Morgunblaðið - 02.07.1983, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.07.1983, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1983 fiíteiMííiáD Umsjónarmaður Gisli Jónsson 198. þáttur Mikla ánægju hef ég haft af öllum þeim hringingum og blaðaskrifum sem urðu vegna birtingar vísunnar, þar sem Sigurbjörn frá Fótaskinni lýsti góðum hesti. Ég hef stundum óttast um framtíð stökunnar, því að mikill skaði væri það máli okkar og menn- ingu, ef menn legðu niður þá íþrótt sem fólgin er í vísna- gerð. En sennilega stendur lausavísan okkar af sér allar tískusveiflur og heldur áfram að vera viðfangsefni ungum og gömlum. Verðugt verkefni væri að semja nýtt úrval ís- lenskra lausavísna. Mætti það vera ungu fólki til fyrirmynd- ar og til halds og trausts þeim kennurum sem vildu láta nem- endur sína njóta þeirrar snilldar sem þar er að finna. Ætli þeir myndu þá ekki sum- ir hverjir spreyta sig líka? Þegar umsjónarmaður hefur kennt nemendum sínum um rímur, hefur að minnsta kosti ekki skort áhugann á ýmsum merkilegum afbrigðum rímna- bragarhátta. Jökull Guðmundsson á Ak- ureyri vildi gjarna fá vitn- eskju um orðin storð og ófresk- ur, og skal nú reynt að segja ofurlítil deili á þessum orðum. Orðið storð er alltaf kvenkyns, hún storðin, en merkingin er breytileg. Ég þekkti ekki aðra en iand, jörð eða heimur, en þegar ég tók að fletta orðabók- um, kom í ljós að orðið merkir einnig gras, svo og ungt tré, og í kenningum jafnveí enn fleira. í Flateyjarbók segir á einum stað: „Magnús konungur sækir þá eftir þeim með sínar fylkingar ok falla Vindir niðr sem storð.“ Best mundi ég eftir orðinu úr kveðskap Benedikts Sveinbjarn- arsonar Gröndals og Matthíasar Jochumssonar. Benedikt kvað í Sögunni af Heljarslóðarorustu. Gekk ólrauór gýgjar hami studdr stillir fyrir stordar jöórum; en böl-brestir bláan skelfdu reginturn í Kómi suór. Sr. Matthías kvað í óði sín- um til móðurmálsins: Stóó það fast, þegar storðin hristist, stóð það fast fyrir járni’ og basti, stóð það fast og fjör og hreysti fékk hvað mest við strfð og hnekki. Lýsingarorðið ófreskur er svolítið verra viðfangs, en fyrir mér táknar það þann sem getur séð sýnir, er aðrir sjá ekki, yfirnáttúrulega hluti. Jökull ályktaði réttilega að til væri freskur, og svo skrýtið sem það er, þá er merking- armunur ekki mikill, hvort sem orðið er með neitandi for- skeyti eða ekki. Freskur, sem ég nota aldrei sjálfur, merkir samkvæmt orðabókum sá sem sér vel í myrkri, skyggn. Allir þekkja orðið ófreskja = skrímsli, ljótt (yfirnáttúru- legt) fyrirbæri, og samsvar- andi orð kemur fyrir í norsku. Nú er mér ekki ljóst hvað er leitt af hverju og í uppruna- orðabókum er ekki að finna óyggjandi skýringar. Eigum við að leyfa okkur að álykta sem svo að freskur tákni þann sem gæddur er eðlilegri, venjulegri sjónskerpu, en ófreskur þá aftur þann, sem getur séð það sem ekki verður talið venjulegt eða eðlilegt? Hinn síðari gæti þá trúlega oftsinnið séð eitthvað ljótt, séð ófreskjur. Ég veit það ekki. Mér þykja þetta grunn- færnislegar skýringar, en kemst ekki lengra í bili þrátt fyrir góða viðleitni fræði- manna til að hjálpa mér. Sigríður Kristinsdóttir á Eskifirði hafði fyrir mig dálít- ið sérkennilegar vísur, þar sem lýst er atferli fólks í dansleik. Síðustu hendingarn- ar voru svo: „og vaggar svo í víðum hring að væluhalans leiðbeining." Við héldum helst að væluhali væri hljóðfæri. Sigríður var reyndar viss um að það væri fiðla. Kannski getur einhver frætt okkur frekar um þennan kveðskap og orðið væluhali. Það kemur hvergi fyrir í seðlasafni Orðabókar Háskól- ans. Síðan langar mig enn til að halda uppi áróðri fyrir sagn- irnar að halda í staðinn fyrir að starfrækja og reka og að sækja í staðinn fyrir að mæta. Menn halda skóla, heimili, hót- el o.s.frv. Ég vil ekki tala um að starfrækja eða reka skóla, svo að einstakt dæmi sé tekið. Sögnin að halda hefur þarna þá yfirburði m.a. að nafnorðið af henni er stutt og gott: hald. Beri menn saman samsetn- ingar eins og skólahald og hcimilishald og svo klúður eins og skólarekstur eða heimilis- rekstur, ég tala nú ekki um skólastarfræksla eða heimil- isstarfræksla. Menn sækja kirkju, sækja skóla, sækja fundi og þar fram eftir götunum og kemur þá einnig til hið ágæta orð sókn, sbr. skólasókn, fundarsókn, krikjusókn. Ég vil ekki tala um skólamætingu, fundarmæt- ingu eða kirkjumætingu. Ég vil tala um sóknarskyldu en ekki mætingarskyldu, og ég vil segja að margir hafi sótt fundinn og fjöldi fólks hafi sótt kirkjuna, ekki mætt í kirkjunni. Og enn sætti ég mig ekki við sögnina að funda í stað þess að halda fund, jafnvel þó benda megi á hliðstæðuna að þinga og þó svo að sögnin að funda sé stutt og einföld. Mér þykir hún snautleg, barnaleg, fá- tæktarleg, rétt eins og sagt væri að „bíla“ í bæinn í stað- inn fyrir að aka eða keyra, eða notuð væri sögnin að „hesta" í staðinn fyrir að ríða. Hvernig þætti mönnum: Þá hestuðu hetjur um héruð í staðinn fyrir: Þá riðu hetjur um hér- uð? Að lokum er þess getandi að a-ið vantaði í bæjarnafnið Fótaskinn í síðasta þætti. Til sölu Einbýlishús (múrh. timburhús) í vesturbæ Kópavogs, um 103 m2 aö grunnfleti, hæð og ris og skiptist húsiö þann- ig: Á jarðhæö 2 stofur, svefnherbergi, eldhús, baö, geymsla og þvottaherbergi. I risi 2 herbergi og eldhús. Bílskúr fylgir. Húsiö stendur á 1323 m2 ræktaöri lóö. Mikill trjágróöur, fallegur garöur. Húsið er til sölu eöa í skiptum fyrir 3ja herbergja íbúö í Kópavogi eða Reykjavík. (Hlíöar eöa Noröurmýri). Uppl. í síma 15554 í dag kl. 2—6 og á morgun kl. 10—14.-. 83000 3ja herb. viö Orrahóla Vorum að fá í sölu vandaöa og fallega 3ja herb. íbúð á 2. hæö í 3ja hæöa blokk. FASTEICNAÚRVALIÐ 10 ARA1973-1983 Silfurteigii Sökjstjóri: Auðunn Hermannsson, Kristján Eiríksson haestaréttarlögmaður J—/esiö reglulega af öllum fjöldanum! ^.HUSEIGNIN ^Sími 28511 'r~: ^J) Sími 28511 r pj Skólavörðustígur 18, 2.hæð. Opiö 1—5 Bollagarðar Seltj. 250 fm raöhús á 4 pöllum. In- nréttingar í sér klassa. Dyngjuvegur — Einbýli Gott 250 fm elnbýli á þrem hæöum. Mikiö útsýni. Mögulelki á sér ib. í kjallara. Skipti koma til greina. Framnesvegur 4ra herb. 114 fm íbúð á 5. hæð. Frábært útsýni. Verö 1500 þús. Tjarnargata 170 fm hæö og ris á besta staö í bænum. Gott útsýnl. Lítiö ákv. Verð 2 millj. Engihjalli 4ra herb. 100 fm íbúö á 7. hæö. Mjög góö eign. Ákv. sala. Hringbraut Hafn. 4ra herb. 110 fm ibúö. Mjög skemmtileg íbúö. Verö 1250— 1300 þús. Klepppsvegur 4ra herb. íbúó á 8. hæö. Ákv. sala. Dunhagi 3ja herb. 90 fm íbúö á 2. hæö. 2 saml. stofur og svetnherb., stórt og gott eldhús. Ákv. sala. Verð 1400 þús. Digranesvegur 2ja herb. íbúð á 1. hæö. 67 fm, í fjórbýlishúsi. Þvottahús og búr inn af eldhúsi. Selst og afhen- dist tilbúin undir tréverk og málningu. Verö 950 þús. Hvassaleiti 3ja herb. íbúö í kjallara 87 fm. Skipti á 2ja herb. ibúö koma til greina. Laufásvegur 200 fm íbúö á 4. hæð. 3 svefn- herb. og tvær stórar stofur. Gott útsýni. Lítiö áhv. Grettisgata Tveggja herb. íbúö 60 fm á an- narri hæö í járnvöröu timbur- húsi. Bein sala. Krummahólar 3ja herb. 85 fm glæsileg íbúó á 5. hæð. Ákveöin sala. Njaröargata 3ja herb. íbúö, 90 fm. Öll ný- standsett. Laugavegur Einstaklingsíbúö i nýju húsi. Mjög skemmtileg eign. Ákv. sala. Ugluhólar 73 fm 2ja herb. glæsileg íbúö á 1. hæð. Ákv. sala. Súluhólar 2ja herb. 60 fm íbúð á 3. hæð. Góöar innréttingar. Verö 950—1 millj. Byggingarlóð — Álftanesi 1130 fm lóó á Álftanesi á besta stað. Vantar Vantar Vantar 2ja herb. 3ja herb. 4ra herb. Vantar allar gerðir eigna á skrá. JjUSEIGNIN Q ^Sími 28511 Qp) SKÓLAVÓRDUSTÍGUR 18, 2. HÆÐ. Pélur Gunnlaugtson löglr. 28611 Símatími í dag kl. 12—3. Takið efftir Okkur vantar allar teg. íbúða á skrá. Rauðarárstígur 70 tm snotur 3ja herb. íbúö á 1. hæö. Barónsstígur 2ja herb. rúmgóð íbúö, mikiö sér. Verö 900 þús. Ákv. sala. Gunnarsbraut 2ja herb. falleg íbúö sem er öll endurnýjuö. Sér inn- gangur. Verð 900 þús. Ákv. sala. Hörpugata 3ja herb. ibúö í Skerjafiröi. Laus strax. Lyklar á skrif- stofunni. Verð 950 þús. Ákv. sala. Austurberg 4ra herb. íbúö á 4. hæð ásamt bílskúr. Bjarnarstígur 4ra herb. íbúö ca. 110 fm á 1. hæö í steinhúsi. (Jaröhæö und- ir.) Fálkagata 4ra—5 herb. íbúö ca. 135 tm sérhæö á 2. hæö í steinhúsi. Ibúöin er mikiö endurnýjuö. Allt sér. Ákv. sala. Rauóihjalli Erum meö í einkasölu enda- raöhús á 2 hæöum meö inn- byggöum bílskúr. Samtals um 220 tm. Fallegur garöur. Skiptl á minni eign koma til greina. Rauðageröi Parhús á þremur hæöum, tvær stofur, 3 svefnherb., bilskúrs- réttur. Skipti á minni eign koma til greina. Ákv. sala. Verö 1,8 millj. Kaplaskjólsvegur 140 fm íbúö á tveimur hæöum, 4 svefnherb., fallegt útssýni. Verð 1,6 millj. Auðbrekka 3ja—4ra herb. sérhæö á 2. hæð. Allt sér. Bílskúrsréttur. Verö 1,6 millj. Torfufell 140 fm endaraöhús. Falleg og vönduö eign. 4 svefnherb. og stofur. Mjög góöur bílskúr. Kambasel 200 fm endaraöhús ásamt 50 fm óinnréttuöu risi. Innbyggöur bílskúr. Mikið panelklætt. Ákv. sala. Klapparstígur Steinhús sem er jaröhæö, tvær hæöir og ris ásamt áföstu versl- unarhúsnæói. í húsinu eru tvær íbúöir. Grettisgata Einbýlishús sem er kjallari, hæö og ris. Mikið endurnýjaö. Verö 1500 þús. Ákv. sala. Sumarbústaður viö Meðalfellsvatn. Sauna og bátaskýli í viöbyggingu. Myndir á skrifstofu. Hús og Eignir, Bankastræti 6 Lúðvík Gizurarson hrl., Kvöldsími 78307.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.