Alþýðublaðið - 05.09.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.09.1931, Blaðsíða 2
ALE> YÐUBbAÐIÐ Unnin kaup~ della á Bíldudal. Eins og lesendum Alþýðublaðs- ins er kunnugt var stofnað verk- Jýðsfélag á Bíldudal á kosninga- daginn í vor. Gerði þetta félag þá þegar samninga við atvinnu- rekendur í þorpinu, og var eitt atriði þeirra samninga, að kaup skyldi greiðast vikuiega í pening- um, en það hafði ekki verið gert áður, og er það þó ákveðið með lögum. Bráðlega kom að því, að aðal- atvinnurekandi þorpsins uppfylti ekki þetta samningsatriði og gat ekki eða vildi ekki gefa verka- möinnum þá tryggingu fyrir því, að þeir fengju kaup sitt greitt, sem þeir þóttust geta tekið gilda. Stóð í þessu þófi um stund, en svo ákvað verklýðsfélagið að stöðva útflutining á fiski, er þessi atvinnurekandi átti, þegar skip kæmi til að sækja hann. Félagið hafði aldrei fyr staðið í deilu, enda er það svo ungt. Það skrifaði því Alþýðusamband- inu og spurðist fyrir um það, hvers stuðnings félagið mætti vænta ef samtökin biluðu og fiskinum yrði skipað út, hvort hægt myndi vera að stöðva skip- ið á öðrum höfnum o. s. frv. Skrifstofa Alþýðusamhandsins svaraði félaginu um hæl og kvað það mega treysta því, að skipið yrði ekki afgreitt á öðrum höfn- um ef fiskinum yrði skipað út gegn vilja félagsins. En til þessa kom ekki. Þegar átti að hefja siitskipunina stóðu allir sem einn maður og ekki einn uggi var hreyfður. Verklýðsfélagið skaut þá á fundi og mætti þar atvinnurek- andinn. Samkomulag tókst. At- vinnurekandinn gaf verkamönn- um tryggingu í fiski, er hann á, og auk þess fékk hann handa fé- laginu símskeyti frá kaupanda fisksins, Kvéldúlfi, er gaf honum heimild til að gefa út ávísun handa félaginu. Þessi plögg hefir form. verklýðsfélagsins, Jón Magnússon, í höndum. Samtökin verja þannig verka- lýðinn gegn því, að einstakir menn geti prettað hann um rétt- mæt laun. Forvextir hækka i Danmorkn. Khöfn, 4. sept. UP. — FB. Forvextir hafa lækkað úr 31/2% í' 41/2%. Wilkins fnndinn. Tromsö, 5./9. UP.—FB. Veðurathuganastöðin hér kveðct hafa haft samband við Nautilus í morgun. Alt í bezta lagi á kaf- bátnum. Turksib. Austur í háfjöllum Asíu, þar sem skiftast á brennandi sumar- hiti og ógurlegustu vetrarhörk- ur, liggur Turkestan. Þar var fyr á tímum miðstöð gamallar menn- imgar — þ. e. a. s. endur fyrir löngu. Menning Vesturlanda hef- ir ekki náð að breyta hugarfari fóliksins og enn þann dag í dag standa þarlendir menn á sama stigi og fyrir öldum síðan. Baðm- uliarrækt er aðalatvdnnuvegur landsmanna, auk kvikfjárræktar. Jarðvegurinn er ágætur og gæti framfleytt miljónum manna, en vatn vantar. Þar sem hirðingjar beita ikvikfénaði sínum gæti vax- ið baðmull og korn. Þúsundir ferkílómetra eru óræktaðar, ým- ist grassléttur eða sandauðnir, þar sem hættulegt er vegmóðum ferðamönnum. Turkestan er eitt sambandalýðvelda Sovétsam- bandsins, þar sem tröllauknasta framtíðarbygging veraldarinnar er nú framkvæmd. Sovétstjórnin ákveður að leggja járnbraut aust- ur til Turkestan og er hún einn hðurinn í 5 ára áætluninni. Verk- inu er nú lokið fyrir rúmu ári síðan. 1. maí 1930 var brautin opnuð til afnota. Enginn, sem ekki þekkir vetrarhörkur Asíu eða sólareld sumarsins austur þar, getur gert sér í hugarlund erfiðleikana, sem það var bund- ið að koma þessu í kring. Kíló- meter eftir kílómeter vann þraut- seigja þeirra manna, sem hér voru að verki. Turksib — járn- brautin milli Tu.rkestan og Síber- iu — skyldi byggjast og hún var bygð. Þar sem hirðingjar Asíu ráfuðu ;með hafurtask sitt á úlf- öldum, brunar nú eitt af furðu- verkum nútímans, Turksib. Til þess að sýna alheim.i kraftaverk þetta, hafa Rússar tek- ið kvikmynd af byggingu braut- arinnar. Sýnir hún mönnum bet- ur en nokkuð, hvað samtök og heildarhugsun geta áorkað, ef fólkið veit að það er að vinna fyrir sig og börn sín, borin og ó- borin. Turksib er kvikmynd um byggingu jarðarinnar, eitt dæmi 5 ára áætlunarinnar. Er hún er- lendis álitin eiinhver fremst í r..ð r* missneskra kvikmynda, og er þá mikið sagt. A. S. V. hefir nú útvegað mynd þessa til sýningar hér. Verður hún sýnd í Nýja Bíó kl. 2 e. h. á morgun, en á undan sýningu mun Ein. Olg. fiytja stutt erindi. Misprentast hefir í auglýsingu frá Vöru- jhúsinu í blaðinu í gær. Þar átti að standa 25 0/0 afsláttur á öllum þeim vörum, sem ekki eru sér- staklega lækkaðar í verði. Kristileg scimkoma á Njálsigötu 1 anmað kvöld kl. 8. AHir vel- komnir. Öþgæilegar móttökur, Danskt skip, „Frederiksborg“, var nýlega á leið inn á höfnina Antilla á Cuba. Vita skipverjar þá ekki fyrri til en tvær flug- vélar, sem yfir þeim svífa, hefja skothríð á skipið með vélbyssum. Bátunum er þá skotið út, en þeir verða strax ósjófærir af kúluskot- unum. Snéri skipstjóri þá við og hélt til smáeyju þar skamt frá, ætlaði að vita með skeytasend- ingum hverju þetta sætti. Þar fær hann skeyti frá yfirvöldun- um á Cuba, og er honum boðið að fara til Tanamohafnar á norð- urströnd Cuba. Þegar þangað kemur eru skipstjóri, 1. vélstjóri og loftskeytamaður teknir á l;and og þeim varpað í fangelsi. Dag- inn eftir var þeiim þó slept og skipinu leyft að fara ferða simna. í skeytum til danskra blaða er þess iekki getið, að nokkurt tjón á mönnum hafi orðið af skothríð- inni. Skip þetta hefir verið fjögur ár í siglingum milli Cuba og meginlandsins, venjulega flutt kol aðra leiðina og ávexti hima. Talið er að flugmiennirnir hafi haldið þetta vera norskt skip, grunað um að flytja óleyfilega sikotfæri til Cuba. Skipstjóri á „Frederiksborg'' heitir Christen Wendt og er gift- ur íslenzkri konu, Pálheiði systur Ársæls bóksala og þeirra syst- kina. Om d&gÍBEii og veginm. Hlutaveltu heldur stúkan Verðandi í G. T. húsinu á morgun. Félagar stúk- unnar og aðrir, sem styrkja vilja stúkuna með gjöfum á hlutavelt- una, eru beðnir að koma þeim í G. T. húsið í dag eða tilkynna |>að í síma 736 og veröa munimir þá sóttir. Þakkir fyrir ferðasöguna í blaðinu í gær. Ég harði gamian af benni. En má ég ekk> gera ferskeytlu úr er- indinu. Ferskeytlan á svo vel við oss. Væru fjögur orð stýfð fram- an af, er snotrasta ferskeytla fædd: Hnígur sól við sæ/arbrún, signir grund og voga, yfir dagsins duldu rún dýrðargeisiar loga. Rvík, 5. sept. 1931. M. H. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur hlutaveltu í K.-R.-húsinu á morgun. Verður þar margt mjög eigulegra muna. Erling Krogh. Erling Krogh syngur á morgun í Gamla Bíó kl. 3. Áðgöngumiðar verða seldir í dag í bókaverzl- un Helga Hallgrímssonar og á morgun kl. 10—3 í Gamla Bíó. Ættu menn að fjölmenna í Gam’a Bíó á morgun og heyra Krogh. Hann er einn af allra beztu söngvurum, sem hér hafa látið til sín heyra. ík Js/ ýJ sj '4’j "1 Minnisvai ði. Unglingastúkan „Unnur“ og stúkan „Víkingur“ hafa reist Þór- dísi sál. Ölafsdóttur fagran rninn- isvarða, og verður hann afhjúp- aður í kirkjugarðinum, á sunnu- daginn kl. 3 e. m. Við það tæki- færi talar séra Árni Sigurðsson fríkirkjuprestur. — Þórdís Ólafs- dóttir var ein af aðalstarfsmönn- um þessara tveggja stúkna um langt skeið, og embættismaður Stórstúkunnar. Má því vænta, að templarar, eldri og yngri, fjöl- menni við athöfn þessa. Umboðslaun. Jón Þorláksson verzlar með se- ment .eldfæri, gólfdúka o. fl., og þegar hann var ráðherra lét hann ríkið taka út hjá sér af þessum vörum án þess nokkuð útboð færi fram, fyrir þúsundir króna. Það er ekki lítill skildingur, sem Jón hefir grætt, en rikið tapað á þessu. Vill ekki Sigurður prúð- menni að vestan skrifa aðra grein til í Mogga, og hafa þetta uppi- stöðuna? Sú villa hefir slæðst í auglýsingu um ódýrt kjöt frá Nordalsíshúsi í blaðinu í gær, að þar átti að standa 40 aurar fyrir i/2 kg. af kjöti. Nœturlœknir tvær næstu nætur og sunnudagslœknir á morgun er Halldór Stefánsson, Laugavegi 49, sími 2234. Nœturvördur er næstu viku í lyfjabúð Laugavegar og Ingólfs- lyfjabúð. Messur: í Landakotskirkju há- messa kl. 9 árdegis og kl. 6 síð- degis guðsþjónusta og predikun. 1 spítalakirkjunni í Hafnarfirði hámessa kl. 9 og guðsþjónusta og predikun kl. 6 síðd. Sendisveinar. Berjaförin, sem fórst fyrir um daginn, verður far- in í fyrra rnálið kl. 9. Verður lagt af stað frá venjulegum stað, Lækjargötu 2, og farið upp að Tröllafossi. Er þar ágætt berja- land og fallegt umhverfi. — Verður þetta síðasta skemtiferð- in, sem Sendisveiinadeiildin fer i sumar — og vona ég að þið fjöl- mennið. — Farið kostar kr. 2,50 báðar leiðir. — Munið eftir að lagt verður af stað kl. 9 í fyrra málið. Gísli Sigurbjörnsson. Útvarpio í dag. Kl. 19,30: Veð- urfregnir. Kl. 20,30: Söngvél. Kl. 21: VeðuTspá og fréttir. Kl. 21,25: Danzlög. Útvarpid á miorgun: Kl. 10: Messa í dómkirkjunni (siéra Bjarni Jónsson). Kl. 15,30—16,30: Hljómleikar frá Hótel Borg. Kl. 19,30: Veðurfregnir. Kl. 20: Söng- vélarhljómleikar. Kl. 20,30: Er-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.