Morgunblaðið - 26.06.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.06.1983, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1983 ORION AIKAUSKEMMDUM Conservado 70 er vopn gegn alkalískemmdunum í steinsteypu. Conservado 70 er Silan efni sem borið er á yfirborð steyptra veggja. Conservado 70 rýfur hárpípukraftana í steypunni, þanmg að hún hrindir vatni frásér. Conservado 70 hleypir út þeim raka sem fyrir er í steypunni. Conservado 70 myndar ekki himnu utan á flötinn. Conservado 70 er áhrifameira og endingarbetra en silikon. Conservado 70 er reynt og prófað af Rannsóknarstofu byggingariðnaðarins. Conservado 70 er ódýrari og aðgengilegra en flestar aðrar aðferðir gegn alkalískemmdum í steinsteypu J.ÞORLÁKSSON OC NORÐMANN H.F Ármúla 40 — simi 838 33 fHgygmiftlaftift Áskríftarsíminn er 83033 Enginn gráhærð- ur strengur Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Nýgræðingar í Ijóðagerð 1970—1981 Ljóðasafn Eysteinn Þorvaldsson valdi efnið og annaðist útgáfuna. Iðunn 1983. Skáldskapinn í lífinu nefnir Eysteinn Þorvaldsson formála sinn fyrir ljóðasafninu Nýgræð- ingar í ljóðagerð 1970—1981. Formálinn er að mörgu leyti góð skilgreining á verkum yngstu skálda. Þannig segir til dæmis um stíl skáldanna: „Stíllinn er fjölbreyttur og sundurleitur í ljóðum nýgræð- inganna, ekki aðeins þegar á heildina er litið, heldur líka í ljóðagerð einstakra skálda. Mælska og frásögn er talsvert áberandi og ekki nærri eins mikil tilhneiging til miðleitni eða sam- þjöppunar og hjá skáldakynslóð- um á undan. Víða um lönd hafa skáld leitast við að „opna“ ljóð sín hin síðari ár. Einkum hefur mörg- um ungum skáldum fundist „opið ljóð“ henta boðskap sínum og reynslu betur en torskilin fram- setning eldri módernista þar sem myndhverfingin var höfð í háveg- um. Pólitísk afstaða þessara skálda krefst skynsemi, raunsæis og gagnrýni fremur en tilfinninga I Ijóðum. Sum þeirra hafa á þenn- an hátt viljað gera upp við mód- ernismann sem þau telja einangra skáldin frá almenningi. Myndmál er samt sem áður ríkulegt hjá mörgum þessara skálda og aukin mælska hefur sjaldnast orðið á kostnað þess. Myndhverfingar eru tiltölulega færri en áður en öflugir myndhverfingasmiðir eru samt í hópnum. Helstu nýjungar í myndmálinu eru nýstárlegir myndliðir líkingamáls, gjarnan sóttir í margauglýstan og ásækinn veruleika neyslusamfélagsins og í hversdagslega tilveru. Þetta hefur gefið ungskáldunum færi á ferskri og markvissri íróníu, hver svo sem áhrif hennar verða þegar til lengdar lætur. En það skiptir ekki höfuðmáli; þessum skáldskap er ætlað að ná til okkar strax en ekki að upphefjast til sígildrar fagur- fræði í heimi sem er á heljar- þrörn." Eysteinn Þorvaldsson skiptir ljóðunum í flokka „eftir megin- áherslum í yrkisefnum". En eins og hann segir skarast flokkarnir á ýmsa vegu, „t.d. er stundum ekk- ert bil milli sjónarmiða og ádeilu og sum ljóðin eiga í rauninni heima í báðum þessum flokkum. Ekki fer það heldur í launkofa að skýr hneigð er í mörgum þeim ljóðum sem fjalla um vinnulífið í kaflanum „Dagsins önn“.“ Ekki fer Eysteinn nánar út í það hvað hann á við með orðalaginu skýr hneigð. En í framhaldi þessarar fullyrð- ingar er yfirlýsing í formálanum sem kemur kannski ekki á óvart, en mér þykir hæpin í þessu sam- bandi: „Varðandi flokkun ljóðanna og lffsviðhorfin í þeim er rétt að taka fram, að ung og lítt þroskuð skáld yrkja nú sem fyrr mikið af sjálf- lægum ljóðum sem gjarnan eru hlaðin bölsýni og kvöl þó að þján- ingarnar sýnist ekki ósviknar. Slík ljóð eru að sjálfsögðu ekki birt hér. Ég tel að hin þroskaðri við- horf og meðvituð afstaða skáld- anna komi fram f ljóðum þessarar bókar.“ Slík Ijóð eru að sjálfsögðu ekki birt hér skrifar Eysteinn Þor- valdsson, en engu að síður telur hann „markmið ljóðasafnsins" vera „að sýna heildarsvip og meg- ineinkenni bestu ljóða nýrra skálda á næstliðnum áratug“. Hvernig er unnt að sýna megin- einkenni með þvf að sleppa sjálf- lægum Ijóðum sem mikið er ort af? Hefði ekki verið hægt að velja í safnið einhver sýnishorn þessara ljóða á sama hátt og birtir eru söngtextar eftir þá Megas og Bubba Morthens? Mér þykir það til dæmis miður að aðeins eitt skáld úr Medúsu- hópnum, Sjón, skuli eiga ljóð f safninu. Hvað um þá Matthías Sigurð Magnússon, ólaf Jóhann Engilbertsson og Þór Eldon? Með- al höfunda sem ég sakna einnig, eru ólafur Gunnarsson, Bjarni Bernharður Bjarnason, Leifur Jóelsson og Paul Cocaine (Pálmi Örn Guðmundsson). Vafamál hlýtur það að teljast að birta í safninu Ijóð eftir höfunda sem enn hafa ekki sent frá sér Ijóðabók. Einnig hlýtur það að orka tvímælis hve sumir eru ræki- lega kynntir: Einar Már Guð- mundsson, ólafur Haukur Símon- arson, Pjetur Hafstein Lárusson, Sveinbjörn I. Baldvinsson Ingibjörg Haraldsdóttir Birgir Svan Sfmonarson, Pétur Gunnarsson, Sigurður Pálsson. Flest þessara skálda eru vel gjald- geng og rúmlega það, en færri sýnishorn eftir þau hefðu nægt til að gefa lesendum hugmynd um viðfangsefni þeirra og ljóðstíl. Ég get heldur ekki neitað því að sum skáld sem Eysteinn Þorvalds- son telur til nýgræðinga eru varla í þeim hópi lengur, heldur hafa þau sent frá sér bækur sem vitna um nokkurn þroska. Ég nefni Sig- urð Pálsson, Steinunni Sigurðar- dóttur, Anton Helga Jónsson, Birgi Svan Símonarson, Einar Má Guðmundsson, ólaf Hauk Sím- onarson, Stefán Snævarr, Þórarin Eldjárn og Sveinbjörn I. Bald- vinsson. Raunar þykir mér sá síð- astnefndi fá of Iítið pláss í bók- inni. Af því að birt eru ljóð eftir skáld sem aldurs vegna eiga naumast heima með yngstu skáld- um, tel ég misráðið að' Hrafn Gunnlaugsson skuli ekki vera með, en hann gaf út tvær bækur á tímabilinu: Ástarljóð (1973) og Grafarinn með fæðingartengurn- ar (1976). Lengi mætti reyndar halda áfram að gagnrýna verk Eysteins Þorvaldssonar, en hér verður látið staðar numið. Vissu- lega ráða viðhorf og smekkur Eysteins för og honum hefur orðið að þeirri ósk sinni að ljóðasafnið „sýni fram á að engu þarf að kviða um framtíð íslenskrar Ijóðagerð- ar“. Uppgjör ungra skálda við kvæði hins þjóðlega skóla og sömuleiðis módernisma atómskáldanna er augljós í Nýgræðingum í ljóða- gerð. í upphafsljóði bókarinnar segist Einar Már Guðmundsson vera orðinn leiður „á þjóðlegum kvæðum um fjöll og firði“; hann segir ennfremur: „sólin vorið og jöklarnir mega vera í friði.“ Síðar í ljóðinu er talað fyrirlitlega um að „halda áfram að skjóta örvum af gráhærðum streng atómskáld- Sigurður Pálsson anna“. Það er von að ljóðið svari skáldinu: „Þú ert að djóka eða hef- urðu yfirgefið mig.“ Skáldin eru flest dæmigerð borgarbörn, en yrkja þó með sín- um hætti um sveit og náttúru. Einn kafli bókarinnar nefnist Ættjörð og náttúra. í honum er ljóð eftir Pétur Gunnarsson, Landsýn, þar sem háseti líkir landinu við „stóran kúk“, en skáld- ið talar um land sitt og andvarpar: „einhversstaðar í öllu þessu grjóti á ég heima.“ í Sprengisandi virðist Sigurður Pálsson alls ekki kunna því illa að sjá „stráin falla fyrir blaðsins egg / um bárðardal allan“ og það sem meira er: „og vofur nítjándualdarskálda / kankvísar á vappi milli hóla / í sólinni." í Dettifossi lýsir Anton Helgi Jónsson að önnur vatnsföll hafi snert hann dýpra, þ.e.a.s. lekur krani: „Ég skoða víðfræg fjöll og ástsæla fossa / en hugsunin renn- ur í farvegi upprunans / borgarið- unnar / og fuglunum læt ég það eftir / að yrkja lofsöngva utan vegar.“ Anton Helgi á eitt skemmtilegasta ættjarðarljóðið í bókinni, sennilega á það að skoð- ast sem stórpólitískt líka. Ljóðið er Rain at Thingvellir: I Kejkjavik Hkreió hundurinn undir nóf* tók ekki í mál Hetjmnt og heikui með framlöppinni Sonurinn brást Ifka neitadi ad synfU* fyrir útlenska manninn ojj bér — bér rtlar ad vera uma þrjóskan ... ó Kodachrome-ÍHland ónkalandió hvar ert þú? Líkur tónn er i kaflanum Sam- skipti þar sem Sveinbjörn I. Bald-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.