Morgunblaðið - 26.06.1983, Page 24

Morgunblaðið - 26.06.1983, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1983 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 230 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 18 kr. eintakið. Háð hefur verið frelsis- stríð í Afganistan síðan sovéski herinn réðst inn í landið í desember 1979. Kremlverjar ákváðu að her- nema Afganistan til að „verja sósíalískan ávinning fólksins" svo að notað sé svipað orðalag og Brezhnev brúkaði 1968 þegar hann sendi óvígan her Varsjárbandalagslanda inn í Tekkóslóvakíu. Þá varð Brezhnev-kenningin til en hún á að réttlæta rétt Kremlverja til að hlutast til um málefni annarra þjóða með hervaldi telji þeir völd sósíalista í viðkomandi landi í hættu. Innrásin í Afganistan markaði þó tímamót að því leyti að Rauði herinn var sendur inn í hlutlaust ríki og utan hernaðarbandalaga. Brezhnev-kenningin er því ekki bundin við það sem frá lyktum síðari heimsstyrjald- arinnar hefur verið kallað „áhrifasvæði" Sovétríkjanna. Afganir heyja ekki „þjóð- frelsisstríð" heldur baráttu fyrir sönnu frelsi. „Þjóðfrelsi" er kommúnistaorð hér á landi sem annars staðar. „Þjóð- frelsisstríð" eru að skapi kommúnista eins og til dæmis stríð Norður-Víetnama í Suður-Víetnam, það var „þjóðfrelsisstríð". Því lauk einnig með því að „fjögur F“ heimskommúnismans, fjölda- morð, fangelsanir, fátækt og fjöldaflótti, tóku við þegar Assil segír: „Kommúnistar verða kannski grimmari og harðskeyttari eftir því sem austar dregur í heiminum, en þeir eru samt alls staðar eins. Þeir eru tilbúnir til að svíkja þjóð sína í hendur Kremlverj- um, hvað svo sem þeir segja og hvernig sem þeir láta. Þeir laga sig að aðstæðum í ein- stökum löndum, en hugmynd- afræðin er sú sama, bækurn- ar sem þeir lesa þær sömu og aðferðirnar í raun þær sömu. Treystið ekki kommúnistum. í sextíu og tvö ár létust kommúnistar vera vinir Af- ganistan. Sjáið hvernig þeir fara nú með þjóðina. Þeir hafa drepið eina til eina og hálfa milljón, þrjár milljónir hafa flúið til Pakistan og rúmlega ein milljón til íran Tilgangurinn með blóðbaðinu er augljós: í fyrsta lagi aí komast að olíulindunum við Persaflóa, lífæð Vesturlanda, sem er í eldlínunni gegn fólk- inu og því ekki auðvelt að tala um „þjóðfrelsisstríð" Afgana? Þessari spurningu er beint til þeirra sem vilja „þjóðfrelsi" á Islandi. 17. júni-forystugrein Svavars Gestssonar, for- manns Alþýðubandalagsins, lauk með þessum orðum í Þjóðviljanum fyrir rúmri viku: „Hér þarf að skapa grundvöll fyrir ríkisstjórn og pólitíska samíylkingu sem hefur þjóðfrelsið í öndvegi. Sú kemur tíð.“ Megi sú tíð aldrei koma að íslendingar búi við „þjóðfrelsi" heimskommún- ismans. Mohamed Ayub Assil segir meðal annars: „Málum var þannig komið hjá okkur að Sovétmenn voru búnir að smeygja sér alls staðar inn. Þeir lögðu sérstakt kapp á að fá sem mestan fjölda af ungu fólki til náms og innrætingar í Sovétríkjunum, fyrst 400 á kring. En þið eruð í NATO, við vorum hlutlausir og utan bandalaga og töldum okkur trú um að með einhvers konar jafnvægislist myndum við geta lifað í sátt og samlyndi við hinn volduga nágranna. Kremlverjar töluðu líka bara um viðskipti, frið og vináttu þegar þeir ræddu við okkur.“ Og hvað getum við íslend- ingar gert til að létta undir með Afgönum í baráttu þeirra fyrir frelsi. Um það sagði hinn landflótta afg- anski gestur: „Þið getið veitt okkur stuðning á alþjóða- vettvangi eins og í Sameinuðu þjóðunum. Þið getið styrkt okkur fjárhagslega, sent okkur hjúkrunargögn, fatnað og mat. En síðast en ekki síst getið þið styrkt okkur með því að standa vörð um eigið frelsi og sjálfstæði. Bendið fólki á þær hörmungar sem við meg- um þola af því að við sættum okkur ekki við ófrelsið. Við urðum fórnardýr miskunnar- lausrar grimmdar. Standið öflugan vörð gegn útsendur- um heimskommúnismans og sýnið varkárni í samskiptum við Sovétríkin." Morgunblaðið hvetur ríkis- stjórn íslands til að veita frelsisbaráttu Afgana ein- dreginn stuðning hvar sem færi gefst. íslenskar hjálpar- stofnanir eiga að láta Afgön- um í té værðarvoðir, fatnað, matvæli og hjúkrunargögn. Síðast en ekki síst verðum við að standa öflugan vörð um eigið sjálfstæði. í engu má slaka á varðstöðunni gegn „þjóðfrelsisöflunum“ í hvaða mynd sem þau birtast innan lands og utan. Aðeins með því verndum við frið með frelsi. Frelsi Afgana og „þjóðfrelsi“ sigurvegararnir frá Hanoi náðu öllu landinu undir ein- ræðisstjórn sína. í Morgunblaðinu birtist í dag viðtal við landflótta Afg- ana, Mohamed Ayub Assil, sem dvaldist hér á landi fyrir skömmu og hitti meðal ann- arra Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra. Draga má lærdóm af lýsingum Assil ekki síst þegar hann ræðir um kommúnista og þá staðreynd að þeir eru alls staðar eins. og í öðru lagi að ná undir sig auðlindum Afganistan." Við hljótum stundum að staldra við Vesturlandabúar og velta því fyrir okkur hvaða ástæða er fyrir því að við er- um ekki daglega og rækilega minnt á blóðbaðið í Afganist- an eins og Víetnam-stríðið fyrr á árum og átökin í Mið- Ameríku nú. Er ástæðan kannski sú að það er Rauði herinn með aðstoð Kúbu- manna, Víetnama og Búlgara ári, síðan 600 og loks 800. Um- svifin í sendiráði þeirra voru mikil, þar voru 700 manns á sama tíma og það voru aðeins 4 í sendiráði Afganistan í Moskvu. Mér er sagt, að Sovétmenn hafi marga í sendiráði sínu hér í Reykjavík. Þið skulið hafa gætur á þeim. Þið þurfið að átta ykkur á því, að þið eruð ekki miklu lengra í burtu frá sovéska hernum en við, hann er alls staðar hér í ►♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Reykj a víkurbréf ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 25. júní ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Vilmundur Gylfason Látinn er í Reykjavík Vilmund- ur Gylfason, alþingismaður, for- maður Bandalags jafnaðarmanna, aðeins 34 ára að aldri. Hann á að baki litríkan stjórnmálaferil sem blaðamaður, ritstjóri, þingmaður, ráðherra og flokksformaður, þrátt fyrir stutt æviskeið. Hann var á stundum umdeildur, eins og allir sem hefjast til pólitískra metorða, en greind hans, góðvild og starfs- hæfni var virt af öllum, pólitísk- um andstæðingum sem samherj- um. Vilmundur Gylfason var ein- stæður stjórnmálamaður að því leyti að hann notaði ekki einungis hversdagsleg verðbólgu- og vísi- töluvopn í baráttu sinni, þó að hann hefði að sjálfsögðu einlægan áhuga á að bæta kjör fólks, heldur gat hann á stórum stundum stjórnmálaferils síns lyft sér upp úr hversdagslegu dægurþrasi og talað frá hjarta til hjarta. Það var honum eiginlegt, enda lista- mannsblóð í æðum hans, eins og hann átti kyn til. Sjálfur var hann vel menntaður í sögu og bók- menntum þjóðar sinnar og sat á skáldabekk. Þar fékk hið ríka til- finningalíf hans að njóta sín, en slíkar tilfinningar kalla að sjálf- sögðu á sterk andsvör og þurfti hann stundum að verja sig með sínum hætti í orrahríð stjórnmál- anna. Þá gat hann verið óhlífinn við andstæðinga sína, eins og verða vill. En hann var einnig óhlífinn við sjálfan sig, kröfuharð- ur og gagnrýninn og hafði þrek til að játa mistök sín, sem er sjald- gæft í íslenzkri pólitík. Ungur féll hann í hita barátt- unnar með reynslu og eldskírn sem er óvenjuleg og meiri en svo að hún hefði ekki afgerandi áhrif á viðkvæmar tilfinningar. Þau Valgerður vóru sprottin úr því athvarfi, sem er bezta vega- nesti hvers manns, enda fylgdu æskuheimili þeirra beggja lífi þeirra með þeim hætti, sem slíkt veganesti eitt getur gert. Að baki þeirra stóðu rismiklir stofnar og mikið andrúm íslenzkrar sam- tímasögu. Þau áttu ekki einungis þetta sameiginlegt, heldur ótal margt fleira. Samfylgd þeirra hófst í æsku og er eftirminnileg við þessi vegamót. Á faralds fæti Tækni. Þetta er lítið orð en spannar fjölþættar framfarir og framþróun. Veruleikinn hefur — með tækniafrekum sínum — farið langt fram úr öllum skáldskap. Tæknin hefur gjörbreytt flest- um þáttum mannlífs, oftast til góðs, en hefur jafnframt fært því hrikalegar hættur. Tæknin hefur ekki sízt sagt til sín í samgöngum. Plánetan Jörð hefur skroppið saman, vegalengd- ir stytzt, þjóðir færzt nær hver annarri. Landið okkar, sem fyrr- um var „yzt á Ránarslóðum", er nú komið „í þjóðbraut þvera", miðja vegu milli hins gamla og nýja heims. Þessu fylgja margir kostir, en kallar jafnframt á ný viðhorf gagnvart umheiminum. Fyrir réttum 30 árum (1952) fóru tæplega 5.000 íslendingar utan. Á síðastliðnu ári (1982) vóru þeir vel yfir 85.000, eða sautján sinnum fleiri. Þessi aukning á rætur að rekja til tækninnar. Bæði þeirrar tækni sem sagt hefur til sín í auknum þjóðartekjum og bættum almennum efnahag — og hinnar, er kemur fram í farkost- um samtímans. Tæknin hefur jafnframt fært ís- lenzkar byggðir saman; gert ferðir landshorna á milli, sem fyrrum vóru mikil fyrirtæki, að örskots- leið. Fjöldi manna, fyrr á tíð, fór aldrei út fyrir sveitarmörk. Nú þekkir lunginn úr þjóðinni land sitt allt — eða stóra hluta þess. Samgöngur eru æðakerfi þjóðfé- lagsins, bæði atvinnulífs og fé- lags- og menningarsamskipta. Og þrátt fyrir það, sem unnizt hefur, horfa mál svo við í dag, að bættar samgöngur eru bezta byggðastefn- an. Erlendir ferðamenn eru ekki lengur sjaldséðir gestir hér á laodi. Þeir vóru 5.000 talsins árið 1952, eða svo til jafnmargir og þeir íslendingar sem utan fóru. A sl. ári komu hingað 72.600 erlendir ferðamenn, en flestir vóru er- lendir gestkomendur 1979, tæp- lega 77.000. Það eru sum sé fleiri á faraldsfæti heimshorna ú milli en afkomendur víkinganna, sem hingað komu um úfinn sæ fyrir 11—12 öldum. Ferdalög, at- vinnuvegur, landvernd Áætlanadeild Framkvæmda- stofnunar hefur, í samráði við stjórnskipaða nefnd, tekið saman heimildarrit um ferðamál á fs- landi og þjóðhagslega þýðingu þeirra. Þar er margt forvitnilegt að finna. Þar kemur m.a. fram að 4.200 ársstörf tengjast ferðaþjón- ustu hér á landi. Þetta jafngildir því að rúmlega 4% af starfandi Islendingum sæki lifibrauð til ferðamála. Gjaldeyrir sá, sem er- lendir ferðamenn færa inn í land- ið, nam nálægt 5% af heildarút- flutningstekjum fyrir vörur og þjónustu 1982. Útgjöld í gjaldeyri vegna utanferða íslendinga vóru á sama tíma talin nema 4,5% af heildargjaldeyrissölu bankanna. Hér munar því mjóu í öflun og eyðslu gjaldeyris, en eftir stendur öngvu að síður atvinna fjögur þús- und íslendinga. Að ógleymdum þeim ávinningum samskipta við umheiminn, sem felast m.a. í milliríkjaverzlun okkar (sölu eigin framleiðslu og innflutningi nauð- synja) og í þeirri menntun og þekkingu, sem við sækjum í garð annarra þjóða. Ferðaþjónusta er mikilvæg at- vinnugrein í þjóðarbúskapnum. En það eru tvær hliðar á öllum málum. Áhugi innlendra og er- lendra ferðamanna á náttúru og hálendi íslands hefur vissar hætt- ur í för með sér. Viðkvæman gróð- ur afrétta og hálendis og náttúru- undur ýmiss konar þarf að verja með öllum tiltækum ráðum. Við þurfum að setja okkur — og öðr- um — þær samskiptareglur við land og umhverfi sem samræmast nauðsynlegri landvernd. Það er ein höfuðskylda hverrar kynslóðar að skila landi okkar óskemmdu og betur búnu að gróðurlendi hvers konar til framtíðar en við var tek- ið. Við íslendingar höfum gjarnan talið ferðafrelsi til frumréttinda hverrar manneskju. Tæknin hefur gert þennan mannréttindaþátt raunhæfari, hvað okkur varðar, en áður var, bæði með bættum al- mennum efnahag og því íslenzka flugævintýri, sem nokkrir fram- takssamir einstaklingar hafa skráð á spjöld veruleikans. Sveifl- ur í efnahagslífi þjóða, okkar sem annarra, hafa að vísu alltaf áhrif á eftirspurn á ferðamarkaði. Það hefur oftlega komið fram á undan- gengnum árum. Hér háfa hinsveg- ar ekki verið lagoi* pólitískir fjötrar á fólk, sem fara vill af bæ, nema á vettvangi sköttunar (flug- vallagjald, sérstakur skattur á gjaldeyri til ferðalaga). Þá hnúta mætti leysa. Við þurfum að urða eftirstöðvar haftabúskapar; stuðla að sem mestu frjálsræði fólks til að ráða eigin högum og ferðum. Stöndum vörð um sveitar- félögin Sveitarstjórnamál fá alls ekki þá umfjöllun í fjölmiðlum né þá athygli almennings sem þau eiga skilið. Sveitarstjórnir eru þó mun nálægara stjórnvald fólki en ríkis- valdið; nátengdara umbjóðendum sínum og kunnugra staðbundnum aðstæðum. Heimastjórnir eru því betur í stakk búnar en fjarlægara ríkisvald að mæta óskum fólks; sem og að standa fyrir fram- kvæmdum á hagkvæman hátt. Sveitastjórnir sýna og í ríkari mæli en ríkisstofnanir þá virðingu fyrir almenningi, að nýta skatt- peninga hans vel, m.a. með því að bjóða út á almennum verktaka- markaði meiriháttar framkvæmd- ir. Þar eiga stofnanir ríkisvaldsins langt í land og sveitarfélögin mega raunar betur gera. Efnahagsþróun, verðbólga og

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.