Morgunblaðið - 02.07.1983, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.07.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1983 11 Flugmóðurskipið Hermes 227 metra langt tnnrWihnf 2x10 SS-NX-20 eldflaugar *l.ii ii ii |i |i iL ii Kjarnorkukafbátur af „hvirfilbyls“-gerð, 180 metra langur. Teikningin sýnir sovézkan kafbát af „Hvirfilbyls“-gerð í forgrunni í réttu stærðarhlutfalli við brezka flugmóðurskipið Hermes, í bakgrunni. Ferlíki hleypt af stokkunum í Norðurhöfum milli stranda Noregs og Sovétríkjanna eru Rúss- ar nú að Ijúka tilraunum með nýj- asta og hættulegasta vopn sitt. Samkvæmt upplýsingum sem vest- rænar leyniþjónustur hafa aflað sér verður fyrsti kjarnorkukafbát- urinn af „hvirfilbyls“-gerð tilbúinn innan skamms. „Hvirfilbylinn" má með sönnu kalla skrímsli djúpsjávarins. Hann er hundrað og áttatíu metra lang- ur, tuttugu metra breiður og fimm- tán metra hár við brúna. Kafbátur- inn er tuttugu þúsund tonn að stærð — en það er næstum sama stærð og á stærsta orrustuskipi Breta, flugmóðurskipinu „Her- mes“, sem var þeirra mikilvægasta vopn í stríðinu um Falklandseyjar á síðasta ári. Undir yfirborði sjávar gengur „Hvirfilbylurinn" fyrir tveimur kjarnaofnum á meira en þrjátíu hnúta hraða, eða sextíu kíló- metra hraða á klukkustund. Þessi jötunn hafdjúpsins ber í gráum búk sínum tortímingar- vopn fyrir milljónir manna. I framrúmi kafbátsins er að finna tuttugu eldflaugar af gerðinni SS-NX-20. Þær má senda tíu þúsund kílómetra vegalengd og hefur hver um sig tólf sprengju- odda, sem miða má á tólf mis- munandi skotmörk. Kafbáturinn gæti laumast nær ströndum Norður-Ameríku óséður undir ísbreiðu Norðurpólsins, skotið eldflaugunum og horfið síðan aftur undir ísbreiðuna. Samkvæmt vestrænum leyni- þjónustum munu Rússar taka að minnsta kosti fjóra kjarnorku- kafbáta af „hvirfilsbyls“-gerð í þjónustu sína áður en langt um líður, en það felur í sér nær þús- und sprengjuodda viðbót við kjarnorkuvígbúnað þeirra sem fyrir er. Vestrænir varnasérfræðingar velta því ennþá fyrir sér hvernig standast megi „Hvirfilbylnum" snúning. Kafbáturinn er þrí- veggja, svo hefðbundnar vatns- sprengjur eða tundurskeyti fá ekki grandað honum. Víst má þó telja að atómsprengja sprend neðansjávar í nánd við kafbát- inn myndi gera hann óvígfæran. íslenska sendinefndin, f.v.: Björn Björnsson, Jón Ólafsson, Kristján Þor- bergsson og Hannes Jónsson. Þingi Alþjóða- vinnumálastofnun- arinnar lokið Þorbergsson, lögfræðingur, sem full- trúi atvinnurekenda. Á þinginu var fjallað um ýmsa þætti vinnu- og félagsmála m.a. um alþjóðlegan vinnustuðul fyrir fatlaða. Ennfremur fór fram und- irbúningsumræða um atvinnu- málaráðstefnu. Miklar umræður voru á þinginu um samtakafrelsi aðildarríkjanna, en athygli vakti að Pólland sótti ekki þingið að þessu sinni, vegna þess að það taldi innanríkismál sitt vera hvort eða hvernig það fullnægði ákvæð- um samþykkta ILO um félaga- frelsi. Hafði stjórn ILO áður ákveðið að láta fara fram rann- sókn á kærum um brot Póllands á skuldbindingum sínum varðandi framkvæmd félagafrelsis og rétt aðila vinnumarkaðarins til frjálsra kjarasamninga. Á þinginu gerðist Alþýðulýð- veldið Kína aðili að Alþjóðavinnu- málasambandinu og var sam- komulag gert um fjármál þess í þvi sambandi. Þingið fór að mestu friðsamlega fram nema hvað ókvæðisorð voru hrópuð að Hosni Mubarak forseta Egyptalands er hann ávarpaði þingið og gengu sendinefndir íran, íraks og Sýrlands út í mótmæla- skyni við samningsviðleitni Mub- araks í deilumálum Mið-Austur- landa. (l r rréttalilkynningu.) Alþjóóavinnumálastofnunin hélt 69. þing sitt í Genf dagana 1.—22. júní og sátu þingið um 1850 fulltrúar og ráðunautar aðildarríkja stofnun- arinnar. Fyrir íslands hönd voru þeir dr. Hannes Jónsson, sendi- herra, Jón Ólafsson, skrifstofustjóri, sem fulltrúi ríkisstjórnarinnar, Björn Björnsson, hagfræðingur, sem fulltrúi launþega og Kristján Yeitingastofan Ársel opnuð á Selfossi KAUPFÉLAG Árnesinga hefur opnað vcitingastofu í Vöruhúsi KÁ á Selfossi. Veitingastofan nefnist Ár- sel og verður opin til kl. 22.00 alla daga fyrst um sinn. Á matseðlinum verður sérstök áhersla lögð á grill- rétti, brauð og tertur. í veitingastofunni verður einnig verslun með algengar ferða- mannavörur og kæliborð með dagvörur sem hugsað er m.a. sem þjónusta við sumarbústaðafólk í nágrenni Selfoss. Minjagripa- verslun er staðsett í veitingastof- unni í sal með hreyfanlegum veggjum sem verður einnig notað- ur til vörukynninga o.fl. 900 GU 4ra dyra, 5 jíra, ekinn aðeins 5 þús. Aiywð '82. Skipti mögulag á ódýrari SAAB 900 GIE 4ra dyn. Sjáltskiptur + vökvastýri. Ekinn 31 þés árgarð '01 OpiÓídagtilkl3 SAAB-eigendurathugið, tökum þann gamla upp í nýjan — eða seljum hann fyrir þig ef þú vilt heldur. Mikil eftirspurn tryggir hagstæð skipti. TÖGGURHR SAAB UMBOÐIÐ BÍLDSHÖFÐA 16, SÍMI 81530 LITGREINING MEÐ CROSFIELD 540 LASER LYKILLINN AÐ VANDAÐRI LITPRENTUN MYNDAMOT HF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.