugamáli hans. Svo gáfaður var hann að ég hugs- aði oft með mér að það hlyti að verða eitthvað úr þessum dreng. í vinahópnum var hann forsprakk- inn og það var ekkert vandamál + Móöir mín, tengdamóöir og amma, MARTA TEITSDÓTTIR, andaöist í sjúkrahúsinu í Keflavík 29. maí. Teitur Ó. Albertsson, Þorbjörg Hermannsdóttir, og barnabörn. + Faðir minn, tengdafaöir og afi, MAREL ÞORSTEINSSON, Mánagötu 6, Reykjavík veröur jarösunginn miövikudaginn 1. júní kl. 15.00 frá Fossvogs- kirkju. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á líknarfélög. Þorsteinn Marelsson, Hólmfriöur Geirdal, Margrét Guörún Þorsteinsdóttir, Árni Freyr Þorsteinsson, Marel Þorsteinsson. Eiginmaöur minn og faðir ÁRNI PÁLSSON, trésmiöameistari, Fornhaga 17, veröur jarösunginn frá Fríkirkjunnl í Reykjavík miövikudaginn 1. júní kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á líknarstofnanir. Hólmfríöur Guöjónsdóttir, Vilborg Árnadóttir, Guörún Árnadóttir, Edda Árnadóttir. Þórdís Ólafsdóttir. Móöir okkar, ÁSTRÍÐUR PÁLSDÓTTIR, frá Þverá í Miðfiröi, Skipasundi 48, lést í Borgarspítalanum, miðvikudaginn 25. þ.m. Jarösett veröur frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 2. júní. kl. 3. Jóhanna Jakobsdóttir, Sigríöur Jakobsdóttir, Sigurborg Jakobsdóttir. umönnunar og ástríkis dætra sinna og tengdasona til hinstu stundar. Ég bið að guð styrki eftirlifandi mann hennar og alla ástvini. Ég þakka samfylgdina. „Far þú í friði guðs um geim“. Magndís A. Aradóttir sem Sæmi komst ekki til botns í og í leik var hann óþreytandi. Er ég kvaddi hann við hafnar- bakkann, sem mig óraði ekki fyrir að væri í hinsta sinn, brosti hann sínu blíðasta brosi og iðaði allur af eftirvæntingu, þessari eftir- væntingu og spenningi sem var svo einkennandi fyrir hann, cg ekki annað hægt en að smitast af. — Þannig var Sæmi og þá minn- ingu munum við geyma í huga okkar af þessu sannkallaða sól- skinsbarni. Guð blessi hann og varðveiti. Hér við skiljum.st og hittast munuiti á feginsdfgi fira. Drottinn minn gefið dauðum ró hinum líkn er lifa. (Úr sólarljóðum.) Að lokum vil ég votta Sollu, Helga, Brynju og Bjarka, ættingj- um og vinum innilegustu samúð- arkveðjur. Svanhvít Sigurgeirsdóttir. Kveðja frá kennara og bekkjarfélögum Um suroardagt blómið í sakleysi hló, en sólin hvarf, og élið til foldar það sló. (M. Joch.) Til eru þær stundir er engin orð fá lýst tilfinningum okkar og viðbrögðum. Þannig varð mér við þegar ég frétti andlát Sæmundar. Fáum dögum áður höfðu hann og bekkjarfélagar hans gengið glaðir og frelsinu fegnir út úr síð- asta prófinu. Síst hefði nokkrum dottið í hug að æviskeið eins þess- ara barna væri á enda runnið. Það er sárt að sjá á bak þrótt- miklum unglingi, sárt að vita allar þær vonir sem við hann hafa verið bundnar, bresta á einu andartaki. Þótt 12 ár séu ekki langur aldur skilja þau eftir sig sína sögu og sínar minningar. Við vottum foreldrum, systur og öðrum ástvinum Sæmundar dýpstu samúð okkar og biðjum að þeim veitist styrkur á þessum raunastundum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.