Morgunblaðið - 26.06.1983, Page 34

Morgunblaðið - 26.06.1983, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1983 Fyrír skömmu dvaldist hér á landi í boði Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, Mohamed Ayub Assil, landflótta Afgani, sem yfirgaf störf á vegum afgönsku lög- reglunnar og miklar eignir í ættlandi sínu til að helga sig alfarið frelsisbaráttunni gegn innrásarliði kommúnista. íþessu samtali greinir hann frá eigin hög- um, hryllingsverkum kommúnista, frels- isbaráttunni og forsendunum fyrir því að Afganir muni aldrei láta undan fyrir her- námsliðinu og leppum þeirra. Texti: Björn Bjarnason Hluti herbúnaðar sovéska innrísarliðsins i flugvellinum við Kabúl f janúar 1979. Sólin hvarf á bak við fjöllin fyrir norðan Akranes. Klukkan var tólf á miðnætti. Mohamed Ayub Assil sneri sér í stólnum. „Þeir trúa mér aldrei, þegar ég segi þeim að um miðnætti hafi verið albjart. Þetta kæmi sér ekki vel fyrir okkur, náttmyrkrið er besta skjól frels- issveitanna. Það dimmir upp úr fimm á daginn í Kabúl." Hvað merkir orðið Kabúl, spurði Matthí- as. „Kabúl þýðir borg hamingjunn- ar, já borg hamingjunnar, þessi borg þar sem mesti harmleikur samtímans er nú að gerast," sagði Mohamed A. Assil. „Eftir að sovéski herinn réðst inn í landið var mér ásamt öðrum embættismönnum, læknum og verkfræðingum skipað að koma á íþróttaleikvanginn í Kabúl. Þegar ég kvaddi konu mína og börn voru þau kvíðafull, grétu og héldu að þau myndu aldrei sjá mig aftur. En mér var ekki órótt, það var eins og ég væri að fara í bíó. Ég var háttsettur innan lögreglunnar, sérmenntaður í afbrotafræðum, ritstjóri tímarits um lögreglumál, yfirmaður fræðslu- og útvarpsdeildar lögregl- unnar, prófessor við lögregluhá- skólann og vfirmaður útlendinga- eftirlitsins. Eg hafði góð sambönd. Við vorum á leikvanginum í rúm- an sólarhring. Sumir voru kallaðir á brott og sáust aldrei aftur. Ég var sendur heim til mín og skipað að halda mig þar. í sjö mánuði var ég í stofufangelsi. Þeir reyndu að brjóta mig niður meðal annars með því að hóta mér og fjölskyldu minni í gegnum síma. Ég var kallaður fyrir þá. En svo sögðu þeir að ég væri heiðarlegur maður og ég fékk að nýju starf í innanríkisráðuneytinu, sem fer með lögreglumál. Á daginn klæddist ég einkennisbúningi ofursta og kenndi verðandi lög- reglumönnum en eftir að bílstjóri minn, sem var kommúnisti, hafði skilað mér heim að loknum vinnu- degi skipti ég um föt og dulbjó mig, laumaðist út úr húsi mínu, hitti leigubílstjóra úr frelsissveitunum sem ók mér út fyrir borgina þar sem ég tók til við að stjórna frels- ishermönnum. Venjulega sneri ég aftur heim um fjögurleytið um nóttina og hvíldi mig í nokkra tíma áður en bílstjórinn frá innanríkis- ráðuneytinu sótti mig. í september 1982 var ég sendur sem fyrirliði 4500 manna hóps píla- gríma til Mekka. Við komuna til Saudi-Arabíu lýsti ég því opinber- lega yfir að ég væri frelsissinni og í andstöðu við leppstjórnina í Kabúl. Síðan fór ég með 1516 pílagríma með mér til Pakistan. Faðir minn er látinn, hann var frægur hershöfðingi í Afganistan. Móðir mín býr enn háöldruð í Kab- úl og þrjár systur. Þegar ég kvaddi móður mína fyrir ferðina til Mekka vissi hún um fyrirætlanir mínar. „Sonur minn,“ sagði hún, „ég ól þig við brjóst mér til að þú stæðir vörð um land þitt. Ef kommúnistar drepa mig, þá fer ég til paradísar." Mín paradís er frelsið," sagði Mo- hamed Ayub Assil. „Ég átti þrjú hús í Afganistan. Eitt í hæðunum fyrir ofan Kabúl, annað hærra uppi í fjöllum og hið þriðja sunnar. í Suður-Afganistan áttum viA stærsta ávaxtamarkað í „Kommúnistar eru alls staðar eins“ landinu öllu. Ég var vellauðugur, átti þrjá, fjóra bíla og á ferðalögum gisti ég aðeins á dýrustu hótelum. Dýrindis teppi prýddu heimili mitt, já, við höfðum allt til alls. En þegar ég kom til Mekka og ætlaði til Pak- istan átti ég ekki fyrir farseðlinum, ég átti ekki einu sinni fyrir brauði, en ég var þó auðugri en áður því ég var frjáls. Þótt þið byðuð mér auð- æfi og völd í landi ykkar með því skilyrði að ég afsalaði mér frelsinu, myndi ég segja nei. Hvernig liði ykkur ef skriðdreki stæði að jafnaði hérna utan við gluggann?" spurði Mohamed og benti niður í Hörgs- blíðina. „Ég veit ekki hvers vegna ég er að segja ykkur þetta, því að það skiptir mig í raun engu núna. Ég var mjög hamingjusamur þegar ég heyrði að þeir hefðu breytt tveimur af húsun- um mínum í fangelsi fyrir frelsis- hermenn, þar með tengjast þau sögu baráttu okkar. Og ávaxta- markaðinn ætla þeir að gera að uppeldis- og menningarmiðstöð kommúnista, mér er alveg sama um það. Kona mín og þriggja ára gömul dóttir voru 10 daga á leiðinni frá Kabúl til Pakistan, þær voru mest á úlföldum. Sú litla þoldi það illa, varð ferðaveik, kastaði upp og létt- ist um þrjú kíló, ég ætlaði varla að þekkja hana aftur. Synir mínir tveir eru í Bandaríkjunum, en ég bý með konu og dóttur í Peshawar í Pakistan. Nú er ég búinn að vera um þrjá mánuði á ferðalagi. Á með- an fór kona mín til Kabúl. Það er auðvelt að komast til Kabúl, við ráðum 80% af landinu og 80% af Kabúl. Mér væri mikil ánægja að fara með ykkur til Kabúl. Það tekur ekki nema þrjá tíma að fljúga héð- an til Luxemborgar og sjö tíma það- an til Pakistan. Þar fer bara vel um okkur. Matthías, það myndi gleðja okkur mikið ef andkommúnisti eins og þú, sannur frelsissinni, gerði okkur þann heiður að heimsækja Afganistan." „En er ekki hættulegt að fara án vegabréfsáritunar?!" spurði Matthías Johannessen, ritstjóri, þegar Mohamed var búinn að itreka boð sitt margsinnis. „Hættulegt og hættulegt. Við gerum auðvitað okkar besta til að tryKRja öryggi gesta okkar. Nái þeir þér lendirðu örugglega í fangelsi en ætli þeir myndu ekki sleppa þér aft- ur eftir tiltölulega stuttan tíma eins og franska lækninum Augo- yard, sem þeir dæmdu í átta ára fangelsi í vetur en hafa nú látið lausan. Bróðir, þú skalt ekki óttast slíkt ferðalag meira en hvert ann- að.“ ★ Mohamed Ayub Assil kom hingað til lands frá Ameríku eftir rúmlega tveggja mánaða ferðalag um Bandaríkin og Kanada. En ferða- lagið hófst í Evrópu. Hann var ásamt tveimur ferðafélögum á It- alíu, þar sem þeir hittu Jóhannes Pál II páfa og Pertini, forseta: „Þeir eru báðir vinir Afganistan. Páfa féll þungt að hlusta á lýsingar okkar á hörmungunum heima. Pertini er yndislegur maður, hann sagðist vera frelsissinni eins og við. En ítalskir kommúnistar eru eins og kommúnistar annars staðar. Þeim er ekki unnt að treysta. Kommúnistar verða kannski grimmari og harðskeyttari eftir því sem austar dregur í heim/num, en þeir eru samt alls staðar eins. Þeir eru tilbúnir til að svíkja þjóð sína í hendur Kremlverjum. hvað svo sem þeir segja og hvernig sem þeir láta. Þeir laga sig að aðstæðum í ein- stökum löndum, en hugmyndafræð- in er sú sama, bækurnar sem þeir lesa þær sömu og aðferðirnar í raun þær sömu. Treystið ekki kommún- istum. .1 sextíu og tvö ár létust kommúnistar vera vinir Afganist- an. Sjáið hvernig þeir fara nú með þjóðina. Þeir hafa drepið eina til eina og hálfa miUjón, þrjár milljón- ir hafa flúið til Pakistan og rúm- lega ein milljón til Iran. Tilgangur- inn með blóðbaðinu er augljós: I fyrsta lagi að komast að olíulindun- um við Persaflóa, lífæð Vestur- landa, og i öðru lagi að ná undir sig auðlindum Afganistan. Við erum fátæk þjóð, þótt land okkar sé auðugt. Þar eru demaníar og gull, járn, olía og gas. NJ hafa þeir lagt gasleiðslu til Sovétríkj- anna, en við vitum ekki hvað þeir fá mikla orku úr henni, því að magn- mælirinn er handan sovésku landa- mæranna." Mohamed fór með félögum sínum til Osló þar sem voru vitnaleiðslur um pyntingar og aðfarir sovéska innrásarliðsins. „Er það rétt að þú hafir verið vitni að þessum pynting- um?“ spurðum við. „Þremur mánuðum eftir innrás- ina eða í mars 1980 fóru íbúar Kab- úl upp á þök húsa sinna og hrópuðu: Guð er góður. Þetta voru almenn mótmæli gegn hernámsliðinu og það brást illa við. Þúsundir al- mennra borgara voru sviptar frelsi. Með jarðýtum voru teknar fjölda- grafir og fólkinu smalað ofan í þær lifandi. Eftir að ég tók aftur til starfa í innanríkisráðuneytinu á vegum lögreglunnar gat ég fylgst með aðförunum sjálfur. Ég hafði góð sambönd innan lögreglunnar af því að ég hafði kennt svo lengi við lögregluháskólann. Það voru sendir 200 KGB-menn til starfa í innanríkisráðuneytinu. Þeir voru sérfræðingar I pynting- um. Fyrir innrásina voru hörð við- urlög við því í afgönskum lögum að beita fanga ofbeldi, 6 mánaða refsi- vist fyrir að neyða vitni til sagna með hótunum, 7 ára fangelsi fyrir að misþyrma vitni líkamlega og dauðadómur fyrir að myrða vitni í yfirheyrslu. Þessum lögum var stranglega framfylgt af afgönskum yfirvöldum en leppstjórn Kreml- verja nam þau úr gildi og pyntingar hófust í því skyni að neyða menn til sagna og til að segja frá frelsis- sveitunum. Ég fór einu sinni inn í herbergi þar sem komið hafði verið fyrir sjúkrarúmi eins og notuð eru við kvenlækningar. Þar lá grátandi kona með fæturna gleiða upp á fótabríkum, karl var grátandi og skjálfandi úti í horni. Það var verið að nauðga konunni að manni henn- ar viðstöddum. Þetta var hræðilegt, ég lokaði augunum af hryllingi." — Hverjir unnu ódæðið? „Afganskir kommúnistar að fyrirmælum sovéskra pyntinga- stjóra. Það voru 6000 menn f Kommúnistaflokknum í Afganist- an. Þeir hlýddu Sovétmönnum í einu og öllu, þessar skepnur. Þeir hleyptu rafmagni í fólk. Margir hjartveikir þoldu það ekki og dóu. Þeir notuðu kæligeymslur líkhúsa í kjöllurum spítalanna og smöluðu fólki inn í þær og létu það dúsa þar til að ná upplýsingum, þegar hræðslan var orðin viljanum og ættjarðarástinni yfirsterkari." ★ „Afganir eru seinþreyttir til vandræða, en sé ráðist inn í land okkar tökum við hraustlega á móti. Alexander mikli skrifaði móður sinni og sagðist aldrei hafa séð neina menn líka Afgönum. „Komdu heim,“ var svarið sem hann fékk. Bretar vita að við erum miklir her- menn, þeir urðu undir í þremur stórorrustum við okkur. Við erum ekki grimmir að eðlis- fari heldur glaðlyndir og listfengir. Þegar hipparnir lögðu leið sína til Afganistan fengum við kannski vont orð á okkur sums staðar á Vesturlöndum og af því fóru sögur að við tækjum illa á móti ferða- mönnum. Þetta er ekki rétt. Ég var á þessum tíma yfirmaður útlend- ingaeftirlitsins. Hipparnir lentu aldrei í vandræðum nema þeir gerðu eitthvað á hlut Afgana, ásældust konur þeirra eða brytu þvert á siðgæðishugmyndir okkar eins og með því að kyssast á al- mannafæri eða baða sig naktir við ár og vötn. Þetta særði blygðunar- semi fólksins og gegn slíku hátta- lagi var brugðist með refsingum. En þær voru ekki ómannúðlegar. Upp til fjalla má sjá vopnaða bænd- ur, oft illilega í innbyrðis erjum. Yfirvöld geta lítil afskipti haft af þeim, því að átökin eiga yfirleitt rætur að rekja til gamalla illdeilna og þjóðhættir krefjast þess að mis- gjörða sé hefnt jafnvel þótt það kosti hundrað ára ættaátök. Fyrir byltinguna 1978 komu að meðaltali 200 þúsund ferðamenn á ári til Afg- anistan. Sú tala sannar að það var með öllu hættulaust að heimsækja okkur. Við erum forn menningarþjóð. Tókum upp múhameðstrú fyrir 1400 árum. Trúin er ríkur þáttur í lífi okkar, en flestir okkar eru súnn- ítar og því öfgalausir — við erum ekki sama sinnis og shíitar, fylgj- endur Khomeinis. Sumir okkar að vísu en ekki meirihluti lands- manna, ég er súnníti." — Þú færð þér áfengi, máttu það? Mohamed brosir og glaðværð hans smitar út frá sér: „Spámaður- inn bannaði mönnum ekki að neyta áfengis — en hann vildi ekki að þeir yrðu drukknir. Um það vitnar Kór- aninn. Á þessu tvennu er mikill munur, ég kann að fara með vín. Ég er umburðarlyndur ( trúmálum,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.