Morgunblaðið - 26.06.1983, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1983
Slippstöðin smíðar
fyrir Grænhöföaeyjar
Akureyri, 22. júní.
SLIPPSTÖÐIN á Akureyri er að
smíða skip fyrir Þróunarstofnun fs-
lands og á það að vera framlag
okkar Islendinga til þróunarríkj-
anna.
Skipið verður afhent nýjum eig-
endum á Grænhöfðaeyjum í októ-
ber næstkomandi, þá fullbúið.
Þetta er 27 m langt fiskiskip, um
það bil 150 tonn. Ýmis sérút-
búnaður er í skipinu, svo sem að-
staða fyrir haffræðinga til rann-
sókna, sérstök beitugeymsla fyrir
lifandi beitu, en ætlunin er að
skipið verði á túnfiskveiðum við
Grænhöfðaeyjar. Einnig er gert
ráð fyrir að stunduð verði stang-
veiði á skipinu.
GBerg.
Frjósemi íslenskra kvenna:
Hefur minnkað um
40% á tuttugu árum
MIKLAR breytingar hafa orðið undanfarna áratugi á frjósemi íslenskra
kvenna og nú er orðið æ algengara að hver kona eignist ekki nema eitt til
tvö börn. Þrátt fyrir þetta er ekki við því að búast að þjóðinni hætti að
fjölga fyrr en á næstu öld.
í grein eftir dr. Gunnlaug
Snædal, Gunnar Biering, Helga
Sigvaldason og Jónas Ragnars-
son í Heilbrigðismálum kemur
fram að frjósemi íslenskra
kvenna hafi minnkað um 40%
siðustu tvo áratugi. Þar segir
m.a. að eftir miðjan fjórða ára-
tuginn hafi frjósemi kvenna á
aldrinum 15—34 ára aukist og
náð hámarki sínu 1956—60. Þá
hafi nær fjórða hver kona á
aldrinum 20—24 ára fætt og um
fimmta hver kona á aldrinum
25—29 ára. Síðustu tuttugu árin
hafi svo frjósemi farið minnk-
andi í öllum aldursflokkum og
1981 hafi fæðingar hjá 15—19
ára konum farið niður fyrir 50 af
þúsundi. Meðalaldur mæðra var
27,2 ár 1961—65, en er nú kom-
inn niður í 25,9 ár 1976—80.
f greininni segir að bent hafi
verið á það, að minnki frjósemi
mikið meira þá hætti þjóðinni að
fjölga, til lengri tíma litið, en
vegna aldursskiptingar þjóðar-
innar nú getur verið að svo verði
þó ekki fyrr en um miðja næstu
öld. Þar segir einnig að sé frjó-
semi kvenna á Norðurlöndunum
borin saman kemur í ljós að árin
1976—80 er hún mest í Færeyj-
um, síöan komi ísland, Noregur,
Finnland, Svíþjóð og Danmörk.
Ef frjósemi áranna 1956—60
hefði haldist óbreytt ættu nú að
fæðast árlega um 7.300 börn, en
þau urðu árið 1981 aðeins tæp-
lega 4.500, munurinn er 2.800.
Miðað við sömu forsendur nemur
fækkun fæðinga síðustu tvo ára-
tugi alls um 30 þúsund börnum,
sem þýðir að íslendingar ættu
nú að vera um 265 þúsund í stað
235 þúsunda.
Það sem læknarnir telja at-
hyglisvert við þessa þróun er að
frjósemin minnkaði upp úr 1960,
en þá var einmitt farið að nota
„pilluna" hér á landi og lykkjuna
um haustið 1963. Frá 1961—81
hafa verið gerðar 4.500 fóstur-
eyðingar á íslandi, en í greininni
segir að lauslegar athuganir á
þessum tölum bendi ekki til þess
að fóstureyðingar séu notaðar
sem getnaðarvörn, nema ef vera
skyldi á aldrinum yfir fertugt,
en á árunum 1976—80 fæddu
konur á þeim aldri 297 börn en
fengu 220 fóstrum eytt. Hlutfall
fóstureyðinga af fæðingum er
lágt á íslandi, segir í greininni
þar sem bent er á að hlutfalistal-
an árið 1980 hafi verið 11% hér,
en 24—41% á hinum Norður-
löndunum.
f lok greinarinnar kemur svo
fram að önnur atriði geti haft
áhrif á frjósemina svo sem nám
og vinna kvenna, mismunandi
vinsældir hjúskapar og óvígðrar
sambúðar, viðhorf fólks til barn-
eigna og einnig efnahagsástand
þjóðarinnar.
Færeyingar hefja
veiðar á gulllaxi
— Talsvert af gulllaxi hér við land, en hann ekki nýttur
Tvö Kjarvalsverka, sem boðin verða upp á afmælisuppboði Klausturhóla að
Hótel Sögu annað kvöld. Á veggnum hangir 100x101 sentimetra olíumálverk,
Frá Snæfellsnesi, en Ulrich Falkner heldur á myndinni Við hafið, 60x46
sentimetra olíumynd.
Margar myndir eftir
gömlu meistarana
á afmælisuppboði
KLAUSTURHÓLAR, listmunauppboð Guðmundar Axelssonar, efna til 110. upp-
boðs fyrirtækisins á Hótel Sögu á morgun, mánudag, kl. 20.30 síðdegis. Jafnframt
er þetta uppboð haldið til að minnast 10 ára afmælis Klausturhóla. Myndverkin,
sem seld verða, eru unnin með margvíslegri tækni: olíu, vatnslitum, krít, tempera,
blandaðri tækni o.fl.
FÆREYINGAR eru nú byrjaðir á til-
raunaveiðum á gulllaxi. Eru þær í
Svæðið milli Hamrahlíð-
arskólans og Stigahlíðar:
Samþykkt
að taka til
skipulags
BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sín-
um í gær að fela Aðalsteini Richter
arkitekt að gera skipulagstillögu að
svæði því sunnan Hamrahlíðar, á milli
Menntaskólans við Hamrahlíð og
Stigahlíðar, sem nú er verið að athuga
að leyfa byggingu á. Var þessi sam-
þykkt gerð með þremur samhljóða at-
kvæðum.
Eins og fram kom í Mbl. í gær,
gæti orðið um rúmlega tuttugu
byggingarlóðir að ræða á þessu
svæði og til athugunar er að selja
þær dýrar en lóðir á nýjum bygg-
ingarsvæðum, en þessar lóðir eru í
grónu hverfi. Samkvæmt upplýsing-
um borgarstjórans í Reykjavík, Dav-
íðs Oddssonar, verður tekin um það
ákvörðun innan skamms, hvort ráð-
ast eigi í byggingu á svæðinu.
Samverustund
í Siglufjarð-
arkirkju
SAMVERUSTUND verður í Siglu-
fjarðarkirkju á mánudagskvöld með
Gunnari Kvaran sellóleikara og
hefst samkoman klukkan 20.30.
Gunnlaugur Stefánsson kynnir
Hjálparstofnun kirkjunnar,
Gunnlaugur Snævarr kynnir út-
gáfustarfsemi kirkjunnar, Skál-
holt, og dr. Gunnar Kristjánsson
sýnir litskyggnur frá kirkjulistar-
sýningunni á Kjarvalsstöðum.
Kaffi verður í safnaðarheimilinu.
samvinnu einstaklinga og opinberra
aðilja og hefur verið sett upp sérstök
vinnslurás fyrir gulllaxinn í einu
frystihúsi í Færeyjum. Verður hann
þar unninn í blokk og marning. Gera
þeir sér góðar vonir um að hægt
verði að selja hann til manneldis. Þá
segja þeir mikinn hag af því að geta
heilfryst gulllaxinn og unnið hann
síðan þegar dregur úr annarri
vinnslu. Ekki er vitað um stofnstærð
gulllaxins í færeysku lögsögunni.
Vegna þessa sneri Morgunblaðið
sér til Vilhelmínu Vilhelmsdóttur,
fiskifræðings. Sagði hún gulllax
ekki veiddan hér við land, enda
væri það ýmsum vandkvæðum
bundið. Sölumál væru ótrygg og
þá þyrfti að fá sérstakt leyfi fyrir
minni möskvastærð en nú er al-
mennt leyfð. Sagði hún, að gull-
laxinn hefði verið rannsakaður
lengi. Gulllaxinn væri djúpsjáv-
arfiskur og hrygndi hann við
Reykjaneshrygginn. Þó nokkuð
væri af honum á þeirr óðum og
hefði hans talsvert orðið vart þeg-
ar karfaveiðar voru leyfðar með
minni möskva en nú. Þegar
möskvinn hefði verið stækkaður
hefði gulllaxinn að mestu horfið
ur karfaveiðinni. Vegna þess, að
hann hefði ekki verið veiddur væri
erfitt að gera sér grein fyrir
stofnstærð hans. Gulllaxinn væri
af laxaætt, skyldur loðnu, en væri
hins vegar ekki ólíkur síld á
bragðið. Gæti hann orðið allt að 50
sentímetrar að lengd, en algengast
væri, að hann væri um 40 sentí-
metrar.
Vilhelmína sagði ennfremur, að
Rússar og Norðmenn veiddu gull-
laxinn talsvert, væri hann notaður
til manneldis í Rússlandi og Norð-
menn seldu hann aðallega þangað
og til Austur-Þýzkalands.
„Það, sem einkum vekur athygli,
þegar myndirnar eru skoðaðar, eru
hinar mörgu myndir eftir gömlu
meistarana í íslenzkri myndlist, sem
á boðstólum eru. Stórar olíumyndir
frá beztu tímabilum meistara Kjar-
vals eru ekki oft á boðstólum á
seinni árum,“ sagði Guðmundur Ax-
elsson í samtali við Mbl. „Af yngri
málurum, sem selt verður eftir á
uppboðinu, má t.d. nefna Þorbjörgu
Höskuldsdóttur, Helga Guðmunds-
son, Kára Eiríksson, Karólínu Lár-
usdóttur, Veturliða Gunnarsson, og
af hinum eldri t.d. Valtý Pétursson,
Pétur Friðrik, Eirík Smith, Þorvald
Skúlason og marga fleiri. En einkum
er það samt „eldri deildin", þ.e.
myndir eftir hina viðurkenndu
gömlu málara okkar, sem athygli
vekur: Þarna eru nokkrar myndir
eftir Eyjólf Eyfells, tvær stærri
myndir eftir Gunnlaug Blöndal,
módelmynd og Þingvallamynd frá
síðari árum listamannsins. Nokkrar
myndir verða seldar eftir Svein Þór-
arinsson, einnig Jón Engilberts,
mikil mynd og stór eftir Kristínu
Jónsdóttur, máluð liklega nálægt ár-
inu 1940, en afar sjaldgæft er að
myndir eftir listakonuna komi til
sölu á almennum markaði.
Eftir Jóhannes Kjarval verða seld-
ar margar myndir, stórar og smáar,
frá öllum tímum á listaferli hans.
Gamlar stúdíur, smámyndir úr
landslagi og af fígúrum, stórar
dimmar hraunmyndir, grófgerðar
stórmyndir úr íslenzku vorhrauni.
Það er einnig á uppboðinu mjög
gömul mynd eftir Jón Stefánsson,
frá Lönguhlíðarfjöllum, lítil og dul-
arfull mynd. En sennilega er
skartmunur uppboðsins samt mynd
eftir Ásgrím Jónsson, vatnslitamynd
úr Hornafirði frá fyrri árum lista-
mannsins, meðalstór gullfalleg
mynd,“ sagði Guðmundur.
Myndverkin verða sýnd í aðsetri
Klausturhóla á Skólavörðustíg 6 í
dag klukkan 2—6, en uppboðið hefst,
eins og áður segir á Hótel Sögu
klukkan 20.30 annað kvöld.
Vestfjarðaferð for-
setans lýkur í dag
ísaíjarAardjúpi, 25. júní, frá hlaöamanni og Ijósmyndara Morxunblaóains,
Hjálmari JónsMni oj; Ragnari Axelswyni, um borö í varöskipinu /tigi.
„Við veröum að trúa á framtíð-
ina,“ sagði Vigdís Finnbogadóttir
forseti íslands í gærkvöldi í Mennta-
skólanum á ísafirði, þar sem henni
var færð friðardúfa ofin í veggteppi
eftir Guðrúnu Vigfúsdóttur.
Dagurinn hófst með því að Hlíf,
íbúðir aldraðra á Isafirði, voru
skoðaðar undir leiðsögn forstöðu-
manns og stjórnar. Forsetinn sat
síðan samsæti með íbúum Hlífar
og eldri borgurum bæjarins, áður
en hún gróðursetti birkihríslur.
Klukkan tíu hélt forsetinn til
Súðavíkur, þar sem hreppsnefnd
Súðavíkur tók á móti honum. Auð-
unn Karlsson oddviti bauð forset-
ann velkominn og opið hús var í
félagsheimilinu. Varðskipið Ægir
lá við bryggju og klukkan ellefu fór
forsetinn ásamt fylgdarliði og full-
trúum fjölmiðla um borð og hélt út
á ísafjarðardjúp. Siglt er á 17
milna ferð og áætlað að koma að
Reykjanesi í Djúpi um eittleytið.
Þar verður hádegisverður í boði
hreppsnefnda Snæfjalla-, Nauteyr-
ar-, Reykjafjarðar- og Ögurhrepps.
Síðar í dag verður eyjan Vigur
heimsótt i boði hjónanna Sigríðar
Salvarsdóttur og Baldurs Bjarna-
sonar. Síðdegis er ætlunin að
heimsækja Bolungarvík. Að því
loknu fer forsetinn til ísafjarðar,
þar sem hún dvelur á Hótel ísa-
firði.
Heimsókn forseta Islands til
Vestfjarða lýkur í fyrramálið. For-
setinn flýgur með flugvél Flugleiða
frá Isafjarðarflugvelli til Reykja-
víkur klukkan 10.45 í fyrramálið.