Morgunblaðið - 02.07.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.07.1983, Blaðsíða 1
48SIÐUR OGLESBÓK 147. tbl. 70. árg. LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Mogena Glistrup í ræðustól á danska þjóðþinginu í gær, eftir að þingheimur hafði sampykKt meo mikiura meinhluta að svipta hann þinghelgi og reka hann af þingi. Við munum sigra að lokum Ný fiskveiði- deila hjá EBE Brussel, 1. júlí AP. ÞRÁTEFLI skapaðist enn á ný í dag í fískveiðimálum á milli þeirra 10 landa, sem aðild eiga að Efnahagsbandalagi Evrópu, en ekki eru nema 5 mánuðir liðnir síðan samkomulag náðist milli þeirra á þessum vettvangi. Deilan, sem nú er komin upp, stafar af því að Danir hafa snúizt öndverðir við öllum tillögum um að Norðmenn fái að veiða sfld innan þess svæðis í Norðursjó, sem tilheyrir EBE. Áður hafði Norðmönnum verið leyft að veiða 3.500 tonn, en með því skilyrði, að síðar næðist samkomulag um árlega veiðiheimild þeirra. Norðmenn hafa þegar veitt upp í gildandi veiðiheimild sína, en Framkvæmdaráð EBE hafði í aðalatriðum náð samkomulagi um 31.000 tonna veiðiheimild til handa Norðmönnum á þessu ári. En síðan náðist ekki samkomulag innan ráðsins um hvernig skipta skyldi öðrum veiðiheimildum, sem nema 84.000 tonnum, milli aðild- arlanda EBE. Síldveiðar hafa ver- ið bannaðar í Norðursjó sl. fimm ár til þess að síldarstofninn þar næði sér á ný, og hófust þessar veiðar fyrst að nýju í maí sl. og þá með takmörkunum. Nýr fundur innan Framkvæmdaráðsins er fyrirhugaður 11.-12. júlí nk. hrópaði Glistrup, eftir að hann hafði veríð rekinn af þirígi Kaupmannahofn. I. júlí. AP. „VIÐ MUNUM sigra að lokum," hrópaði Mogens Glistrup, leiðtogi Framfaraflokksins, úr ræðustól á danska þjóðþinginu í morgun, eftir að þingið hafði samþykkt að reka hann af þingi með 128 atkvæðum gegn 22. Hljóðaði þingsályktunin á þann veg, að „Glistrup væri þess ekki verðugur að eiga sæti á Þjóðþinginu". Þessi brottrekstur Glistrups af þingi á sér stað 9 dögum eftir að Hæstiréttur Danmerkur hafði fundið hann sekan um stórfelld skattsvik og dæmt hann til þriggja ára fangelsisvistar og í einnar millj. d.kr. sekt. Ennfremur var hann sviptur lögmannsréttindum ævilangt. Glistrup kom fyrst fram að marki í dönskum stjórnmálum árið 1971, er hann stofnaði Framfara- flokkinn og tilkynnti, að hann, sem væri milljónamæringur, hefði ekki greitt tekjuskatt árum saman með því að koma upp neti fyrirtækja Lítill árang- ur í sáttaum- ræðum PLO Damaskus, 1. júlí. AP. UPPREISNARMENN innan Frelsisfylkingar Palestínuaraba (PLO), kunngerðu í dag, að þeir hefðu hafnað þeim sáttaumleit- ununi sem fram hefðu komið til þess að leysa deilur þeirra og Yasser Arafats, leiðtoga PLO, en lýstu sig fylgjandi allri við- leitni, sem borin væri fram af einlægni til þess að leysa þau deilumál, sem komin væru upp innan PLO. „En lausnin verður ekki fundin utan PLO heldur innan hennar," sagði Abu Khaled, talsmaður PLO, í kvöld. eingöngu í því skyni að komast hjá að greiða skatta og að með þessum hætti hefði hann sparað sjálfum sér og skjólstæðingum sínum stórfé. Þeir, sem greiddu atkvæði gegn því að Glistrup yrði rekinn af þingi, voru 15 þingmenn Framfaraflokks- ins, en einnig þingmenn úr flokki vinstri jafnaðarmanna og Sósíal- íska þjóðarflokknum. Rökstuddu þeir afstöðu sína með því, að Glist- rup sem réttkjörinn þingmaður yrði aðeins rekinn af þingi fyrir atbeina kjósenda en ekki þingmanna á Þjóðþinginu. Gert er ráð fyrir, að Glistrup muni byrja að afplána fangelsis- dóm sinn snemma í haust. Bush á fundi með Koivisto George Bush, varaforseti Bandaríkjanna (til hægri á myndinni), sést hér ræða við Mauno Koivisto, Finnlandsforseta, í gær, en sá síðarnefndi virðir fyrir sér bréf með orðsendingu frá Reagan Bandarfkjaforseta. Mynd þessi var tekin í sumarbústað Finnlandsforseta, en í Finnlandi hyggst Bush dvelj- ast í tvo daga og ræða þar við ýmsa helztu stjórnmálamenn landsins. Sjá frétt um Bush á bls. 20. Talið var í kvöld að ný sáttatil- laga væri í undirbúningi af hálfu Fahds, konungs Saudi-Árabíu, og Chadli Benjdid, forseta Alsír, og verði þessi tillaga tekin til með- ferðar á mánudag á fyrirhuguðum fundi þeirra Arafats og Assads, sem nú berjast um forystuna inn- an PLO. Á fundur þessi að fara fram í borginni Taif í Saudi- Arabíu, sem er sumarsetur Fahds konungs. í tilkynningu frá hinni opinberu fréttastofu Sýrlands í kvöld var hvergi minnst á nýjar tillögur til lausnar deilunni innan PLO, held- ur aðeins sagt að samþykkt hefði verið að halda áfram að reyna að leysa deilurnar á stjórnmála- grundvelli og draga að sama skapi úr vopnaviðskiptum milli deilu- aðila. Mao gagnrýndur harð- lega í „Gula kverinu" Peking, t. júli. AP. FYRSTU setningarnar í „Gula kver- inu", nýútkominni bók eftir Deng Xi- aoping, leiðtoga kínverska kommún- istaflokksins, lýsa honum sem björg- unarmanni Kína eftir glundroða menningarbyltingarinnar og leiða í Ijós hinar hörðu deilur hans við Mao Tse-tung, fyrrum formann flokksins og keppinaut sinn, Hua Quofeng, scm nú hefur verið rekinn frá völd- um. í þessari nýju bók, sem gjarnan er kölluð "Gula kverið" líkt og „Rauða kverið" eftir Mao forðum, er að finna úrval ritsmíða eftir Deng Xiaoping frá árunum 1975- 1982. Þar kemur sá síðarnefndi fram sem sá, er lagt hefur grund- völlinn að nútímaþróun í Kína og sem helzti gagnrýnandi persónu- Ný bók eftir Deng Xiao- ping komin út dýrkunarinnar á Mao. Ennfremur gagnrýnir Deng hóglífi innan kommúnistaflokksins og klíkuskap innan hersins. í stuttu máli er þarna dregin upp mynd af Deng sem einum af örfáum mönnum, er héldu almennri skynsemi og þorðu að gagnrýna Mao. I bók sinni gagnrýnir Deng ein- menningsstjórn Maos og þá skoð- un, að allt sem Mao gerði, hafi ver- ið rétt. „Það er enginn maður til, sem ekki gerir mistök. Ég hef sjálfur gert þau. Orð eins manns geta aldrei verið óskeikul." I frásögn sinni af þessari nýju bók Dengs segir hin opinbera fréttastofa Kína, að hann hafi ver- ið „upphafsmaður þeirrar viðleitni á öllum sviðum að bæta kerfis- bundið úr öllum mistökum menn- ingarbyltingarinnar". Mao Tse- tung hafi hins vegar mislíkað mjög þessi viðleitni Dengs. „Síðan komst á fót hreyfing byggð á fölskum for- sendum, sem hafði það að mark- miði að gagnrýna Deng Xiaoping og varpaði hún landinu út í alger- an glundroða," segir fréttastofan. Deng lenti tvisvar i hreinsunum í menningarbyltingunni á árunum 1966-1976, í fyrra sinnið af völd- um Maos og í hið síðara af völdum svonefndrar fjórmenningaklíku. -L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.