Morgunblaðið - 02.07.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.07.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1983 5 Nýr sýningarsalur hjá Völundi í Skeifunni: „Aukin þjónusta við viðskiptavininn“ segir Einar Sveinsson „Við erum að auka þjónustuna við viðskiptavininn,“ sagði Einar Sveinsson markaðsstjóri timbur- verzlunarinnar og trésmiðjunnar Völundar er hann sýndi blaða- mönnum nýjan sýningarsal, sem opnaður var í húsakynnum fyrirtæk- isins í Skeifunni 19 í gær. I sýningarsalnum verða sýnis- horn allrar framleiðslu Völundar og ný eldhúsinnrétting, sem fyrir- tækið er að hefja innflutning á frá Danmörku. Einar sagði að hingað til hefðu framleiðsluvörurnar ver- ið dreifðar um borgina, en nú yrði allt á einum stað. „Hérna er að finna allar hurðir Danska eldhúsinnréttingin Uno-form í nýjum sýningarsal Völundar í Skeifunni. Á myndinni eru (f.v.) Ole Rasmussen frá dönsku framleiðendunum, Jón Þór Hjaltason verksmiðjustjóri og Einar Sveinsson markaðsstjóri Völundar. Morgunblidið/ Kristjin Einarsson sem við framleiðum, innihurðir í öllum viðartegundum, útihurðir úr tekki, furu og oregonfuru, og einnig svala- og bílskúrshurðir. Þá er hér stoltið okkar, „hlý- hurðin", sem er nýjung í útihurða- framleiðslu. Hún er byggð upp i kringum pólýúretaneinangrun- arkjarna, en utan um hann eru álþynnur til styrkt og til að hindra að hurðin vindist, og loks er yzt „massíft" tekk. Þessar hurðir hafa hærra einangrunargildi en er í út- veggjum húsa,“ sagði Einar. Danska innréttingin, sem Völ- undur er að hefja innflutning á, ber nafnið Uno-form. Einar sagði hana hágæðavöru sem hlotið hefði viðurkenningar fyrir hönnun og gæði. Hún væri úr „massífu" tré og myndi Völundur i framtíðinni framleiða ýmsa hluta hennar til að ná verðinu niður. Að sögn Einars Sveinssonar var sænskur ráðgjafi hjá Völundi á síðastliðnu ári við að endurskipu- leggja alla starfsemi fyrirtækis- ins. Jafnframt hefur nýlega verið ráðinn nýr verksmiðjustjóri til Völundar, Jón Þór Hjaltason. Hjá Völundi starfa um 50 manns. Fyr- irtækið verður áttrætt næst- komandi febrúar. Einar Sveinsson við hlýhurðina, nýj- ung í hurðaframleiðslu Völundar. Eins og á hinum gömlu, góöu dögum — loftbrú beint í sólina Þrátt fyrir samdráttarrausið fara leiguflugvélar ÚTSÝNAR enn fullskipaðar. Myndin er af farþegahóp Útsýnar 29. júní sl. fyrir brottför frá Keflavíkurflugvelli. Hátt á annað hundraö farþegar við DC-8 þotu Flugleiða veifa í kveöjuskyni — á leið í sólina í Portúgal og á Spáni. VILT ÞÚ TRYGGJA ÞÉR FAR í NÆSTA HÓP — Á HAGSTÆÐUSTU KJÖRUM ? Hversvegna skyldi vera þessi aðsókn að Útsýnarferðum? * í sumarleyfinu ATHUGIÐ EFTIRFARANDI BROTTFARIR: Sumarið á íslandi 1983 var miðvikudaginn 29. júní. Úrkomudagar í Reykjavík voru 25 í júní í ár, en 27 í júlí í fyrra' Má bjóða þér betri tíð í sumarleyfinu? Útsýnarferöir eru ekki ókeypis og þær eru ekki á útsölu — en þær eru á frábæru verði. Þú borgar aöeins um 1A almenns ferðakostnaðar. Þú borgar allt feröalagiö í einu á stórlækkuðu veröi og meö auöveldum skilmálum.___________________________ UTKOMAN VERÐUR MIKLU HAGSTÆÐARI EN T.D: VERÐ MEÐ BIL- FERJUNUM EÐA FLUG 0G BÍLL — 0G ÞÚ NÝTUR FERÐAR í HÆSTA GÆÐAFLOKKI. Sólskinsparadísin með óendanlega fjöibreytni COSTA DEL SOL 7. og 14. júlí. Frábærír gististaöir. RÓMUÐ AFMÆLIS- FERÐ ÚTSÝNAR TIL LIGNANO 12. júlí (uppselt 26. júlí) MALLORCA 26. júlí — fá sæti. Hinn rómaði gisti- staður VISTA SOL á miðri Magaluf- ströndinni. ALGARVE — PORTÚGAL Ferðanýjungin sem slaer í gegn 20. júlí — 4 sæti laus. 10. og 31. ágúst, — uppselt. 21. sept. — laus sæti. /____ \ FeröasKrifstofan ÚTSÝN REYKJAVÍK: Austurstræti 17. Símar: 26611. 20100. 27209. AKUREYRI: Hafnarstræti 98. Sími: 22911.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.