Morgunblaðið - 02.07.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.07.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1983 Yfir anddyri Karmelítakirkj- unnar í Varsjá er letrað: „Ég kom, ég sá, guð sigraði." Orðin eru til- vitnun í ummæli Sobieskis Pól- iandskonungs eftir sigur hans á Tyrkjum í orrustunni við Vín á sautjándu öld. í prédikun, er páfi flutti á leið sinni um Pólland ný- lega vék hann stuttlega að afreki hetjukonungsins. Hann sagði: „Bardaginn og sigurinn urðu ekki til þess að gjá myndaðist milli Pólverja og Tyrkja. Þvert á móti lögðu þau grunninn að gagn- kvæmri virðingu og vinsemd þjóð- anna tveggja." Nöturleg heimsmynd nútímans, sem á upptök í eftirleik stríðsár- anna, veldur að Jóhannes Páll II mun vart gera orð konungsins að sínum, a.m.k. ekki um sinn. Óbeinn samanburður páfa á Pól- landi nútímans og fyrir þrú hundruð árum er þó vísbending um að páfi hafi að einhverju marki sótt fyrirmynd sína til Sobieskis. Barátta konungsins varð til að hnekkja yfirráðum Tyrkja í Evrópu og varðveita sjálfstæði Póllands um skeið. Bar- átta Pólverja nú miðar einnig að því að hrinda erlendu kúgunar- valdi, sem parrakað hefur frelsi þjóðarinnar til orðs og æðis. Full- Marx og Lenin í skugga páfans sína. Hinn trúarlegi tilgangur far- arinnar var að heiðra sex hundruð ára afmæli Svörtu meyjarmynd- arinnar, sem er heilagasti helgi- dómur Pólverja í Jasna Gora klaustrinu í Czestochowa. Jaruz- elski neitaði í fyrstu að taka við páfa, en lét síðan undan er nær dró hátíðahöldunum. Er talið að Jaruzelski hafi gert kaup við Glemp kardinála um að afstýra boðuðu verkfalli Samstöðu á liðnu hausti, ef páfi fengi að koma til Póllands. Stuggur pólskra stjórnvalda út af heimsókn páfa er auðskilinn. Páfinn er hættulegri hugsjón kommúnismans en allar meðal- drægar kjarnorkueldflaugar, sem fyrirhugað er að koma upp í Vestur-Evrópu. Kaþólska kirkjan hefur öldum saman verið Pólverj- um skjól við utanaðkomandi yfir- gangi og páfinn, sem nú situr í Róm, sameiningartákn kristni og þjóðfrelsis. í upphafi var ljóst að páfi myndi gera martröð stjórnvalda að veruleika, og er því ekki að leyna að bersögli hans kom flest- um í opna skjöldu. Fundur páfa með Jaruzelski hershöfðingja í byrjun hlýtur að teljast með eftir- minnilegustu fundum leiðtoga PÍLAGRÍMUR RÉTTLÆTISINS Páfi ætlar kirkjunni stórt pólitískt hlutverk í Póllandi veidi Póllands og frelsi var pfan- um hugleikið umræðuefni í nýaf- staðinni ferð hans. Án þess að víkja beinum orðum að Sovétríkj- unum lét hann svo um mælt í byrjun að Pólland hefði þegar goldið fyrir rétt sinn til sjálfstæð- is „með sex milljónum þegna, er fórnuðu lífi sínu á vígvöllum, í fangelsum og í útrýmingarbúð- um“. „Ég þrái af öllu hjarta," sagði Jóhannes Páll II, „að Póí- land haldi sínum sessi ævinlega meðal Evrópuþjóða milli austurs og vesturs. Ég þrái af öllu hjarta að aðstæðum verði aftur komið í það horf að samstarf geti tekizt meðal Evrópuþjóða á okkar meg- inlandi og einnig við Ameríku, umfram allt Bandaríkin." Þó væri rangt að túlka heim- sókn páfa einvörðungu sem frels- isför Pólverja til ættjarðar sinnar. Sú barátta, sem andlegum leið- toga sjö hundruð og fimmtíu milljóna kaþólskra manna er áfram um er ekki hernaðarleg, heldur fyrst og fremst trúarlegs eðlis. Á hinn bóginn ber á að líta að hugarfarslegri endurvakning, sem haslað er völlur þar sem stjórnvöld afneita inntaki hennar, ef jafnframt stjórnmálaleg. Páfi fór til Varsjár sem Pólverji að vitja gamalla slóða. Hann fór einnig sem trúarleiðtogi í virð- ingarskyni við helga dóma. En síð- ast en ekki sízt fór páfi sem slyng- ur stjórnmálamaður í fullri vitund um mátt sinn til að kynda undir þjóðarhugsjón landa sinna. Vandþræddur meðalvegur Páfa gafst ríkulegt tækifæri til að láta á stjórnkænsku sína reyna í förinni. Hinar erfiðu aðstæður í Póllandi gerðu að verkum að hann varð að þræða milli skers og báru. Ef hann lýsti stuðningi sínum við frelsisbaráttu pólskra verka- manna of berlega hefði það getað orðið neistinn að báli er gerði ekki aðeins út af við Jaruzelski hers- höfðingja, heldur þurrkaði einnig út hið nauma frelsi kirkjunnar. Sýndi páfi á hinn bóginn of mikla tilslökunarsemi við pólsk stjórn- völd, er sennilegt að hann hefði brugðizt vonum alþýðu sem þjök- uð var fyrir. Til að skilja hve þröngur stakk- ur páfanum var skorinn er nauð- synlegt að gaumgæfa stöðu róm- versk-kaþólsku kirkjunnar í Pól- landi. Hin sterku tengsl Pólverja og Páfagarðs má rekja aftur til fyrsta konungs landsinsá tíundu öld, Mieszko I, og skýrir hið sögu- lega samband að nokkru hversu örðuglega stjórnvöldum hefur sótzt að kveða kirkjuna í kútinn. Mun fáheyrt í kommúnistaríkjum Austur-Evrópu að prestum haldizt uppi að gera stjórnmálalegar at- hugasemdir úr prédikunarstóli líkt og tíðkast í Póllandi og vekur athygli að ekki var látið til skarar skriða við kirkjuna, þótt yfirmað- ur hennar, Jozef Glemp, kardináli, tæki undir kröfur um frjáls verka- lýðsfélög og mæltist til að póli- tískir fangar yrðu látnir lausir úr haldi. f öðrum A-Evrópuríkjum, að A-Þýzkalandi e.t.v. undan- skildu, eru prestar annað hvort of fáir eða kirkjan of háð umburðar- lyndi stjórnvalda til að hafa kost á stjórnmálalegum afskiptum. f ljósi þess að kristnin hefur ætíð verið hugmyndafræðingum kommúnista þyrnir í augum, er skiljanlegt að páfa, sem öðrum pólskum trúarleiðtogum, sé um- hugað að tapa ekki þeim réttind- um sem áunnizt hafa á þrjátíu ár- um. Pólskir stjórnmálaleiðtogar hafa lítt dregið fjöður yfir mikil- vægi kaþólsku kirkjunnar í pólsku þjóðlífi. Áður en páfi lagði upp í ferð sína gerði Jaruzelski hers- höfðingi mikið úr áhuga sínum á að hafa samráð við Glemp kardin- ála um ákveðna þætti stjórnar- stefnunnar og kirkjumálaráð- herra landsins lýsti því yfir að „hver sem reyndi að ímynda sér sósíalískt Pólland án kirkjunnar, skorti skilning á pólskum aðstæð- um“. Þrátt fyrir slík opinber vina- hót bendir flest til að forysta pólska kommúnistaflokksins hafi síður en svo verið ásátt um að taka við páfa. Hvort sem Andro- pov reyndi að beita áhrifum sínum eða ekki, er á allra vitorði að Kremlverjar hefðu unað því betur ef páfi hefði setið heima. ókyrrð leiðtoga í Sovétríkjunum vegna Póllandsfarar páfa, verður m.a. ráðin af ræðu Andropovs á mið- stjórnarfundi sovézka kommúnistaflokksins nýlega, en þar sagði Andropov: „Þegar leið- sögn kommúnistaflokksins dvínar er hætta á að menn villist út á refilstigu endurskoðunarstefnu og borgaralegs hugsunarháttar. Leið- togar A-Evrópuríkja mega aldrei láta flokkstaumana rakna sér úr hendi." Hefðu óeirðir orðið í til- efni af komu páfa til Póllands er óvíst hvort Jaruzelski hefði getað haft taumhald á harðlínumönnum innan stjórnmálaráðs flokksins. Víst má þó telja að arftaki hers- höfðingjans yrði kirkjuyfirvöldum sízt þægari viðureignar. Á hinn bóginn varð páfi einnig að varast að vera leiðitamur stjórnvöldum, sem á undanförnum mánuðum hafa unnið markvisst að því að kæfa sjálfsforræði pólskra verkamanna. Vandaði páfi ekki um við stjórnvöld, leikur lítill vafi á að för hans hefði aukið vonleysi Pólverja, einkum þegar þess er gætt að för páfa til Pól- lands 1979 átti ríkan þátt í að leysa úr læðingi þau öfl, er leiddu til stofnunar Samstöðu. Til að átta sig á kringumstæðum heimsókn- arinnar er því nauðsynlegt að íhuga fyrri Póllandsför páfa. Heimsóknin 1979 markaði þáttaskil í lífi pólsku þjóðarinnar. Svo vísað sé til gamalkunnungs ævintýris H.C. Andersens má til sanns vegar færa að koma páfa þá hafi orðið til að „afklæða keisar- ann“. Skarar manna þyrptust að páfa og auðsýndu ríkisstjórn Gier- eks og pólska kommúnistaflokkn- um fullkomna fyrirlitningu. Nærvera Jóhannesar Páls II var stjórninni augljós og varanlegur álitshnekkir. Páfi var herskár í orðum sínum. Hann sagði mann- fjöldanum að „skipulag kommún- ismans helgaðist af heimsmynd og hugmyndafræði, sem væri alger- lega ósamrýmanleg lífsviðhorfi kirkjunnar". Hann áminnti landa sína að kirkjan hefði um aldaraðir verið framvörður pólsks þjóðernis og hvatti þá til að hafa traust á sjálfum sér í baráttunni fyrir sjálfstæði og mannréttindum. Engum, sem fylgst hefur með at- burðum í Póllandi síðan 1979, get- ur blandazt hugur um að páfinn var aflvaki Samstöðu. Vera má að hann hafi ekki séð hreyfinguna fyrir og eflaust var honum kvíði í brjósti er leiðtogar Samstöðu tóku að básúna kröfur sínar. Engu að síður var Lech Walesa veitt við- taka í Páfagarði og Jóhannes Páll tók iðulega málstað frjálsrar verkalýðshreyfingar í Póllandi. Samstaða var formlega sett af hlunnum ári eftir heimsókn páfa. Átján mánuðum síðar hrifsaði herinn völd og lagði þegar til at- lögu við Samstöðu. Dapurlegar af- leiðingar herlaganna komu brátt i ljós, verkföll, handtökur og mót- mælagöngur. Versta efnahags- kreppa, sem hrjáð hefur Pólland nokkru sinni, dundi yfir á árinu 1981 og hefur ástandið lítt batnað síðan. í síðari förinni fagnaði sægur fólks páfa einnig. En aðstæður voru breyttar. Oraunsætt hefði verið að ætla páfa að glæða vonir manna líkt og fyrir fjórum árum. Til að svo mætti verða voru von- brigði undanfarinna ára of bitur. Þar sem andi Samstöðu sveif enn yfir vötnum var páfa nú heldur ekki nauðsyn að koma hugarfars- byltingu til leiðar. Sjálfstraust og innri þróttur, sem páfi hafði inn- blásið löndum sínum fyrrum var enn ekki útdauður og því þarflaust að vekja hann til lífsins. Sjónarvottum, er skýrðu frá heimsókn páfa í erlendum blöðum ber að jafnaði saman um að al- mennt hafi Pólverjar ekki gert sér ýktar vonir um árangurinn af töl- um páfa. Slíkar hugleiðingar kunna þó að gera of lítið úr at- hyglisverðu sérkenni kaþólskrar trúar í Póllandi, sem er dýrkun Maríu meyjar. Samkvæmt Maríu- dýrkuninni er María mey sérstak- ur verndari nauðstaddra og getur farið þess á leit við guð að hann komi þeim til hjálpar. Virðast prestar og söfnuðir trúa að María mey hafi komið því til leiðar að umsátri Svía við klaustrið í Jasna Gora var hrundið 1655 og að sigr- ast var á bolsévikum eftir innrás þeirra í Pólland 1920. Tilfinningin um að enn eitt kraftaverkið kynni að gerast var útbreidd meðal fjöldans, sem hlýddi á guðsþjón- ustu páfa við Svörtu meyjar- myndina í Jasna Gora nýlega. Er það einmitt hin ríka Maríutrú Pólverja, sem gerir að verkum að ómögulegt er að skýrgreina Pól- landsför páfa á stjórnmálalegum forsendum einum. Ljóst má vera að páfa voru rammar skorður reistar í ferð sinni. óvægin gagnrýni í garð stjórnvalda kynni að hafa hrært upp ófriðaröldu, sem grafið gat undan stöðu kirkjunnar sjálfrar. Með undirlægjuhætti við kúgun- aröflin hefði páfi hins vegar brugðizt hugsjónum landa sinna, sem haft hafa trúna að leiðarljósi í baráttunni fyrir mannréttindum. Ögrun og varfærni í meira en ár hafði páfi sótt það fast að fá að heimsækja ættjörð ríkis og kirkju á okkar dögum. „Ég kem til að vera með þjóð minni á einkar erfiðum tíma í sögu henn- ar,“ sagði Jóhannes Páll II. Hann vítti Jaruzelski fyrir þjakandi harðstjórn og skoraði á hann að gera alvöru úr þeim „félagslegu endurbótum", sem samið var um fyrir þremur árum. Hershöfðingj- anum var greinilega ömbrugt. „Við hræðumst ekki umsögn af- komenda okkar," sagði hann skjálfandi í hnjáliðunum og bætti svo við: „Sárindi og biturleiki eima ennþá eftir. En hið versta er af- staðið." Jaruzelski hafði vænzt þess að páfi friðmæltist við pólsku stjórn- ina. En honum varð ekki að ósk sinni. 1 prédikun, sem páfi flutti í Czestochowa lagði hann hart að Jaruzelski að slaka á klónni við sjálfstæð verkalýðsfélög, sem bönnuð voru í desember 1981. Þeg- ar páfi notaði síðan orðið „sam- staða" í fyrsta skipti í för sinni, brutust út mikil fagnaðarlæti áheyrenda. „Ég er sonur þessa lands,“ sagði hann, „og hef af þeim sökum djúpa samúð með baráttu þess fyrir frelsi, réttlæti og félags- legri samstöðu." Síðar í vikunni varð páfa að orði að „rétturinn til að mynda verkalýðsfélög" væri ekki kominn frá ríkisvaldi eða ákveðnum einstaklingum heldur væri hann „manninum meðbor- inn“. I heild lýstu ræður páfa þaul- hugsuðu samblandi ögrunar og varfærni. Hann ítrekaði við ýmis tækifæri að stjórnvöld yrðu að sýna meiri sáttfýsi. Benti hann á að hreinskilni af þeirra hálfu væri forsenda árangursríkra sam- ræðna. 1 samfélagi þar sem fjöl- miðlar sæta strangri ritskoðun höggva slíkar yfirlýsingar beint að rótum stjórnskipulagsins. Engu að síður vekur athygli að páfi var mun gætnari í orðum en í fyrri krossferð sinni fyrir fjórum árum. í stað þess að fjölyrða um ósættanleg sjónarmið kristindóms og kommúnisma brýndi páfi leið- toga ríkis og kirkju til að komast að samkomulagi. Er einnig eftir- tektarvert að páfi gætti hófs gagnvart linnulausum tilraunum fjöldans til að fá hann til að ger- ast málsvari Samstöðu. Er gætni páfans í samræmi við yfirlýsingu Páfagarðs daginn fyrir fund Wal- esa og páfa, en þar var varað við túlkun fundarins sem einhliða við- urkenningu á lögmæti Samstöðu. Þeir atburðir sem án efa vöktu mesta athygli í Póllandsför páfa að þessu sinni voru fundirnir tveir með Jaruzelski og hinn þriðji með Walesa. Með því að koma saman með hershöfðingjanum í byrjun og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.