Morgunblaðið - 26.06.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1983
35
signi mig þegar ég fer í kirkjur ykk-
ar kristinna manna, við þekkjum
spámennina Móses og Jesúm og
virðum þá. Það eru ekki margir
kristnir menn í Afganistan, en þar
eru Gyðingar sem fengu að iðka trú
sína. Við erum almennt öfgalausir í
trúmálum, en auðvitað finnast
strangtrúarmenn meðal okkar. Ég
er alls ekki í þeirra hópi.“
Hann fékk sér stóran vindil en lét
þess getið um leið að hann reykti
aidrei vindia frá kommúnistunum á
Kúbu og ekki drykki hann rússn-
eskt vodka. Síðan hélt hann áfram:
„Við tölum persnesku í Afganistan,
sömu tungu og Iranir og trúbræður
okkar innan landamæra Sovétríkj-
anna. Á fyrstu mánuðum hernáms-
ins sendu Kremlverjar hermenn úr
sovésku lýðveldunum næst við Afg-
anistan til að berjast við okkur.
Þeir gáfust fljótlega upp á því og nú
eiga þeir í erfiðleikum með múham-
eðstrúarmenn í Sovétríkjunum."
— Þið getið lesið ljóð Omar Kha-
yyám á frummálinu? spurði
Matthías.
„Já, við getum það. Ég kynntist
því vel á ferð minni um Bandaríkin
núna, hve mikill munur er á lifnað-
arháttum okkar og Bandaríkja-
manna. Við viljum njóta lífsins,
taka mikið á meðan við vinnum en
hvíla okkur frá hinu daglega amstri
þegar tími gefst til þess. I Ameríku
eru þeir alltaf á spani, þeir gefa sér
varla tíma til að borða. Og fyrirgef-
ið mér þótt ég segi það við ykkur
sem ég sagði við handarískan blaða-
mann: „Ef Sófía Loren kæmi til
Bandaríkjanna og fengi maga-
kveisu yrði meira sagt frá því í fjöl-
miðlunum en að Sovétmenn hafi
drepið meira en milljón Afgana."
Annars þarf ég ekki að kvarta
undan móttökunum í Bandaríkjun-
um. Við ræddum við fjölmarga og
ekki síst öldungadeildarþingmenn.
Á þeim veltur, hvort Bandaríkin
veita okkur þá aðstoð sem okkur
vantar. Reagan styður málstað
okkar, hann er góður forseti. Til að
standast ásókn kommúnista þurf-
um við vopn og þá helst vopn sem
duga gegn fallbyssuþyrlunum, þær
eru hættulegastar. Okkur vantar
ekki mannafla heldur vopn. Mest af
þeim vopnum sem við notum höfum
við tekið sem herfang."
★
— Hvað hafið þið grandað mörg-
um í innrásarliðinu?
„Ég tel, að við höfum fellt milli 30
og 40 þúsund."
— Þetta eru hærri tölur en áður
hafa verið nefndar.
„Já, þið gerið ykkur ekki grein
fyrir því hve marga hermenn
Kremlverjar hafa sent til Afganist-
an. Á Vesturlöndum er talað um að
í innrásarliðinu séu um 100 þúsund
hermenn, ég held að þeir séu nær
200 þúsundum, að minnsta kosti 180
þúsund. Þeir hafa drepið minnst
milljón Afgana, það þarf mikið lið
til þess. í hverjum skriðdreka er
átta manna áhöfn og við höfum
eyðilagt að minnsta kosti þúsund og
þar með fellt um 8000 menn, þið
sjáið að hér er um háar tölur að
ræða.“
— En þetta mikla mannfall hlýt-
ur að hafa áhrif á afstöðu sovésks
almennings?
„Þeir flytja líkin ekki heim nema
um mjög háttsetta menn sé að
ræða. Fólkið veit lítið sem ekkert
um það, hvað er að gerast. Ég hafði
sovéskan stríðsfanga í umsjá
minni, hann er nú f hópi fanga sem
við sendum á óhultan stað í Sviss.
Þetta var 19 ára piltur, foringi í
Rauða hernum. Hann kjökraði eða
grét hástöfum. Ég spurði hann,
hvers vegna þeir hefðu sent hann til
Afganistan. „Til að berjast við Am-
eríkana og Kínverja," sagði hann.
Hefurðu séð þá? spurði ég. „Nei,
Ameríkanar eru eins og risar og
Kínverjar neflausir og skáeygðir.
Ég hef ekki séð neina svo ljóta.“ Og
svo bætti hann við barnslegri
röddu: „Hvað er Coca Cola? Má ég
fá að smakka það?“ Ég spurði hann
hvað foreldrar hans hefðu gert þeg-
ar hann var kallaður í herinn. „Þau
grétu bæði og sögðust aldrei mundu
sjá mig aftur.“ Ég gat ekki annað
en kennt í brjósti um hann.“
— Heldur þú að hann vilji snúa
aftur heim til Sovétríkjanna?
„Nei, aldrei. Hann er sannfærður
um að þeir muni skjóta sig. Áður en
Rauði herinn réðst inn í land mitt
hættir ættu ekki við í Afganistan
og var hann lýstur stofnandi og
fyrsti forseti lýðveldisins Afganist-
an auk þess sem hann varð for-
sætisráðherra. Foringjarnir í hern-
um sem hann studdist við voru
flestir þjálfaðir í Sovétríkjunum. í
apríl 1978 gerðu svo kommúnistar
byltingu í Afganistan undir forystu
Tarakis, sem varð formaður bylt-
ingarstjórnarinnar og forsætisráð-
herra. Aðstoðarforsætisráðherrar
urðu Amin úr sama armi komm-
únistaflokksins og Taraki og Babr-
ak Karmal úr hinum armi flokks-
ins. Ekki leið á löngu þar til Karmal
var rekinn úr embætti og gerður að
sendiherra í Tékkóslóvakíu.
Taraki var síðan drepinn af Amin
og síðan drap Karmal Amin með
aðstoð Sovétmanna.
„Ég man það glöggt," sagði vinur
okkar Mohamed, „þegar Daoud og
fjölskylda hans voru drepin í for-
setahöllinni eða gömlu konungs-
höllinni. Herinn var sendur gegn
lífvörðum hans. Fótgönguliðið
megnaði ekki að brjótast inn í höll-
ina. Allt í einu birtust þrjár MIG-
orrustuþotur af sovéskri gerð og
köstuðu sprengjum á höllina og
hurfu síðan jafnskjótt og þær birt-
ust. Forsetinn hafði verið drepinn
með öllu sínu liði.“
— Voru þetta vélar úr afganska
flughernum?
„Nei. Ég stóð á svölum húss míns
í hæðunum fyrir ofan Kabúl, svona
í tveggja til þriggja kílómetra fjar-
lægð frá höllinni. Það var svona
eins og héðan og yfir að kirkjunni
þarna,“ sagði hann og benti á Hall-
grímskirkju. „Ég sá vélarnar vel og
kunningi minn úr flughernum var
hjá mér. Hann sagði að engir afg-
anskir herflugmenn hefðu getað
beitt vélum sínum með þessum
hætti. Orrustuþoturnar komu frá
flugvelli innan landamæra Sovét-
ríkjanna, þær voru sovéskar. Það
var sovéski sendiherrann sem
stjórnaði byltingunni gegn Daoud.
Hann kallaði á þoturnar þegar
hann sá að fótgönguliðinu mistókst
árásin.
Málum var þannig komið hjá
okkur að Sovétmenn voru búnir að
smeygja sér alls staðar inn. Þeir
lögðu sérstakt kapp á að fá sem
mestan fjölda af ungu fólki til náms
og innrætingar í Sovétríkjunum,
fyrst 400 á ári, síðan 600 og loks
800. Umsvifin í sendiráði þeirra
voru mikil, þar voru 700 manns á
sama tíma og það voru aðeins 4 í
sendiráði Afganistan í Moskvu.
Mér er sagt, að Sovétmenn hafi
marga í sendiráði sínu hér í
Reykjavík. Þið skuluð hafa gætur á
þeim. Þið þurfið að átta ykkur á því,
að þið eruð ekki miklu lengra í
burtu frá sovéska hernum en við,
hann er alls staðar hér í kring. En
þið eruð í NATO, við vorum hlut-
lausir og utan bandalaga og töldum
okkur trú um að með einhvers kon-
ar jafnvægislist myndum við geta
lifað í sátt og samlyndi við hinn
volduga nágranna. Kremlverjar töl-
uðu líka bara um viðskipti, frið og
vináttu þegar þeir ræddu við okkur.
Auðvitað viljum við leysa deiluna
með friðsamlegum hætti, en við
viljum einnig vera frjálsir í landi
okkar. Það verðum við ekki á meðan
sovéski herinn er þar eða leppar
Kremlverja. Við munum berjast
þar til yfir lýkur, við vitum að bar-
átta okkar þrýstir á samninga en
við sættum okkur ekki við samn-
inga sem skylda okkur til ófrelsis."
— Hvað getum við íslendingar
gert ykkur til hjálpar?
„Þið getið veitt okkur stuðning á
alþjóðavettvangi eins og í Samein-
uðu þjóðunum. Þið getið styrkt
okkur fjárhagslega, sent okkur
hjúkrunargögn, fatnað og mat. En
síðast en ekki síst getið þið styrkt
okkur með því að standa vörð um
eigið frelsi og sjálfstæði. Bendið
fólki á þær hörmungar sem við
megum þola af því að við sættum
okkur ekki við ófrelsið. Við urðum
fórnardýr miskunnarlausrar
grimmdar. Standið öflugan vörð
gegn útsendurum heimskommún-
ismans og sýnið varkárni í sam-
skiptum við Sovétríkin."
Það féll skuggi yfir andlitið á Mo-
hamed Ayub Assil, eins og svart
tjald væri dregið á milli okkar, þeg-
ar við kvöddum hann í sólbjartri
nóttinni og hann hafði faðmað
okkur að sér með kveðjunni: „Hitt-
umst í frjálsu Afganistan!“
Afganskir frelsishermenn í janúar 1980.
Leiðtogar fimm frelsissveita Afgana. Frá vinstri til hægri: Gulbuddin Hikmatyar, Mohamed Nabi Mohammadi,
Burhanuddin Rabbani, Ahmad Galani (leiðtogi hreyfingar Mohamed Ayub Assil) og Sebqatullah Mojadedi.
var ég þeirrar skoðunar að hann
væri öflugasti her heims. Ég sé nú,
að í því efni var ég fórnarlamb
dýrðaróðs Kremlverja um Rauða
herinn. Innan hans hafa menn lftið
baráttuþrek, þeir eru huglitlir, illa
að sér og ekki miklir.bardagamenn.
Ef frelsissveitum okkar tekst að
granda einum skriðdreka af 10 eða
20 sem sækja fram í röð fyllast
áhafnir hinna skelfingu, stöðva,
opna lúgurnar og leggja á flótta.
Þetta hefur oftar en einu sinni
gerst.
Berið baráttuandann hjá Sovét-
mönnum bara saman við þrek
okkar manna sem ráðast jafnvel á
skriðdreka með hnífum eða laumast
að þeim með Molotov-kokkteila.
Okkur vantar ekki menn til að berj-
ast fyrir frelsi Afganistan, okkur
vantar vopn.“
— Beita Sovétmenn efnavopnum
í Afganistan?
„Við teljum að svo sé. Við höfum
fundið lík frelsishermanna án
áverká, hins vegar höfum við ekki
aðstöðu til þess að mæla eiturmagn
á bardagasvæðinu. Okkur væri
kærkomið ef alþjóðlegir aðilar
tækju að sér að afla afdráttar-
lausra upplýsinga um þennan þátt
stríðsins.
En gerið ykkur grein fyrir því að
Sovétmenn láta sér ekki nægja að
drepa mannfólkið. Þeir ráðast á
húsdýr og brenna akra í von um að
svipta frelsissveitirnar þar með
lífsviðurværi og fiæma íbúa ein-
stakra héraða á brott. í Kabúl
bjuggu um 700 þúsund manns þegar
innrásin var gerð, nú er Hklega um
1 milljón manna þar, því að svo
margir hafa flosnað upp í sveitum.
Við ráðum 80% af Kabúl eins og af
landinu öllu. Við höfum þrisvar
sinnum ráðist á sovéska sendiráðið
í borginni. En við höldum aftur af
okkur í Kabúl til að draga úr hætt-
unni fyrir óbreytta borgara. Lepp-
ræðst við og sá þar að Gailani seg-
ist vera afkomandi Múhameðs
spámanns og stundaði viðskipti
fyrir innrásina. í greininni kom
fram, að Gailani er í nánum tengsl-
um við hinn landflótta konung.
Mohamed Zahir Shah varð kon-
ungur ungur að árum 1933 eftir að
faðir hans hafði fallið fyrir hendi
morðingja. Fram til ársins 1953
stjórnuðu frændur konungs í hans
nafni og 1953 varð einn þeirra, Mo-
hamed Daoud, sem jafnframt var
giftur systur konungs, forsætis-
ráðherra. Gegndi hann því embætti
til 1963. Konungurinn beitti sér
fyrir því að sett var ný stjórnarskrá
1964 og fóru fram frjálsar kosn-
ingar samkvæmt henni 1965 og
1969. En til hinna þriðju sem fram
áttu að fara 1973 kom ekki, því að
Daoud, fyrrum forsætisráðherra,
gerði friðsama stjórnarbyltingu
það ár með aðstoð hersins. Taldi
Daoud að lýðræðislegir stjórnar-
Kortið sýnir hnattstöðu Afganistan.
stjórnin reynir að hræða almúgann
til andstöðu við okkur og segir
okkur miskunnarlausa. Þetta er
ekki rétt, en við erum hins vegar
hugrakkir.
Þeir reyndu að bæta sér upp
dugleysi Rauða hersins með því að
ná í 5000 kúbanska hermenn á ár-
inu 1980. í fyrsta stórbardaga
þeirra við frelsissveitirnar féllu
3000 Kúbanir. I Afganistan eru um
2000 búlgarskir hermenn og líklega
um 1200 Víetnamar. Þá hafa Tékk-
ar verið settir Iögreglunni til höf-
uðs. Við erum því í stríði við fleiri
en Sovétmenn eina.“
★
Mohamed Ayub Assil talaði hlý-
lega um Mohamed Zahir Shah,
fyrrum konung Afganistan, sem nú
er búsettur á Ítalíu. Hann sagðist
hafa hitt hann í upphafi ferðar
sinnar og hreyfing sin innan frels-
issveitanna væri hlynnt konungi, en
þær eru það ekki allar og hefur það
tafið fyrir samstarfi þeirra og einn-
ig hitt að sumar eru frjálslyndar í
trúmálum en aðrar ekki. „En við
störfum saman í bandalagi," sagði
Mohamed. „Mín hreyfing, National
Islamic Front of Afghanistan, Þjóð-
fylking múhameðstrúarmanna, er
öfiugasta hreyfingin. Leiðtogi
okkar er Pir Said Ahamed Gailani."
Ég fletti upp í grein um þessar
ólíku fylkingar eftir að við höfðum