Morgunblaðið - 01.07.1983, Síða 23

Morgunblaðið - 01.07.1983, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1983 55 Mikils höfum við ís- lendingar farið á mis Launþegi skrifar: „Haukur Helgason hagfræð- ingur skrifar grein í Morgun- blaðið 15. júní sl. undir fyrir- sögninni Verðbólgan og stjórn Seðlabankans. Þar er ekkert smátt sagt: Ákæra á stjórn bankans fyrir það, að hún „ ... eigi mjög drjúgan þátt í þeirri verð- bólgu sem þrúgað hefur okkur fs- lendinga um langt árabil og aldrei meira en nú um stundir." Þetta er honum sjálfu ljóst, enda er næsta málsgrein: „Ég geri mér ljóst að með þessum orðum er mikið sagt, að í þeim felst mikil ákæra á hendur stjórn bankans." Jæja. Mikils höfum við íslend- ingar farið á mis, að njóta ekki frekari forsjár slíkra manna sem Hauks Helgasonar í fjárhags- og öðrum þjóðfélagsmálum. Hætt er við, að eitthvað fölni sól Jó- hannesar Nordal við ádrepu þessa, enda er hann rækilega tekinn á kné og rassskelltur, og er samkvæmt þessu einn af meg- in bölvöldum þjóðarinnar. Ekki kæmi þeim, er þetta skrifar, á óvart, þótt Jóhannes legði ekki í að svara greininni. Allir íslendingar þekkja Jó- hannes Nordal. En hverjir þekkja Hauk Helgason? Jú, flestir eldri Reykvíkingar vita á honum deili, sérstaklega þeir, sem skipta eða skipt hafa við Út- vegsbankann. Þar vinnur hann, hefur góða framkomu og vill hvers manns vanda leysa. En hversu mikil hagfræðileg áhrif hann hefur í bankanum er ekki að fullu ljóst, enda kemur það málinu ekki beint við. En eitt er víst, að Haukur er mikill að- dáandi þess hagkerfis og stjórn- arfars, sem kennt er við austan- járntjalds-löndin, enda talinn kommúnisti. En hann á fleira gott í fari sínu. Hann er formað- ur íslensk-pólska menningarfé- lagsins, og hann skrifaði grein (í Morgunblaðið) 21. júlí 1981: „Lít- il hugleiðing um Pólverja í til- efni af þjóðhátíð þeirra 22. júlí“. Þar lýsti hann ágæti Pólverja og hinni glæstu framtíð þeirra, og flogið hefur fyrir, að framhald þeirrar sögu muni koma í Morg- unblaðinu á næsta þjóðhátíðar- degi þeirra, 22. júlí 1983. Og von- andi er, að íslendingar verði eitthvað sáttari við hina pólsku söguskýringu hans þá en síðast. En það er Haukur og hagfræð- ing sem hér skipta máli. Hann telur vexti, og líka verðtryggingu fjár, óbærilega fyrir lántakend- ur. Þetta er rétt. En af hverju yrðu greiddir vextir, ef spari- fjáreigendur gætu ekki að ein- hverju marki tryggt fé sitt í lánastofnunum? Vill Haukur Helgason lána sparifé sitt með aðeins 25—50% vöxtum í 75—125% verðbólgu? Nei, hann mundi aldrei gera það, heldur eyða sínu fé meðan einhverjar líkur væru fyrir því, að hann fengi fyrir það svipað verðgildi og þegar hann vann fyrir því. Haukur birtir með grein sinni skýringarmynd tekna úr árs- reikningum Eimskipafélags ís- lands, þar sem sýnd er skipting ýmissa útgjalda. Um skiptingu þessa segir hann. „Eins og sést á myndinni nam launakostnaður 11% af heildarútgjöldum félagsins, en fjármagnskostnaðurinn — vext- irnir nam 12%.“ það þarf mikil óforskömmug- heit til þess að bjóða fólki upp á þetta. Er þetta þekkingarleysi? Eða er ætlast til þess, að við lesendurnir séum svo heimskir, að við gleypum við þessu? Hauk- ur tekur aðeins 23% af gjöldum Eimskips og notar það sem for- sendur fyrir dómi sínum. En hvað með hitt? Rekstrargjöld vöruafgreiðslu 10%, sölu- og stjórnunarkostnaður 6%, við- hald, viðgerðir og rekstrarvörur 5%, lestun, losun, hafnargjöld og gámakostnaður 20%, ýmis gjöld 9%. Þetta gerir 50% af rekstr- argjöldum. Skyldu engir launa- liðir vera þar? Þá eru eftir: brennsluolía 11%, afskriftir skipa 5%, skipaleiga 8% og önn- ur gjöld 3%. Sleppum nú allri hagfræði, en látum almenna skynsemi ráða. Og þá vaknar spurningin: Dettur nokkrum heilvita manni í hug, að launakostnaður Eimskipafélags ís- lands sé ekki nema 11% af heildar- útgjöldunum? Sá er þetta ritar, veit ekki hve mikill hann er; það kemur ekki fram á myndinni. Fjármagnskostnaður getur líka verið meiri en 12%. En eitt er víst, að Hauki Helgasyni er ekki mjög annt um lærdómstitil sinn, að hann skuli láta slíka grein frá sér fara. Hún gæti þótt góð í Póllandi við núverandi aðstæð- ur, en ekki á íslandi. En Haukur kemur víðar við. Hann birtir einnig súlurit: „Samtals skerðing verðbótavísi- tölu frá 1. des. 1978: nálægt 50%.“ Þar eru samtals 14 skerð- ingar til 1. mars 1983. Ekki segir hann berum orðum, að þetta sé 50% raun-tekjuskerðing, þótt draga megi þá ályktun af fram- setningunni. Hitt er annað mál, hvort það hafi verið nokkur skerðing, vegna þeirra aðgerða, heldur aðeins vörn gegn enn meiri skerðingu. Eða voru hans samflokksmenn, sem að mörgum skerðingunum stóðu, sömu ill- mennin gagnvart alþýðunni og þeir hinir? Best mun vera að láta hagfræðingum eftir að reikna það út, en þar mun engin austantjalds-hagfræði koma að notum.“ Getur hver sem er fengið byssuleyfi? Þessir hringdu . . . Skipulegri og aðgengilegri fast- eignaauglýsingar Sigríður Helgadóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég er að leita mér að íbúð og þykir mjög bagalegt, að í fasteignaauglýsingunum, sem eru miklar og margar, skuli ekki nærri alltaf vera tiltekin stærð og herbergjafjöldi. Ég þarf að finna 3ja herb. íbúð, en mér finnst afar erfitt að leita í öllu þessu kraðaki, mér finnst það allt í einum hræri- graut. Einstaka fasteignasali heldur þessu þó sér, tveggja herb. íbúðirnar fyrst og svo koll af kolli. Ég er viss um, að það yrðu fleiri fegnir en ég, ef allir söluaðilar tækju upp fyrrnefnt fyrirkomulag. Það er svo miklu skipulegra og að- gengilegra fyrir viðskiptavin- ina. Elín H. Jónsdóttir, Egilsstöðum, skrifar: „Kæri Velvakandi. Ég vil gjarnan láta í ljós skoðun mína varðandi frétt, sem ég las í Morgunblaðinu föstudaginn 24. sl. Fréttin var um fýla, sem voru skotnir á hreiðrum sínum í Reykj anesfólkvangi. Þar höfðu tveir skotglaðir menn svalað drápsfýsn sinni með því að skjóta þessi dýr, sem eru friðuð á varptíma, eða frá aprílbyrjun til ágústloka. Frétt þessi fyllti mig viðbjóði. Hvað gengur þessum mönnum til? Af hverju eru þeir látnir ganga lausir? Hvers konar löggæsla er þetta? Nú er ég á móti fangelsum, en svona karlar, sem eru bara að skjóta til að drepa, ættu svo sann- arlega að fá hirtingu. Ég spyr: Getur hver sem er fengið byssuleyfi á íslandi? Eða hvers er krafist? Með þökk fyrir birtinguna." Fleiri barnaþætti Anna skrifar: „Ég heiti Anna og skrifa fyrir mig og Ragnhildi og Stebba og við viljum fleiri barnaþætti í sjón- varpið, að minnsta kosti fimm þætti í viku. Ragnhildur er 3 ára og Stebbi er 8 ára og ég er 6 ára.“ GÆTUM TUNGUNNAR Auglýst var: Þessi vara er sérstaklega framleidd fyrir þig- Réttara væri: ... framleidd handa þér. (Ath.: ... framleidd fyrir þig ætti fremur að merkja ... til þess að þú þurfir ekki að framleiða hana sjálf(ur). N HAGSTÆTT er heimafengið öl ÁMAN ÁRMÚLA 2 1 / Góa hf. — Sumarfrí Viðskiptavinir ath. að verksmiöja okkar veröur lokuð vegna sumarleyfa frá 8. júlí—15. ágúst nk. Vinsamlegast athugið aö gera pantanir yðar í tíma. Góa hf., sælgætisgerð, sími 53466 og 53467. Síðumúla33 simar 81722 og 38125 Framdrifslokur - Aflstýrl - Litað gler - Rúllubeltl - upphltuð afturrúða - Þurrka og vatnssprauta á afturrúðu - o.m.fl. Verö frá kr. 514.000

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.