Morgunblaðið - 26.06.1983, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1983
43
verða þyrstir, já, þá hættir þeim'
til að drekka of mikið í einu og þá
er þeim hætt við ofkælingu. Mað-
ur má aldrei gleyma þeim. Ég tók
eftir því í haust að þeir fóru fljót-
lega að híma ef eitthvað var að
veðri og þá varð maður að taka þá
inn. Fyrst eftir að þeir komu til
mín þorði ég ekki að hafa þá lausa
saman en það kom mjög fljótlega í
ljós að það var hægt að treysta
þeim og hafa þeir verið saman í
allan vetur þangað til bara núna
nýlega að ég skildi þá að, því
Hrafninn var svolítið vondur við
Þátt og það er líka að koma vor-
hugur í þá.“
Er aimennt hugsað nógu vel um
stóðhesta?
„Alls ekki, nei, og það vantar
mikið upp á. Öllum stóðhestum er
nauðsynlegt að hafa skjól seinni
part sumars og á haustin. Á sumr-
in svitna þeir mikið þegar þeir eru
í hryssunum og þeir éta ekki nóg
því það er mikið að gera við að
bæði passa hryssurnar og svo
náttúrulega að sinna þeim. Ef vel
ætti að vera þyrfti að taka þá allt-
af inn þegar iila viðrar og þá gefa
þeim eitthvað. Ég gaf Þætti gras-
köggla i sumar sem leið. En hins
vegar held ég að varasamt sé að
gefa þeim mikinn fóðurbæti og
reyna ber að hafa sem allra
minnstar sveiflur í fóðrun allt árið
um kring. Maður þarf að vaka yfir
svona hesturn."
Næst báðum við Ottó að reyna
að lýsa persónuleika þessara
tveggja höfðingja.
„Hrafn er mikill persónuleiki.
Þetta er mesti höfðingi sem ég hef
umgengist, en ekki datt mér það í
hug að ég ætti eftir að upplifa það
að fá að klappa þessum grip hvað
þá að hafa hann hjá mér og kynn-
ast honum. Þáttur er þessi yndis-
legi heimilishugljúfi, allra með-
færi í umgengni. Þetta eru frekar
ólíkar persónugerðir en báðir eru
þeir yndislegir hvor á sinn hátt.
Mér er sýnt mikið traust og heiður
að vissu leyti með því að hafa
þessa hesta hér, því ég fæ tæki-
færi til að kynnast þessum hestum
sem mest er ræktað undan þessa
stundina."
Og að lokum, Ottó?
„Ja, ég vona bara að þeir lifi það
af að vera hjá mér.“
Að þessu loknu var farið í
hesthús og kom það blaðamanni
svo sem ekki á óvart að klárarnir
litu vel út og ekki var hægt að sjá
nokkur merki um að hér væru
heysjúkir hestar á ferð því hvorki
bar á náradrætti eða hósta sem
eru ytri einkenni heymæðinnar.
Þessu næst voru gæðingarnir
myndaðir í bak og fyrir og meðan
á því stóð var Ottó spurður af
nærstöddum hvað hann væri með
margra krónu virði þarna í hönd-
unum: „Ég veit það ekki, elskan
mín. Ég er löngu hættur að hugsa
um verðgildi síðan verðbólgan fór
af stað.“
Og með þeim orðum kveðjum
við Viðvíkur-höfðingjana þrjá.
VK
„Það fylgdi því ákveðinn virðu-
leiki að kalla þetta Reiðskóla ís-
lands, en annars finnst mér það
ekki skipta meginmáli hvort ríkið
sæi um reksturinn eða einstakl-
ingar. Þó þetta yrði ríkisrekið er
ekki þar með sagt að ekki mætti
láta skólann bera sig.“
Nú hefur þú stundað þessa reið-
kennslu í tíu ár, ertu ekki orðinn
þreyttur á þessu?
„Maður þreytist þegar tekið er
hvert námskeið á fætur öðru, en ef
maður lætur líða smátíma á milli
þá er þetta í lagi. Þetta býður upp á
fjölbreytni, en hinsvegar verður
maður að gefa sig allan í þetta ef
árangur á að nást.“
Þegar svo Reynir var í lokin
spurður hvort hann stefndi á Evr-
ópumót og þá með hvaða hesta
hann ætlaði að reyna varð hann
ábúðarfullur á svip en sagðist þó
búast við að hann reyndi við úrtök-
una og í sigtinu væru tveir hestar,
báðir fimmgangshestar og meira
var ekki gefið upp.
RIKIR VIÐ BROTTFORINA 29. JUNI.
ROBERT ARNFINNSSON
verður um borð enda stendur mikið tii:
ÞÝSKALANDS - OG AUSTURRIKISFÖR undir stjórn Róberts Arníinnssonar.
Farskip hí stendur fyrir hdlísmdnaðar íerð um marga dýrðlegustu staði
þessara landa. Far með ms Eddu og rútubíl og gisting
í 2ja manna herbergjum alla leið kostar aðeins kr.:
15.900
Meðal viðkomustaða má nelna:
Bremerhaven, Hannover, Göttingen, Nurnberg, Múnchen, Salzburg,
Neuschwanstein kastala, upptök Dónár, Schwartzwald (svörtu skóga),
Baden-Baden, Heidelberg, Rúdesheim (hinn rómantíska Rínardal).
Til að komast í þessa dýrðlegu íerð með heimamanni
(hann Róbert okkar er ekki alíslenskur, eins og þið vitið)
þarí að panta þátttöku hjá Farskip hí, Aðalstrœti 7, sími 25166.
Þessutan:
RÓBERT ARNFINNSSON treður upp
á leiðinni úr landi og skemmtir öllum íarþegum skipsins.
ÞJÓÐLAGAKVARTETTINN HRÍM er enníremur um borð.
Þeim íarþegum sem ekki œtla
að verða eítir erlendis bendum við á tvo góða kosti:
1. Hringíerð með skipinu. Lúxuslíí í eina viku og engin þörí íyrir
erlendan gjaldeyri. Fargjald kr. 9.110.
2. Tveggja daga verslunar- og skemmtidvöl í Newcastle á góðu hóteli.
Fargjald og gisting kr. 8.800.
Ameðan skreppur Eddan til Bremerhaven og til baka.
I /1 fbragðsgoð QrciösluKjör FAfíSKIP
AÐALSTRÆTI 7 REYKJAVÍK SÍMI 2 5166
fHm^punÞIðiÞIÞ
Gódan daginn!
VK